Vísir - 20.03.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 20.03.1970, Blaðsíða 8
8 VlSIR . Fðstudagur 20. marz 1970, VISIR Utgefandi: ReyKjaprent u.t. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjöltsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson SPéttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjðmarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiýsingar; Aðalstræti 8. Simar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Askriftargjaid kr. 165.00 ð mánuði innanlands r iausasöiu kr. 10.00 eintakið Prentsmiöja VIsis — Edda h.f. Aðrir góðir kostir Oeilurnar, sem risið hafa milli Akureyringa og Þing- eyinga um fyrirhugaða Gljúfurversvirkjun í Laxá, hafa að mörgu leyti verið nytsamlegar. Þær hafa leitt í ljós, að á slíkum málum eru jafnan margar hliðar, sem taka þarf með í reikninginn, áður en ákvörðun er tekin. Mjög erfitt er að spá um, hve veigamiklar hinar neikvæðu hliðar virkjunarinnar verða. Menn eru í fyrsta lagi ekki sammála um, hve mikil spjöll á landi og náttúru séu samfara henni. Og þar að auki er ekki auðvelt að meta slík spjöll til fjár, ef reynt er að taka tillit til þess, að ferðamannaþjónusta, sem byggist á sérkennum náttúru landsins, kann að verða jafndrjúg tekjulind og orkubúskapur íslendinga. Af deilunum er hins vegar ljóst, að töluverð áhætta verður tekin með nýrri virkjun í Laxá. Það væri út af fyrir sig ekki ámælisvert, ef áætlaður hagnaður væri þeim mun meiri. Stjórn Laxárvirkjunar bendir á, að ekki séu til ódýrari virkjunarstaðir af svipaðri stærð á Norðurlandi og að orka frá Lagarfossi á Hér- aði mundi einnig verða dýrari. Hins vegar verða að teljast haldlitlar þær kenn- ingar, að raforka frá gufuaflsstöð í Námaskarði muni verða dýrari en Laxárrafmagn. Það stangast að minnsta kosti á við þær áætlanir, sem sérfræðingar Orkustofnunar hafa gert um gufuaflsverðið. Hvers vegna er þessi leið ekki athuguð betur? Þá hefur lítið verið talað um þann möguleika að leggja línu frá Búrfelli norður Sprengisand til Akur- eyrar. Augljóst er þó, að slík lína kemur innan tíðar, því að það þarf að samtengja sem mest orkuveitu- Svæðin á íslandi. Hvers vegna er ekki athugað, hvað það kosti að flýta slíkri lagningu? Búrfellsvirkjun framleiðir umframrafmagn, sem nýtist ekki og mætti selja á mjög lágu verði norður til Akureyrar, meðan verið er að greiða niður kostn- aðinn við lagnir.gu !';:unnar. Og svo mætti tengja þessa framkvæmd við lagningu Sprengisandsvegar, sem flestir telja, að verði mjög ódýr framkvæmd og hagkvæm fyrir Norðlendinga. Þegar annars vegar er litið á lágt raforkuverð frá gufuaflsstöð í Námaskarði, frá Búrfellsvirkjun og síð- ari orkuverum í Þjórsá og hins vegar, að kostnaðar- áætlun Laxárvirkjunar ssétir harðri gagnrýni, er ekki nema eðlilegt, að fólk efist um, að stjórn Laxárvirkj- unar sé á réttri braut. Ef til vill er það stolt Akur- eyringa að eiga sjálfir sína virkjun í Laxá. En hætt er við að slík sjónarmið fái litla náð í augum ann- arra landsmanna. Hinni fyrirhuguðu Laxárvirkjun fylgir ýmiss kon- ar áhætta, sem erfitt er að henda reiður á. Er ekki skynsamlegra að fara hægar í sakimar og kanna til hlítar, hvort hinar áhættuminni leiðir, gufustöð í Námaskarði eða lína frá Þjórsá, eru ekki jafnódýrar eða jafnvel ódýrari?' Hluti af hinni nýju byggingu rannsóknarstofnuna r í sögu og heimspeki við háskólann í Björgvin. Björgvh er ótrúlega lík hin- um norilenzka hökiðstað — Samanburður á næststærstu borg Noregs og Islands þegar maður kemur út fyrir landsteinana og fær tæki- færi til að kynna sér lífshætti og viðhorf annarra þjóða, hefur maður stöðugt tilhneigingu til að gera samanburö við það sem maður sjálfur þekkir og er van- astur heima á gamla fróni. Þessi löngun vaknar ekki sízt, ef mað- ur heimsækir þá sem eru okkur náskyldastir, og varla gat ég valið nokkra sem nær okkur stæðu, en Björgvinjarbúa á vesturströnd Noregs, en hingað datt ég einn góðan veðurdaginn niður úr loftinu, og hef nú dval- izt hér um hríð. Fyrsti samanburðurinn, sem mér kemur í hug er sá, að mér virðist ýmislegt býsna líkt með Björgvin og hinum norðlenzka höfuðstað Akureyri. Báðar eru þær önnur stærsta þéttbýlis- myndunin, hvor í sínu landi og það fylgir því visst byggðarvið- horf, einhver samkeppnislöngun til að trekkja sig upp í og þykj- ast helzt vera eins stór og stærri bróðir. Þessu fylgir svo óvenju- iegur lókalpatríótismi, sterkari vilji til að halda sínu fram, eða eins og Bergenserar orða það: „Vi er noke for oss