Vísir - 12.08.1970, Síða 5
VÍSIR . Miðvikudagur 12. ágúst 1970.
1
Skoraði mörk á Melaveliimim fyrir 48
árum, en selur ná íslenzkum plustpínur
Það var mikið um að
vera á Melavellinum
sumarið 1922 — og í
fimm kvöld þyrptust
Reykvíkingar á völlinn
— skozkir knattspyrnu-
m«nn frá Civil Service
Strollers í Edinborg
voru í heimsókn og það
var í annað sinn, sem er-
lendur knattspyrnu-
flokkur gisti ísland. Og
nú var eitthvað að sjá,
McAlpine með plaströrin.
leikmenn frá einni af há-
borgum brezkrar knatt-
spýrnu frá sjálfu móður-
landi íþróttarinnar, Bret
landseyjum. - Athyglin
dróst ósjálfrátt einna
mest að hægri innherja
liðsins, lánsmanni frá
Queens Park í Glasgow,
frægasta áhugamanna-
liöi heims, því oftast
sendi hann knöttinn í
mark heimamanna og
var að auki höfðinu
hærri en flestir aðrir í
skozka liðinu.
Og nú á niánudagskvöldið
hittum við þennan hávaxna inn-
herja Civil Service Strollers,
James B. McAlpine, á Hótel
Borg, en hann er nú kominn
aftur í heimsókn til Islands á-
samt norskri eiginkonu sinni og
fáir myndu trúa því, að þaö séu
48 ár liðin síöan hann lék listir
sínar á Melavellinum gamla —
maður gæti frekar haldið, að
hann hefði lagt skóna á hilluna
í fyrra. En þarna var sem sagt
McAlpine sem eitt sinn var
ógnvaldur íslenzkra markvarða,
en er nú kominn í friðsamari
erindagjörðum — sem sagt, að
selja fslenzkum plastpípur og
fleira viðkomandi pípulagning-
um gn hann rekur þrjár verk-
smiðjur í Skotlandi og þær selja
framleiðslu sína til flestra landa
heims. Og þegar maður sér píp-
umar undrast maöur — að vísu
fáfróður í kynjaskógi pípulagna
—.að þær skuli ekki fyrir löngu
hafa mtt sér til rúms hér á
landi.
— Já, það var gaman að
koma til Reykjavíkur 1922, og
ennþá eru atvik úr leikjunum á
Melavellinum mér minnisstæð
Áhorfendur voru alveg við hlið
arlínurnar og hvöttu sina menn
mjög — einkum í síðari leikjun-
um — því þeir vildu sjá fs-
lenzk mörk. En þeim varð ekki
að ósk sinni, það næsta var
hörkuskot i þverslá — en 28
sinnum fór knötturinn í markið
í leikjunum fimm hjá íslenzku
markvörðunum. En við vorum
líka með gott lið, og nokkrir
lánsmenn auk mín frá Queens
Park. Það voru nokkrir ágætir
leikmenn í íslenzku liðunum —
en Thorsteinsson (Friðþjófur)
bar þó af. Hann heimsótti mig
síðar í Glasgow -— er hann á lífi
ennþá? og McAlpine varð hrygg
ur á svip, þegar við sögðum
honum, að Friðþjófur — þessi
Albert ísl. knattspyrnu eftir
fyrri heimsstyrjöldina — heföi
látizt fyrir nokkrum árum.
Lékst þú alla tíð með Queens
Park?
- Já, ég lék frá 1919 til 1934
með félaginu — en gerðist
aldrei atvinnumaður þótt bæði
stóru Glasgow-félögin, Celtic og
Rangers, væru á höttunum eftir
mér. En fjölskyldufyrirtækið,
þar sem ég er nú forstjóri, var
þyngra á metunum. Ég lék
nokkra landsleikj með áhuga-
mannaliði Skotlands — hinn
síðasti var í Kaupmannahöfn
1934 — og auk þess var ég
nokkrum sinnum valinn í úrvals-
lið skozku deildarinnar, þótt ég
eigi reyndar að teljast Englend-
ingur, þar sem ég er fæddur í
London, þótt foreldrar mínir
hafi verið skozkir.
Og þú hefur alla tið starfað
fyrir Queens Park?
— Já, Queens Park hefur alla
tið verið mitt annað Wf. Ég var
forseti félagsins í áratug og er
nú í f ramkvæmdanefndinni,
sem sér um Hampden Park, sem
McAlpine-hjónin. (Ljósmynd Bjarnleifur.)
Celtic vann Rangers
Chelsea kaupir nýja i
3-1 og
markmann
• Celtic og Rangers léku til úrslita
;í bikarkeppni Glasgow-borgar í
ifyrrakvöld og sigraði Celtic með
3—1. Bakvörðurinn Tommy Gemm-
jeH skoraði tvö af mörkum Celtic,
Quinn hið þriðja. Fyrir Rangers
/skoraði fyrirliðinn Greig. Þessi úr-
slitaleikur, sent leikinn var á
'Hampden Park, átti að fara fram
•:á síðasta keppnistímabili, en vegna
.leikjafjölda Celtic þá varð að fresta
.honum þar til nú.
