Vísir - 22.01.1971, Blaðsíða 8
3
Otgefandi: Reykjaprent ftl.
Framkvæmdastión Sveinn R Eyjólfsson
Ritstjóri ■ Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugótu 3b Sfmar 15610 U660
Afgreiðsla Bröttugötu 3b Simi 11660
Ritstjórti: Laugavegi 178 Simi 11660 C5 linur)
Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 12.00 eintakið
Prentsmiðja Vlsis — Edda ht.
Endurminning um
forna frægð
§ú var tíðin, að Stóra-Bretland var heimsveldi. Vegna
flotaveldis síns lögðu Bretar undir sig stóran hluta
jarðarinnar. Stundum gátu aðrar Evrópuþjóðir velgt
Bretum undir uggum. En til lengdar var Bretaveldi
hið raunverulega heimsveldi.
Mannkyjissagan greinir frá því skýrum dráttum,
hvernig heimsveldi hafa risið og hnigið í tímans rás.
Að því kom, að Stóra-Bretland var ekki lengur heims-
veldi.
Eftir aðra heimsstyrjöld létu Bretar undan kröfum
sjálfstæðishreyfinga í nýlendum sínum og viður-
kenndu með því sögulega þróun, sem ekki varð um-
flúin. Stofnað var samveldi þessara ríkja. Þau urðu
sjálfstæð og óháð, en í brezka samveldinu skyldi
Bretland verða „móðir“ þeirra. Bretar hafa engan rétt
til að skipta sér af innanríkismálum samveldisríkj-
anna. Þó skyldu þau ekki gleyma, að þeim bæri að
rækja skyldur sínar við hina brezku móður og sýna
henni virðingu.
í brezka samveldinu er 31 ríki. Þar eru mörg sjálf-
stæð lýðveldi svertingj'a í Afríku. Þar eru fjölmörg
ríki, sem „sósíalistar“ stjórna. Samveldið getur ekki
gefið aðildarríkjunum fyrirskipanir. Sjálfur Heath,
forsætisráðherra móðurríkisins Bretlands, lagði á-
herzlu á þetta á þingi samveldisins fyrir nokkrum
dögum. Hann sagði, „að það kæmi raunar ekki öðr-
um samveldisríkjum við, hvort Bretland léti Suður-
Afríku hafa vopn eða ekki“. Málið væri „innanríkis-
mál Bretlands".
Þetta er að sjálfsögðu rétt. Samveldisríkin geta ekki
sagt Bretlandi fyrir verkum frekar en Bretland getur
sagt þeim fyrir verkum. Brezka samveldið er ein-
ungis „formlcg'4 stofnun eða vettvangur umræðu. Til-
gangur þess er að v-vnvo'- o rinhvers konar „samúð“
milli þeirra, sem í því eru, þennig að þeim finnist þeir
hafa meiri skyldum að gegna gagnvart öðrum aðild-
arríkjum en öðrum ríkjum.
En þetta er einungis spuming um tilfinningu, en
ekki bókstaf. Það getur til dæmis leitt til aukinna við-
skipta en það þarf ekki að gera það.
Svertingjaríkin í Afríku hafa hótað að segja skilið
við samveldið, ef Bretar láta ríkisstjóm hvítra manna
í Suður-Afríku fá vopn. Þeir óttast, að þau vopn og
önnur, sem á eftir fylgdu, yrðu notuð í átökum um
völdin í Suður-Afríku. Þau átök munu óhjákvæmilega
verða.
Þrátt fyrir stóm orðin kom það vel í Ijós á sam-
veldisráðstefnunni í Singapore, að þessi ríki vilja
ógjarnan rjúfa brezka samveldið. Bretum er sárt um
samveldið. Það er að minnsta kosti saklaus endur-
minning þess, að einu sinni var Stóra-Bretland heims-
veldi.
VlSIR
Baráttan
um höfin
— Rússar bæta s'ifellt sföðu s'ma — Suður-
Afríka vill samband við NATO
Deiluefnið á samveldis-
ráðstefnunni brezku rist
ir miklu dýpra en virðist
í fljótu bragði. Spurn-
ingin, hvort Bretar eigi
að selja Suður-Afríku-
mönnum vopn eða ekki
kann að virðast spurn-
ing um vinsemd eða
andúð á aðskilnaðar-
stefnunni í Suður-
Afríku, þar sem hvítur
minnihluti ræður ríkjum
í landi svarts meirihluta.
En þetta er í rauninni
miklu víðtækara mál, —
sem tekur til valdaskípt
muni breyta henni. Samtímis
minnkuðu Bandaríkin mjög flota
sinn á Indlandsihafi.
Vinningsstaða sovézku
skákmeistaranna
Sovétríkin gripu tsekifærið
og juku flota sinn á þessum
slóðum. Með örugga fótfestu
f Arabarfkjunum á Arabíuskaga
og vaxandi samvinnu rfkis-
stjómarinnar f íran eru hinir
sovézku skákmeistarar að
byggja upp vinningsstöðu á haf-
svæðinu frá Súez, Rauðahafi og
Persaflóa austur f Indlandshaf.
Bretar voru í fjárhagsvandræð-
um og herafli þeirra og her-
stöðvar erlendis þungur baggi.
