Vísir - 11.07.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 11.07.1970, Blaðsíða 16
* > Leugardagur 11. júlí 1970. Mótið styttist um einn dag Vonzkuveður olll heilmiklum usla á hestamannamótinu á Þinfi- völlum. Á föstudagsnóttina rauk veðurhæóin upp rétt um miðnætt ið og varð' ekki við neitt ráðið. Mikill kuldj var og gránaði jörð. Nokkur tjöld fuku og eitthvað af fólki gafst upp við að dveija þama yfir helgina og hélt til Reykjavikur. Setningu mótsins vgr frestað til dagsins í dag laugardag vegna hins válega slyss er varð á Þingvöllum. Reynt verður að ljúka mótinu á sunnudag og því nóg að gera bæði i dag og á morgun. — GG Söknuður minn verður djúpur // // — sagði forsætisráðherra Dana — mikill fjölcfi samúbarskeyta barst i gær íslenzku þjóðinni barst í gær mikill fjöldi samúðar skeyta frá þjóðhöfðingjum, ríkis- stjórnum og einstaklingum um víða veröld vegna hins hörmulega fráfalls forsætis- ráðherrahjónanna og dóttur- sonar þeirra. Skeytin hafa borizt til forseta íslands, til forsætisráðuneytisins, dóms- málaráðuneytisins, utanríkis ráðuneytisins og eflaust á ýms aðra staði. Ekki voru tök á því að taka saman all an fjöldann i gær, enda má búast við mörgum skeytum yfir helgina. Hið sviplega fráfall forsætis- ráðherrans hefur vakið mikla athygli eriendis. I viðtali við danska fjölmiðla sagði Hilmar Baunsgaard' ,forsætisráðherra Dana m. a. eftirfarandi um sinn látna starfsbróður: „I Danmörku höfum við tekið við fregninni um dauða Bjarna Benediktssonar, forsætisráö- herra, konu hans og barnabarns með mikilli sorg. Með þessu slysi hefur Island ekki aðeins misst mikinn mann, heldur einn ig óvenjulega reyndan og mikils metinn stjórnmáiamann." — „Fráfail hans mun skilja eftir sig mikinn söknuö á íslandi. Bjarna Benediktssonar mun einnig verða saknað hér i D?n- mörku. Við höfum kynnzt hon- um sem tryggum og jákvæðum vini. Hin jákvæðu viðhorf, sem Bjarni Benediktsson haföi í sam skiptum landa okkar beggja, komu einnig ljóslega fram, þeg ar hann kom fram fyrir b£' id lands síns í norrænni samvinnu. í viðræðum undanfarinna ára um auknari og styrkari sam- vinnu kynntist ég Bjarna Bene- diktssyni og lærði að meta hann sem stjórnmálamann og mann. Söknuður minn veröur djúp- ur.“ Forsætisráðherrar hinna Norð- urlandanna gáfu frá sér svipað- ar yfirlýsingar. Sérstaklega tók Per Borten sterkt til orða, hafði hann mikil samskipti við Bjarna Benediktsson. — VJ Á annað hundrað hljóðfæra- leikarar á sumarhátíðinni i Húsafellsskógi — sem haldin verður um Verzlunarmannahelgina Nú þegar er hafinn undirbún- ingur að sumarhátíðinni sem haldinn verður í Húsafellsskógi um næstu verzlunarmannahelgi, en hátíðina í fyrra sóttu rúm- lega tuttugu þúsund manns. Verður hátíðarsvæðið opnað klukkan 14, föstudaginn 31. júlí, en hátíðarslit fara fram á sunnudagsnóttinni. Heiðursgest Áfengissalci hefisr nukizt um 17,7% Áfengissalan í april, maí og júní jókst um 17,71% í krónutölu miö- að við sama tíma i fyrra. Samtals var á tímabilinu selt áfengi fyrir 202 milljónir 962.484,50 kr. en á sama tíma í fyrra fyrir 172.421. 604,00 kr . Mest var salan í Reykjavík, eða 152.106.179,50 kr. Á Akureyri var selt fyrir rúmar 17 milljónir króna, ; en tæpar 12 milijónir í Keflavík , og tæpar 10 milljónir i Vestmanna- ; eyjum. Salan jókst mjög á öllum þessum stöðum. Isfirðingar keyptu ‘ vín fyrir tæpar 5 milljónir, Seyð- 1 firðingar fyrir 4,2 milljónir og ■ Siglfirðingar fyrir 2,8 milljónir • króna. ur hátíðarinnar verður að þessu sinni Ásgeir Ásgeirsson, fyrr- um forseti fslands. Hefst dagskrá mótsins strax á föstudagskvöldinu, en þá verður dansað á tveim pöllum og tvær j vinsælustu hljómsveitir landsins um þessar mundir, Trúbrot og Nátt úra leika þar fyrir dansi. Keppt verður í fþróttum og hljóð færaleik, kynnisferðir verða farn ar um Borgarfjöfðih, sérstakar skemmtidagskrár fluttar