Vísir - 28.08.1970, Side 3

Vísir - 28.08.1970, Side 3
fVÍSiIR. Föstudagur 28. ág£stT970. 3 í MORGUN ÚTLÖNDÉ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsión: Gunnar Gunnarsson. Nixon ber upp tíllögu við Isruel — sáttastarfi miðar seint i New York i ísraelsmenn og Egyptar íákærðu hverjir aðra fyrir ibrot á 90 daga vopnahlénu sem gildi tók 7. ágúst sl. ísraelsmenn halda því enn fram að Egyptar haldi á- fram að færa til eldflaugar sínar við Súezskurðinn — koma þeim í betri vígstöðu og Egyptar klaga ísraels- menn fyrir mikla liðsflutn inga sín megin skurðarins og alls konar annan undir- búning, svo sem vegagerð og skotgrafagröft. í Tel Aviv sagði bandaríski þing maðurinn George Murphy við fréttamenn bandarísku fréttastof- unnar UPI að Ciolda Meir hefði lát ið í það skína við sig, að hún væri ánægð með nýjasta boöskap Nix- ons sem Murphy bar henni. Ekki er vitað hvað Nixon hefir nýjast til máíanna aö leggja, en Murphy gekk þegar á fund Goldu Meir er hann kom til Tel Awiv frá Washing ton og sat síðan og ræddi við hana f 45 mínútur. Sem fyrr segir er ekki vitað um innihald tillögunn- ar, en álitið er að Nixon hafi heit- ið Israelsmönnum friðsamiegri iausn á þessari deiiu. 1 Kaíró sagði egypzki upplýsinga málaráðherrann, Múhammeö Hass an Heykai, aðalritstjóri stjórnar- málgagnsins að sáttaviðræður þær sem dr. Gunnair Jarring stjómar nú séu dæmdar til að mistakast. — Heykal, sem er nánasti vinur og samstarfsmaður Nassers segir í leið ara blaðs síns, A1 Ahram í gær að sennilega munu Israelsmenn ekki svara friðarum'leitunum Jarrings, né heldur muni þeir vísa þeim frá. Þá leggur Heykal áherzlu á fyrri kröfur Araba um að Israelsmenn dragi sig alveg til baka frá her- numdu svæðunum, þannig að landa mærin verði þau sömu og fyrir sex daga stríðið. Hins vegar kveðst Heykal vera þess fullviss að það muni ísraelsmenn ekki gera. Þungt í afrískum leiðtogum á fundinum í Addis Abeba Utanríkisráðherra Kenya, Njogo Mungai sagði á ráðherra fundinum í Addis Abeba, en þar eru samankomnir fulltrúar allra Afríku-lýðveldanna að stefna Breta og Frakka gagnvart Suö- ur-Afrfku myndi leiða af sér 6- stjórnlegt ófremdarástand og jafnvel aukið kynþáttahatur. Sagði utanríkisráðherrann að vopnasala Frakka og Breta til Suður-Afríku myndi ekki ein- asta auka á kynþáttaaðskilnaö og aðstæður í Suður-Afríku, heldur einnig um allan heim. Bretamir með sína hefð- bundnu viröingu fyrir lögum, réttarfari og lýðræði og Frakkar með sínar frelsis- og borgara- legu hefðir geta ekki verið á- horfendur í þeim harmleik sem ríkisstjómir þeirra eru að færa á svið, sagði Njogo Mungai. Mungai sagði að lokum að öll ríki ættu að fordæma vopna sölu Breta og Frakka til Suður- Afríku. AGNEW í PHNOM PENH — leyniviðræður við Lon Nol • Bandaríski varaforsetinn Spiro Aknew kom til Phnom Penh í morgun, höfuðborgar Kambódíu. Agnew flaug beint frá Saigon og mun eiga leyni- legar viðræður við Lon Nol, áð ur en hann heldur til Bang- kok. Til Phnom Penh kom vara- forsetinn beint frá Saigon eftir að hafa stanzað 24 klukkutíma í Suður-Víetnam. Mikill viðbúnaður var í Phnom Penh í morgun er von var á flugvél varaforsetans, einkum á fiugvell- inum. Öryggisverðir vom hvar- vetna á vappi, því menn óttuöust að stuðningsmenn Sihanouks kynnu að freista að gera Agnew skráveifu nokkra. Er Agnew var genginn frá boröi, gættu bandarísk ir öryggisverðir vélarinnar sem sjá aidurs augna sinna. Er grennslazt var fyrir í morgun, var ekki hægt að fá uppgefið hvar Agnew mundi halda til meðan hann dvelur