Brezka stjómin vildi spara
þennan pening. Þó mun ef til
vill hafa ráðið meiru um af-
stöðu brezku stjómarinnar, að
Bretar vildu ekki fiækjast í
„annaö Víetnam", Vel gat ver-
I eftirlitsstöð á Góðravonarhöfða er vandlega fylgzt meö
öllum skipum, sem fara suður fyrir Afríku.
ingarinnar milli vest-
rænna ríkja og aust-
rænna í þessum heims-
hluta.
Sovétrfkin hafa undanfariö
eflzt mjög á hafinu. Ekki er
Iangt sfðan Arabar flestir litu
með lítilli vinsemd til Rússa.
Síðan hefur það gerzt, að Rúss-
ar eru beztu vinir í augum Ar-
aba, ríkra sem snauðra, en
Bandaríkin aðalóvinurinn.
Sovétríkin eru þvf það veldi,
sem langmest áhrif hefur í Ar-
abaríkjunum. Rússar hafa jafn-
framt komið sér tryggilega fyrir
á hafinu frá eyjunni Mada-
gaskar í Afriku til Indlands.
Bretar hafa ákveðið að kalla
heim allan her sinn í rikjunum
við Persaflóa og öðrum svæðum
austan Súezskurðar í lok þessa
árs. Þessa ákvörðun tók rfkisr
stjóm Wilsons á sínum tíma,
og hefur ekkert komið fram
um, að stjórn íhaldsflokksins
ið, að brezkir hermenn á þess-
um slóðum yrðu einfavem dag-
inn að takast á viö uppreisnar-
menn, þannig að þeir yrðu í
sömu gildrunni og Bandaríkja-
menn £ Víetnam.
25 rússnesk herskip
Allt að 25 sovézk herskip
hafa sézt á Indlandsfaafi í einu.
50 kurteisisheimsóknir hafa
sovézk skip farið á þessu svæöi
síðan þau komu þar fyrst til
sögunnar áriö 1968.
Rússar hafa meira en her-
skip á Indlandshafi. Árlegur afli
sovézkra fiskiskipa á hafinu er
tvær millj. tonna. Af 15 þús.
skipum, sem sigldu suður fyrir
Góðravonarhöfða í fyrra, vom
3.900 sovézk skip.
Vandræði Breta með samveld-
ið sitt eru sprottin af þessu.
Bretar vilja selja Suður-Afríku
vopn handa flotanum, sem ann-
ast varnir á siglingaleiðunum
fyrir sunnan Góðravonarhöfða.
Þessir samningar em víðtækari.
. Föstudagur 22. janúar 1971.
Rússnesk verzlun I olíumið-
stöðinni Aden.
mmmiii
Umsjón: Haukur Helgason:
Suður-Afríkumenn munu sem
endurgjald leyfa Bretum að nota
fúiilkomið radarkerfi, þar sem
fylgjast má með ferðum sér-
hvers skips, sem þarna siglir.
Ætlunin mtm vera, að grafa
þessar radarstöðvar í hæðir
nálægt bænum Simonstown á
Góðravonarhöfða og öðrum stöð’
um.
Stórveldin miða vígbúnað sinn
við það, að einhvem tíma kunn!
að koma til átaka þeirra í milli.
hvort sem þau átök mundu tak-
markast við ákveðin svæði eða
ná til aHs heimsins. Þess vegna
telja Vesturveldin nauðsyn að
vera við öllu búin á siglinga-
Ieiðinni suður fyrir Góðravonar
faöfða. Þykir þeim, að styrkui
Sovétríkjanna á hafinu austail
Afrfku sé orðinn það mikil ógn.
að eitthvað verði að gera.
Suður-Afríka
vill tengjast NATO
Við þetta blandast svo að
sjálfsögðu ótti hinna hvítu vald-
hafa í Suður-Afríku við svert-
ingja, ekki sfzt svertingja í öðr-
lim Afrfkuríkjum. Hinir hvítu í
Suður-Afrfku telja sig geta hald-
ið svertingjum í heimalandi
sínu f skefjum um langt skeið,
ef ekki kæmi til stuöningur
svertingjaríkjanna við uppreisn-
armenn í Suður-Afríku eða jafn-
vel hugsanleg innrás f Suður-
Afrfku frá einhverium hinna
sjálfstæðu svertingjaríkja. Þess
vegna vill Suður-Aifríka í raun-
inni tengjast Atlantsfaafsbanda-
laginu, en það mun ekki mæl-
ast vel fyrir meðal Norðurlanda-
þjóðanna í NATO og raunar
fleiri.
Suöur-Afrfkumenn vilja helzt
gera varnarsamning við NATO-
rfkin, þannig að þau litu á árás
á Suður-Afríku sem árás á sig,
það er sama regla og gilti og
giidir innan NATO. Auðveldari f
framkvæmd fyrir S-Afrfkumenn
mundi vera varnarsamningur
við Bandarfkin og Bretland.
Líta má á hugsanlegan samnins
Breta og Suður-Afriku sem liö
í t.ilraunum Suður-Afríkustióm
ar tii að tryggja rfkisstfðmín.-
og þar með aðskilnaðarstefnuna
Frá sjónarmiði brezku rfkis-
stjómarinnar yrðu slfkir samn-
ingar tilraun til að spoma við
sóknarstöðu Rússa í skákinni
á Indlandshafi.