Vísir - 10.04.1970, Blaðsíða 2
Ahuginn og eijan iz^zz.
prins, um hinar ókunnu
eru ódrepandi “r
• Það var ægilegt kapp-
hlaup við klukkuna, og
þeir Filipus prins og
Mountbatten lávarður
voru leiftursnarir í
hreyfingum.
• Enda settu þeir á tæp-
um tveim mínútum
nýtt met. Þeir skiptu
um föt, innst sem yzt,
úr virðulegum kvöld-
klæðnaði í viðhafnar-
mikinn einkennis-
skrúða.
Þessi óopinbera keppni i fata
skiptum var eingöngu til gam-
ans og skemmtunar gerð, en þó
fylgdi henni pínuiítill alvörubrodd
ur. Áætlanir standa og falla
stundum með því hvort handflýt-
irinn er nægur, þegar skipta verð
ur um fatnað í hinum opinberu
konunglegu heimsóknum, sem
annars virðast á yfirborðinu svo
vel skipulagðar.
Og það er einnig einkennandi
fyrir Filipus prins, að hann skuli
kosta kapps að vera meistari í
tímasparnaði.
Þessar upplýsingar hefur Basil
Boothroyd rith. og útvarpsm. lát
ið i té, en honum hefur verið
veitt heimild til þess að skyggja
eiginmann drottningarinnarvegna
80.000 orða æviágrips, sem hann
ætlar að skrifa og gefa út á fimm
tugsafmæli prinsins í júní 1971.
„Af því, sem ég hef séð til
hann hefur þaö haft mest áhrif á
mig, hvílíkur feikna vinnuhestur
maðurinn er“, sagöi Basil Booth-
royd í viðtali við enskt blað um
síðustu helgi. „Og starfsviljinn
virðist vera óþrjótandi og áhug-
inn eftir því mikill — sama hvað
hann tekur sér fyrir hendur."
Kapp með kímni.
„Það er honum mikið kapps-
mál að gera alla hluti betur og
fljótar en flestir aðrir, en vegna
kfmnj hans og hæfileika ti! þess
að sjá hið broslega í öllu gerir
þetta ofurkapp hann ekkert frá-
hrindandi, eins og hendir suma
aðra, sem vilja skara fram úr i
öllu.
Enda kemur þetta kapp og
j>essi eldlegi áhugi á öllu, sem
hann setur sér að gera, mest
fram í því, að hann þreytist
aldrei á viðleitninni, fær aldrei
leiða á því. Vakni einu sinni á-
hugi hans á einhverju, þá dofnar
hann aldrei“, segir Boothroyd,
sem virðist hafa haft einkar gott
tækifæri til þess að kynnast þeim
hliðum á Filupusi prins sem ekki
snúa dags daglega að almenningi.
„Þaö er eins og honum sé það
beinlínis árátta að betrumbæta
hlutina. Ef hann rekur augun i
eitthvað, sem honum finnst ekki
í fullkomnu lagi, þá er hann ekki
rónni fyrr en hann hefur lag-
fært það — helzt á s^undinni.
Einhvern tíma í Sandringham
kom honum í hug að útsýnið nyti
sín ekki vegna of þétts trjágróö-
urs. Hann var þá ekkert að tvi-
nóna við það, heldur settist nið-
ur og teiknaði landslagið með
breytingum á skóginum, sem
hann hugðist grisja og breyta
i trjáþyrpingar hér og hvar. Það
fór ekki milli mála, að það var
til hins betra.
Það er einna líkast því, að ekk
ert sé of smátt eða þýðingarlítiö
til þess að þaö sé áhugavert í
hans augum.
Einhverrj tíma fékk hann bréf
frá tengdadóttur 87 ára gamals
manns, sem haföi gert nokkur
málverk af villtum blómum. Að
hennar mati voru málverkin þess
virði, að bau væru birt, en þar
sem enginn virtist hafa á því
áhuga, sneri hún sér til hertog-
ans eftir hjálp.
Nú, hún fékk svo sannarlega
hauk í horni, þar sem hann var.
Hann tók hvem útgefandann tali
á eftir öðrum og loks rakst hann
á einn, sem fáanlegur var til þess
aö gefa út bók meö eftirprentun-
um á málverkunum. Sjálfur pant-
aöi hann 24 eintök af bókinni,
sem varð svo metsölubók, þegar
fram liðu stundir."
