Vísir - 11.07.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 11.07.1970, Blaðsíða 2
Að kyssa Britt Ekland Söngteona ein, brezk, er nefndjj Dána. er oft látin syngja íií íslenzka útvarpið, svo eflaustp kannast margir við hana. Danad sigraði nýlega í Eurovision söng- keppninni, en söngkeppni þess-íj ari stjómaöi skólastjóri einn fyrr^ verandi, Tony Johnston. John-(' ston þessi var þá einnig umboðsí maður Dönu, en eftir keppnina' gerði Dana sér lítið fyrir og rak^ Johnston. Johnston varð auðvitað voða lega særður, en svo fór hann að1 litast um eftir nýrri söngstelpu^ til að koma á framfæri. Og nú er sú fundin. Hún heitir Anna Boyle og er 17 ára vélritunar- stúlka frá London. „í þetta skipti er samningurinn minn 1 lagi' segir Johnston, „því þó ég hafi æft og haft umboð fyrir Dönu í þrjú og hálft ár, þá var samn- ingurinn aðeins munnlegur. Ég hef lært mína lexíu“ segir hann „samningur minn við Önnu er til fimm ára, en er uppsegjanlegur eftir þrjú ár. Allt skrautritað á pappír. Þegar Dana yfirgaf mig hringdi eða skrifaði mér mikill fjöldi stúlkna sem vildu fá mig,_ til að vera þjálfari þeirra og um$ boðsmaöur. En ég hafði þá ekki ákveðið að halda áfram í faginu, þar sem ég hafði ákveöið að skrifa kennslubók fyrir kennara. Svo hringdi pabbi Önnu í mig og sagðist hafa verið áð hugsa um að hringja mig lengi, Önnu vegna. Ég hlustaði á hana einu sinni. Síðan lét ég hana æfa nokkra söngva eftir mig og síðan syngja þá .Þá ákvað ég að taka Önnu að mér. Þaö kemur plata út með henni í haust." Og Johnston er greinilega at- orkumaður. Þó hann hafi hættli við að skrifa kennslubók fyrir'' kennara, þá er hann ekki alveg hættur við að fást svo lítið við ritstörf. Hann ætlar nefnilega að skrifa bók um skemmtiiðnaðinn:?) „Hún fjallar sem sagt um spenni) una sem fylgir því að vera í sviðs ,>t Ijósinu og koma fram opinber-r; lega. Sömuleiöis fjallar hún um(j baknagið sem maður verður að þola — starfsins vegna“, segir umboðsmaður Önnu. (S □□□□□□□□□□ Frá París voru að berast fréttir um þá rithöfunda er mest eru þýddir á erlendar tungur. Enn sem fyrr er Lenín í efsta sæti, næstur á undan Shakespeare, Simenon og Jules Veme, eða svo segir f skýrslu frá UNESCO-skrif stofunni í París. Hinir kommúnísku kennimenn, Karl Marx og Fredrich Engels era einnig á góðum stað á vin- sældalistanum. Þeir era á milli pólitískra samherja, en Mao for maður er dottin niður fyrir Che Guevara á listanum. Þessi náungi er raunverulega að kyssa varir þeirrar fögru leik konu, Britt Ekland. Reyndar kyss ir hann aðeins varir hennar, eins og sjá má, þ.e.a.s. eftirlíkingar sem hann hefur gert af vöram hennar. Þetta er John Cutter, 35 ára myndlistarmaður, sem kveðst J hafa mikinn áhuga á vörum fólks. „Ég hef það á tilfinningunni að ég komist á blað í listasög- unni“, segir hann, „sem skúlptúr istinn sem uppgötvaði munninn." John gerir varir þessar af bronsi, áli, plasti og gúmmí, Britt Ekland-varimar sem eru ætlaðar til að kyssa eru úr gúmmíi“, seg ir listamaðurinn, „þær era með mjúku undirlagi, þannig að koss inn verði sem raunveralegastur. „Mikið af listaverkum mínum eru til þess gerð að á þeim sé tekið, þreifað, engu síður en að horft sé á þau. Þannig eru varir sem kyssa má eðlilegt þrep í þróuninni. Svo eiga menn bara aö loka augunum og ímynda sér að þeir séu að kyssa Britt Ek- land.“ Þetta virðist fyrirtak — þ.e.a.s. fyrir þá sem hafa veralega sterkt ímyndunarafl. s „s;læpamenn44 F rakka Eflaust munu þeir er leið sína leggja til Parísar á næstunni ekki komast hjá því að verða varir viö að þar í borg er nú verið að sýna kvikmynd er heitir „Bors- alino“. Jafnvel veröur ekki hægt að komast hjá því að heyra eitt- hvað um þessa kvikmynd, þó menn stfgi naumast fæti sínum inn í kvikmyndahús að jafnaði. Téð kvikmynd er heitin eftir frægri karlmannahattategund ítalskri, sem varð sérlega vinsæl á fjórða áratugnum meðal evr- ópskra glæpamanna. Kvikmyndin „Brosalino" er meira auglýst en nokkur önnur mynd hefur verið. Risastór aug- lýsingaspjöld hafa verið hengd upp í borginni, stærri en þar hafa áður sést. Og svo spillir það auð vitað ekki áhuga manna, að í myndinni leika tveir vinsælustu leikarar Frakka: Belmondo og Delon. Þeir bera auðvitað barða- stóra Borsalino-hatta myndina í gegn. Frakkar sækja til jafnaðar mik ið kvikmyndahús, og eru hvers konar spenningsmyndir, glæpa- myndir eða lögreglumyndir mjög vinsælar meðal þeirra. Ein er sú kvikmynd er mikilla vinsælda hefur notið, jafnt innan Frakklands sem utan, það er „Le clan des Siciliens"- með þeim Alain Delon og Jean Gabin f að- alhlutverkum, það er hlutverk- um hinna sikileysku glæpamanna en Lino Ventura leikur lang- þreyttan lögregluforingja í sömu mynd. Á myndinni hér að ofan eru „glæpamennimir", Delon og Gabin með byssur sfnar. Þessir kappar eru nánast þjóðhetjur f Frakklandi. ................................................................................ ■ ....................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... s ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.