Vísir - 11.07.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 11.07.1970, Blaðsíða 5
VÍSIR . Laugardagur 11. júlí 1970. á nótunum Pop i algleymingi hjá SG-hljómplötum: Flosi á markaðinn í dag, Óðmenn með tvö lög úr ,Öla' á stereo-plötu í ágúst — tveggja laga plata með Tóturum i lok ágúst J dag kom í hljómplötuverzlan ir hin mjög svo umtalaða plata með leikaranum og háð- fuglínum Fiosa Ólafssyni. Und- irleikurinn er ekki aldeilis af verra taginu því það eru hinir dágóðu Pops, sem vinna þann hluta plötunnar, en sá undir- leikur var einmitt tekinn upp er hljómsveitin var hvað sam- æfðust og á hraöri uppleið — bæöi hvað snertir gæði og vin- sældir. Sían hafa átt sér stað breyt- ingar innan hljómsveitarinnar, en ég hef ekki haft tækifæri til að hlusta á Pops eins og þeir eru skipaðir í dag. Það er reyndar sér kapituli, sem ég mun víkja að hér síðar í þættinum. Lögin sem Flosi syngur eru ,,Ljúfa líf“ og „Það er svo geggj að að geta hneggjaó." Þaö kannast sennilega margir við þessi lög úr áramótaþáttum Flosa í sjónvarpinu. Útsetning- arnar eru algerlega verk pilt- anna í Pops. Umrædd plata verður kynnt í dag í útvarpsþættinum „Á nót um æskunnar", og ef mér berzt platan tímanlega, verður hún „tekin fyrir“ í næsta þætti af „Með á nótunum“ n.k. laugar- dag. Þaö eru SG-hljómplötur sem ■ standa- aö þessari framleiðslu. Næstu tvær plötur frá þeirri útgáfu eru einnig ætlaðar pop- markaðnum og eru hvoru tveggja tveggja laga plötur. Sú fyrri kemur út í byrjun ágúst, en þar eru Tatarar á ferð og það sem þeir hafa þar fram að færa er algerlega eftir þá sjálfa, bæði lög og textar. Fyrra lagið ber heitið: „Gljúfurbarn" og síð ara lagið „Fimmta boðorðiö", og er þaö bassaleikari hljömsveitar innar, Jón Ólafsson, sem annast sönginn. Flosi Olafsson syngur af innlifun. J^æsta SG-plata verður á boö stólum seinni partinn í ágúst, þar eru Óömenn á ferð. Titillagið er eftir Jóhann G. Jó- hannsson og textinn einnig, og nefnir hann það „Bróðir". Síö- ara lagið og textinn er eftir hinn fingralipra gítarista, Finn Stef- ánsson, og hefur lag hans hlotið nafniö „Friður.“ Það má telja öruggt aö plata þessi muni vekja mikla athygli, . og ekki sízt fvrir þaö, að bæði lögin eru úr pop-leiknum Óla, sem vakið hefur mikla athygli og hlotið hliöholla dóma gagn- rýnenda, en sem kunnugt er, er öll tónlistin í leiknum eftir Óðmenn. Plata þessi var hljóð- rituö í Bretlandi og er í stereo. Þá má geta þess, að lögð hafa verið drog.aö útgáfu L.P.-plötu með Óðmönnum, þar sem þeir munu að öllum líkindum leika öll helztu lögin úr Óla. — í næsta þætti veröur skýrt frá því, hvaö Fálkinn hefur fram að færa af íslenzkum plötum á næstunni. íJóiws hefur tíl 3ja ára Tjað er kunnara en frá þurfi 1 að segja að Jónas Jóns- son hefur yfirgefið sviðsljósið, — að sinni, en mun í þess staö taka sér stöðu við búðarboröið i nánustu framtíð, í herrafata- verzlun hér i borg. Mörgum aðdáenda Jónasar kann að þykja það heldur súrt í brotí að heyra ekki meira frá honum, en það er með öliu ó- þarfi að óttast það að kappinn sé þagnaður fyrir fullt og allt, þvi hann hefur gert þriggja ára samning við Tónaútgáfuna. — „Þessj samningur kom til tals áður en mér bauðst það ■ starf, sem varð til þess að ég ákvaö aö hætta öllum hljóm- sveitar„bissnes“, sagði Jónas. Þar eð þetta tiiboð var mið að við mig einan með brezkum undirleik, en ekki Náttúru, taldi ég ekki koma til greina að taka því. En þegar málin þróuðust á þá leið að ég ákvað að hætta í Náttúru, þótti mér vissulega ástæöa til að endurskoöa af- Frá upptöku Náttúru-plötunnar, sem aldrei verður sett á markaöinn. stöðu mína. Reyndar voru til- boðin tvö, en ég ákvað að taka boði Tónaútgáfunnar, og hef undirritað þriggja ára samning við þá útgáfu. Þetta er ákaflega frjáls samn- ingur, sem gerir ekki ráð fyrir neinum vissum fjölda af hljóm- . plöturp, það fer fyrst og fremst eftir því hvernig sú fyrsta gengur — Er nú þegar farið að vinna að henni? „Eins og áður hefur komið fram er hér um að ræða til- búinn undirleik frá Bretlandi, þegar ég kom að utan frá Lon- don var strax farið ofan í út- varp, þar sem ég átti að syngja inn á segúlband bæði lögin. Þegar á reyndi þótti mér annaö lagið ekki falla nægilega vel fyr ir mína rödd; svo að ég sleppti því þannig að í dag standa málin þannig, að eitt lag er fullunnið á þessa væntanlegu tveggja laga plötu. Það lag, sem ég var ekki ánægður með, fékk svo annar söngvari til afnota, en ég fékk að velja mér lag sem ég vona aö henti mér betur, en undirleikur þess lags er rétt ókominn til landsins. Mér þótti ákaflega ánægjulegt að gera þennan samning því það va^r aldrei meiningin að segja al- gjörlega. skilið við poppið, þó svo að ég vildi ekki binda mig við einhverja ákveðna hljóm- sveit, en þessi hljómplötusamn ingur gerir mér kleift að fara milliveginn. ' — Þú syngur lag með Nátt- úru á Festival-plötunni marg umtöluðu. Jónas er ekki aldeilis horfinn af sjónarsviðinu. — Það var upphaflega ætl- unin að Náttúra yröi með lag á þessarj plötu, en við vorum væg ast sagt mjög óánægðir meö það, sem kom út úr þeirri upp- töku, og vildum ekki undir nein um kringumstæðum láta það á plötu, svo það var gripið til þess ráðs að fá brezkan undirleik, sem ég síðan söng inn á. En þá var þegar búið aö prenta nafn Náttúru á plötuum slagið, svo því var ekki breytt, en það verður allavega það fyrsta, sem heyrist frá mér á hljómplötu eftir að ég hætti með Flowers sælla minninga" ... — Hafa málin eitthvað skýrstst i sambandi við tveggja laga plöt una með Náttúru, sem byrjað var aö taka upp áður en þú hættir? — „Ég held að þaö sé nokkurn veginn á hreinu, aó.sú plata kemur ekkj á markaðinn. En það er ekki mitt að ákveða það, heldur strákanna í Náttúru. Hins vegar þykir mér það mjög miöur farið að ekki skyldi tak ast að láta upptökuna ganga hratt og eðlilega fyrir sig. Ef svo heföi verið, væri platan Iöngu komin á markaðinn, og maður búinn að sjá einhvem árangur af þeirri vinnu, sem við' lögðum í upptökuna á þess um tveim lögum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.