Lundúnaliðið Chelsea keypti í
gær John Phillips, ungan markvörð
frá Aston Villa, fyrir 25 þúsund
pund, en varamarkvörður Chelsea,
Hughes, fótbrotnaði nýlega í leik
í Hollandi.
aðalþjálfari liðsins síðasta keppnis-
timabil. Sir Matt Busby er aðal-
framkvæmdastjóri félagsins. Shy
Brennan, sem leikið hefur með
United í 18 ár, er á förum frá fé-
laginu. En fyrir dygga þjónustu
mun Manch. Utd. greiða honum 15
sterlingspund á viku, það sem hann
| á eftir ólifað en slíkt er algerlega
[ nýtt í enskri knattspyrnu. Brennan,
sem er írskur landsliðsmaður er
33ja ára og réðist til United á sama
tíma og Bobby Oharlton, og var
fastur liðsmaður í nær áratug.
Hann er þó ekki að leggja skóna á
! hilluna — mun annaðhvort fara til
Preston eöa Aldershot.
sekt., þar sem hann var rekinn af
leikvelli, þegar Sheffield var á
keppnisferðalagi í sumar. Hann
leikur því ekki með Blackpool á
laugardaginn — en dómurinn kom
forráðamönnum Blackpool alveg úr
jafnvægi, þvi þeir höfðu ekki hug-
mynd um, að Coleman ætti eitt-
hvað slfkt yfir höfði.
er leikvöllur félagsins, stærsti
leikvöllur Evrópu, og ég einnig
í stjórn félagsins. En það er nú
erfiðara að halda góðum leik-
mönnum hjá áhugamannaliði en
áður var — og við höfum að
undanförnu verið aö berjast í
2. deild, en þegar ég lék með
liðinu var þaö eitt af hinum
betri í 1. deild.
Ætlar félagið að selja Celtic
Hampden Park?
— Nei, það held ég komi
aidrei til, þótt mjög erfitt sé að
reka þennan stóra völ'l ,fyrir á-
hugamannafél. Nei ég held við
'helgur reitur_ þetta er okkur
selgur reitur, en hins vegar
kann svo að fara', að Queens
Park leigi Celtic völlinn á þessu
keppnistímabili þar sem gagn-
gerð viögerð á að fara fram á
Parkhead leikvellj Celtic, í vet-
ur. Annars er gott að eiga „sam-
starf við þetta sterka félag —
og það er hliðhollara áhuga-
mannaliðum, en flest önnur á
Bretlandseyjum.
Hefur ekki margt breytzt hér
f í Reykjavík síðan þú varst hér
fyrst á ferð?
— Jú, ég hef auðvitað ekki
mikið séð — þar sem við hjón-
in erum nýkomin — en næstum
allt virðist breytt, nema tjörnin,
en er ekki Valhölí á sama stað
við. Melavöllinn? Ég bjó í því
húsi 1922 — eini s'kozki leik-
maðurinn, sem bjó þar — og
þá voru melar ofe tún, svo langt
sem augað eygöi í vestur og
suður að sjá úr gluggunum, og
svo tjömin fyrir austan. Já,
Reykjavfk var friðsamur bær
þá — en virðist nú orðin miMl
borg.
Hjá þeim hjónum var einnig
séra Robert Jack, hinn ötuli
skozki prestur áð Tjörn á Vatns-
nesi, og hann kom gagngert að
norðan til að taka á móti
McAlpine-hjónunum. í dag
halda þau norður að Tjörn og
verða gestir séra Roberts fram
undir helgi. En þá kalla skyldu-
störfin á ný — McAlpine-hjón-
in halda til Osló á sunnudag,
bóndinn í viðskiptaerindum, en
frúin til að heimsækja systur
sína, og hún mun dvelja þar
meðan Mr. McAlpine bregður
sér til Stokkhólms en Norð-
menn og Svíar eru meðal beztu
viðskiptavina hans.
Wilf McGuinness var i gær ráð-
inn framkvæmdastjóri liðs Manch.
Utd. (team-manager), en hann var
Tony Coleman. sem hlaut meist-
aratitil bæði í deild og bikar meö
Manch. City, var nýlega seldur frá
Sheff. Wed. til Blackpool, en Black-
pool komst upp í 1. deild i vor. Og
í gær var hann dæmdur í fjögurra
Vikna keppnisbann og 75 pund f
Geoff Strong, einn af kunnustu
leikmönnum Liverpool, var í gæi
seldur ti'l Coventry og mun leika
með hinu nýja félagi sínu, þegar
deildakeppnin enska hefst á laug-
ardaginn.
Auglýsið
í VÍSI
Erlendur sendi-
ráðsstarfsmaður
óskar að taka á leigu einbýlishús með stór-
um stofum og 3—4 svefnherbergjum.
Uppl. í síma 24083 frá kl. 9—6.