Vísir - 10.04.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 10.04.1970, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Föstudagur 10. apríl 1970, VISIR Otgefandi: Reykjaprent m*. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Cyjóltsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jótaannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610. 11660 og 15099 AfgreiOsla: AOaistræti 8. Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr. 165.00 ð mánuOi innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið PrentsmiOja Visis — Edda taí. Sterkur listi Prófkjörið var látið ráða ferðinni, þegar fulltrúaráð ( sjálfstæðisfélaganna samþykkti í gær framboðslista / sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum í vor. / Átta efstu menn prófkjörsins eru í níu efstu sætum ) framboðslistans. En í hópinn hefur bætzt ein kona, \ sem skipar þriðja sætið. Með því fráviki er tekið \ tillit til þeirrar staðreyndar, að nafn konu var í einu ( af átta efstu sætum á nærri öllum atkvæðaseðlum ( í prófkjörinu. Þau atkvæði dreifðust hins vegar á / svo margar konur, að engin náði einu af átta efstu ) sætunum. \ Listinn er því í samræmi við vilja þeirra 7000 Reyk- \ víkinga, sem þátt tóku í prófkjörinu. Og prófkjörið ( ræður ekki aðeins skipan átta efstu sætanna. Val / varamanna, sem skipa níunda til sextánda sæti list- // ans, er einnig að verulegu leyti í samræmi við úrslit )) prófkjörsins, þótt ekki hafi verið gert ráð fyrir því \i í prófkjörsreglunum. En það styrkir listann veru- \\ lega, að prófkjörið skuli þannig vera látið ráða ferðr. (l inni í mun stærri stíl en upphaflega hafði verið áætlað. /i Þar sem listinn er í samræmi við prófkjörið, hafa // eðlilega orðið miklar breytingar á honum síðan í síð- )) ustu borgarstjórnarkosningum. Af sextán efstu \ mönnum listans erp níu, eða meira en helmingurinn, \ sem ekki voru þar í síðustu kosningum. Þannig hef- ( ur mikil og heilbrigð endurnýjun átt sér stað. Er þetta / í samræmi við hugsunarhátt sjálfstæðismanna. Það / er engin fámenn klíka, sem hefur ráðið framboðinu, ) heldur breið fylking borgarbúa, þátttakendur próf- \ kjörsins. Listinn er því sterkur og líklegur til að vera \j að skapi Reykvíkinga. (( En listinn þurfti líka að vera sterkur, því að mikið (( er í húfi. Almennt er viðurkennt, að kosningarnar í Reykjavík verði mjög tvísýnar og að framfarasinn- / aðir Reykvíkingar verði að halda á öllu sínu til að ) tryggja áfram meirihluta sjálfstæðismanna í borg- \ arstjórn. Og Reykvíkingar vita, að það er bezta trygg- ( ingin fyrir áfrrxiIiL'uandi framfarasókn í málum :f borgarinnar. // Geir Hallgrímsson borgarstjóri, efsti maður iist- /) ans og höfuðtromp sjálfstæðismanna í þessum kosn- \ ingum, lýsti því yfir á fundinum, þegar listinn var \ samþykktur, að hann mundi „undir engum kringum- > stæðum taka kjöri sem borgarstjóri“, ef meirihluti ( sjálfstæðismanna tapaðist í kosningunum. Sú útkoma /. væri „vantraust á flokkinn og vantraust á mig sem ,) borgarstjóra“, sagði hann. Þannig hefur hann lýst \l því yfir, að hann muni standa eða falla með verk- um sínum sem borgarstjóri fyrir dómstóli kjósenda ( í vor. Þetta er einarðleg framkoma, sem menn kunna \ vel að meta. / Sjálfstæðismenn geta verið bjartsýnir, þótt róður- / inn sé þungur. Listi flokksins er vel skipaður og sig- ) urstranglegur. . )} Þráinn Bertelsson skrifar frá Irlandi: Sá svarti bjór Guinness Sumir telja þetta höfuðiðju íra. og amerísk kúrekalög j~tags daglega eru írar lítið í fréttum, ef frá eru talin þau skipti, þegar þeir fara að slást, annaðhvort innbyrðis eða þá við Breta. í fyrra kjöftuðu fréttamenn sig hása við að segja frá óeirðum, byssuskotum og bensínsprengjum norður í Bel- fast eða Derry, en svo hjöðnuðu æsingarnar og fréttimar uröu stopulli og stopulli, og nú hef- ur ekkert gerzt markvert í ír- landi síðan um jól, þegar menn að noröan skruppu suður til Dyflinar og sprengdu upp einn engil af fjórum undan minnis- merki Daníels O’Connells, sem er nokkurs konar Jón Sigurðs- son hér á írlandi. Mörgum íslendingum þykir einhver rómantík hvíla yfir ir- landi. Þeir eyða