Vísir - 10.04.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 10.04.1970, Blaðsíða 7
7 VlS IR . Föstudagur 10. apríl 1970. cTVlenningarmál Hjörleifur Sigurösson skrifar um myndlist: VIRDUZZO OG MOLL rT'veir myndlistarmenn erlendir sýndu grafík í sölum Mynd lista- og handíðaskóla íslands um páskana. I hinu margbreyti- lega, mér liggur næstum á tungu að segja: tryllingslega íflóði nýjungagirni og tilrauna- dekurs, er hressandi að rekast á miðla hljóðrar og einarðrar rökhyggju, Eduardo Moll frá Perú og Antonino Virduzzo frá Ítalíu þunfa hvorki aö framleiða reykbólstra né eldglæringar, þaöan af síður gný orustunn- ar .. . . til þess að við hlýðum með athygli á boðskap verk- anna, hittum þau fyrir í gróp hjartans. En ég ætlaði sízt af öllu að verða hátíölegur. Slíkt hæfir ekk; þegar myndin kem ur á móti gestinum í látlausum klæðum. Báðir höfundarnir fylgja reglu, sem löngum hefur reynzt heiliadrjúg í alvarlegu starfi mennta, lista og rann- sókna: aö marka sér ákveðinn heldur bröngan bás en Ieggja þeim mun ríkarj áherzlu á að gera hvern fersentimetra að ó- svikinnj hliðstæðu aldingarðs- ins. í fljótu bragði kann okkur að sýnast augljós staðreynd, aö Moll hafi fátt til málanna að leggja, fátt nýstárlegt. Hring ar hans, sporbauga rog fletir, sem oft og einatt minna á báts segl, eru alþekkt fyrirbæri í verkum formsköpuða og mynd- Ijstarmanna. Hér heima í Reykjavík getum við bent á iðk enaur, sem fara að nokkru leyti sömu slóö og hann. En það eru atriðatengslin og þó ekki síður margslungin og síung snerting í hverju listaverkinu af öðru .. sem boðar stærri tíðindi en margt annað aif sömu rót. Mynd irnar 4 og 7 hljóta að teljast af- bragösverk en nokkrar á dyra- veggnum tæpleg annað en end- urskin. Pað kann að leiða af van þekkingu undirritaðs, að honum sýnist Virduzzo bæði frumlegri og tilfinningaríkari grafifclista- maður. Aðferðir Sikileyingsins vefjast óneitanlega fyrir aðvif andi spurulum gesti úr norðrinu og það er ekki Iaust við að stundum finnist honum taekni- brögðin drottna yfir fullstórum hlut í gangvirkinu. Aftur á móti er ljóst, að þessi sömu brögð ýta af stað afar skemmtil. og áhugaverðum samsetningum litatóna sem glitra þarna eins og dropar í hafi eða þræðir i feldi — í sinni eigin almáttku veröld. Skyldu reykvískir gestir myndlistár hafa gjört sér ótví- ræða grein fyrir stærð þeirra? Nýtt fígúrubrú ðkaup Ciðastliðinn sunnudag var á dagskrá sjónvarpsins okkar stórlega athyglisverður liður, er allnokkuð hafðí verið kynntur fyrirfram eins og von er með fyrstu tilraun stofnunarinnar til þess að meðhöndla af eigin ram leik sígildar bókmenntir okkar. Varla rýrir þaö mikilvægi þessa atburðar, að stofnunin teflir hér fram tveim af mikilhæfustu yfir mönnum sínum svo sem til að sýna það að hér sé ekki um neitt háifkák að ræða — en dag skrárstjóri fræðsiudeildar ann- aðist yfirstjórn og þularstörf í þættinum og tónlistin var eftir dagskrárstjóra skemmtideildar. Reyndasti myndatökumaður sjónvarpsins stóð á bak við vél ina. Eru þá upp taldir þeir aðil- ar, sem að dagskránni stóöu — Jó'hann Briem og höfundur sögunnar eru bara listamenn og skipta náttúrlega minna málj f þessu samhengi. jyfeö slíkum málatilbúnaði sýn x ist mér stofnunin fyllilega vera að gefa í skyn að hér sé um stefnuyfirlýsingu hennar að ræða. Eftir því sem blaðafregnir herma fengu þessir sérfræðing- ar stofnunarinnar rúman tíma til verksins, sem hófst einhvern tíma á síðastliðnu sumri en lauk nú fyrir nokkrum dögum. Pað er því einna líkast því sem við mann sé sagt