Vísir - 01.02.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 01.02.1971, Blaðsíða 1
„Mönnum á að vera frjálst að leggja fram teikningar" — Mánudagur 1, febrúar 1971. — 25. tbl. Lögregluþjónn fluttur á sjúkrahús eftir átök Fékk sennilega hjartaslag, en hafði ekki kennt sér meins áður Lögregluþjónn, sem lent hafði í átökum við ölv- aðan mann, var flutt- ur á laugardagskvöld þungt haldinn á Landa- kotsspítala og lagður þar inn. „Þeir höfðu tveir lögreglu- menn verið í lögreglubíl við eft irlitsstörf hjá einu veitingahús anna í borginni á laugardags- kvöid, þegar ölvaður maður kom til þeirra og heimtaði, að þeir áekju sér heim“, sagði Guð mundur Hermannsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn, þegar blaða- maður Vísis innti hann eftir at- vikum kvöldsins. „En þeir höfðu öðrum skyld- um a'ð gegna, og bentu honum á að fá sér leigubíl, en þá réð- ist hann til inngöngu í bilinn • Það verða mér mikil von- brigði, ef ný reglugerð hjá ykkur þama á Islandi verður nú til þess að flug- flutningar n\eð ferskan fisk hingað til Belgíu Ieggjast nið- oe. Við emm rétt að byggja upp markað fyrir ferskan ís- lenzkan fisk og erum enn svo skammt á veg komnir, að íslenzku fiskframleiðendun- um hefur ekki Iærzt að ganga um fiskinn eins og mat. Þeg- ar viðskiptavinir mínir koma hér í húsið til mín snemma morguns benti ég þeim á ís- lenzka fiskinn innan um ann- an fisk og segi við þá: Þama sjáið þið heimsins bezta fisk, en heimsms versta frágang. Það var Louis Franckaert fisk- kaupmaöur og fiskinnflytjandi í Antwerpen í Belgíu á laugar- daginn, en blaðamenn Vísis réð ust til starfa hjá Fragtflugi hf. tvo daga nú um helgina og Jlugu út með annarri flugvél félagsins til að sjá með eigin augum, hvernig staðið hefur ver ið að fiskflutningunum þangað. Hugsanlegt er, að ferðin núna um helgina hafi verið sú síðasta. Stjómarráðið hefur nú gengið frá nýrri reglugerð um vöru flutninga með flugvélum. Sam — verkfræðingjar, arkitektar og tæknifræðingar ræða byggingasambykktina „Við erum ákaflega óánægðir i hindrar verkfræðinga í að gera 1 mundsson, framkvæmdastjóri með byggingasamþykktina, sem ' uppdrætti,“ sagði Hinrik Guð-1 Verkfræðingafélags íslands f við tali við Vísi í morgun. Viðræðunefnd skipuð þrem full- trúum frá verkfræöingafélaginu, tæknifræðingafélaginu og arkitekta félaginu hverju um sig hafa komið saman tii að ræða orðalag þeirrar greinar byggingasamþybktar borg- arinnar, sem kveður á um hverjir hafi réttindi til að senda teikningar til samþykktar bygginganefndar. Samkvæmt breytingatiillögu við byggingasamþykktina 11. grein sem rædd veröur f borgarstjóm á fimmtudag hafa arkitebtar og byggingaverkfræðingar þessi rétt- indi eftir eitt ár í starfi en venk- fræðingar og tæknifræðingar eftir 214—5 ára starf. Ágreiningurinn um þetta orðalag er milli verkfræðinga og tækni- fræðinga annars vegar og arikitekta hins vegar. Verkfræðingar segja þetta mál aðeins vera anga af stærra máli, en á Alþingi veturinn 1967—68 var flutt frumvarp um skipulagsskylda staði. í 'því tilefni sendi verkfræðingafélagið frá sér nefndarálit og dagaði fmmvarpið uppi, Fannst verkfræðingum, að arkitektum væri veitt sérréttindi í frumvarpinu. „Við segjum, að mönnum eigi að vera frjálst að leggja fram sínar teikninar og bygginganefnd eigi síðan að skera úr um hvort þær séu tækar", sagði Hinrik Guðmunds son ennfremur. „Það hefur jafnvel svo langt, að það hefur ekki setja skilti á hús nema að fengnu leyfi arkitekts, og annað dæmi er t.d. að listamaður má ekki gera uppdrátt að minnismerki inn- an borgarmarkanna, nema að fengnu samþykki arkitekts eöa byggingaverkfræðings“. —- SIB til þeirra. Kom þá til átaka milli þeirra og strax þá kenndi lögreglumaðurinn sér meins. Hann ók þó bifreiöinni, þeg- ar þeir höfðu yfirbugaö hinn ölvaða og fluttu hann til fanga- geymslunnar. En þegar þangað var komið, kenndi hann til veik inda og félagar hans sáu að hann brá lit í andliti. Þá var ekki