Vísir - 11.07.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 11.07.1970, Blaðsíða 13
SUMARLEYFIÐ: VÍSIR . Laugardagur 11. júlí 1970. • • Onnur farar- tæki til en einkabíllinn — fargjald til ýmissa staba með flugvélum, áætlunarbilum og skipi Útlendingarnir nota sér áætlunarbílana mikið — einnig en þá meira í hópferðir. TTm ýmis farartæki er að ræöa þegar farið er í sumarfriið. í gær var fjallað um einkabíl- inn en önnur farartæki sem mest eru notuð eru flugvélar og áætlunarbflar. Nú verður ferð- mn með þeim farartækjum gerð dáiítil skil. AHir vita hvaða kosti það hef «r { för með sér að ferðast með flugvél. Fyrst og fremst fylgir sá kostur flugferðum, að hægt er að komast fljótt á ákvörðun- arstað. Margir munu taka sér far með flugvél í sumarleyfi, þegar þeir aetla að dvelja á á- kveðnum staö í einhvem tíma, einnig þeir, sem em tímabundn ir og hafa ekkj nema fáa daga til umráða. Fjölskyidusiðan hringdi f Flug félag fslands og fékk upplýsing ar um fargjöld á helztu staði innanlands. Fyrst skal bent á fjölskylduaf siáttinn, sem flugfélagið veitir. Þennan afslátt fá hjón með böm eða án barna og foreldri með börn. Skilyrðin eru, að fjölskyld an leggi samtímfs af stað í ferða lagið en hins vegar er það ekki bundið skilyrðum. að allir komi til baka á sama tíma. Fjölskyldu afslátturinn gildir fyrir þriggja vikna tímabil í einu. Börn í fjöl skyldunni þurfa að vera innan við 18 ára aldur og á framfæri foreldra til að fá afsláttinn. Afsláttur fyrir unglinga og eldra fólk Afslátturinn er þannig, að for svarsmaður fjölskyldunnar greiðir fullt fargjald (þegar um hjón er að ræða greiðir eigin- maðurinn fullt fargjald, eigin- konan hálft fargjald) fyrir ungl inga nemur afslátturinn helm- ingi af heilu fargjaldi og hið sama er að segja fyrir börn á aldrinum 2 — 12 ára. Flugfar til ísafjarðar báðar leiðir kostar 2660 kr. án afslátt ar fyrir fullorðna, fyrir 2—12 ára 1330 kr. báðar leiðir og fyrir 12—18 ára 2000 krónur báöar leiðir. Þetta er sérstakt unglinga fargjald og sama afslátt fá einn ig þeir, sem eru 67 ára og eldri sem á öðrum flugleiðum. Fargjaldið til Akureyrar er 2860 krónur báðar leiðir, fyrir unglinga og eldra fólk 2150 krónur og fyrir börn 1430 krón- ur. Til. Egiisstaða 3900 kr. báðar leiðir 2920 fyrir unglinga og eldra fólk og 1950 fyrir böm. Til Hafnar í Hornafirði 3440 kr,. 2580 fyrir unglinga og eldra fólk og 1720 fyrir börn. Til Fagurhólsmýrar er far- gjaldið 2940 kr. fýrir fullorðna báðar leiðir. Flogið er daglega til Akureyr ar, Isafjarðar og Egilsstaða. Til Hafnar í Hornafirði þriðjudaga laugardaga og sunnudaga. Til Fagurhólsmýrar fimmtudaga og ’sunnudaga. Á öllum þessum stöðum getur ferðafólkið fengið far með áætl unarbíl, ef það heldur ferðinni áfram. íslendingar geta eins ferðazt með áætlunar- bílunum og útlendingar Áætlunarbilamir hafa minna verið notaðir af íslendingum eft ir að bílaeign landsmanna jókst en með þeim er hægt að fara á flesta staða og hafa útlending ar notfært sér það. Þeir eru ó- dýrari en flugið en það tekur lengri tíma að ferðast með þeim. Hjá umferðarmiðstöðinni feng- um við þær upplýsingar, að þéss sé óskað að farmiðar séu pantað ir degi áður en farið er af stað í síðasta lagi. Norðurleið fer til Akureyrar og kostar farið 835 krónur aðra ieiðina en 1400 fram og tii baka. Böm innan 12 ára aldurs borga hálft fargjald. Ferðin tekur um 10 kist. og farið er frá Um- ferðarmiðstöðinni alla daga klukkan átta að morgni. Einn ig eru næturferöir kiukkan tíu að kvöldi frá Reykjavík, og eru þær mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Ef ferðafólkið ætlar lengra austur á bóginn frá Akur eyri tekur það annan áætlimar bíl þaðan. Með Norðurleið er einnig hægt að fara styttri ferðir og kostar td. fargjaldið til Bifrast ar í Borgarfirði 280 krónur aðra leiðina. Til Isafjarðar er farið frá lím- ferðarmiðstöðinni á mánudögum og fimmtudögum klukkan átta að morgni og kostar farið aðra ieiðina 1000 knónur. Austurleið sér um ferðir á Suðurlandsundir lendinu og er farið til fjölmargra srtaða. Lengst er farið austur að Fossi á Síðu en þangað er um hálftima akstur frá Kirkjubæjar klaustri. Farið til Kirkjubæjar- kiausturs kostar 525 krónur aðra leiðina en 925 krónur báð ar leiðir. Austurleið veitir afslátt á ferð um. sem fárnar em fram og til baká, ferðir era ókeypið fyrir böm innan 4 áca aldurs, 4—7 ára börn borga þrjá fjórðu úr fargjaldi en 8—11 ára böm helmings fargjald. Með því að kynna sér vel ferð ir og 'hvemig þær tengjast ætti að vera hægt að ferðast tiltölu lega ódýrt um byggðir með áætl unarbílum ef enginn einkabfll- inn er. Ef einhver vill fara bluta af ferðinni sjóleiðis er nærtækast að taka Akraborgina, en far- gjald með henni er 180 kr. aðta leiðina, 335 kr. báðar leiðir fyr- ir fullorðna en helmings aflslátt ur er veittur fyrir böm innan 12 ára aldurs. Ef bfllinn er tek- inn með kostar fyrir bann 150 kr. aðra leiðina. Á Akranesi sér Bifreiðastöðin um ferðir í veg fyrir áætlunarbfla td. á leið upp f Borgarfjörð. Akraborgin fer þrisvar á dág tfl Akaness. —SB Flugvélar eru fijótastar í ferðum af farartækjunum. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR verfcur lokað mánudaginn 13. júlí 1970 vegna sumarleyfisferðar starfsfólksins. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. STIMPLAGERD FÉLAGSPRENTSMIDJUNNAR Spariskírteini ríkissjóðs Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið viðhótar- útgáfu spariskírteinaláns ríkissjóðs í 1. fl. 1970. Hefst sala skírteinanna n.k. miðviku- dag 15. þ.m. Nýir útboðs- og söluskilmálar liggja frammi hjá venjulegum söluaðilöm. Reykjavik, W. jGS 1970. SEÐLABANKI ÍSLANDS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.