Vísir


Vísir - 25.11.1970, Qupperneq 16

Vísir - 25.11.1970, Qupperneq 16
ft iÉb**: ISIP ir / I Miðvíkudagur 25. nóv. 1970. Verk Thors og Svövu býdd íyrir Norður- landaráð Bækur Thors Vilhjálmssonar og Svövu Jakobsdóttur, „Fljótt, fljótt sagði fuglinn‘‘ og ,,Leigjandinn“ hafa verið valdar til handa Norð- urlandaráði af íslands hálfu varð- andi bókmenntaverðlaun ráðs- ins. — Bækur þessar komu út' i fyrra sem kunnugt er og mun nú verið að þýða þær fyrir dóm- nefndina. Frá Noregi er send til þessarar árlegu bókmenntakeppni Norður- landa ljóðabók eftir Stein Mehren og skáldsaga eftir Dag Solstad. Svíar tefla fram skáldsagnahöfund- unum Sven Delblanc og Lars Gyll- ensten. Frá Dönum er hins vegar sent ritverk Thorkild Hansens um þrælahald og skáldsaga eftir Peter Seeberg. Frá Finnum kemur skáld- saga eftir Hannu Salama og ljóða- úrvali eftir Penti Saari'koski. - JH TILSLAKA Forsætisráðherra vill fela sýslunefnd S-Þing- eyjarsýslu úrskurðarvald um annan áfanga Laxár III SÁTTAFUNDI forsætis- ráðherra og iðnaðarráðu neytisins með aðilum í Laxárdeilunni lauk svo í gær, að Laxárbændur höfnuðu algjörlega sátta tillögum forsætisráð- herra, en stjórn Laxár- virkjunar samþykkti þær, þó að miklar til- slakanir fælust í tillög- unum. — Samkomulag várð um það eitt, að fela sáttasemjurum að halda áfram sáttaumleitunum og að rannsóknarnefnd allra aðila kæmi til fund ar með sérfræðingum í Reykjavík um miðjan næsta mánuð. Samkvæmt sáttatillögum. for sætisráðherra Jóhanns Haf- stein er gert ráð fyrir að annar áfangi Laxár III (Gljúfurvers- virkjun er alveg úr sögunni) verði því aðeins gerður, að sýslunefnd S-Þingeýjarsýslu telji niðurstöður sérfræðilegrar rannsóknar á vatnasvæði Laxár fullnægjandi. Gert er ráð fyrir að rannsóknir standi í 3—4 ár og kosti a.m.k. 100 þús. kr. sænskar á ári eöa hátt í 10 millj ónir. í tillögunum er gert ráð fyr ir breyttrj stíflu í öðrum á- fanga, undirstööur verði minnk- aðar, yfirfall hannað, sem ekki var áður, en það myndi m.a. leiða til bættrar aðstöðu fyrir niðurgönguseiði. Laxárbændur hins vegar halda því fram að seiði mundu ekki lifa það af að fara í gegnum túrbínurnar. Öll helztu atriði sáttasemj- ara, sem áður hefur veriö skýrt frá voru áréttuð í tillögum for sætisráðherra, m.a. það að Lax árvirkjun vinni að fiskirækt í Laxá ofan og neðan við virkjan ir með laxaflutningum og með því að setja laxaseiði i ána. Með fyrri áfanga í Laxá III, sem gert er ráð fyrir að ljúki 1972 fengi Laxárvirkjun um 7 megavött, en meö öðrum áfanga yrði viðbótaraflið um 17 MW. Þá er gert ráð fyrir þvi, að með þvi að bæta við einni vélasam stæðu í Laxá III seinna megi frá um 19MW án þess að gera nein ar sérstakar ráðstafanir, en ekki er gert ráð fyrir, að þörf sé á því-fyrr en 1985. Að því er Vísir hefur fregnað mun exki vera grundvöllur fyrir þvi, að leggja háspennulínu frá Búrfelli norður yfir hálejidið, nema stóriðja komi til vegna þess mikla tilkostnaðar, sem því yrði samfara, en Laxár- bændur gera til þess kröfu til lausnar rafmagnsþörf Laxár- virkjunarsvæðis. — VJ Aðild íslands að EBE ekki lausnin — sagði dr. Gylfi Þ. Gislason i Briissel ® Á þessu stfgl málsins telur íslenzka ríkisstjórnin ekki rétt að leggja fram ákveðnar hugmyndir um form eða efni ramkomulags við Efnahags- handalagið, nema hvað varðar nokkur atriði, sagði dr. