Vísir - 11.07.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 11.07.1970, Blaðsíða 8
3 VÍSIR . Laugardagur 11. júlí 1970. VISIR Ötgefanli: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fr-éttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson AugJýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 lfnur) Áskriftargjald kr 165.00 ó mánuöi innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðia Visis — Edda hf. IBBHHHHBHBBBHHBH Irar ötganna milli Öfgarnar magnast í Norður-írlandi, eins og ávallt gerist þegar deilur harðna. í kosningunum til brezka þingsins unnu leiðtogar öfgamanna í báðum fylking- um mikla sigra. Bernadette Devlin og séra Ian Paisley munu því lesa heimsbyggðinni boðskap sinn úr þing- sölunum í London næsta kjörtímabil. Norður-írland er talið hluti Stóra-Bretlands. Þess vegna kjósa íbúarnir þingmenn á brezka þingið, en jafnframt hafa þeir sitt eigið svæðisþing. Trúarbrögðin skipta mönnum í fylkingar í Norður írlandi. Mikill meirihluti fólks játar mótmælendatrú, og hinn kaþólski minnihluti íbúanna hefur um margt sætt afarkostum af hendi meirihlutans. Bernadette Devlin hefur í krafti æsku sinnar og kynferðis orðið pólitísk stjarna á Vesturlöndum. Hún kemur einnig fram sem leiðtogi kaþólska minnihlut- ans, hvort sem það er meö barefli í götubardögum eða sem sendiboði til fjáröflunar í Bandaríkjunum. Bernadette Devlin er vinstri sinni, og margir hafa bor- ið henni kommúnisma á brýn. Hún fjölyrðir líka um stofnun norður-írsks „alþýðulýðveldis“, sem sæki fyrirmyndir austur fyrir járntjald. Presturinn Ian Paisley er fulltrúi öfganna hinum megin vfglínunnar. Á sama hátt og Bernadette Devlin stígur hann á götuvígi og hvetur til blóðugra átaka. Vegur hans hefur vaxið mikið síðustu mánuði, og hann hefur á þeim tíma unnið þingsæti bæði á brezka þinginu og því norður-írska. Þótt öfgamönnum vaxi fiskur um hrygg í hinum ill- vígu átökum, fer því fjarri, að þeir séu einir um hit- una. Stjórn Norður-írlands undir forystu Chichester- Clarks, forsætisráðherra, hefur lagt sig fram við að reyna að setja niður deilurnar. Ýmsar ráðagerðir hafa verið á prjónunum til að rétta hlut hins kaþólska minnihluta og eyða með því hinni nærtæku orsök átakanna. Meirihluti norður-írskra þingmanna er að vísu mátmælendatrúar, eins og meirihlutl fólksins, en hann hefur til vll’að bera klæði á vopnin. Brezka stjórnin hefur heldur ekki annarra hagsmuna að gæta en þeirra að koma á friði og sáttum í Norður- írlandi. Því fer fjarri, að brezkir hermenn séu í Norður- írlandi til þess að bæla niður uppreisn gegn brezka ríkinu. Meirihluti Norður-íra vill væntanlega ekki að- skilnað við Stóra-Bretland og alls ekki sameinast írska lýðveldinu. Sameining er til einskis líklegri en hinn nýi meirihluti, sem þá yrði kaþólskur, mundi „gera upp reikningana“ við mótmælendur. Fréttamenn lýstu átökunum þannig um helgina, að engu væri líkara en þau stæðu milli brezkra hermanna annars vegar og allra íbúa Belfast hins vegar. Verk- efni hermannanna var að hindra það, aö hinar and- stæðu fylkingar sigu saman og berðust. Án brezka hersins hefði blóðbaðið orðið margfalt. Slíkt friðar- gæzlustarf er hins vegar bæði vandasamt og van- þakklátt. Kosygin við útför konu sinnar. Hann hefur aldrei jafnað sig. við lát hennar fyrir þremur árum. Bros Kosysins verð- IIIIEiiillll ---------—---------m mm ur æ sjaldgæfara (Jmsjón: Haukur Helgason □ Rússneski forsætis- ráðherrann, Alexei Kosygin, hefur alltaf verið maður alvörugef- inn, og einkennzt af sam anbitnum vörum. Sagt er, að hann hafi ekki lært að brosa fyrr en ár- Alexei Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna. Samúð með Dubcek hefur reynzt honum dýr. ið 1964, þegar hann fékk loks nýtízkulegan tann- garð. Áður hafði hann haft uppi i sér tanngarð úr ryðfríu stáii, segíi’ sagan. □ Kosygin hefur þó ekki haft rnargar á- stæður til að sýna sitt sjaldséða bros síðustu ár. Nú er hann