Vísir - 22.01.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 22.01.1971, Blaðsíða 3
3 VlSf R . Föstudagur 22. janúar 1971. í MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjón: Haukur Helgason: Hörðustu árásirnur á Phnom Penh 9 Höfuðborg Kambódíu, Fbnom Penh, varð fyr- ir mlkilli árás kommúnista í gær og nðtt. Gerðu N- Víetnamar mikla sprengju- hríð á flugvöll borgarinn- ar, en þangað hafði verið flutt mikið magn vopna og vista til að styrkja vamir höfuðborgarinnar. Komm- Ógnir Kambódíustríðsins ■ ■■■■ p....■,y?-yív/,i.,'srv "SV"&y'V"f Stríðið í Kambódíu krefst mikilla fóma af íbúunum. Myndin er síðan í fyrra, þegar Bandaríkjamenn og Suður-Víetnamar réðust. inn í Kambódíu til að hjálpa stjómarhernum. Minnkandi vin sældir Heaths 9 Yinsækjir Eward Heaths for- sætisráSherra og íhaldsflokks- ins brezka hafa minnkaö undan- farna mánuöL Samkvæmt skoðana- köntum Waðsins Daily Telegraph hefur Verkamannaflokkurinn 4,5 af hundraði meira fylgi en Íhalds- flokkurinn. 42,4 af tandraði fcváðust mundu ,kjósa Ihaidsiflokkinn, ef kosningar yrðu nú tíl þings. 1 desemher fcváð- ust 46% mundu kjósa íhaldsflokk- inn. 47% segjast nú mundu bjósa flofck Wilsons, en þeir voru 44,5% í desember. 41 af hverjum 100 var ánægður með Heath sem forsætisráðherra, en 46% voru óánægðir. Skoðana- könnimin var gerð 14.—17. þessa mánaðar. 553 FÓRUST 1 UMFERÐARSLYS- UM f NOREGI 553 fórust i umferðarslysum i Noregi í fyrra, sem var 57 fleiri en árið áður. 181 gangandi veg- farandi fórst og 134 öku- menn. Þá létust í umferðarslysum en 65 ára. 111 farþegar bíla. 56 voru börn yngri en 8 ára, 38 milli 8 og 14 ára, 92 milli 15 og 19 ára, 58 milli 20 og 24 ára. Ennfremur 85 á aldrinum 25—44 ára, 99 á aldrinum 45—64 og 125 eldri únistum tókst að eyði-^ leggja mikinn hluta vopna og skotfæra. Phnom Penh hefur verið umset- in borg, nær al'la tíð, sfðan Sihano- uk prinsi var vikið frá völdum fyr- ir tæpu ári. Hersveitir Norður-Ví- etnama og Víetkongs, sem höfðu hafzt við innan landamæra Kam- bódíu, tóku fljótt marga vegi og þorp í grennd við borgina. Síðan hafa ýmist Kambódíumenn eöa kommúnistar ráðið mikilvægustu stðöunum, bæði á veginum frá Phnom Penh til sjávar og leiðinni milli höfuðborgarinnar og landa- mæranna við Suður-Víetnam. Bandarískar fiugvélar hafa und- anfarna daga gert harða faríð að stöðvum kommúnista. Virðast loft- árásir bandarískra flugvéla hafa aukizt mikið, enda talið, að komm- únistar hafi búið tryggilega um sig í grennd við höfuðborgina að und- anförnu. Bandaríkjamenn hafa ekki her í Kambódíu, „en hins vegar eru þar hersveitir frá Suður-Víetnam. Laird vamarmálaráðherra Bandaríkjanna segir, að hann telji, að Kambódíu- menn muni einfærir um að reka kommúnista af höndum sér. Banda- rískir hermenn muni ekki veröa sendir til Kambódíu, hvernig sem máMn skipast. Hins vegar hefur komið fram á bandaríska þinginu einhver gagn- rýni á það, að fleiri bandarískir ráðunautar starfi meö hersveitum Kambódíumanna og Suður-Víet- nama í landinu, en rikisstjómin hef ur játað. Mikiffl meirihíuti þing- manna mun hins vegar styðja hina opinberu stefnu ríkisstjórnar Nix- ons. Þótt Laird vamarmálaráöh. hafi fyrir nokkmm dögum lýst því yf- ir, að engin hætta væri á valda- töku kommúnista í Kambódíu, þá hafa fréttamenn bent á, að á korti af Kambódíu megi sjá, að kommún- istar ráði meginhluta landsins. AM- ar Ieiðir frá höfuöborginni em 6- tryggar eða í höndum kommúnista. Bandarfkjamenn hafa loftbrú til höfuðborgarinnar. I gær og nótt tókst kommúnistum i fyrsta sinn aö gera verulega árás á flugvöll- inn, en varnir borgarinnar byggj- ast á því, að honum verði haldið opnum. Þessi mynd af Edward Kennedy var tekin eftir slysið á Chappa- quiddickeyju, þegar ung stúlka drukknaði í bifreið, sem Kennedy ók fram af brú. Þá var Kennedy þunglyndur og fór einförum. Síðan hafði Kennedy stöðugt eflzt að nýju, þar til í gær, að hann _^var felldur úr virðingarstöðu á þinginu. Edward féll fyrir gömlum andstæðingi bróður síns „Ég hef lært það af reynsl- unni, að enginn getur vænzt sigurs, ef hann kann ekki að taka ósigri,“ sagði Edward Kennedy öldunga- deildarþvngmaður í gær- kvöldi, eftir að hann hafði misst stöðu sína sem að- stoðarleiðtogi demókrata í deildinni. í það embætti var kjörinn Robert Byrd þingmaður, sem eitt sinn barðist gegn John Kenn- edy bróður Edwards. Það var þegar Kennedy leitaöi framboðs í forsetakosningunum ár- ið 1960, þegar Kennedy var síðan kjörinn. Byrd barðist hart gegn því f demókrataflokknum, að John Kennedy yröi frambjóðandi flokks- ins. í það sinn varð Byrd að iúta í iægra haldi fyrir Kennedy. Nú hefur hann komið fram hefndum. Byrd sigraði Kennedy í gær með 31 atkvæði gegn 24. Orslitin ltomu mjög á óvart, aö því er virðist öll- um nema Byrd sjáifum. Kennedy hafði sagt rétt fyrir kosningamar, að hann teldi sér sigurinn vfsan. Byrd hefur aukið vinsældir sín- ar meðal öldungadeildarþingmanna með því ,,að styðja við bakið“ á einstökum þinamönnum, sem hafa flutt mál í deildinni, til dæmis þau er varða heimabvggð þingmanna. Ósigur Kennedys er taMnn mikið áfall fyrir hann, ef hann hyggur á framboð í forsetakosningunum árið 1972. Hugh Scott var endurkjörinn að- stoðarieiðtogi repúblikana með fjögurra atkvæöa mun. Repúblik- anar reyna nú að „innbyrða“ í fíoii-dc s1nn öldugadeildarmanninn Buck- ley, sem kjörinn var í haust fyrir íhaldsflokkinn í New York.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.