beðið boðanna, heldur var hann fluttur á sjúkrahús", sagði aöstoðaryfirlögregluþjónninn. Lögreglumaðurinn. Indriði Jó- hannesson, flokksstjóri, var þungt haldinn, þegar hann var lagður inn á sjúkrahúsið, og þurftu læknar að gefa honum súrpfni. Eftir þeim upplýsingum, sem aflað varð, lá lögregluþjónn inn í súrefnistjaldj í gærdag, en engar upplýsingar voru veittar á sjúkrahúsinu í morgun um líö- an hans í dag. „Við höfum aldrei fyrr heyrt hann kvarta undan veikindum", sögðu starfsfélagar Indriða. Þykir sennilegast, að áreynsla af átökunum, sem lögreglumað- urinn lenti í, hafi leitt af sér hjartaslag. — GP Glæný ýsa frá Islandi komin sólarhringsgömul í hendurnar á Franckaert, fiskkaupmanni í Ant- werpen í Belgíu. Hallgrímur Jónsson flugstjóri (t. v.) og Ámi Guðjónsson hrl., eigandi Fragtflugs, kvæmt henni leggst innflutnings I virtust því ekki fráhverfir að fá ýsu í soöið. Síðasta flugferðin með fisk til Evrópu? tollur á allan flutningskostnað- inn, nema í áætlunarflugi, leggst tollur á 50% flutnings- kostnaðar. I reynd beinist reglu gerðin því aðeins að flutningum Fragtflugs á vörum til lands- ins. Nýting á flutningagetu flug vélanna til landsins aftur er for senda þess, að fiskflutningarnir geti borgað sig, a.m.k. eins og komið er. Mér er það óskiljanlegt, að ísl. yfirvöld skuli vilja drepa nið- ur þessa tilraun, sagði Franck- aefit. Með táö qg tima gæfeu þess ir fiskflutningar orðið að meiri háttar grein í ykkar sjávarút- vegi, en mér er ekki kunnugt um að hærra verð eða skjótari greiðslu fáist fyrir aðrar út- fluttar sjávarafurðir. Að ó- breyttu ástandi get ég keypt og dreift um 90 tonnum af fersk- um fiski á viku yfir vetrarmán uðina. Með réttri auglýsinga- tækni gæti meirihlutinn af þessu orðið fiskur frá íslandi. Þegar fólki er farið að skiljast, að glænýr íslenzkur fiskur er einstök úrvalsvara er unnt að hækka verðið smám saman. — Þannig treysti ég mér t.d. núna, að hækka veröið um 10% aö meðaltali eftir svo sem 2 mán- uði, ef hægt er aö halda þessu gangandi, sagði Franckaert. Verðið, sem fvrirtæki Francka- ert, Franckaert & Van Rans- be*ek, borgar núna fyrir fiskinn, er langt yfir því verði, sem núna |>ekkist á markaðnum og það sern meira er, að hann vi'll kaupa ýmsar fisktegundir, sem eru her að mestu leyti verðlausar. Fyrir þorskkflóiö rneð haus greiðir hann t. d. kr 54.87, fvrir há! kr. 44.30, skö.tusel kr. 70.34. skötubarö kr. 54.87, karfaflök kr. 70.34, ýsu kr. 58.44 og lúðu kr. 106.76. Flutningskostnaður- inn á hvert kíió hefur verið um 24 kr„ en þess má geta, að sá hluti verðsins verður eftir i Iandinu ásamt sjáilifú fiskverð- inu og eykur því á útflutnings- verðmæti fisksins. Nánar verður sagt frá þessari l:erð rneð Fragtflugi í vikunni. — VJ Hraðamet hjá Loft- leiðum i morgun: Frá Kennedy til Keflavíkur á innan við fjóra tíma Loffcleiöaþotan, Snorri Þonfinns- son, flaug frá KennedyflugveTli í New York til Keflavíkur á mettima í morgun. Kom þotan til Keflavíkur kl. 7 í morgun, og hafði þá flogið á 3,57 klst. til Keflavíkur. Flugstjóri var Olaf Olsen, og tjáði hann Vísi að erfitt myndi aennilega að hnekkja þessu meti, „Stefán Gísla- son átti það eldra, 4,08. Það var sterkur meðvindur alla leið, og við flugum í 29.000 fetahæð. Það var áætlað að við yrðum 4,15 klst. á ! leiðinni, þ.e. flogið með hraða, rétt 1 undir hljóðhraðanum, en svo reynd ust skilyröi svo góð, að þessi á- gæti tími náðist, þrátt fyrir það að við vorum með sneisafulla vélina af farþegum. Það voru 253 farþegar og 11 áhafnarmeðlimir til viðbótar — nei, viö stöndum ekki í neinni samkeppni með flugtímann innan félagsins, þetta hittist nú bara svona á“, sagði Olaf, „við náðum því að fljúga með 1100 km. meðal- hraða eða rúmlega það alla leið- ina. Það eru svona 650 hnútar“. Venjulega er reiknað með að þot- an sé 414 til 5 tíma á leiðinni, og þá reiknað með að meðalflughrað- i inn sé 850 til 900 km. á kást. — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.