af mörg um okkar þekktustu grínistum þjóðlagaflytjendum, dönsurum og táningahljómsveitum, en þeir síðast nefndu munu einnig sjá til þess, að iáta dansinn duna langt fram ytfir miðnætti, en kvölddagskrán- um mun svo ljúka bæði kvöldin með varðelda og flugeldasýningum Hvorki meira né minna en átta hljómsveitir munu sjá um fram- leiðslu danshljómlistarinnar eða alls á annað hundrað spilarar. j Eru hljómsveitirnar Trú'brot, Nátt- I úra Úðmenn, Trix, Ævintýri, Gaut j ar og hljómsveit Ingimars Eydals, j sem sjá munu til þess. Þá mun og j fara fram á hátíðinni keppni meöál j yngrj hljómsveita í hljómlistarheim inum um titilinn „Táningahljóm- sveit ársins 1970“, og fær sú hljóm ' sveit sem kosningu hlýtur 20000 krónur að launum. — ÞJM Guðmundur Jónsson ásamt Graham Page-bíl sínum, — konan elskar hann meira en mig, sagði Guðmundur. Liðlega fertug bifreið — Graham Page, ekinn 836 þús. km. 0 Bílainnflutningur er gífur- legur þessa dagana. Hver sem betur getur reynir að fá sér nýjan bíl og mikiö fjör er í verzlun með notaða bila. Þó er einn maður sem ekki hrífst með i þessari aimennu biladellu, það er maðurinn sem átt hefur sama bílinn í 37 ár og allan þann tíma hefur honum ekki fundizt. nýju árgerðirnar svo merkilegar, að það tækí því að selja þann gamla og fara að aka nýrri árgerð. Einn elzti bíll á landinu er liðl ega fertugur orðinn, eöa 41 árs. Hann er af geröinn; Grahapn Page og var fluttur til landsins árið 1929. Núverandi eigandi er Guðmundur Jónsson, bifvéla virki, og keypti hann bílinn ár- ið 1933. Þá var bíllinn aðeins 4 ára, en ekinn um 80 þús, km. Hann var þá í fremur bágbornu ástandi a.m.k. miðað við það sem hann er núna, og smíðaði Guðmundur þá á hann nýjar aur hlífar og dyttaði sitthvað fleira að honum. Núna hefur bílnum verið ekið 836 þús. km og er í honum 1953 árg. af Dodge vél. „Vélin er ekki nema um 115 hestöfl“, segir Guðmundur, „mér finnst hann heldur afllít- ill og hef hug á að skipta og fá mér stærr; vél.“ Hvað geturðu keyrt hann hratt? spyrjum við eins og gæj arnir. „Hef þanið hann í 150 km og þá gaf ég honum heldur betur en þá priónaði hann að framan" segir .. Guðmundur, „það er örugglega hægt að aka honum í 160 eða meira.“ Guðmundur er ferðalangur mikill og fer allt á- Graham gamla, „ég kemst á honum allt það sem jeppar fara“, segir hann og strýkur rykkorn af aurhlff inni. „Núna er ég nýbúinn að mála hann. Hann er núna í sín um upphaflegu litum, dökk- brúnn og ijðsbrúnn." Að svo mæltu sezt Guðmundur undir stýri og gefur þeim gamla hraustlega inn, og við horfum andaktugir á „tryllitækið“ hans Guðmundar, sem þeir hafa boð ifi honum hálfa milljón í. Grah- am Page er ekki til sölu fyrir svo fvrirlitlesa upphæð. —-GG Millilandaflug aldar- fjórðungsgamalt • Réttur aldarfjórðungur er i dag frá fyrsta flugi íslend- inga með póst og farþega milli landa. Var það Katalína flugbát ur Flugfélags fslands sem flaug þessa fyrstu ferð héðan úr Skerjafirðinum og til Skotlands. Var þetta eina flugvél lands- manna, sem hafðí nægilegt flug þol til flugs milli landa. Tók undirbúningur ferðarinn- ar langan tíma. enda st.yrjaldar ástand og leyfi þurfti til flugs ins frá mörgum aðilum. Fékkst leyfið aö lokum og fjór»M- farþeg ar voru skráðir í þessa fyrstu ferð en áhöfnin var fjórir meiw, auk tveggja Breta. Flusstjðrí var Jóhannes R Snorrason. Lent var í Glasgow eftir 6 klst. og 4 mínútna flug, en sem kunnugt er er þessi flugleið í dag flogin á 1V2 tíma. —ÞS i Flugbátur Flugfélags Islands, TF-ISP var ein fyrsta farþegaflugvél erlend, sem lenti I Kaup- mannahöfn eftir stríð. Þýzkir starfsmenn flugbátahafnarinnar voru ennþá við störf undir eft- i irliti og stjórn Bandamanna. Hér ferja tveir Þjóðverjanna þá Jóhannes R. Snorrason flugstjóra og Jóhann Gíslason loftskeytamann út í flugbát inn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.