Vísir - 10.04.1970, Blaðsíða 16
Aðeins borgarstjóri með beinum stuðningi
kjósenda, sagði Geir Hallgrímsson í gær
Föstudagur 10. april 1970.
Þessi skipa aðalsæti listans: Geir Hallgrimsson, Gísli Halldórsson, Sigurlaug Bjarnadóttir, Birgir ísleifur Gunnarsson, Albert Guðmundsson, Markús Örn Antons-
son, Kristján Gunnarsson og Ólafur B. Thors.
Listínn er í samræmi við prófkjörið
MIKIL mannaskipti hafa
nú orðið á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins fyrir
borgarstjórnarkosningam-
VSAAAíVWWVSAAAAAAAA
Tugþúsunda
tjón
— jbegar kviknaði i
v'órugeymslu Kaup-
félags Suðurnesja
„Ég hygg að tjónið nemi um
70 tii 100 þúsundum króna“,
sagði Gunnar Sveinsson, kaup-
félagsstjóri Kaupfélags Suður-
nesja, er Vísir spurðist fyrir um
tjón það, er varð er kviknaði í
vörugeymslu, útibús Kaupfélags
ins við Hafnargötu 62 á hádegi
f gaer. Þama voru aðallega
geymdar matvörur.
Eldurinn kom upp, er nokkrir
unglingar hugðust brenna rusli
er geymt var í sorptunnum að
baki vörugeymslunnar. Brátt
náðu logarnir að leika um þak
skegg og nærliggjandj vegg
vörugeymslunnar, sem er múr-
húðað timburhús. Slökkviliðið
á staðnum brá skjótt við og
réði niðurlögum eldsins á %
skömmum tíma. —MV >
}
ar í Reykjavík í vor frá
listanum eins og hann hef-
ur verið yfirstandandi kjör
tímabil. Alls hafa 9 ný nöfn
bætzt við í 16 efstu sætin,
eða í átta aðalsætin og átta
varasæti, en það verður
fjöldi aðal- og varafulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í borg
arstjórn, ef flokkurinn held
ur núverandi meirihluta.
— Við uppstillingu listans var
prófkjörið látið ráða ferðinni. í
átta efstu sætunum varð aðeins sú
breyting, að Úlfar Þórðarson, lækn
ir bauðst til þess að rýma sæti
fyrir konu og féllst Sigurlaug
Bjarnadóttir, menntaskólakerínari
á að taka sæti Úlfars. Innbyröis
röð frambjóðenda í átta efstu sæt-
unum er nokkuð breytt frá úrslit
um prófkjörsins, enda er það í
samræmi við prófkjörsreglurnar.
Á fjölmennum fundi Fulltrúa-
ráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykja
vík að Hótel Borg í gærkvöldi var
gerð sú breytingartiliaga á tillögu
kjömefndar til uppstillingar að
Geir Hallgrímsson borgarstjóri
skipaði 8. sætj eða svokallað bar-
áttusæti. Þessi ti'llaga gerði ráð fyr
ír, að styrkleijci hans væri þar
betur nýttur en 1 fyrsta sætinu,
epda værj hann sterkasti frambjóð
andi flokksins. Þessi tillaga var
felld með 204 gegn 86 atkvæðum
í leynilegri atkvæðagreiðslu.
Eftir að fuMtrúaráðið haföi sam-
þykkt uppstillingu kjörnefndar
lýsti Geir HaHgrímsson borgar-
stjóri því yfir, að hann mundi alis
ekkj taka kjöri, sem borgarstjóri
nema með atkvæðum borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins, en ekki
með actkvæðum andstæðinga, þó að
þess væri kostur. — „Ég verð að-
eins borgarstjóri með beinum stuðn
ingi kjósenda", sagð; borgarstjóri,
en þetta þýðir, að hann mun ekki
gefa kost' á sér til endurkjörs sem
borgarstjóri, nema því aðeins að
Sjálfstæðisflokkurinn haldi meiri-
hluta í borgarstjórn.
Með þessari yfirlýsingu sinni. hef
ur Geir Hallgrímsson raunverulega
sett sjálfan sig í „baráttusætið".
Fimm nýir menn hafa bætzt við
í aðalsætum listans núna. Þeir eru
Sigurlaug Bjarnadóttir, mennta-
skólakennari, Albert Guðmundsson
| stórkaupmaöur, Markús Öm Ant-
j onsson, fréttamaöur, Kristján Gunn
arsson, skólastjórj (sem var áður í
I varasæti) og Ólafur B. Thors. Af
þessum hafa Albert, Markús og Ól-
afur ekki verið áður í framboði.
1 1 varasætunum 9.— 16. sæti eru
fjögur ný nöfn. Það eru: Elín Pálma
dóttir, blaðamaður, Sveinn Bjöms
' son, verkfræðingur, Ólafur Jóns-
son, málarameistari og Baldvin
Tryggvason, framkvæmdastjóri,
(hann var varamaður í borgarstjórn
, 1962—’66) og Haraldur Ágústsson
skipstjóri.
Þeir sem nú eru £ aðalsætum og
hafa áður verið þar eru: Geir Hall-
grímsson, borgarstjóri, Gísli Hall- reki. Þá var Magnús L. Sveins-
dórsson, arkitekt og Birgir ÍsJ. son, framkvæmdastjóri áður £ vara
Gunnarsson, borgarráðsmaður. — sæti. Aðrir i varasætum eru nýir.
I varasætum eru tveir sem áður —vj—
voru í aðalsætum, Úlfar,Þórðarson, Á BLS. 10 ER LISTINN BIRTUR
læknir og Gunnar Helgason, erind | í HEILD.
/WAAAAAAAAAAA/WWW^AAAAAAAAAAAAAAAAAAA/
Þcsnnig er skiptintiðiitn nofoður
Skiptimiðar eru nýjung, sem
SVR tekur upp í fyrramálið í
sambandi við nýia leiðakerfið.
Farþeginn fær skiptimiðann 6-
keypis hjá vagnstjóranum ef
hann ætlar að skipta um vagn
innan 30—45 minútna frá því
hann Ieggur af stað. Einnig er
hægt að nota skiptimiðann aft
ur á sömu leið innan þessa tíma.
Farþeginn afhendir vagnstjór
anum i seinni vagninurn sem
hann notar á tímabilinu skipti-
miðann þar sem vagnstjórinn
þanf að atbuga hvort tfmasetn-
ingin sé útrunnin eða .ekki, en
lætur skiptimiöann ekki i brús
ann hjá venjulegu farmiðunum.
Skiptimiðinn gildir fyrir tvo
vagna.
Á myndinni sést skiptimiði og
er stimplað á hann 15.15, sem
þýðir að þá sé tfminn útrunn-
inn, serrí farþeginn hefur til um-
ráða, dagsetningin er hins veg
ar táknuð með tölunni 22 i
þessu tilfelli.
í Um nýja leiðakerfið er fjaflað
I á bls. 9 í blaðinu í dag og út-
| skýrt með nokkrum dæmum
, I hvernig megi hagnýta sér það.
;
Þessi skipa varasætin á listanum, frá vinstri: Úifar Þórðarson, Gunnar Helgason, Elín Pálmadóttir, Svei nn Björnsson, Ólafur Jónsson, Baldvin Tryggvason,
Magnús L. Sveinsson. Á myndina vantar Harald Ágústsson.