Vísir


Vísir - 20.03.1970, Qupperneq 9

Vísir - 20.03.1970, Qupperneq 9
9 V í SIR . Föstudagur 20. marz 1970. 28 ára gamall prentsmiðjueigandi beið bana, þegar bifreið hans hvolfdi á Reykjanesbraut. 26 dauðsf'áll af slysf'órum á 2}/i mánuði H gert sér Ijóst, að nokkuö þarf til svo að háskóli verði starfræktur eins og vert er til að halda uppi samtímis kennslu og vísinda- starfsemi í landinu, og var það til dæmis ævintýralegt fyrir ís- lending að koma í sagnfræði- álmu stofnunarinnar, en þar eru nú starfandi yfir 20 sagnfræðing. ar, sem sérhæfa sig í hinum ein- stöku tímabilum og viðfangsefn- um mannkyns og þjóðarsögu, og rennur manni það sárt til rifja hve hin gamla svokailaða „sögu- þjóð‘‘ stendur sig tæpt í þessum samanburði. En þess má annars geta, að í háskólanum í Björgvin eru alls um 4 þúsund stúdentar, svo fjöldinn er ekki eins marg- falt meiri og þessi starfsaðstaða gæti bent til. Utan við glugga sagnfræði og heimspekistofnunarinnar blasir svo við hin stóra og nýtízkulega háskólabókhlaða í Björgvin, en í henni eru 600 þúsund bækur og allstórt handritasafn. Það er | líka mikill munur að gera hér | samanburð á þrengslunum á 1 háskólasafnskompu Björns Sig- 1 fússonar og þessu glæsilega § húsi, sem hefur yfir 300 lestrar- | sæti fyrir stúdenta. En öll þessi 5 mikla bygging er gjöf eins auö- I manns til háskólans. Sá sem 1 hafðj efni á aö láta byggja þann- B ig heilt háskólabókasafn hét I Mowinckel og var stórskipaeig- g andi í Björgvin. Er brjóstinynd 1 af honum i anddyri safnsins og | þess gætt að halda stöðugt við 8 lifandj biómum við stall henn- | ar. I T/" ringum háskóiann i Björgvin | hefur vaxið upp nokkur há- menntastétt í bænum, sem mér virðist telja sig standa þrepi of- ar öðrum í þjóðfélagsstiganum og er kannpki ekkj l^ust við að nokkurrar hégórpagjmj' og hroka gæti þar, því' að' stéttaskipting er hér meiri en við þekkjum heima á Islandi. En þó standa I háskólakennarar stóru þrepi | neðar í mannfélagsstiganum en 0 stórmógúlar borgarinnar, út- | gerðarfjölskyldur og ýmsar | gamlar bergenskar ættir, og | setja voldugar kaupsýsluhallir | þeirra svip sinn á miðborgina, g svo sem hið risavaxna kauphús | Sundtfjölskyldunnar. en fyrir- | tæki hennar heldur nú upp á 125 | Ara starfsafmæli sitt. Þannig | virðast gamalgrónir bergenserar | áhrifamiklir og auðsælir i bæn- | um. Þó gæti maður efazt um | það á stundum, að þetta væri % stórbær. Þannig er skemmtana- | líf og kvöldlíf einstaklega fá- I breytiiegt. Það er helzt að slang ur af fólki safnast saman um það leytj sem bíösýning er að hefjast á kvikmyndahúsinu Eldorado, og er það gamaliegt hús, sem minnir einna helzt á Gamla bíó í Reykjavík, og þetta slangur af fólki, sem fer á bíó gætj einna helzt minnt á þegar sýning er að hefjast í Alþýðu- húsinu á ísafirði. Eitt helzta veitingahúsið er Chianti-rest- aurantinn uppi á járnbrautarstöð inni, en hann stendur mestpart auður. og enn má nefna dans- stað sem kallast Stjörnuklúbb- urinn, í gömlu og þröngu hús- næði. Hann er að vísu svo full ur að fólk stendur í biðröð ut | an við hann til að fá að sjá eitt á hvað sem kallað er nektarsýn- ing, en er vegna strangra sið- gæðisreglna Vestiendinga einna likast barnasýningu í KFUM. Enda er almennt viðurkennt að Björgvinjarbúar hafi það alls ekki fyrir sið að sækja veitinga hús eða skemmtanir, heldur sitja beir heima og skemmta sér helzt við að horfa á sjónvarp. Og þeir >ætu ekki látið sig dreyma um nglingadansstað eins og Tóna- ;iæ. 10. Slöa □ ÓHUGNANLEGA tíð dauðsföll af slysför- um hafa einkennt hið nýja ár, eða það sem af því er liðið. Þessi fá- menna þjóð hefur misst 28 einstaklinga sína með válegum hætti á ekki lengri tíma en