Vísir - 22.01.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 22.01.1971, Blaðsíða 7
VlSIR . Föstudagur 22. janúar 1971. cyfíenningarmál Kristján Bersi Ólafsson skrifar um sjónvarp: Eldmóður ræðumanns /7T ffffw$. JJANNIBAL Valdimarsson sat fyrir svörum á þriöjudaginn, og eru þá formenn allra stjórn- málaflokkanna þúnir að koma fram í þeim þætti. Hannibal er alltaf hressilegur í framkomu; það fylgir honum einhver fersk- ur vindgustur, og hvort sem menn eru sammála öilum staö- hæfingum hans eða ekki, þá virðist hann jafnan koma til dyranna eins og hann er klædd- ur og meina einlæglega hvert einasta orð, sem hann seg- ir, — líka þær fuilyrðingar sem ganga tengst og stundum eru fremur sniðnar til að láta fall- ega í eyrum kjósenda en höndla staðreyndir á raunsann- an hátt. Hannibal er mælskur í gömlum skilningi, mælskumað- ur sem stundum lætur mælsk- una tafca af sér ráðin, og mér farmst þessa eiginleika hans gæta nokkuð í þættinum á þriðjudagskvöldið. Eiginlega héldu honum þar engin bönd; spyrjendur og stjómandi misstu Irann hvað eftir annað út í þrótt mifclar kosningaræður, og fengu MtS svör við þeim spumingum, sem þeir reyndu að koma á framfæri á meðan. Þó held ég að Hannibal hafi ekki með þessu verið að reyna að snið- ganga spurningamar eða reyna að komast hjá að svara þeim; hann einfaldlega heyrði þær ekki í eldmööi ræöumannsins, sem var kominn að sér hug- Ieiknara efni. Það leyndi sér ekki í viðtalinu við Hannibal, að kosningar era í nánd, og ef að lfkum lætur verða stjórnmálamennirnir á ferðinni í sjónvarpi óvenju oft næstu mánuði. Viðtalaflokkur- inn við formenn flokkanna hefur leitt í ljós, að þeir era allir talsvert sleipir sjónvarps- menn, en þó hver með sinu móti: Jóhann Hafstein og Ólaf- ur Jóhannesson dálítið þung- lamalegir, en þéttir fyrir, og einkum hinn síðamefndi með vf- irbragð þess manns, sem segir fátt, en stendur við það; Gylfi Þ. Gíslason, íþróttamaðurinn sem aldrei lætur slá sig út af laginu og aiitaf veit „það eina rétta“ í hverju máli; Ragnar Arnalds, óöruggari en hinir, en með ungiingslega einlægni i svipnum; og svo Hannibal, eld- huginn, sem bezt kann við sig í harðri baráttu. Sér til fullting- is hafa þessir leiötogar svo hóp manna, sem sézt hafa í sjón- varpi áður: Magnús Jónsson, þurr og traustvekjandi, og kann að svara aðfinnsium með sær- indatón í röddinni, merki þess að vita sig hafðan fyrir rangri sök; Magnús Kjartansson, óhagg anlegur i sæti, en meö stríðnis- bros á vör og pípu eins og Wil- son; Benedikt Gröndal, sem tal- ar eins og kennari í pontu og hefur lært þann galdur að lesa aldrei neitt upp, heldur segja frá. Og þannig mætti áfram telja. Það má sem sé búast við taisvert góðri skemmtun með vorinu ef allt fer sem horfir. jþættir sjónvarpsins um ýmis- leg efni koma iðulega í kipp- um. Ég minnist þess að í haust, einu sinni komu leiklistarþætt- 7 ir meö tveggja daga millibili og \ síðan liðu vikur, þar til aftur (1 var minnzt á leiklist í dagskrá 1 sjónvarpsins. Stundum hafa J komið hrinur með náttúru- eða || dýralífsmyndum, en í þessari viku hefur röðin komiö að forn- leifafræðinni. Bæði á mánudags- og þriðjudagskvöld voru sýnd- ir þættir um forsöguleg efni, annar um upphaf helienskr- ar fornmenningar, hinn um uppruna mannsins. — Þetta voru hvert tveggja mjög ásjárverðir þættir, sérstafclega þó þátturinn um upprana manns ins. Hann var dæmi um fræðslu- mynd eins og þær gerast bezt- ar; frásöignin bæði í máii og myndum skýr og auösikiiKn, en þó rétt eftir ströngustu fræði- IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Saumanámskeiö Saumanámskeið í verksmiðju-fatasaumi mun verða haldið á vegum Iðnskólans í Reykja- vík, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðin verða tvíþætt: 1. Fyrir byrjendur; kennsla fer frain fyrir hádegi. 2. Fyrir fólk, sem þegar hefur hafið störf í verksmiðj- um; kennsla fer fram eftir kl. 5. Námskeiðin munu hefjast 8, febr. 1971 og standa yfir í 6 vikur. Skriflegar umsóknir skulu berast skrifstofu skólans, eigi síðar en föstudaginn 29. janúar ’71. Skal þar getið um aldur, nám, fyrri störf, heimilisfang og símanúmer. Þátttökugjald er kr. 300,—. Skólastjóri Fornleifafræði var hugleikin sjónvarpinu í þe ssari viku, m. a. i þætti um uppruna mannsins á þriöjudagskvöld. legum kröfum, hvergi fallið i þá gryfju að skekkja frásögnina með of mikilli einföldun eöa dramatíseringu, en þetta tvennt er býsna algengt í sjónvarps- myndum um sagnfræðileg efni. Ýmislegt fieira úr dagskrá vik- unnar gæti verið ástæða til að nefna. Á sunnudagskvöldið reyndi Kristinn Hailsson að reka af sér slyðraorðið eftir marga mislufckaða spurninga- þætti, og ráðið var það að fá Helga Sæmundsson og Friöfinn Ólafsson til að sýna sig á skerm inum í stað íþróttamanna eða háskólastúdenta. Sú þjóðtrú hef- ur nefnilega lengi legið í landi, að þeir séu fvndnastir og skemmtilegastir ailra manna, bæði hvor í sinu lagi, og þó einkum þegar þeir koma saman. Þetta ráö dugöi þó ekki fylti- lega. Þátturínn var að visu skárri en þeir sem verstir hafa verið, en einhvern veginn hefur Kristni ekki tekizt að gera úr þessum þáttum skemmtilegt sjónvarpsefni; hann skortir ala þá mýkt, hugkvæmni og orö- heppni sem hlýtur að vera 6- missandi stjórnanda þáttar af þessu tagi. Langsamlega bezta innleggið í þáttinn voru teifcn- ingar Haildórs Péturssonar, en flest hitt hefði hæglega mátt missa sig. Síðar þetta sama sunnudags- kvöld var sýnt sjónvarpslerkrit eftir verölaxmahöfundinn danska Kiaus Rifbjerg, Frumsýning. Þetta var athyglisvert leíkrit og vel farið með það í fíutnmgi danska sjönvarpsins, en það hlýtur að hafa háð mörgum ís- lenzkum sjónvarpsnotendum, hve óhönduglega tókst til við að Iáta textann fylgja talinu í flutningnum hér. Skrifstofur okkar eru fluttar i SKEIFUNA 17 og veröur þá framvegis öll okkar starfsemi staðsett það FORD-bifreiðasatan FORD-varahluth FORD-viðgerðarfyjónusta Sýningarsalurinn (notaðir bifar) FORD-HÚSIÐ - SKEIFAN 17 inngangur — SKAUT AHÖLL FORD-UMBOÐIÐ Sveinn Egilsson hf. Skeifunni 17 — Simi 85100

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.