Vísir


Vísir - 21.08.1970, Qupperneq 13

Vísir - 21.08.1970, Qupperneq 13
VTSTR . Föstudagur 21. Sgust Í97Ö. VÍSIR í VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostnaðarverði. VtSIR Í VIKULOKIN HANDBÓK HÚSMÆÐRANNA VlSIR f VIKULOKIN frá byrjun er orðinn rúmlega 1300 króna virði, 300 síðna litprentuð bók í fallegri möppu. •T; VÍSIR í VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun til nýrra áskrifenda. (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin) urtók hann s&mu orðin, sem voru honum ef til vill ekki alvara, en lýstu þó hugarástandi hans. „Ég skal drepa hann...“ „Það heyrist ekki til þín frek ar en vofu . . .“ Honum hafði fallið það þungt þá, því að honum fannst meira liggja í orðunum en sagt var. Og það var líka einu sinni að hann hafði komið þar að er börn voru að leik á götunni, og numið stað ar og horft á þau góða stund, og svo þegar þau urðu hans vör, höfðu þau tekið til fótanna. Hefði hann ekki séð Louise í örmum Rúmenans, þá var ekki fyrir það að synja að hann hefði dregið að vinna þann hluta viö- fangsefnisins, sem hann komst ekki hjá að vinna í háskólabók- hlöðunni, einungis til þess að :g£ta setið í nálægð við hana á meðan hún var lasin af inflúens- unni. Nú var slíkt þýðingarlaust og girt fyrir alla löngun hans til þess. Michel hélt sig ekki heldur inni við. Hann hélt uppteknum hætti og fór með kunningjum sín um út á kvöldin, eöa ef til vill til að hitta stúlkurnar, sem hann hafði ljósmyndað naktar í heim- kynnum þeirra. Það var aðeins ör sjaldan, að Elie hélt sig sjá hann ag dóttur frú Lange senda hvort : ööru hlýtt augnatillit, og þó var liann aldrei viss, og hann spurði ] sjálfan sig hvort þessi faðmlög úti í rigningunni hefðu ekki ver- ið einstök hending. Hann var sjaldan heima um fimmleytið. Hann vissi samt að um það leyti fór frú Lange jafn- an til kirkjunnar, eftir að hún hafði skarað duglega í eldholið, snakaði hún sér í kápuna og hrað aði sér til bæna. Bænamessan stóð lengur en morguntíðirnar, bænalesturinn tók svo lungan tíma, það mátti heyra tuldrið langt út á götuna, þegar gengið var fram hjá kirkju dyrunum. Hún kom venjulega heim aftur um tuttugu mínútum yfir sex, þegar leigjendurnir fóru að leita að aftur, hver á eft- ir öðrum og heimilislífið upp- hófst á nýjan leik. Það var oft að Michel kom ekki heim fyrr en sfðastur og á stundum var þá vínlykt af honum. Klukkan hálffimm á mánudag, var Elie staddur í háskólabókhlöð unni, sat þar við vinnu sína þeg- ar hann fékk svo ákafan höfuð- verk að hann gat ekki einbeitt sér að viðfangsefninu. Þá var komið að jólaleyfi og krökkt af fólki á götunum, sem streymdi án afláts fram hjá uppljómuðum búöargluggunum, fullum af alls konar varningi. Þegar Elie varð gengiö fram hjá kirkjunni heyrði hann rödd prests ins þylja bænir og söfnuðinn svara með lágu tuldri. Nokkurt andartak var hann að því kominn að líta þar inn, en hann hafði aldrei komiö þar inn fyrir dyr. Það var bæði af leti og tillitssemi að hann lét ekki verða af því. Hann hafði aldrei komið í kaþ- ólska kirkju. Frú Lange hafði oft reynt að fá hann til þess. ■ „Þér ættuö bara að sjá allt skrautiö þar inni. Og hlusta á org elleikinn!" Hann hafði líka heyrt orgel- leikinn út á götuna, þegar hon- um varð gengið fram hjá kirkju- dyrunum á sunnudögum, einkum þegar hámessu var lokið og hinir trúuðu flykktust út. Göturnar urðu bæði myrkari og mannfærri, eftir því sem hann nálgaðist húsið ,og þegar hann kom fyrir síðasta hornið, var hann einn á ferð. Það var ekki fyrr en hann var kominn að útidyraþrepunum, að hann tók eftir því að örlítinn ljósglampa lagði út á milli glugga tjaldanna í herbergi Rúmenans. Klukkan var naumast fimm, og hann furðaði sig á því að Michel skyldi vera kominn heim. Það var j þó ekki af ásetningi að hann