Vísir - 01.02.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 01.02.1971, Blaðsíða 16
Rskurím okkar mmheUur kviku- 'WVWAAAAAAAAAAAAAA/^ I íslendingar og áfengið á síðasta ári: Við drukkiiitt inteiro en itiilljón lítru dfengis Islenzkt brennivm efst á vinsældalistanum sem fyrr | Áfengissala ÁTVR nam ári 1970 alls kr. 856.156.294,10 | (átta hundruð fimmtíu og sex i milljónum, eitt hundrað fimm | tíu og sex þúsundum, tvö i hundruð m'utíu og f jórum krónum og tíu aurum). 1969 i nam salan kr. 736.432.814,60. ' Aukningin var 119 milljónir 723.979,50, eða rúmlega 16%. Þessi aukning mun að mestu leyti stafa af verðhækkunum. Vísir fékk þær upplýsingar frá ÁTVR, að sem fyrr, hefði mest salan verið f íslenzku brennivíni, vodka, rommi og genever en einnig væri ævirilega mikið seit af viskfi og koníaki. Af sterkum vínum drukkum vér Islendingar 1 milljón 91 þúsund 335 lítra. Þegar talað er um sterk vín, er átt við drykki sem innihalda meira en 30% alkóhólmagn. Af þessum sterku drykkjum, munum við hafa sett í okkur 453.606 lítra af hreinum vínanda. Af heitum vánum, svokölluð- um, þ.e. sérrí, portvíni, madeira o.s.frv. drukkum við 177.621 lítra, eða tæplega 40.000 lítra af hreinum vínanda. Af borðvínum drukkum við 178.974 lítra og inniheldur það magn 21.000 lftra af hreinum vínanda. Samtals höfum við því drukk- ið 1.447.930 lftra af víni 1970. AIls inniheldur þetta magn 508.536 l ítra af hreinum vín- anda. * Ef miðað er við fólksfjölda á íslandi 1. des. 1969, þ.e. 203.442 ; menn, þá verður neyzla hreins ' vínanda á hvern einstakling ; næstum 2y2 lítri, eða 2,499 lítr- ) ar. ' Tóbakssala ÁTVR nam 703. •' 199.094.65 'kr. árið 1970, en 1969 nam tóbakssalan 632.642.279,15 krónum. Aukningin er rúmlega 10,5 milljónir, eða rúmlega 11%. “GGJ silfur lungt uadir hættumarki — segir i niðurst'óðum Opinberar rannsóknir í Bandaríkjunum sýna, að í freðfiski frá íslandi og öðrum löndum er magn- ið aðeins einn tíundi þess, sem það má vera. Kvikasilfursinnihald íslenzka freðfisksins á Bandarrkjamark- bandariskra rannsókna aöi er aðeins einn tíundi hluti þess, sem það má verða, án þess að neytendum geti stafað hætta af. Þetta er niðurstaða rannsókna, sem opinberir aöilar í Bandaríkjunum hafa gert á freðfiski frá Noregi, íslandi, Kanada, Danmörku, Grænlandi og Póllandi. Að meðaltali var kvikasilfursinnihaldið mjög lít- ið í þessum fiski. Athyglin hefur beinzt að kvikasilfri í fiski, eftir að magn þess í túnfiski reyndist hættu- legt. Um ein milljón túnfisk- dósa voru teknar af markaöi í Bandaríkjunum í desember, þar sem kvikasilfursmagnið í túnfiskinum reyndist hættulegt mönnum. Þá var talið að 23% af öllum túnfiski á Bandaríkja markaði hefði of mikið af kvika silfri. Eftir frekari rannsóknir er nú álitið að um 2% af túnfisk inum hafi of mikið kvikasilfur til þess að óhætt sé að neyta hans. 1 Japan höfðu margir látið líf- ið, sem neytt höfðu túnfisks með hættulegu kvikasilfurs- magni. Eftir þetta beindist athyglin að öðrum fisktegundum, og gengust opinberir aöilar i Banda ríkjunum fyrir víötækum rann sóknum á kvikasilfursinnihaldi. Eftirlitið með matvælum og lyfj um hefur þar rannsakaö 80 freð fisksblokkir frá ýmsum lönd- um. Bendir ekkert til þess, að hins minnsta hætta sé af neyzlu þessa fisks. — HH Spennir úr sam- bandi í