mán- uði. Það er raunalega hár tollur, sem við höfum orðið aö gjalda dauðanum í slysum, og skilur eftir sig mörg gleðivana heimili. Svo títt er höggvið í sama tréð, aö tíminn hrekkur engan veg- inn til þess að lækna síðasta sár, þegar það næsta bætist við. Á sjötíu og fimm dögum þessa árs hafa tuttugu og fimm ein- staklingar farizt á voveiflegan máta, en það samsvarar einu dauösfalli á þriggja daga frgsti. „Þaö er hörmulegt, hve grátt viö höfum veriö leikin á nýja árinu,“ sagði fulltrúi Slysavarna félags íslands, Hannes Hafstein, þegar blaðamaður Vísis leitaði upplýsinga hjá honum um fjölda dauðaslysa á árinu. Enginn kann á því skýringar, hvers vegna svo afdrifarík óheppni eltir okk- Strax á nýársmorgun reið fyrsta áfallið yfir, þegar spurð- ist, að þrjú ungmenni höföu drukkna-ð í Reykjavíkurhöfn, eftir að bifreið þeirra hafði runn ið fram af bryggju og hrapað í sjóinn. En svo dundu hörmungarnar yfir hverjar á eftir annarri. Tíu sjómenn fórust með vélbátnum Sæfara 10. janúar Þrír skipstjórar drukknuöu. þegar árabát frá Stokkseyn hvoífdi 18. jan. og daginn eftir drukknaöi sjómaöur i Vest- mannaeyjum, og 67 ára járn- smiöur hrapaði til bana viö vinnu sína. Ellefu ára telpa lét lífið í bif- reiðarslysi á Þrengslavegi þann 10. janúar og tíu ára gömul telpa beiö bana, þegar hún varö fyrir vörubifreið á Húsavík 3. febr. 79 ára gömul kona lézt af völd- um meiðsla, sem hún hlaut, þeg- ar hún varö fyrir bifreiö á gang- braut á Snorrabraut í Reykja- vík. , Tvltugur íþróttamaöur fórst, þegar svalir hótelbyggingar, sem hann gisti í London, hrundu 1. febrúar, en undir lok febrú- ar fórst 58 ára gömul kona í eldi, sem kom upp í starfsmanna íbúðum að Reykjalundi. Óvitabarn, 1 y2 árs gamali drengur, lézt af völdum lyfja, sem hann tók inn í fikti, og enn einn sjómaöur hverfur í ægis- dætur, að þessu sinni í Ytri- Njarðvík. I byrjun marz fórust þrír ein- staklingar á tveim dögum. 25 ára ísfiröingur lézt af völdum meiðsla, sem hann hlaut, þegar vélsleði hans valt. Daginn eftir drukknaði 2ja ára drengur I Víf- ilsstaðalæknum í Garöahreppi og samdægurs drukknaði 15 ára há- seti á togaranum Svalbak í Eyja firði. Þessari raunalegu talningu lýkur svo með bifreiðarslysinu um síðustu helgi, þar sem 28 ára prentsmiðjueigandi í Kefla- vík beið bana, og það síðasta varö í gær, þegar tæplega sex- tugur verkstjóri drukknaði í höfninni í Hafnarfirði. Alls eru þetta 26 dauösföll sem SVFÍ hafa borizt tilkynn- ingar um, og þar af eru 8 af völdum bílslysa (líka ungmenn- in 3, sem drukknuðu í Reykja- víkurhöfn, 14 af vöildum drukkn- unar í sjó eöa vötnum og 4 af ýmsum öðrum ástæðum. I skýrslu SVFÍ yfir dauöaslys á árinu 1969 sést, að í janúar, febrúar og marz f fyrra fórust 23. I marzmánuöi þá fórust fimmtán 'menn, en þar af fór- ust sex menn með skipunum Fagranesi óg Dagnýju, og stór- slys varð um borö í Ha-llveigu Fróðadóttur, þar sem sex menn létust í eldsvoöa. Alls fórust 64 einstaklingar af völdum slysa alit árið 1969. —GP— TÍSIfiSPIB: Hvernig verður yður innanbrjósts, þegar þér fréttið um slys? Ingibjörg Gísladóttir, skrifstofu- stúlka: „Ef slys verða á fólki, þá tekur maður það nærri sér, sérstaklega ef um ungt fólk er að ræöa.“ Sólrún Ragnarsdóttir, húsmóðir: „Ég tek það ákaflega nærri mér.“ Eínar Guðnason, þjónn: „Maður fyllist alltaf óhugnaði í hvert sinn, sem maður fréttir slíkt, sérstaklega ef slys verða á fólki." Sigurbjörn Á. Friðriksson, sölu- stjóri: „Ég tek það ekki nærri mér nema um sivs sé að ræða á fólki. Mér finnst átakanlegast, ef stórar fjölskyldur missa fyr- Óttar Öktósson, verzlunarmað- ur: „Ég tek ákaflega nærri mér að heyra um slfkt.“

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.