Vísir - 01.02.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 01.02.1971, Blaðsíða 8
V 1 S I R . Mánudagur I. febrúar 1971 VISIR Otgefandi: Reykjaprent bí. Framkvætndast|óri: Sveinn R Eyjólfsson Kltstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi • Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Slmar 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 f5 linur) Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði Innaniands I lausasölu kr. 12.00 eintaldð PrentsmiOja Visis — Edda hf. ■ii .......................................... Glufa í múrinn Austur-Þjóðverjar byrjuðu að reisa Berlínarmúrinn 13. ágúst 1961. Þá var skorið á böndin milli hluta Þýzkalands. Fjölskyldur og ástvinir skilin sundur. Skipting Þýzkalands var fulkomnuð. Fyrir stjórnvöldum Austur-Þýzkalands vakti að stöðva hinn látlausa straum flóttafólks úr austur- hlutanum. Þá höfðu þrjár milljónir manna flúið vest- ur. Margt þessa fólks var austur-þýzku stjórninni dýrmætt. í þeim hópi var fjöldi menntamanna og fag- lærðra. Flóttinn hafði verið austurhlutanum mikil blóðtaka. Eftir voru í Austur-Þýzkalandi um sextán milljónir manna, en nærri sextíu milljónir bjuggu í Vestur- Þýzkalandi. Frá þeim tíma hafa fáir getað flúið. Flótti er nú tafl um líf og dauða. Áður en múrinn mikli reis, var vandalítið að komast vestur miðað við það, sem síðar varð. Austur-þýzka stjómin náði tilgangi sínum. Menn hættu að líta á Austur-Þýzkaland sem bráðabirgða- ríki. Sífellt fleiri mæltu fyrir því, að það yrði viður- kennt sem sjálfstætt ríki. Þvi er á þetta minnzt, að nú virðist hlákan í Þýzka- landsmálum hafa náð til múrsins. Símasamband milli borgarhluta Berlínar mun væntanlega verða opnað að nýju. Austur-Þjóðverjar skám á allar símalínur milli borgarhlutanna, er múrinn reis. Willy Brandt kanslari Vestur-Þýzkalands hefur öðmm fremur beitt sér fyrir nýrri stefnu gagnvart kommúnistaríkjunum. Hann hefur gert samninga við Sovétríkin og Pólland. Hins vegar sagði Brandt fyrir helgi, að ekki væri rétt að staðfesta þessa samninga, nema Berlínarmálið yrði leyst. Berlín sjálfri er þannig skipt, að rúmlega tvær millj- ónir búa í Vestur-Berlín og rúm ein milljón í Austur- Berlín. Be^fnarborg er skilin frá Vestur-Þýzkalandi, og þarf að fara ';1 • ---r vcgi, sem Austur- Þjóðverjar ráða. Ai.úygli iieí ur beinzt að þessum veg- um að undanförnu, vegna þess að kommúnistar amast mjög við þinghaldi vestur-þýzkra stjórnmálaflokka í Vestur-Berlín og ferðum leiðtoga til borgarinnar. Þeir hafa tafið samgöngur til borgarinnar marga daga að undanfömu af þessum ástæðum. Kommúnistar vilja ekki, að Vestur-Beriín verði hluti af vestur-þýzku ríki. Þeir vilja, að hún verði sér- stakt „borgríki“. Þessari hugmynd hafa Vestur-Þjóð- verjar hafnað. Tengslin eru náin milli borgarinnar og Vestur-Þýzkalands, sem til dæmis sést af þvi, að Willy Brandt kanslari var um skeið borgarstjóri Vest- ur-Berlínar. Þýzkalandsmálið verður aldrei leyst, án þess að samningar takist um stöðu Berlínar. Það mun varia gerast í náinni framtíð. Það gefur hins vegar vonir, ef sáttastarfið undan- fama mánuði gerir gat í múrinn mikla, þótt ekki sé nema lilla giufu. V' ’i Svartigaldur í pélitík — ibrátt fyrir vestræna menningarstrauma binda Afrikumenn, háir sem lágir, trúss sitt v/ð töframenn Galdramönnum fækkar lítið í Afríku þrátt fyrir menningarstrauma. — Stjómmálamenn og fjár málamenn styðjast á laun við svartagaldur. Þeir reyna að vernda sig gegn göldmm annarra með töfram. Verndar- gripi bera þeir, og jafn- vel sósíalistinn — Nkramah, fyrrum for- seti Ghana, greiddi einu sinni töframanni nærri þrjár milljónir króna fyr ir spádóma. „Efast um, að Afríku- menn séu frumstæðir“ Jaftivel í'; Suður-Afríku töku hvítir knattspyrnumenn frá Maritzburg City I þjónustu sína töframann. Liðinu hafði vegnað illa, unz hann kom til sögunnar. Eftir að töframaðurinn, dr. Sunshine (sólskin) Gumede, hafði gefið þeim „tyggigúmmí", gert úr kynlegri mixtúru, þveg- ið andiit þeirra og klínt áburði á markstengur, komst