talinn fallvaltur í meira lagi í valdastóli sínum. Kosy- gin er persónulega kennt um margt það. sem aflaga hefur farið í efnahagsmálum Sovét- ríkjanna, og hann var talinn veikgeðja í Tékkó slóvakíumálinu, þar sem harka Bresnjevs flokks- leiðtoga markaði stefn- una. Sjúkur maður Auk þess varð Kosygin fyrir miklu áfarlli í einkalífi, þegar hann missti konu sína fyrir þremur árum. Hann hefur ekki borið sitt barr síöan. Heilsu hans hefur hrakað. Hann hefur í raun verið sjúkur um hrið, og óberandi fjarvera hans við ým- is tækifæri nú I vor er talin stafa af líkamlegum sjúkleika hans, jafnt sem „pólitískum veikindum". Kosygin hefur vilj- að halda áfram þeirri stefnu í efnahagsmálum, sem hafin var í tlð Krustjevs, og auka frjáls- ræði fólks. Á því sviöi hefur hann beðið hnekki. Valdhafar Sovétríkjanna telja sig ekki hafa efni á þvi nú, í miðjum deilunum við Kínverja, að gefa frekarí höggstað á sér og örva Mao formann í ákærum um svik við kreddustefnu Marx-Lenín- ismans. Opinberlega hefur verið frá því skýrt, að Kosygin þjáist af lifrarsjúkdóm, og flestir telja, aö hann muni hætta störfum innan skamms. Vildi bera klæði á vopnin Kosygin er nú 66 ára. Sól hans reis, þegar Krustjev féll úr sessi árið 1964. „Þrístimi“ var myndað í Sovétríkjunum, Kosygin varð fonsætisráðherra, Bresnjev - flokksformaður og Fodgorny forseti. Af þeim varð Bresnjev strax öflugastur, enda felur formennska í kommúnista- riokknuni f öllum kommúnista- ríkjum i sér meiri völfl en sér- nver önnur staða. Kosygin varð híns vegar æðsti maður efnahagsmála. Hann lét einnig mikíð til sín taka í utan- rikismálum, bar sáttaorð milli Indverja og Pakistana, er þeir háðit stríð heimsótti Bandaríkin og Kína. Hann knýttj persónu- leg bönd viö Johrwon Banda- ríkjaforseta og Erlander forsæt isráðherra Svíþjóðar. Engínn efi var, að nann vildi bera klæði á vopniri i deilum stórveldanna. Sovétríkin ög Bandaríkin náðu sarnkomulag; um bann við frek- ari dreifingu kjamavopna og byrjuðu þær viðræður um tak- mörkun atómvígbúnaðar, sem enn standa yfir. Vinsamlegur Dubcek í valdastreitunni f Moskvu varö Kosygin á skyssa; þegar hann hikaði við að knésetja Dubcek, leiðtoga Tékkóslóvakíu, sem barðist fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar undan Sovétríkj- unum. Að ýmsu leyti var Kosy- gin á sama báti og Dubcek. Einnig hann vildi auka frjáls- ræði í landi síhu. Frá sjónarhóli heimsveldisins var þetta skyssa, og líklega verður Kosygin ekki fyrirgefið. Sovétríkin þurfa ekki að kvarta yfir árangri innrásarinn- ar í Tékkóslóvakíu, fremwr en þeir þurfa að sýta hernaðaraö- gerðirnar í Ungverjalandi árið 1956. I Tékkóslóvakíu hafa um- boösmenn Sovétríkjanna tekið öll völd, og smám saman er andófsmönnum ýtt út í yztu myrkur. Ekkert er líklegra en innan skamms verði títið um Tékkóslóvakíu rætt. Athygli manna mun beinast að öðrum efnum og öðrum heimshlutum. Menn eru fljótir að gleyma i pólitíkinni. Kennt um mistök á framleiðslu Flestir munu telja, að Sovét- ríkin mundu hagnast af auknu frjálsræði f efnahagsmálum, þar sem framtak einstaklingsins fengi að njóta sín í ríkara mæli. Kosygin heldur þvi einnigfram, að mistökin í framieiðslunni hafi stafað af því, að stefna hans fékk ekki að njóta sín, Andstæðingar hans munu hins vegar benda á hann sem söku dólginn og segja, að hann hafi ráðið stefnunni og honum hafi mistekizt. Hagvöxtur er hinn minnsti á friðartímum. Kjöt- framleiðslan 40% og eggfram- leiðslan 44% undir áætlun, og svo er um flestar landbúnaðar- vörur, grundfallarframl. Sov- étríkjanna. Skammt er liðiö, sfð an Khrustiev boðaði. að Sovét- ríkin rhundu „grafa“ auðvelds- ríkin í krafti yfirburða um fram leiðslu. Þessa setningu Krustj- evs muna menn jafnt austan tjalds og vestan. Rússneski forsætisráðherrann hefur því ekki mörg tilefni til að brosa, og munu vestrænir menn óska, að þau tilefni væru fleiri. ) i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.