Þolinn eins og
vinnuklár.
Basil Boothroyd hefur svo sann
ariega ekki setiö auðum höndum
við gagnasöfnun bókar sinnar,
enda hefur hann fylgt Filipusi á
ferð fjölskyldunnar til Ameríku,
Mexikó og víðar. Hann hefur
mátt hafa sig allan við að halda í
við bókarefni sitt.
Á ferðalaginu til Mexíkó komst
Boothro/d að því aö hertogan-
um nægði þriggja eða fjögurra
klukkustunda svefn til þess að
birtast á hólminum á nýjan leik
úthvildur og hress. Á milli viötals
tíma í hallarskrifstofunni notar
hann hverja mínútu til að vinna
— jafnvel meðan síöasta mann-
eskjan er að ganga út úr dyrun-
um og sú næsta á leiðinni inn.
Eitthyert sinn eftir sérlega
langt feröalag í flugvél, sem að-
eins nokkur örstutt hlé höfðu ver
ið gerð á til þess að skiptast á
kurteisiskveðjum, lenti feröahóp-
ur hértogans á' einum stað, þar
sem endurtaka átti opinbera
heimsókn og kveðjur eftir' að-
eins 90 mínútur.
„Það mátti heita, aö hver mað-
ur svæfi orðiö standandi, þegar
þarna var komið ferðalaginu, svo
allir sem einn notuðu tækifæriö
og fleygðu sér' út af á næsta
gvefnbekk", segir Boothroyd.
„En þegar allir birtust á nýjan
leik til móttökunnar, rétti her-
toginn mér margra blaðsíðna
grein, sem hann haföi notað þetta
90 mínútna hlé til þess að
skrifa.“
Áhugaflugmaður.
Eitt af því, sem mörgum mun
koma á óvart, er hin eldheita flug
ástríða Fllipusar hertoga. Þótt
hann sitji aldrei við stjórn flug-
vélar, sem hefur Bretadrottningu
innanborös, sleppir hann aldrei
tækifæri til þess aö setjast viö
stjórntæki flugvéla f öðrum ferö
um. Þó aldrei nema á erfiðari
augnablikum flugsins.
„Hann heimtar að fá aö stýra
við lendingu og flugtak, en um
leið og flugvélin er komin í ör-
ugga hæð og hefur tekið beina
stefnu, missir hann áhugann og
lætur hinum eftir stjórnina, en
tekur síðan aftur við, þegar kem
ur að iendingu.
Hann er snilldarflugstjóri og
lætur ekkert hamla sér. Einhvern
tíma lenti hann á Grænlandi t
blindbyl og hvassviðri, og mér i
stóð ekki á sama. En allir bára
hið fyllsta traust til hans, og voru
algerlega áhyggjulausir."
Dáður pabbi.
„Það ter ekki fram hjá manni.
að börnin dýrka hann og dá,
enda er hann fullur af uppátækj-
um. Þrátt fyrir allar annir, reyn-
ir hann ævinlega að sjá til þess
að eiga fríar stundir um helgar,
sem hann ver þá með fjölskyld
unni.
Hann er virkur þátttakandi í
athöfnum barna sinna, upphafs-
maöur margra leikja þeirra og
ævinlega reiöubúinn til hjálpar
þeim, hvenær sem er.
Enda finnur maður á þessum
sameiningarstundum fjölskyldunn
ar að þá er slakað á og allir
hvílast og sleppa af sér stífu
beizlinu. Sérstaklega eru það
börnin, sem njóta þessara stunda,
þegar þau mega ærslast
Os að mínu mati eru þetta
mestu hamingjustundir í lífi
drottningarinnar, sem veröur sf-
hlæjandi og í engu frábrugðin
öörum kynsystrum sfnum, hvað
snertir skrafhreifni" segir
Boothroyd aö lokum í viðtalinu
við brezka blaðamanninn.
TILKYNNING
Véladeild vor verður framvegis opnuð kl. 8
árdegis 5 daga vikunnar (mánud. til föstud.)
til hægðarauka fyrir viðskiþtavini.
Símanúmer kl. 8—9 er 8-46-73 (bein lína)
FÁLKINN og STÁL
Suðurlandsbraut 8.