með þessum dag- skrárlið: Gjörið svo vel — héma hafið þið þáð sém' sjónvarþíð okkar getur þegar hinir færustu starfsmenn eru til settir að moða úr listaverkum orðs og myndar og gera það nærtækt áhorfendum sínum. Formáli stjórnandans undirstrikaði þetta einnig að svo miklu leyti sem marka mátti þun'gbúna alvöruna í yfirbragðj tflytjandans og skilj ahlega hluta ræðu hans. Hver er svo útkoman úr þessu ýtrasta átaki sjónvarps ins? Kemur það manni loksins á óvart með fágaðrj tæknikunn áttu. óvæntri samtengingu myndar og hljóms, uppljómandi heildaráhrifum sem tepdri gam- alkunna sögu ijóslifandi í hug- skot manns? Sannast hér loks ins aö þjöðin hafi ekki að ófyrir synju trúað tvímenningunum fyrir hundruðum milljóna króna af sparifé sínu? Gerist það — undrið stóra? Með vissum hætti má líta á þennan þátt sem afrek. Vissu- lega tókst að koma manni á 6- vart. Enn var farið langt niður fyrir það lágmark fiatneskjuleg asta hæfileikaskorts, enn var stórlega vfirtrompaö seinasta met sjónvarpsins í sýnikennslu vankunnáttunnar og skilnings- leysis á því tæki sem ráöskað er með verð ég að segja því þaö væri móðgun við 'a-llt og alla aö kalla þetta vinnubrögð.Þátturinn er ekki einu sinni nothæfur til kennslu i því hvernig eigi ekki að vinna sjónvarpsþátt því nem endur í skóla eilegar námskeiði á þessu sviði hlytu að hatfa gert sér grein fyrir öllum þeim und irstöðuatriöum audiovisual staö- reynda sem hér eru þverbrotin með á'líka sjáifsögðum hætti og belja stigi ofan á glerrúöu — öðruvísi fengju menn varla inn göngu í slfkt námskeið eilegar sifkan skóla. TJ'il hvers er þá verið að gera þennan þátt — mér er það ráðgáta. Hvers á höfundur Kjal nesingasögu að gjalda að dag- skrárstjóri fræðsludeildar skuli taka texta hans, útþynúa hann og bjaga — lesa hann svo með myndum af jórtrandi beljum, landakortum, súrheysturnum og rollum á beit til þess aö draga athygli manns frá textanum. — Hvers vegna getur hann þá ekki látið sér nægja að hafa bara stillimyndina standandi á meðan hann les óbrenglaöa söguna út því hann hefur ekki komið auga á þann mismun sem er á útvarpi og sjónvarpi? Hvaða rétt hefur hann til að siga þessum beljum og þúfnakollum á söguna? — Hvaða leyfi hefur hann til að misnota ágætar myndir Jóhanns Briem til hins sama? Hvers vegna fær hann kollega sinn Jón Þórarinsson til að útbúa tóniist, sem gerir ekki annað en að trufla það litla aif stemningu textans, sem eftir er þegar hin ar skepnurnar eru búnar að leggja sitt af mörkum? Og hvernig stendur yfirleitt á því að yfirmennirnir, sem veija eiga alla starfskrafta stofnunar- innar, hafa ekki annan útveg tii að drýgja launin sín en þessa hryggilegu auglýsingu á skiln- ingsleysi sínu, vanfcunnáttu sinni og getuleysi sínu á þessu sviði. Ekkert er þó Ijósara héð- anítfrá en einmitt það að afflt annað fer þessum mönnum bet ur úr hendj en vinna við sjön- varpsþætti. I^yrr á þessu árj varö mikíð uppistand vegna stjómanda Þjóðleikhússins sem lét konu sína syngja hlutverk í óperu. Konan sú hafði. þó sannanlega stundað söngnám. tjvað hefði veriö sagt ef Guðl. Rósinkranz hefði sjálfur sungið hlutverk greifafrúarinnar i Brúðkaúpi Fígarós. Hvaö verður sagt um þetta fígúrubrúðkaup sjónvarpsins? VELJUM fSLENZKT (SLENZKANIÐNAÐ Þakventfar Kjöljárn Kantjárn ÞAKRENISIUR •>&&>>>>>>>>>>&%&•>■ ÆGXSGÖTif & <g© 13í2^.1St^5 > e œ e ®o s® o seeeeseee® ©063 ae s ® © o o® ® ee @ ® 00 es ® eœas æ©@ c ® ® ® e 8 ® e s e soee e æoc, <se s* e ©e@'oí.<v® @e e'í o e ® ee®i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.