Vísir - 11.07.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 11.07.1970, Blaðsíða 9
VÍSIR . Laugardagur 11. júlí 1970. risiRsw — Hafið þér setið hest? Arnar Halldórsson, prentari. — Nei... eöa ég tel .mig að minnsta kosti ekki geta sagt það, þó að ég hafi komið einu sinni á vagnhest smá stund. Albert Pálmason, sölumaöur — Já, mjög oft. Sérstaklega á þeim átta árum sem ég átti heima í Húnavatnssýslunni. Ólafur Sigurðsson. — Ojá, það hef ég reyndar gert nokkrum sinnum.... Ragnheiður Mósesd. bankastarfs mær: — Já, en það var þegar ég var bara pínulítil í sveit. Jóhanna Gunnlaugsd. afgrst.: — Nei, ég hef aldrei komið á hest bak og hef aldrei haft löngun til þess heldur. Aldrei fleiri hross á laadsmóti Karl Knútsson, 12 ára. — Já, já, þó nokkuð oft, þegar ég var i sveit í Skagafirðinum. — stórkostlegt úrval gæðinga ■ Hestamennska er, ef að líkum lætur, einhver hin vinsæl- ast tómstundaiðja, sem stunduð er hér á landi. Hrossa eign íslendinga er mikil, og æ fleiri fá áhuga á hestum og útreiðum. Það kemst maður bezt að raun um, þegar maður horfir yfir mótssvæði hestamann a áÞingvölIum, en í dag verður þar sett Landsmót hestamanna með pomp og pragt. \Tið Vísismenn brugðum okkur austur í Skógarhóla í gær og skoðuðum mótssvæðið, rædd um við nokkra hestamenn og lit um af lftilli þekkingu á eitthvað af þeim stólpagripum sem þarna gaf að líta. Það var norðan strekkingur viö Skógarhóla, en gamalreyndir hestamenn og áhugasamir nýlið ar létu slíkt ekkert á sig fá held ur sátu jafnvel enn keikari í hnakknum en áður, enda ástæða til: Aðstaða öll til mótshalds við Skógarhóla er að verða hin bezta. Reistur hefur verið traust legúr og snyrtiiegur dómnefndar turn. Turn þessi á að rúma á fyrsta palli sínum tímaverði og annað starfsfóik mótsins, en á efra palli verða hinir vísu dómarar og vega og meta frammi stöðu einstakra gæöinga. Efst á tumi þessum hefur svo verið hugsað fyrir aðstöðu fyrir ljós myndara og fréttamenn, er með atburðum vilja fylgjast. Mótssvæðið grasi gróið Allt mótssvæðið er grasigróið jafnvel sjálf hlaupabrautin sem er hringlaga — hin eina sinnar tegundar hérlendis. Þrátt fyrir norðangairann töldu hestamenn að þeir væru tiitöluiega heppnir meö veður, því þurrt hefur ver ið undanfarna daga og brautir því þurrar. Ýmsir hafa spáð þvi að hinar grasi grónu brautir yröu hreinlega að flagi er hross unum yrði hleypt etftir þeim, en svo reyndist ekki vera — núna hafa menn fenaið að hleyna hest um sínum á brautumun lát'aust í þrjá daga, ög enn er bað mik ið gras eftir á þeim, að ekki er sjáanlegt að brautirnar versni meira en orðið er. Góðar aðstæður Greinilegt er að mikil undir- búningsvinna hefur verið unnin fyrir þetta landsmót. Móts- svæðnu er skipt niður í svæði, hvert svæði ætlað fyrir sína sér- stöku starfsemi, og afmarkað með hvítmáluðum staurum, en kaðlar strengdir á milli. Aðstaöa er orðin mjög góð fyrir hestamenn og gripi þeirra til dæmis hefur verið reist sér- stakt hús fvrir stóðhesta (í sama húsi eru skrifstofur mótsstjórn ar) og öðrum hrossum er skipt niður á girðingar eftir því sem við á um hverja. Á fyrri mótum hefur stundum viljað brenna við að ekki væri nægilega vel fyrir öllum séð en núna hafa a-Ilar slíkar vanrækslu syndir verið strikaðar út — nægt vatn er að hafa é móts- svæðinu, airðinear eiaa að hafa næga hagabeit fyrir hross móts gesta. oa hev er fvrir hendi ef beit þrýtur. Aðstaða fyrir mannskepnuna er varla lakari en fvrir hrossin. Salerni em dreifð vfða um.svæð !ð. tia'dstæð* afmörkuð og ein hveriar veitinva- verðnr hæat að verða rór út.i um í veitinga -kálanum. Er okkur Vísismenn har að °.arði- hittum við fvrir Svein- hiöm Davfinnsson löafræðinv. formann hestamannafélaesins váks. Á hessu, landsmóti er Sveinhiörn formaður fram- kvæmdanefndar mótsins en Agn ar Guðnason er framkvæmdastj. Sveinbjörn tjáði okkur að þeir héstamenn bindu nokkrar von- ir við mót þetta, þar eð tekizt hefði að byggja upp svo góða aðstöðu. Hann sagði að þeir væru við því búnir að taka við mörgum helgargestum, „einhver hefur nefnt 12.000 manns“, sagði Sveinbjörn og brosti, „en ég held við getum vel við unað ef hér verða á milli 8 og 9 þús- und.