Vísir - 13.06.1970, Side 2

Vísir - 13.06.1970, Side 2
NÝTT HEIMSMET: Getur staðið á öðrum fæti í 6 kL, 23 mín. og 17 sek Jens Göransson, sem er fjórtán ára gamall Svíi og búsettur í Malmö, er vafalaust heimsmeist ar; í því að standa á einum fæti. Heila sex klukkutíma 23 mínútur og 17 sekúndur er nýjasti árang ur hans á því sviði og hann er ákveðinn í að betrumbæta þaö. — Blaðið „Lekture" birti mynd af einum, sem hafði staðið á öðr um fæti í eina klukkustund og 47 mínútur, sagði Jens Göransson. Ég dáðist mjög að því afreki á sínum tíma og ákvað að ná aö minnsta kosti sama árangri. Og nú hef ég sem sé slegið það met léttilega út. Svíar hafa gert það að sérgrein sinni má segja, að setja met i alls kyns óþarfa. Einn er meistari í því að hlaupa á hlaupahjóli, ann ar meistari í víndrykkju. Kona nokkur á heimsmeistaratitilinn í því aö gleypa hálstöflur. Á fjór- um klukkutímum át hún 'ekki færri en 846 stykki. Og þá má geta þess aö önnur sænsk kona telur sig bera síðasta háriö, en það mældist nýlega vera orðið einir sjö metrar að lengd. Jens Göransson vonast til að ná því að standa á einum fæti í sjö tíma, þar næst átta o. s. frv. — Bf einhverjir skyldu.standa í þeirri trú, að ég sé skrítinn í kollinum, vil ég taka það fram, aö ég hef venjulega báða fætur á jörðinni. Kvennametið á 17 ára gömul stúlka, Elísabet Elíasson í Malmö. Hún getur haldið það út að standa á öðrum fæti í tvo klukkutíma og sex mínútur. •••■••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••■••••••••••••••••••••••••• * Aður fyrr hlupu vegtar- endur / burtu sem fætur toguðu, er þeir sáu mig Svíinn Jens Göransson, sem á metið í því að standa á öðr-J um fæti. J <«mMGUNéghvili ' 1. H, með gleraugum frá sWsIF Austur^trætt 20 Símt 14566 * — Það er ógurleg kvöl að koma fram í sjónvarpi. En ég hef ánægju af því aö kveljast. Ég er nefnilega s jálfsadisti, útskýrir Marty Feldman, hinn vinsæli brezki gamanleikari, sem getið hefur sér einkar gott orö fyrir sjónvarpsþætti sína. Þegar hann hefst handa við samningu nýs þáttar, leitar hann á náðir hinna góðu gömlu daga, eftir efnivið og hugmynd- um, með því að horfa á gömlu myndimar sínar og hinna kapp- anna úr þöglu myndunum — þeirra Buster Keaton, Laurel og Hardy, Sid Field, Frankie How- erd og svo auövitað Charlie Chaplin. Sér viö hlið hefur Feld man svo afbragðs gagnrýnanda, þar sem konan hans, Lauretta er, en hún yfirfer kvikmyndahand- rit hans, hrósar eða hallmælir hugmyndum hans og gefur góð ráð og örvandi. Segi hún eitthvaö vera lítils virði. er það á svip- stundu komið í ruslakörfuna, en mæli hún með ejnhverju, er það að minnsta kosti athugað og próf að. Marty og Lauretta Feldman hafa verið gift i tíu ár og nýlega fluttu þau í gamalt hús í Hamp- stead í norðurhluta Lundúna. — Heimilið er þeirra heimur og aðeins nákomnustu vinir og ættingjar fá aðgang í húsið, sem sagt er vera álíka dularfullt og húsráðendumir. I eitt herbergj- anna, sem málað er rautt frá lofti og niður í gólf, er Marty byrjaður að safna öllum mögu- legum og ómögulegum hljóðfær- um. Hann getur ekki spilað á neitt þeirra, en segist gjarnan munu vilja læra þaö — þegar honum gefist tóm til. Þegar þar að kemur, á enginn að geta heyrt til hans, þegar hann situr i rauða herberginu sínu og spil- ar. — Marty er svo snjall, svo 6- skaplega snjall, segir Lauretta, og einnig svo rómantískur. — Og svo gjafmildur, segja félagar hans. Og hreinasta séní í skemmt anabransanum, bæta þeir við. — Ég er auli, alger auli, segir Marty sjálfur. Marty hóf feril sinn í skemmt anaiðnaðinum sem trompetleik ari með jazz-hljómsveit. — Ég var sá eini af strákun- um sem yfirhöfuð kunni ekki aö spila, Ég lét alltaf sem ég væri eitthvaö lasinn, og á þann hátt gat ég setið kyrr og hlustaö á hina... Síðustu árin hefur hann þénað drjúgan skilding á þvi að semja gamanþætti fyrir marga af vin sælustu gamanleikurum skemmti þátta brézka hljóð- og sjónvarps ins. Áður fyrr samdi hann líka handrit fyrir kollega sína — sem þá tróðu upp í veitingahúsum og búlum. Sem borgun fékk hann sjaldnast beinharða peninga, en borgun fékk hann þó, t.d. hamí 'muna eftir því, þegar hann fékk metraháan stafla af alfræði orðabókum sem greiðslu. Um sín útstandandi augu seg- ir Marty Feldman, aö þau hafi orðiö enn meira útstandandi eft- ir uppskurö, sem gerður var fyrir átta árum. Læknirinn gaf Marty þá góða von meö að augun kæm- ust fljótlega aftur á sinn stað, en Marty hefur nú gefiö þá von upp á bátinn. — Mér hefur — með herkju — tekizt að fá sjálfan mig til að láta sem ekkert sé, þegar.fólk er að glápa á mig. Áður fyrr hljóp fólk, sem ég mætti á götunni í burtu sem fætur toguðu, er það sá hina tvísýnu ánjónu mína, en það á ég sjónvarpsþáttunum meö mér að þakka, að fólk er farið að þekkja mig og hætt aö fá til- felli, þegar það mætir mér. \ Marty Feldman: — Ég er algjör auli.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.