Vísir - 11.07.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 11.07.1970, Blaðsíða 1
Forsefinn styður herferð Lnndverndni Forseti lslands dr. Kristján Eldjárn, lýsti opinberalega yf ir stuðningi sínum í gær við herferð Landverndar í land- græðslu og náttúruvernd. — Forsetinn fór fram á það fyr ir nokkrum dögum að fá að kaupa tvær fötur með fræi og áburði, en í heiðursskyni við hann var ákveðið að skát ar afhentu honum föturnar fyrir hönd Landverndar við smáathöfn að Bessastöðum í gær. Með þessu gengur forsetinn, dr. Kristján Eldjárn á undan öðrum landsmönnum með góðu fordæmi, sem Landvernd vænt ir og vonar, að almenningur fylgi. Skátar, sem eru eitt af fjölmörgum aðildarfélögum Landverndar, munu selja fræ og áburð á Vesturlands- og Suð urlandsvegi í dag, en auk þess fæst það á bensínstöðvum viöa um land. Ætlazt er til þess að ferðafólk dreifi úr fötunum í jarðvegssár ýmis konar eöa jafnvel umhverfis hús sín. Skátar, sem eru aðilar að Landvernd eins og fjöimargir aðrir, afhentu forsetanum fræfötur. VtSIR Jóhann Hafstein, forsætis- ráðherra. Forsefi skipnr ióhonn Hofstein forsætisróðherra Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, hefur skipað Jóhann Hafstein til að gegna embætti forsætisráðherra fyrst um sinn. Undirritaði forsetinn skipunar- bréfið í gær kl. 2, en rikisstjórn in gerði tillögu þess efnis á fundi sinum fyrr um daginn. Aörar breytinear hafa ekki ver- ið gerðar á ri'kisstjórninni eftir fráfall dr. Biarna Benediktsson- ar, forsæti sráðherra. — VJ Mikill málarekstur vegna Mývatns: Ríkii kreíst esgnarréttar að Mývatnshotni — gagnstefnir bændunum — eitt umfangsmesta mál sem komib hefur fyrir islenzka dómstóla — Aðaldalsbændur einnig i málaferlum dæmi að meira eða minna ieyti. Þá verður í næstu viku þingfest ; lögbannsmál, sem bændur í Aðalda! höfða á hendur Laxárvirkjun varð andi hin áformuðu stíflumannvirki við Brúar í Aðaldal. Ekkj standa Laxárdalsbændur að málaferlum þessum, enda mun einhvers konar „Mývatnsmálið svonefnda sem f jallar um eignarrétt á botni Mývatns, kom fyrir rétt á Skútustöðum í síð- ustu viku. Höfðu landeig- endur að vatninu stefnt ríkinu (Kísiliðjunni) og krafizt þess að ríkið viður kenni eignarrétt þeirra að vatnsbotninum. — Hefur málarekstur þessi heldur betur færzt í aukana, þar sem ríkið gagnstefnir öll- um bændum á svæðinu. Einnig er öörum bændum sveit- anna gagnstefnt svo og sveitarfé- laginu sem sliku, til þess að þola dóm til beinnar viðurkenningar á eignarrétti ríkisins á botni og botn verðmætum vatnsins. Ekki er á- greiningur um vatnsbelti 1 (net- lög) jarðanna, né heldur um veiði- réttinn sem „vatnsbakkabændur“ eiga. Var gagnsökin þingfest í síð- asta réttarhaldi og lögðu þáðir aðil ar fram mikið af skjölum og gögn- um, þ.á.m. ljósrit af fornskjölum og erlendum fræðibókum og um- boðmaður ríkisins auk þess greinargerð upp á 40—50 síður. Þrír dómendur sitja dóminn, en máiið flytja fjórir hæstaréttarlög- menn enda mun mál þetta með stærstu málum, sem komið hefur fyrir ísl. dómstói. Hefir mál af siíku tagi aldrei veriö dæmt hér fyrr og réttarregiur fáar og óljósar um allt það, sem snertir almenn- inga í Iandinu, þ.á.m. stöðuvötn ut- an netalagna. Er iíklegt að á þetta reyni á næstu árum, ef gerðar verða stórar uppistöður á háiend- inu í sambandi við vatnsvirkjanir. og fylgjast því margir með þessum málaferlum af athygli. Lggði lög- maður Mývatnsbænda fram í þing haldinu gögn um vötn og tjarnir í landinu, sem eru nær þúsund tals ins og Mývatnsdómurinn gefur fot'- samkomulag hafa tekizt þar efra. Bændur neðra óttast hins vegar að stíflan verði aldrej svo sterk að öruggt sé að hún geti ekki brostið t.d. í jarðskjálftum eða öðrum nátt úruhamförum. Setudómari í þessu máli er Magn ús Thoroddsen borgardómari. —í>S Ólíklegt að elds- upptök finnist Landsvirkjun heimilað 700 millj. kr. lán Framkvæmdir hafnar við Þórisvatn. 