þar gjarnan vikutíma eða svo að sumarlagi og hverfa síðan heim til að hlúa að ljúfum minningum um góð- -glaða þjóö, sem er öllum vin? veitt nema Bretanum, og syng- ur ballöður um hetjur og frelsi fram á rguða nótt. Hvergi þykj- ast menn finna sterkari þjóð- erniskennd en á jrlandi og hvergi elskulegra og gestrisnara fólk. Sumir veröa jafnvel svo yfir sig hrifnir af Eyjunni grænu, að þeir fara út í að gera samanburð á henni og ísjandi, og í hrifningarvímunni verður samanburðurinn stundum ein- kennilega óhagstæður fyrir ís- land. lVTýlega lét stjórnmálamaður- inn og skáldið Jónas Árna- son hafa þessi vísdómsorð eftir sér í blaðaviötali: ,,írar glötuðu tungu sinni. En þrátt fyrir enska tungu hafa þeir ræktað með sér sin þjóölegu sérkenni og eru miklu rammari írar í öllum sínum lífsháttum en við erum fslendingar með okkar foi-nu tungu.“ Svona nokkuð þykir manni merkilegt aö lesa I íslenzku blaði, þegar maður loksins fær það sent hingað til Dublin, en aftur 4 móti vefst það töluvert fyrir manni að sjá hvaða til- gangi þvílik ummæli eiga að þjóna, og á hvaða rökum þau eru reist. Kannski er verið aö stappa stálinu í íslendinga að efla þjóðlegheitin; kannski er þetta bara bull, sagt í hugsunar- leysi; og kannski er þetta móö- ursýki. Þaö er ekki alveg víst að frar segi já og amen, þótt íslenzkir andansmenn segi þá hafa glatað tungu sinni. Hér á írlandi er írsku gert jafnhátt undir höfði og ensku af hálfu hins opinbera. Hún er skyldunámsgrein í skól- um. í heilum byggðarlögum er ekki annað mál talað. Blöð og tímarit eru gefin út á írsku. Menn skrifa ljóö og sögur á írsku, og meira að segja eru sýnd hér leikrit, sem eru samin og leikin á írsku. — Svo að það ber furðumikiö á þessu glat aða tungumáli. Aftur á móti ber minna á þjóðlegheitum af öðru tagi ef frá er talinnsásvartibjórGuinn ess, og viskíið írska. Tiltölu- lega er hljótt hérna um írskar bókmenntir og listir — enda eiga frar það sameiginlegt með sumum öðrum þjóðum, að þykja lítið til listamanna sinna koma, annarra en þeirra, sem komnir eru undir græna torfu, eða ný- búnir að fá Nóbelsverðlaunin. írskar b^Ilöður eru ’ yfirleitt sungnar við svipuð tækifæri og íslendingar kveða „Yfir kaldan eyðisand". en alla jafna eru amerísk kúrekalög hér efst á vinsældalistum. Föðurlandsást þjóðarinnar lýsti einhver kald- hæðinn íri með því að segja „á írlandi húka þeir eftir, sem ekki hafa í sér manndóm til að fara til Ameríku". Enn eru að sjálfsögðu ótalin ýmis rammírsk þjóðareinkenni, þótt álitamál sé, hvort ekki væri betra fyrir þjóðina að vera laus við þau. ^víða í veröldinni er jafnmik- ið um presta og nunnur og hér á írlandi, óvíða eyðir fólk jafnmiklum tíma í kirkjugöng- ur, óg óvíða eyðir fólk jafn- miklum tíma á ölkrám. Örbirgö er hér meiri en víöast í vestræn um lýðræðisrikjum, fátækra- hverfin ömurlegri, og betlarar og utangarðsmenn fleiri en ann- ars staðar. Fjöldi fólks er ólæs og óskrifandi, atvinnulaus og heimilislaus, þar sem er „flökku fólkið", „The Itinerants", sem ferðast um meö tjöld sín eða vagna og lifir á því, sem til fellur, fyrirlitið af flestum. Helzta huggun þessa fólks er sennilega sú, aö það á sjaldn- ast langa Iífdaga fyrir höndum, því að hungur og sjúkdómar leysa það venjulega frá flökku- lífinu, áöur en það nær fertugm Guð almáttugur, sem á þó svo marga yfirlýsta stuðningsmenn hér á írlandi, virðist ekki vera á þeim buxunum að gera mik- ið fyrir þetta fólk. Annars er þetta orðið full- langt spjall af litlu tilefni, en það hleypir alltaf í mann illu blóði að rekast á þá bábilju, að íslenzkt þjóðernHsé að logn- ast útaf, og sömuleiðis eru sjálfbirgingslegar fullyrðingar alltaf þreytandi. Þótt f fljótu bragði verði ekki séð, að íslendingum beri bráð nauðsyn til að taka sér Ira til fyrirmyndar, er ekki þar með sagt, aö ekki sé fróölegt aö kynnast þessari frændþjóð okk- ar. Sennilega er þó skemmtileg- ast að koma til írlands með rangar hugmyndir mn land og þjóð, dvelja um hrið og kyrinast yfirborðinu við glaðværð, söng og ölteiti, og snúa siðan heim Efnahagslega er írland skammt á veg komið,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.