liðið úr neðstu sætum í úrslit. Petta var árið 1969. Bærinn Maritzburg hefur töframanninn enn á laun- Bretinn James H. Neal var lengi lögreglustjóri rannsóknar- lögreglunnar í Gihana. Hann varð oft að þola illt vegna svartagaldurs andstæðinga. Neak veiktist af ókennilegum sjúkdómum, sem læknar stóðu ráöþrota gagnvart. Andstæðing- ar hans stráðu dufti I bíl hans og hús, og Neal veiktist hvaö eftir annað. Loks ráðlögðu inn- fæddir starfsbræður hans hon- um að beita galdri sér til vernd- ar. Frægur töframaður Maiam Alargi gerði verndargrip úr iíkamsh'lutum ljóns, hlébarða, fíls, hýenu og villits hunds. Neaí greiddi níu þúsund krónur fyr- ir. Eftir þetta létti sóttum af Iögregluforingjanum, og hann fékk slíka trú á mátt afrtfskra töfra, að hann segist hafa farið að „efast um, að Aifríkumenn væru frumstæðir". „Margir töframenn Afríku þekkja Ieyndarmál, sem menn vita • fátt um f Evrópu,“ segir lögreglustjórinn. Stjórnmálamenn lifa í ótta Galdurinn er við lýði hvar- vetna í Afríku Hann gengur undir ýmsum nöfnum. I Vestur- Afrfku nefnist hann juju, með- al svartra Suður-Afríkumanna kallast hann muti, í Austur- Afriku uchawi og f frönsku- mælandi löndum grisgris. Á jujumarkaðinum í Nigeríu eru til sölu hinir merkilegustu hlutir. Þar getur að líta apa- hauskúpur og hænsnalappir, bút- ar trjáa og hvers kyns lfkams- hluta dýrar grös og jurtir. Þetta geta menn keypt og notað ým- ist til vemdar sér eða til bölv- unar óvinum sínum. Svartigaldurinn er mikil- vægur í pólitíkinni. Læknir í Nígeríu segir, að „stjómmála- menn I Afríku lifi í stöðugum ótta". Stjómmálamenn beita göldrum, þótt venjulega fari ekki hátt, bæði til að klekkja á andstæðingunum og til að vemda sjálfa sig ‘ gegn galdri annarra. Fyrrum forseti Mali, Keita, studdist við grisgris í ríkum mæli. í forsetabílnum og forseta- bústaðnum vom falin bein og litlar buddur með dufti. Keita var samt steypt af stóli eins og Nkrumah í Ghana. Síöðvuðu regnið fyrir 5 millj. króna Töframenn reyndust starfi sínu vaxnir, þegar Nígería fagn- Milljónamæringurinn Set- hunsa á 23 eiginkonur. Þótt hann nálgist tírætt, segir hann þær „ánægðar" í hjóna lífinu. — Þafckar hann þetta töfragrasi. aði sjá'lfstæði í október 1960. Þeir tóku að sér fyrir fimm milljónir króna að koma í veg fyrir, að hátfðahöldin spilltust af rigningu. Þetta tókst þeim með ágætum, þótt mesti regn- tíminn stæði um þessar mundir. New York Times ritaði um „sigur regnskaparanna“. Þjóðverjar, sem unnu að bygg ingu kjötverksmiðju við ianda- mæri Ghana og Efri Volta, urðu vitni að þvtf, að sögn þeirra, hvernig töfra þurfti til að fella tré eitt, álagatré. Axir og stór- virkar vinnuvélar fengu ekki fellt tréð, þar til töframaðurinn kom til skjalanna. Þýzkur verk- fræðingur segir: „Jupumaðurinn slátraði hænu, tréð virtist detta af sjálfu sér“. Milljónamæringur styðst við muti Vestrænir menn, sem hafa í frammi vizku, sem Afríkumenn þekkja ekki. oft grunaðir um galdur. Almenningur trúir því, að þeir, sem fram úr skara, iimiiinii IBllBDHlllll Umsjón. Haukur Helgason: njóti töfra. Þannig er með svarta milljónamæringinn í Suður-Afríku, Khotso Sethunsa. Karl er nú níræður en kvæntur 23 konum, sem hann segist „gera ánægðar allar saman á hverri nóttu“. Khotso þakkar orku sína mutilyfi, sem gert er úr grösum. Fólk trúir á afrek milljónamæringsins og vinar hans, hnefaleikarans Tony Morodi, en Morodi er boxari á heimsmæiikvarða. Er auðvelt fyrir almenning að eigna af- rekin galdri. Sagt er, að töframönnum fækkaði ekkert í Afríku. Leið- togar annað hvort styðja við þá eða notfæra sér trúnað fólks á þeim. Þannig snerust stjómvöld í Kenýa nýlega gegn töframönn- um og handtóku hinn helzta þeirra. Þetta kom þó einungis til af þvi, að þessir töframenn voru taldir vinna fyrir andstæð- inga stjómarinnar. Kenýastjóm skirris talls ekki við að notfæra sér töframenn, þegar þeir eru hliðhollir henni. um. Til sölu: Apaliauskúpur og hænsnalappir. Jujumarkaður í Nígeríu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.