sjölv“, þeir eru nokkurs konar stórveldj í ríkinu út af fyrir sig. En þar meö er samlíkingunni ekki iokið. Ég hef ekki getað komizt hjá því, þegar ég hef verið að ganga upp tröppurnar miklu upp að Jóhannesarkirkj- unnj í Björgvin, að hafá í huga hinar algerlega sambærilegu tröppur upp að Matthíasarkirkj- unni á Akureyri. Alveg með sama hætti liggur leiðin uno frá miðborg Biörgvinjar að kirkj- unni sem yfirgnæfir. Og það er nú ekki nóg með þaö því að nú vill svo einkennilega til, að urmi á bakkanum, Nygárdsbakken, til hliðar við kirkjuna. er höfuð- menntastofnun Björgvinjar- búa. Sá er aðeins munurinn, að hún er ekki aðeins menntaskóli, heldur háskóli. En nemendurnir eru eins á ferðinni upp og niður brekkuna og tröppurnar til að sitja á einhverjum gildaskála í miöbænum. Og ekki þætti mér ólíklegt, að sú tíð kynnj upp að renna, að Akureyri eignaðist líka sinn há- skóla. Mér finnst jafnvel, að það væri ekkj úr vegi að fara nú þegar að athuga, hvort ekki mætti fara að hugsa til hreyf- ings, Menn ættu ekki að binda sig of mikið við það lögmál, að allar háskóladeildimar skuli vera á einum stað. Hvl ekki að láta svo sem eina eða tvær nið- ur á Akureyri. Qg mér hefur komið í hug hókkrltói sinnum þegar ég hef verið á ferli upp og niður brekk- una í Björgvin, hvort ekki væri einmitt nú tækifæri til þess. Nú fellur það tvennt saman, að við erum að hefja þátttöku í EFTA og hugmyndir eru uppi um það að fara að gera háskólanám hag- nýtara og í betri tengslum við atvinnulífið. Hvemig væri nú að grundvalla norður á Akureyri nýtt fakúltet, sem miðaðist viö þarfir okkar til að efla útflutn- ingsiðnað, — því að er nú ekki Akureyri einmitt bær útflutn- ingsiönaðarins, það mættj kalla þetta stud. export, og mætti fjalla þar um sölumennsku, svo þar yrði útungað mörgum Jón- um Gunnarssonum með undir- deildum í húsgagnahönnun, skipaarkitektúr, bjórgerlafræði, skógerð og gæruskinnatízku. Ég er viss um aö Akureyringar myndu standa sig vel, mennt- skælingarnir norðlenzku hafa s6rh kunnugt er fengið sinn þjóð- arforseta upp úr málvöndunar- stefnu Sigurðar skólameistara. Eftir tuttugu ár gæti einhver akureyrskur frumkvöðull ís- lenzkrar útflutningssóknar setzt í sama embætti. j^Jjér rétt datt í hug að hreyfa þessari hugmynd, en svo er að snúa sér aftur að Björg- vin og þá kemur annar saman- burður upp í hugann, það er að bera saman háskólann þeirra og þann sem við höfum heima. Það er ein deildin við hann, sem ég hef helzt haft spurnir af og kallast hún sú „historísk-fíló- sófiska'* og er mikil myndar- og merkisstofnun, en við hana starfa nú tveir Islendingar, þeir Tryggvi Gíslason, sendikennari í íslenzku. sem margir þekkja frá því hann starfaði hjá fréttastofu útvarpsins. og Magnús Stefáns- son, sagnfræöingur, sem einkum hefur lagt stund á rannsóknir á tímanum þegar kabólska kirkian var að ryðja sér til rúms bæði á íslandi og í Noregi. Hér hef ég haft tækifæri til aö sjá útundan ; mér! fúllkomið kennsluhúsnpéði með stórum fyr- irlestrarsölum, þar sem fyrirles- ari getur stjómað hinum marg- brotnasta tækniútbúnað; með því að styðia á takka. sjálfvirk- um útbúnaði er dregur hlífar fyr ir glugga, deyfir og slekkur l.ióS og kvikmyndavélar eða skuega- myndavélar sem hefja sýningar þegar minnst vonum varir. Og þar skortir eigj heldur tungu- málalaboratorium, sem sagt er að sé af fullkomnustu gerð. En mesta haritetiö er bó, að auk þessa kennsluhúsnæðis, sem út- búið hefur veriö svo haganlega í gamalli byggingu, hefur verið reist fyrir þessa háskóladeild mjög nýtízkuleg fjögurra hæða bygging, sem kölluð er hiö historísk-fílosófíska institút, eða hin sögulega og heimspekilega rannsóknarstofnun, og í henni er það fólgið sem er fram yfir allt sem þekkist I okkar háskóla heima, hvað vel er búið að kenn- urunum tii að vinna að kennslu og rannsóknum. Hér hefur hvert tungumál sína álmuhæð og hver kennari sitt herbergi og því fylgir starfslið til aðstoðar, með fjöldanum öllum af fjölritunar- tækjum og ljósritunartækjum, svo óðara en orðinu er sleppt er hér búið að fjölrita fyrirlestra og Ijósrita bókarkafla og heimildir sem nota þarf við kennsluna. Hér eru líka fundarherbergi og minni kennslustofur til nota við rannsóknaæfingar með stúdent- um sem komnir eru lengra á veg. En þannig er skipun þessar- ar einu deildar háttað, að við /hana eru um 2 þúsund stúdentar, kennarar yfir hundrað og starfs- fólk til aðstoðar um 30 talsins. Hér virðast Norðmena hafa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.