‘‘ Sveinbjörn sagði að þeir starfsmenn mótsins, svo og lög gæzlumenn úr Reykjavík myndu gera sitt ýtrasta til að vernda mótsgesti fyrir friðar- spillum og núna yrði þarna eng inn dansleikur á laugardags- kvöldið, heldur „kvöldvaka í mjög þjóðlegum stíl.“ Kvöldvaka á laugardag Sveinbjörn sagði þá starfs- menn mótsins vera ærið stolta af dagskrá kvöldvökunnar. en hún hefst á laugardag klukkan 21 og meöal dagskráratriða verða kórsöngur fSkagtfirðinear sjá um hann að sjálfsögðu) kvatettsöngur og Þorsteinn á Vatnsleysu stjórnar fjöldasöng. Þá mun sá landskunni bóndi og fræðimaður, Helgi á Hrafnkels stöðum, segja gestum mótsins mergjaðar hestasögur og fyrir- hugað var að þeir hestamenn og leikarar Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason riðu til mótsins og hefðu í frammi sitthvað spaugilegt á kvöldvökunni. Svo sem fyrr segir hófst mót- ið i gær, föstudag klukkan 10 árdegis. Voru þá sýndir góð- hestar og kynbótahross en sjálf mótsetning átti aö fara fram klukkari 14. Mótinu slitið á sunnudagskvöld Vegna hinna hörmulegu tíð- inda sem urðu á Þingvöllum, ' voru dagskrárliðið þeir er fara áttu fram síðdegis á föstudag felldir niður og sömuleiðis kvöld vakan er vera átti £ gærkvöldi. I morgun hófst svo mótið kl. níu með sölusýningu en klúkkan 10 var gengið til annarra dagskrárliða svo sem sýningu kynbótagripa og gæð- inga, og stendur sú sýning allan daginn og er dómum lýst jafn- harðan. Þá eru sýndir klárhest Hinn glæsilegi turn er byggður var fyrir mótið. Turninn er steyptur og þrílyftur innan. Efst er aðstaða fyrlr ljósmýndara og fréttamenn. Framan við turninn er sá þekkti hestamaður, Skúli frá Svignaskarði ásamt tveimur gæðinga sinna (Skúli stertdur aftari'Við hrossin). iMföS} „“aibíflýðWiióv" > ar með tölti klukkan 18 eru kappreiðar. Á morgun, sunnudag, verður gengið til dagskrár klukkan 10, og þá sýnt úrval kynbótahrossa Klukkan 14 er hópreið félaga úr hestamannafélögunum, og stjórn ar henni Bergur Magnússon, framkvæmdastjóri Fáks. Að henni lokinni er helgistund og síðan flytur Landbúnaðarráð- herra Ingólfur Jónsson ávarp. Úrslit kappreiða verða klukk an 17.30 og mótinu síðan slitið klukkan 19 en það gerir Svein- björn Dagfinnsson. 50 kynbótahestar Sem fyrr segir er við Skóg- arhóla sérstakt hesthús, ætlað fyrir kynbótahesta. Rúmar hest húsið liölega 30 hross, en í ár eru svo margir stóðhestar sýnd ir á mótinu að byggja varð við- bótarhúsnæði, þannig að nú standa þar 50 stóöhross við stall. Við brugðum okkur inn í stóð hestahúsið og litum yfir hinn Marinó Jakobsson frá Skáney með Blesa sinn. Blesi var dæmdur bezti stóðhesturinn á landsmótinu 1966. fríða hóp. Þarna inni stóðu þeir hver öðrum föngulegri, mýldir við stall og hestamenn gengu um milli þeirra og veltu þvt fyrir sér, hver yrði að líkindum hlutskarpastur í verðlaunasam- keppnj stóðhesta. Þarna var sá hestur er hvað frægastur er, þ.e. Blesi, 12 vetra hestur frá Skán- ey í Reykholtsdal, sá hlaut Faxa bikarinn á landsmótinu að Hól- um í Hjaltadal árið 1966. Eig- andi Blesa er Marinó Jakobs- son frá Skáney. Marinó sagðist ekki geta gert sér neinar hug myndir um það hver hlyti Faxa bikarinn núna, því margt væri þarna föngulegra stóðhesta. Fleiri höfðu áhuga á stóðhest- unum en eigendur þeirra, t.a.m. var þarna eitthvað af hryssueig endum sem höfðu áhuga á að fá merar sínar fyljaðar. Grá hryssa af Eyrarbakka varð skyndilega ástfangin af Svörtum fola, Sörla, Sveins Guð- mundssonar frá Sauðárkróki og ekki stóð á Sörla að elska hryss una á móti, þó ekki fyrr en hann sá að Sveinn hafði tekið við 800 krónum úr hendi hryssu eigandans. Hestamenn voru greinilega eftirvæntingarfullir að bíða eftir úrslitum úr einstökum keppnis- greinum, og gengu margir um og virtu fyrir sér unga fola, hlaupa lega, sem þeir héldu að gætu hugsanlega veHt kunnum hlaupahestum harða keppni. — Skúli i Svignaskarði, sá þekkti hestamaður, þanrSi brúnan, há- ™engan fola fram og aftur fyrir íónvarpsmenn og í útjaðri 'væðisins gaf að líta Pétur bónda frá Egilsstöðum ríðandi 4 gráu. Pétur kom ríðandi til nótsink . að austan. Lagði stór hópur hrossa og manna upp nokkru fyrir mánaðamót og var riðið sunnan jökla til Þingvalla. Hersingin kom að Skógarhólum á miðvikudaginn var. —GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.