opn aði útidyrnar hægt og hljóðlaust, honum var ekki einu sinni ljóst að hann gerði það. Ekki heldur að hann gekk hljóðlaust aö vanda inn ganginn og inn í borð stofuna, sem stóð opin. 23 Hann veitti því strax athygli, að Louise sat ekki í armstólnum eins og hún var vön. Honum varð litiö inn í eldhúsið og hún var ekki heldur þar. Dymar að her- bergi Michels voru lokaðar. Hann furðaði sig mest á því að hann skyldi ekki heyra neitt, hvorki samtal né annað. Jafnvel þegar hann gekk að dyrunum og lagði eyrað að hurðinni, heyrði hann hvorki tuldur eða hvísl, og þannig stóð hann andartak og lagði við hlustirnar og það kom þjáningarsvipur á andlitið á hon- um. Gegn vilja sínum lét hann að lokum undan þeirri freistingu að gægjast inn um skráargatiö. Hann studdi sig við dyrakarm- inn og varö næstum að leggjast á hnén. Þegar hann sá inn f herbergið, fannst honum sem hann drægi ekki andann lengur og hann fann þungan og hraðan æðaslátt á hálsi sér og við gagnaugun. Þaö var rauðleit birta inmi í herberginu fyrir silkiljóshlífina á lampanum. Rekkjan var til hægri, mjög há rekkja og Louise lá þversum með fætuma gleitt fram af stokknum í sams konar stellingu og stúlkumar á mynd- unum, sem komið höfðu Elie i sem mest uppnám, og Miohel stóð fyrir framan rekkjustokkinn miili hnjánna á henni og hreyfði sig hratt og háttbundið. Hann gat ekki séð nema utan á vangann á þeim. Ef til vill var það vegna birtunnar hvað stúlkan virtist föl, augu hennar voru lok uð en nasirnar þandar, svipurinn tjáningarlaus svo aö vel hefði mátt halda að hún væri dauð. Michel brosti ekki, mælti ekki orö, en Elie gat greint hraðan andardrátt hans. Þegar öllu var lokið fóru nokkr ir kippir um likama stúlkunnar og andlitsdrættimir herptust þannig að ekki varð séð hvort því olli unaður eða sársauki, Rúm eninn stóð kyr andartak, svo rétti hann fram hendumar hlæjandi og kippti stúlkunni á fætur. Elie rétti líka úr sér. Hann fór úr frakkanum og hengdi hann upp frammi á ganginum. Nú heyrði hann að þau vora farin að tala saman inni í herberginu. Hann gekk upp í herbergið sitt og fleygði sér upp í rúmið án þess aö kveikja ljósið. Kreppti hnefana, nísti saman tönnunum. Alls konar furðulegar og fjar- stæðukenndar hugdettur sóttu að honum, og hvað eftir annað end Drepa! Honum var svipað far ið og krakka, sem hefur verið blekktur á niðurlægjandi hátt, þegar hann hvæsti, hvísllágt milli samanbitinna tannanna: „Ég skal drepa hann.“ Þaö var éldd nein verknaðar: áætlun, enn síöur ákvörðun. —- Hann fýsti ekki að framkvæma það, en það var honum léttir að segja það. Grátið gat hann ekki. Hann hafði aldrei grátið á ævi: sinni. Þegar móðir hans barði hann, lauk þvf alltaf þannig að ■ hún missti alla stjóm á sér vegna þess, sem hún kallaöi. kæruleysi hans, og loks öskraði hún: „Grenjaðu.., grenjaðu! Ertu ekki skapaður úr sama eftii og aðrir krakkar Eða ertu kannski of stoltur tíl þess?“ Það var ekki satt. Hann var ekki stoltur. Þaö var ekki hans sök, að hann roðnaði í vöngum ' og augu hans urðu skærari, en lét / að ööru leyti ekki geðbrigði á (i sér sjá. Hann hafði gleymt öllum höfuð verk. En hann fann til sársauka , hvarvetna, rétt eins og hann væri allur ein opin und. Loks ' tókst honum að hata Michel. ’ Hann hataði hann. Hann mundi sjá Louise fyrir hugskotssjómun sínum allt fram á dánardægur eins og hann hafði. séð hana svo • nálægt sér að minnstu svip- brigði á andliti hennar gátu ekki farið fram hjá honum. ) Var þetta í fyrsta skiptið, sem s slíkt átti sér stað? Þau sýndu ý hvort öðra ekki nein ástaratlot. Það hafði ekki vottað fyrir nein um heitum tilfinningum í hreyif- ingum þeirra. Og strax á eiftir, voru þau farin að tala saman eðlilegum rómi, rétt eins O'g ekk ert heföi gerzt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.