Vísir - 20.03.1970, Side 7

Vísir - 20.03.1970, Side 7
VlSIR . Föstudagur 20. marz 1970. ® Notaðir bfilar til sölu cTWenningarmál Háttur að It uasa Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir: Úlfar Þörmóósson: Sambftnd eða blómið sem grær yfir dauð- ann Grágás, Keflavík 1969. 150 bls. ■fjlfar Þormóðsson gaf út fyrstu skáldsögu sína fyrir nokkrum árum, og var það satt að segja furðu barnslegt og frumstætt verk. Önnur bók hans, einnig skáldsaga, er ó- neitanlega miklu lipurlegar stíl- uð en Sódóma-Gómorra var á sínum tíma, höfundinum hefur ávaxtazt allvel það pund sem þar mátti þrátt fyrir allt merkja. Meira en „framför“ höf undar kann þó að vera vert um það nána samhengi sem greina má á mílli bókanna. Ungæðisleg rómantíska fyrri sögunnar er eftir sem áður undirrót mann- lýsingar hinnar nýju söguhetju, skáldsins Yngva Jóns. Og rösk legur fcásöguháttur, dálitið kaidranaleg afstaða til söguefn- is hinnar nýju sögu, viðleitni höfundar að sjá það utan og ofan frá á náskylt við fyrri söguna þó sá né annar sögu- háttur tækist þar til engrar Wítar. Hvort tveggja þetta kann að benda tfl að Úlfar Þormóðs- son eigi raunveruleg erindi aö rækja’ í- sagnagerð. Þar meðier anoísem ekki sagt að Sambönd, eða blómiö sem grær yfir dauðann, sé ýkja góð saga eins og hún kemur fyrir. En bún er að sumu leyti smellin. Sagan greinir frá ungu fólki, hjúskapar- og búskaparstofm*p ; nú á dögum og tilheyrandi kapp hteupi um lífsgæðin. Yngvi Jón j verður að gefa frá sér skáldskaD ardraumana og tekur til að Þorsteinn Antonsson: Þá, nú og svo framvegis Ljóð Heigafeil, Reykjavík 1969. 57 bls. jþorsteinn Antonsson gaf út fyrstu bók sína, skáldsöguna Vetrarbros fyrir nokkrum ár- um, og var það að mörgu leyti álitlegt byrjunarverk. Önnur bók hans kom út litlu fyrir jól og hefur verið fullkomlega hljótt um hana síðan, mikið ef hún hefur svo mikið sem sézt i bókaverzlunum. Má þó ekki minna kosta en ný verk ungra höfunda eða höfundarefna séu minnsta kosti nefnd á nafn. Hitt er svo annað mál að með sanngimi verður varla dæmt um höfundinn af þessari bók frekar en blaðagreinum og rit- gerðum hans sem hann hefur birt urmul af síöan skáldsagan kom út. Að visu virðist mér hvarvetna í ritgerðum Þorsteins Antonssonar bregða f.frir eftir- tektarverðum hugmyndum, athugunum og skoðunum, höf- undar virðist i þeim. eins og skáldsögunni vera aö bisa við einhver þau vandamál sem hon- um er f senn nauðsyn og ofur- efli að orða til hlítar. Sama kann að sínu leyti að gilda til- raunir hans til ljóðagerðar I þessari bók. En Vetrarbros naut við miklu meiri ritleikni en seinni textar höfundarins, auðkennilegrar lýsinga- og frá- sagnargáfu sem fremur en heim spekileg umræða sögunnar vakti áhuga lesandans og hélt honum við efni hehnar. Ljöðabók Þor- steins, fyrsti þáttur hennar, Þá, hefst með einkennilega sterkum Ijóðrænum textum sem að veru- legu leyti byggjast á náttúru- lýsingum, en eru þó öldungis ólfkir • vénjubundinni ljóðrænu eins og hún gerist eftir form- byltingu. En meira verður ekki úr. Sízt lætur honum að yrkja með hefðbundnu lagi, rími og stuðlum, sem fáeinar tilraunir eru gerðar til í bókinni. Og mestallur texti hennar er undar lega óráðinn, formlaus, ekki sízt síðasti þátturinn, Framvegis, sem er samfelldur ljóðaflokkur, og minnir að því leyti á ritgerð- ir