Vísir


Vísir - 29.04.1970, Qupperneq 2

Vísir - 29.04.1970, Qupperneq 2
* HEYERDAHL ætlar aftur yfir Atlantshafið Etur kappi við h'ófuðskepnurnar á frumstæðum papýrusbát, þrátt fyrir misheppnaðan leiðangur í fyrra Thor Heyerdahl hefur ekki lagt árar i bát, þótt endi hafi verið bundinn á ferð hans í papýr Y inkvennabréf usbátnum „Ra“ yfir Atlantshaf i fyrra, þegar stormur eyðilagði bátinn. — Hann ætlar að reyna enn á ný. Heyerdahl, sem varð heims- frægur fyrir ferð sína á flekan- um „Kon-Tiki“ og vakti aftur á sér athygli í fyrra við tilraunina með „Ra“, ætlar að leggja upp í ferðalag á „Ra 2.“ einhvem fyrsta daginn í maí-mánuði. Kona hans, Yvonne, hefur skýrt frá þvi, aö hann fari frá Marokko yfir At- lantshafið, en ætlunin sé sú aö ná landi í Vestur-Indíum. Það verður sama áhöfn á nýja papýrusbátnum, eins og í hin- um misheppnaða leiðangri á „Ra l.“ Thor Heyerdahl fékk fjóra Indíána á eyju einni i Titicaca- vatni í Bólivíu til þess að smíða fyrir sig bátinn, og er hann byggð ur eftir öðrum lögmálum en „Ra 1." Það, sem fyrir Heyeröahl vak- ir með þessari háskasiglingu, er aö sanna, að Forn-Egyptar hafi getað siglt til Ameríku á papýr- usbátum sínum. Að hans áliti hafa Aztek-Indíánarnir í Mexí- kó sótt hugmyndir að pýramída- byggingum sínum til egypzkrar menningar. „Ra l.“ hafði verið á siglingu yfir hafið í 51 sólarhring, þegar áhöfnin varð að yfirgefa bátinn 960 km austur af Barbados-eyju. Þeir höfðu lent í stormi og rek- ald rauf gat á bátinn, en hákarla- ger kom í veg fyrir allar tilraun ir til viðgerða á hafi úti. Heyerdahl gerir ráð fyrir að „Ra 2.“ sé bæöi sterkbyggð- ari og eins hraðskreiöari en fyrir rennari hans. Jackie Onassis seljast eins og heitar lummur — Verðið frá krónum fjörutiu og fimm þúsund til sjötiu þúsund Sóknari New York greip í x taumana fyrir síðustu helgi, þeg- ar tilraun var gerð til þess aö selja bréf, sem Jacqueline Onass- is hafði skrifað eigin hendi. Þetta er í annað sinn á þrem mánuðum, sem ríkissaksóknarinn hefur látið slíkt til sín taka, en ennþá hefur ekki verið upplýst, hver eöa hverjir stálu bréfunum fjórum, sem bjóöa átti upp í febrúar. Þau' skrifaði Jacqueline Kenne- dy til Roswells Gilpatricks, fyrr- verandi vamamálaráðherra USA, en hið innilega orðalag bréfanna vakti feiknaathygli eftir að eitt New York-blaðanna birti inni- haid þeirra. Eftir að skaðinn var skeður, var lagt hald á bréfin, og opin- ber tilkynning var gefin út um að bréfunum hefði verið stolið úr peningaskáp Gilpatricks, sem starfar sem lögfrasðingur í dag. Enn hefur ekki verið gefin út ákæra á hendur manninum, sem grunur féll fyrst á, en hann hafði um skeið starfað hjá Gilpatrick, þótt hann væri kominn úr þjón- ustu hans, þegar þama var komið sögu. Bréfin vom skrifuð á ámnum 1963—1968. Þetta nýja bréf, sem skaut upp kollinum fyrir síðustu helgi, hef- ur einnig verið birt að efni til í dagbHiðum, en það hafði verið skrifað til innrömmunar- verkstæðis með fyrirmælum um sérstaka innrömmun myndar af þeim Kennedy-hjónunum, sem átti að vera. brúðargjöf hennar til forsetans. En nú hefur lögreglan lagt hald á þetta bréf eins og hin, að kröfu Jacqueline Onassis. í fyrstu virð- ist sem því hafði verið stolið úr innrömmunarverkstæðinu af af- greiðslustúlku. Ekki hefur þetta dugað til þess að fæla aðra uppboðshald- ara frá að bjóða upp bréf með eiginhandarskrift Jackie. Þvert á móti! Þau seljast eins og heitar lummur. Það eru helzt vinkvennabréf, sem á markaðnum eru. Á föstu- dag seldust á uppboði, sem hald ið var á Waldorff Astoria-hótal- inu, f jögur bréf á 45.000 til 75.000 krónur. Tvö bréf skrifuð af John F. Kennedy heitnum for- seta, seldust á tæpar 40.000 kr. og rúmar 60.000 kr. Sagt er að Jacqueline Onassis hafi dregið heldur úr bréfaskrift- um sínum, síðan hún giftist skipakóngnum. Hún neitar meira að segja að skrifa undir reikn- inga . nýlenduvöruverzlunarinnar. Áður hafði hún fengið nóg af öll- um greinunum og bókunum, sem þjónustustúlkur og ráðskonur úr Hvita húsinu höfðu skrifað um kynni sfn af forsetafrúnni. Enda munu víst svipaðir erf- iðleikar vera farnir að láta á sér kræla hjá Lyndon Baines John- son og Lady Bird, síðan þau fluttu úr Hvita húsinu. Papýrusbáturinn „Ra l.“, sem Thor Heyerdahl ætlaði sér að sigla yfir Atlantshafið og með því sýna fram á, að Forn-Egyptar hafi getað siglt til Ameríku, en hann álítur að pýramídar Aztek-Indíánanna í Mexíkó hafi verið - gerðir undir áhrifum egypzkrar menningar. Nú er „Ra 2.“ tilbúinn til þess að reyna það, sem „Ra 1“ mistókst í fyrra. Jón kom í bæinn í dag og auðvitað fór hann beint að spila Bowling og kúluspil i TÓMSTUNDAHÖLLINNI á horni Laugavegar og Nóatúns

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.