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptaráðherra á rundi ráðs Efnahagsbandalags- ins í Briissel í gær, en hann lýsti því yfir í ræðu sinni, að ekki kæmi til mála, að ísland gerist aðili að Efnahagsbanda- laginu. — Ráðherrann lýsti þvi 75 ára maður fyrir b'il Sjötíu og fimm ára gamall mað- ur — starfsmaður f Slippnum — varð fyrír bifreið, þegar hann var á gangi yfir Tryggvagötu hjá Skeif- unni, skammt frá vinnustað sínum, í gærdag um kl. 13.25. Gamli mað- urinn slapp þó, án þess að hljóta nein alvarleg meiðsli. — GP næst yfir, hvaða atriði hann taldi, að ættu að vera í sam- komulaginu, sem gert yrði við bandalavið: 1. Að tsland njóti sömu hlunn- inda að því er snertir frjálsan' inn flutning og tollfrelsi gagnvart Efnahagsbandalaginu og það nýtur nú í EFTA-löndunum. 2. Að ísland fái aðstöðu til toll- frjáls innflutnings á sjávarafurðum á Efnahagsbandalagsmarkaðinn, enda verði jsess gætt, að sá inn- flutningur verði ekki til þess að raska verulega eðlilegum markaðs aðstæðum. 3. Að Efnahagsbandalagið njóti sömu fríðinda á Islandi og EFTA- löndin njóta og öðlist sömu tollfríð- indi og þau lönd eiga að öðlast f framtíðinni samkvæmt samningi um inngöngu fslands í EFTA. 4. Að ísland hafi framvegis sama rétt og þaö hefur nú innan EFTA varðandi eftirlit með inn- flutningi á takmörkuðu sviði, en i því sambandi skipta mestu máli reglur um innflutning á olíum og bensíni. Eldar í bifreiðum Framkvæmdir viö fyrsta áfanga Laxár III, eins og það heitir nú, halda áfram af fullum krafti. Laxárbændur hafa lagt fram 900 milljóna trygg ingakröfu, vegna hugsánlegs tjóns. íslenzkt mjólkurduft og teppi til flóðasvæðanna Rauði krossinn hefur safnað yfir 1200 jbús. kr. Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum á undanfömum vikum, að slökkvítiðið hefur verið kvatt til þess að slökkva elda i bifreiðum, sem ýmist hefur kviknað i út frá rafmagni eða einhverjum öör- um ðskvrðum orsökum, I morgun var slökkviliðið kvatt til þess að slökkva eld í bíl, sem kviknað hafði í, þegar eigandinn var að „snapsa" bílinn fyrir gangsetninu. En neisti liafði hiaupið í bensfnvættan tvjst og' kyjknaði í. Skemmdir urðu þó ekki neinar að ráði. í gærkvöldi kviknaði í bfl við Grettisgötu og varð af töluverður | eldur, sem siökkviliðinu tókst fljót- ‘ lega að slökkva, en i ljós, kom, að | tjón varð Iítið, því að bíllinn var garmur, óskráður og ónothæfur fyrir. Þá var slökkviliðið kvatt í gær- kvöldi að húsi við Skólagerði í Kópavogi, en þar stóð neistaflug mikið upp úr reykháf hússins. Kviknað hafði í mótatimbri neðst í reykháfnum og var eldurinn fljót lega siökktur. — GP Rauðl kross íslands hefur nú i sent hjálpargögn og fjármuni að andvirði 700 þúsund til flóða-' svæðanna i Pakistan og i dag verða sendar um 500 þús. kr. Pakistansöfnun Rauða krossins mun halda áfram fram að helgi. Bankar og sparisjóðir víðs veg- ar hafa tekið við fé til söfn- unarinnar og auk þess hefur fólk sent peninga i póStávísun- um til Rauða krossins. Flugfélagsvél tók í gær 5 tonn af mjólkurduft.i sem fara átti til Lond- on og Loftleiðavél mun í dag taka teppi, sem einnig verður umskipað í London en þar tekur vél frá Flug ?élagi Pakistans við birgðunum og flýgur með þær beint til Dacca. Birgðirnar eru svo fluttar á bátum, flatbytnum og hvers konar farar- tækjum til hinna bágstöddu á i flóðasvæðunum. — JH j Aðeins 7 þingmanna i laf 60 voru viðstaddirj Þunnskipaðir bekkir á fundi sameinaðs þings í gær urðu Magnúsi Kjartanssyni alþing- Ismanni t’lefni til aðfinnslu, pegar hann mælti fyrir til- lögu sinni um rannsókn á jafnrétti þegnanna. Afteis sjö þingmenn af alls sextiu voru staddir i þingsaln- um. fjórir þingmenn auk ræðu- manns. forseta sameinaðs þings og ritara þegar Magnús flutti tillögu sína undir lok fundar- ins. Taldi ræðumaður Alþingi mikla óvirðingu s''mda, að fundi þess væri haldið áfram viö svo slælega fundarsókn. — GP

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.