Vísir - 13.06.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 13.06.1970, Blaðsíða 3
VlSIR . Laugardagur 13. júní 1970. 3 1 cTMed á nótunum Trúbrot eins og hljómsveitin verður skipuð er hún kemur fra m í Norræna húsinu, annan sunnudag. Höfundurinn Leifur Þór- arinsson er með á myndinni. Ljósm. Ástþór • r Ovenjulegur flutningur á Listuhútíðinni: Trúbrot flytur tónverk eftir Leif Þórarínsson Þar kemur Magnús Kjartansson fram / fyrsta sinn með Trúbroti og syngur einsöng Tjað eru ekki allir á sama máli um hvaö sé list og hvað ekki. Oft hefur viljað brenna við að litið sé niður á popmúsik og hún afskrifuð meö einu orði: „bítiagarg". Sem betur fer eru þó- til undantekningar frá þess- um fordómum, enda hafa vissu lega verið samin Iög, er til- heyra þessari tegund tónlistar, sem hafa hlotið verðskuldaða virðingu og mörg þeirra munu lifa áfram um ókomna tíð og bera höfundum sínum vel sög- una. Listahátíðin, sem nú fer 1 hönd hefur viðurkennt tilveru- rétt poptónlistar f verki meö því að hafa á sinni mjög svo virðulegu efnisskrá hljómsveit sem stendur hvað hæst í pop- heiminum um þessar mundir, Led Zeppelin. En pophljómlistarmenn koma þó meira við sögu listahátíðar innar, þvf sunnudaginn 21. júnf mun verða flutt verk eftir Leif Þórarinsson, en flytjendumir eru engir aðrir en Trúbrot, stolt íslenzka popsins. Þeim til að- stoðar verður fimm manna blás- arasveit. Tónverkið nefnir höf- undurinn: „Brot-trú-brot“. Eins og kunnugt er standa fyrir dyrum breytingar á Trú- broti óg hljóms-veitin mun koma í fyrsta sinn fram með sinn nýja orgelleikara á þessum hljómleik um, en það er Magnús Kjartans son, síðan mun hljómsveitin taka sér mánaöar frí. Þetta um talaöa tónverk eftir Leif Þórar- insson tekur um tuttugu mínút- ur f flutningi, en á þessum hljómleikum verða eingöngu flutt verk eftir íslenzk tónskáld. Af þessu tilefni leit ég inn á æfingu hjá þeim félögum sl. fimmtudag og innti Leif Þórar- insson eftir aðdragandanum aö þessari hugmynd. — Það er nokkuð langt síðan mér kom þetta fyrst til hugar, og ég Var að vinna a‘ð þessu af fullum krafti, þegar þeir höföu samband við mig frá Listahátíðinni og fóru þess á leit við mig að ég útne'fndi verk eftir mig til flutnings á þessum hljómleikum í Norræna húsinu. Ég var með allan hugann viö þetta viðfangsefni og taldi það hið eina sem kæmi til greina, þó verkið væri þá á algeru frum stigi. Er ég færði þetta í tal við Trúbrot reyndust þeir vera til í tuskið, og þar með var okkar samvinna hafin. UMSJÓN BENEDIKT VIGGÓSSON — Hefurðu kynnt þér fslenzk ar pophljómsveitir? — Já lítillega, en Trúbrot voru að mfnum dómi þeir einu, sem komu til greina, og ég hef sannfærzt enn betur um það, síðan við fórum að vinna að þessu. Ég hef haft ákaflega mikla ánægju af okkar sam- starfi. — Hafa Trúbrot lcomið með einhverjar hugmyndir í sam- bandi við útsetningar og annað? — Það, sem ég kom með til þeirra var eingöngu laglfna og hljómasambönd, sfðan höfum við unnið úr þessu í sameiningu og æft stíft sl. hálfan mánuð. — Hvaða texti verður fluttur með tónverkinu? — Það eru tvær vísur úr kvæði eftir Jónas Hallgrfmsson, sem hafa að inntak; spekúlasjón ir um æsku og elli. — Hefurðu hug á að semja fleiri slík verk? — Vissulega, það sem hér er á ferðinni er tilraun til að sam ræma ólík sjónarmið, eða það, sem við getum kallað abstrakt tónlist og popmúsik. Það verður ekki annað sagt en þetta sé ákaflega skemmtilegt viðfangs- eifni. — Hvemig leggst þetta í þig? spurði ég Rúnar Júlfusson. — Bara vel, þetta er óneitan- lega nokkuð forvitnilegt við- fangsefni en það hefur verið furðuleg tilfinning að vinna að þessu. Ég verð að segja það, að ég haifði gert mér allt aðrar og ólík ar hugmyndir um Leif Þórarins son en samstarfið við hann hef ur verið alveg sérdeilis gott. — Þar með kvaddi ég þá félaga og hafði það á tilfinningunni að nú hefði ég virkilega komizt yifir forvitnilegt eifni fyrir þáttinn, og mér þykir líklegt, að lesend- ur séu mér sammála. „Lagið hinum EUý Vilhjálms. Tvö lög. - Útg. SG-hljóm plötur. Tjað er alltaf ánægjulegt, þeg- ar ný plata kemur á mark- aðinn með Ellý Vilhjálms. Nú er um að ræða tveggja laga plötu og titillagið er hið vin- sæla írska lag „ All kind of everything“, sem varð hlutskarp ast í danslagakeppni sjónvarps stöðvanna í Evrópu, „Eurovis ion". Keppn; þessj fer fram ár- lega, en það var fyrst í ár, að fsl. sjónvarpsáhorfendum gafst kost ur á að fylgjast með úrslitunum. Stuttu seinna var platan komin hér í verzlanir með írsku söng konunni, og var hennar flutning w orðinn mjög vinsæll, er plat an með EHý kom á markaðinn, sem þó gekk óvenju hratt fyrir sig miðað við fslenzka hljóm- plötuútgáfu. „Það er svo ótal margt“ heitir fslenzka útgáfan af umræddu verðlaunalagi, text inn er eftir Jóhönnu G. Erlings son. Útsetjari plötunnar er Jón Sig urðsson og leggur hann megin áherzlu á það aö líkja sem mest eftir hinn; upprunalegu útsetn- ingu og tekst þetta furðu vel. Ellý syngur lagið með mikilli prýði, en samt sem áður finnst mér henni takast enn betur upp í baksíðulaginu „Hvar ert þú?“, persónulega þykir mér sú hlið plötunnar ánægjulegri á að hlýöa. Hér er um að ræða amerískt megin** lag, „Can‘t take my eyes off you“ upphaflega flutt af banda ríska söngvaranum Andy Willi- ams, virkilega fallegt lag. Ekki er þetta í fyrsta sinn, sem umrætt lag er sungið inn á íslenzka hljómplötu, því það var meðal þeirra laga, sem „Heiðurs menn‘‘ fluttu á fyrstu plötu sinni, er kom á markaðinn í des ember á sl. ári. þá var það sungið af Þóri Baldurssyni og hét „Hvar?" textinn var eftir Þorstein Eggertsson, reyndar er þessi sami texti notaður hér, en örlítið breyttúr. Hljómsveit und ir stjórn Jóns Sigurðssonar ann ast undirleikinn og skilar hún sínu hlutverki með miklum á- gætum. •••••••••• <

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.