Þorsteins. Að yrkja og semja er þrátt fyrir allt fyrst og fremst háttur að hugsa. Þrátt fyrir allt bera textar Þorsteins Antonssonar þess vott að hann hugsi ekki að annarra hætti heldur fyrir sig, — þó hann hafi að svo komnu enn ekkj komið orðum að eiginlegum efnivið sin um. Eins og í skáldsögunni er það átök höfundarins við efnið máliö, hugmyndirnar, sem frek- ast vekja eftirtekt, en miðað við vinnubrögð skáldsögunnar benda hinir seinni textar til eftirgjafar, ónógrar vinnu, hrá- ir; óloknir, óhugsaðir tíl hlítar. kjör vio allra httófi.. erfiða hörðum höndum fyrir lífs þægindum konu sinnar. Auðvit- að fara þau að byggja — í sam lögum við vin skáldsins sem hef ur sín „sambönd" í lagi. Þaö hefur Yngvi Jón hins vegar ekki enda fer eftir því: vinurinn hlunnfer hann í ggingarmál- unum og spillir fyrir honum konunni. Skáldið stendur slypp- ur uppi að sögulokum. Það verð ur aö sönnu bjargræði hans því að þar meö öðlast hann frelsi sitt að nýju, frjáls að lifa sínu innra og andlega lífi eins og blómið sem grær út yfir gröf og dauða. Og þó er frelsi hans ekki djúptækara en svo að í sögulokin er það berlega gefið í skyn að allt gæti farið á sömu leið að nýju, gengið í hring. Þá er hinn frjálsi maður og skáld sem sé kominn með konu- efni upp á arminn að nýju. Tvímælalaust er þarna tekið á söguefni og það efni sem mjög er í vindinn um þessar mundir: lífsfirrtu verðmæta- mati, átökum hversdags og skyldu og innri kröfu. Sagan veit beint að hversdagsh'fi sam tíðarinnar og ritháttur höfund- ar stefnir því í snið skops og ádeilu. En Úlfar Þormóðsson hefur varla fullnægjandi vald á efnivið sinum enn sem komið, er, gerir sér félagslegþ-pg'póli- tískt viðfang sögunnar alltof auðvelt eins og bæði sést af brottrakstri Yngva Jóns frá kennslu og lýsing varnarliðs jg Vallarins sem þó má ekki nefna réttu nafni í sögunni og svo lýsing hins nýríka sambands- fólks. Meira raunsæis þarf við til aö skop hvað þá ádeila verði virkt í sögu. Ritháttur höfundar, LEIGAN s.fT| Vinnuvélar til leigu N í f- SÍM! 30S76. innréttingum, klæða- skápum, og sðlbekkjum. Fljöí og gðð afgpeiðSIa> Gerum iöst tilb., leitiö uppl< lúsooiiðMerkslieði NBS m BBIS Súðaipvoei ^4 - Sfmi 31360 HÖFDATCJNI 4 - SIMI 234-80 þó rösklegur sé, er þráfaldlega við það að snúast upp i tiktúrur, tilgerð, og málfar hans er eng- an veginn lýtalaust. Um mann- lýsingar er tæplega að tala i sögunni, vinurinn Pétur og Hulda Rós eiginkona eru bæði allra einföldustu manngerving- ar. Það væri skaðlaust ef at- burðir sögunnar, samhengi fólks og atvika fullnægðu aðalefninu sem auðvitað er lýsing Yngva Jóns sjálfs, eða gæfu höfundi færi á að, skyggna samtið sína og hætti hennar úr hæfilegri fjaríæ’gð til að sjá raunveruleg deilj á henni. Svo langt er ekki komið. — en vissulega gefur hin nýja saga Úlfars Þormóðs- sonar ástæðu til aö ætla að meö meiri ástundun geti hann komizt upp á lag með að skrifa dugandí skop og ádeilu, góðar sögur. Volkswagen 1300 ’66 ’67 ’68 ’69 Volkswagen 1600 L. ’67 Moskvitch ’68 Willys ’66 Land Rover dísil ’66 Litlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og f/eygum RafknOnir Steinborar Vatnsdœlur (rafmagn, benzin ) Jarðvegsþjöppur Rafsuðutœki Víbratorar Stauraborar Slipirokkar Hiíablósarar Hættir samtíðar

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.