í Kam bodíu. Eflaust verður dvöl hans stutt, en hann á eftir að koma til Bangkok af þeim stööum sem hann átti að heimsækja í þessari Asu-för sinni. Koma Agnews til Phnom Penh kom mörgum á óvart, og sögðu sum ir aö þangað hefði alls ekki verið fyrirhugað að senda hann, enda hafi Lon Nol alls ekki verið á flugvellin um til að taka á móti varaforsetan um er flugvél hans lentl, enda hafi vélin verið búin að fljúga i einn klukkutíma áður en henni var snú- ið af braut og beint til Phnom Penh. Peter Fechter var skotinn til bana er hann reyndi að flýja yfir múrinn þann 17. ágúst 1962. Þama mótmæla Berlínarbúar athæfi austur-þýzkra hermanna er þeir lagfæra múrinn og færa hann nær mörkunum. Berlínarmúrinn rofinn á nokkrum stöðum — simasamband te A- og V Fréttin sem bírtist í Hamborg- arblaðinu „Die Welt“ í gær um líkur á frekari samskiptum milli borgarbúa Berlínar yfir múrinn, vakti mikla athygli, og í gærkvöldi kom borgarstjórinn í Vestur-Berlín til viðtals við þýzku fréttastofuna „Frjáls-Berlín‘‘ og sagði borgar- stjórinn, Klaus Schuetz, að Die Welt hefði fréttina eftir nokkuð áreiðaniegum heimildum 03 hefði borgarstjóm Vestur-Berlínar átt leynilegar viðræður við ráðamenn Austur-Berlínar og kornizt að sam kið upp aftur milli - Berlinar komulagi um að hinir 2,1 milljón íbúar Vestur-Berlínar skuli innan tíðar fá leyfi til að heimsækja Aust ur-Berlín, en þurfi til slíkra heim sókna að hafa nafnskírteini stimpl að og greiða ofurlítinn toll við borgarhlutamörkin. Vestur-Berlínarbúar hafa ekki haift leyfi ti;l að fara yfir í aust- urhluta borgarinnar síðan áður en múrinn var byggður. Klaus Sdhuetz sagði einnig að aftur yrði tekið upp símasamband milli borgarhlutanna, en það var rotfið áriö 1952. Múrinn verður rofinn á nokkr- um stöðum og gerðir sérstakir gang vegir fyrir Vestur-Berliínarbúa að fara um yfir til austurhlutans og sagði Die Welt reyndar að þegar hefðu framkvæmdir hafizt við að gera þessa gangvegi. Die Welt sagði að þessar aögerð ir við borgarhlutamörkin bentu til að sjórn Vestur-Þýzkalands hefði jafnvel í hyggju að viðurkenna Austur-Þýzkaland innan skamms, en talsmaður stjórnarinnar [ Bonn neitaði að kannast hið minnsta við hvaðan Die Welt hefð; þessa frébt. Kóleran útbreidd- ari en haldið var Kólerufaraldurinn sem fyrst varð að karmi vart sunnan til í Sovétríkjunum, er orðinn alvar legra vandamál en almennt var búizt við í fyrstunni að hann yrði. Frá Genf berast nú þær fréttir að ástandið sé talsvert miklu alv arlegra en ríkisstjómir þeirra landa sem faraldurinn hefir herj að á vilja vera láta. Aðeins tvö lönd, Israel og furstadæmið Dubai við Persaflóann hafa opin berlega tilkynnt kólerutilfelli, en fjöldi landa er aldrei hefir til kynnt um kólerutilfelli, hefur beðið um fljótvirka aðstoð. Barátta gegn kóleru á alþjóðleg- um grundvelli er því aðeins fram kvæmanleg, að ábyrgir aðilar 1 löndum sem faraldur herjar á, til- kynni um faraldurinn, en ekkert er leyfilegt að gera, ef kólerufar- aldurinn er tilkynntur eftir ein- hverjum öðrum leiðum en opinber- um. Kona ein kom til Israels frá flóttamannabúðum handan landa- mæranna og tóku læknar hana og athuguðu. Skömmu síðar tilkynnti ísrael sitt 16. kólerutilfelli á ísra- elsku —. eöa hemumdu svæði ísra- elsmanna, segir Reuter. Tvær aðr- ar manneskjur voru lagðar inn á sjúkrahús í Tel Aviv, en heiJbri"ðis eftirlit í Israel er mjög strangt, og fyilsta hreinlætis brýnt fyrir möon um og leiöbeiningar gefnar i blðð um og útvarpi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.