2 vinnuflokkar starfa þar við stiflugerð og skurðgerð Landsvirkjun hefur verið heim iluð lántaka allt að 8 milljón um dollara eða um 700 milljón- ir ísl. króna á jiessu og næsta ári til iúkningar Búrfellsvirkjun ar oe Þórisvatnsmiðlunar svo og til rannsókna á öðrum virkj- unarframkvæmdum, sem fyrir- hugaðar eru, fyrst og fremst i Tungnaá. Framkvæmdir eru þegar hafnar við Þórisvatn og hafa tveir vinnu fiokkar starfað þar frá því aö verk falli lauk. Vinna þar nú hátt á ann að hundrað manns og búa í tveim vinnubúðum. Framkvæmdirnar, sem unnið verður að í sumar við Þórisvatn eru stífiugerð í Þórisösi og hluti af skurði við súðVestur enda Þórisvatns, sem veita á vatnr í gegnum til þess að auka vatns- rennsli til Búrfellsvirkjunar og rennsli siðar meir til Tungnaár- virkjunar. Þessum framkvæmdum á að vera iokið fyrir haustið 1971. Þá er eftir stfflugerð í Köldukvísl sem verður veitt í Þórisvatn til að auka vatns magnið, þeirri framkvæmd á að vera lokið i972 og verður verkið böðið út i haust. Verktakinn fstak hefur vatns- Mlsveituskurðjnn að suðvestan- verðu að hluta á sínum vegum og var byrjað að grafa skurðinn fyrir hálftim mánuði. Þar vinna nú milli 60 og 70 manns. Bvrjað er á að fjárlægja eina milljón rúrnmetra af lausu efni sandi og möl, en 100 búsund rúmmetra þarf að sprengja. Verðu-r unnið að þessu verki fram í nóvember. Verklakarnir Þórisós vinna að stíflugerðinni í Þórisósi. sem er áætlað að hindra rennsli vatnsins til norðurs. —SB Upptök eldsins í konungshúsinu á Þingvöllum í fyrrinótt, þar sem Bjarni Benediktsson forsæt isráðherra, kona hans og dóttur sonur brunnu inni, eru enn ó- kunn. Að sögn Ingólfs Þorsteins sonar yfirlögregluþjóns rann- sóknarlögreglunnar, sem ásamt Nirði Snæhólm aðalvarðstjóra, vann að rannsókn eldsupptaka í gær, sagði að mjög erfitt væri að komast fyrir þau, jafnvel iitl ar líkur tií þess að það yrði nokkurn tíma hægt með fullri vissu. Húsið brann sem kunnugt er al- j veg að grunni og stóðu aöeins eft- ir söklar þess og skorsteinn. Get- gátur voru uppi um það að kvikn- að hafi í út frá gaskfit, sem i fannst sprunginn í rústunum, en í hann hefði allt eins getað sprungið I þótt ekki hefði kviknað í út frá 1 iionum. Líklega hefur kútur þessi j crsakað sprenginguna, sem Hol- i iendingarnir sem fyrstir komu á staðinn [ fyrrakvöld sáu, en eldur- ■ inn magnaðist þá um állan helm- ing. Fáir voru á ferli þarna um þetta leyti en rannsöknarlögreglan hefur haft tal af allmörgu fólki, sem þarna var í grennd en allt kemur fyrir ekki. Séra Eiríkur þjóðgarðs- vcrðúr gekk til dæmis suður undir bústaðinn fyrr um kvöldið en varð þá ekki var við neitt athygli vert né varð einu sinni var viö að fólk váeri í húsinu. Þær getgátur hafa einnig komið fram að kviknað hafi í út frá kyndingu eða rafmagni, en rafstöð var byggð áfast við húsiö. Hún brann hins vegar ekki. Óvíst er því hvort nokkurn tima verður fyllilega úr því skorið hver orsök þessa hörmulega atburðar hefur verið. — JH Kuldakasti slotar Kuldakastinu hefur slotaö, eftir aö hafa skilið eftir sig mikinn snjó á noröanverðu hálendinu. í gær klukkan 18 mældist meðalsnjódýpt á Hveravöllum 8 cm. Vegagerðin varar fólk eindregið viö aö leggja á hálendisvegi, sérstaklega Sprengi- sandsleiö. Kialve^ur aö norðan- verðu mun einnig vera ófær. Að ööru Ieyti eru Végir á landinu í lagi, en eitthvaö mun færð hafa þyngzt vegna bleytu. Veðurstofan spsir hægt batnandi veðri, það dragi úr vindi og regn- svæðiö þokist austur á bóginn, og um leiö hlýni. I gær heföi snjóað þaö langt niður í hlíðar Esju, að nær er einsdæmi á þessum árs- tíma. í kuldakastinu lenti fólk í hrakn- ingum og köld var vist hjá all- mörgum á Þingvöllum í fyrrinótt, þegar tjöldin fuku ofan af þeim. ■ Ferðalangarnir, sem fóru Sprengi sandsleið á vegum Úlfars Jacobsen gistu á Húsavík í nótt, en í dag er' ferðinni heitið til Hljóðakletta og seinna til Herðubreiðarlinda. Þótti þeim Sprengisandsferðin hin ævintýralegasta og notuðu mynda- vélar og kvikmyndavélar óspart í snjókomunni. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.