Elliðaárstöð Rafmagnslaust i Reykja- vik á tima i morgun Rafmagnslaust varð á nokkrum stöðum í Reykjavík í morgun, þeg ar spenni leysti út í Eliiðaárstöð. Rafmagnið fór sumstaöar af í fá- einar mínútur, annars staðar í 15 til 20 mínútur. Starfsmenn Lands- virkjunar í Elliðaárstöð höfðu snör handtök og skiptu um spenni svo fljótt, sem verða mátti, þannig að enginn þurfti að una rökkrinu lengi. — JH „Ekki farnir að ótta okkur" — Skattframtölin komin i einn haug Starfsliö Skattstofunnar stóð í morgun með fangið fullt af skatta skýrslum. 1 gærkvöldi var stöðug ur straumur fólks að bréfalúgunni í Ingólfsstræti. Lögregluþjónar liðkuðu fyrir umferðinni að vanda meðal annars með því að taka við skýrslum út um bílglugga. Mest varð ösin undir miðnættið. Það vafðist fyrir mörgutn að tí- unda laun sín og sumir staðfestu drengskaparloforö sitt á síðustu stundu, með skýrsluna á hnjám sér inni f bíl. Að sögn Ragnars Ólafssonar, deildarstjóra á Skattstofunni voru skýrslurnar að berast jafnt og þétt alla síðustu viku. Sagði hann að menn væru jafnvel heldur fyrri til að skila nú en áður, þótt þetta dragist fram á síðustu stund hjá æðimörgum. Um 40 þúsund skýrsl ur voru sendar út til framteljenda og sagði Ragnar að starfslið Skatt stofunnar væri tæplega farið að átta sig á heimtunum enn sem komið væri. — Þetta lægi þar allt j í einum haug. — JH ;i: Jeppabifreið valt út af SSuöurlandsvegi skammt ofan við Lögberg snemma í morgun. Iíafnaöi bfll- inn á þakinu rúma 10 metra utan við veginn, en ökumanninn sakaði ekki. — Fljúgandi hflt var á olíumalarborna kaflanum í morgun, en akstur á þessum slóöum viðsjárverður. Tafiö er, að bíllinn hafi oltið, vegna þess að framhjólbarði hafði sprungið og bíllinn lent út af veginum. — Jeppinn var fluttur á brott af kranabíl. —GP Yar að missa rænuna þegar hjálpin komu — segir stúlkan, sem varð fyrir likamsárás i Vesturbænum „Ég hugsa, að ég eigi þessari konu, sem kom mér til hjálpar, líf mitt að Iauna,“ sagði tvítug stúlka, sem varð fyrir nauðgun- arárás á föstudagskvöld vestur á Reynimel. „Ég fann að ég var aö missa rænuna undan barsmíðum manns- ins, þegan kona, sem haföi heyrt i mér hrópin, kom þarna aö. Þá varö maðurinn hræddur og kallaði að allt væri í lagi, en hljóp síðan á brott“, sagði stúlkan við blaða- mann Vísis. Blá og bólgin í andliti undan barsmíðum árásarmannsins var stúlkan flutt á slysavarðstofuna, þar sem gert var að meiðslum henn ar og reyndust áverkarnir ekki j hættulegir. „Ég hafði verið í bíó, misst af ' strætó og gekk heim til mín vestur I í bæ, en hjá gatnamótum Hofs- vallagötu og Reynimels sá ég mann j á vappi, sem sneri sér að mér og bað mig um að koma heim með sér. Fyrst ætlaði ég að halda mína leið niður Hofsvallagötu, en þegar hann elti mig, þá tók ég til fót- anna og hljóp vestur Revnimelinn. En hann kom aftan að mér og skellti mér í götuna. Höggin dundu á mér og hann tætti utan af mér jakkann og pils- ið, en þá kom konan mér til hjálp- ar.“ Maöurinn hljóp burt, en það sást í hvaða hús hann fór. Lögreglu- menn, sem fengu lýsingu á mann- inum, höfðu uppi á honum. Þrætti hann í fyrstu, en játaði árásina eftir frekari yfirheyrslur. Þó taldi hann sig muna einstök atvik illa, vegna þess hve ölvaður hann hafði verið. —GP Frysfa loðnan I - seld á 13-17 bús. kr. tonnið j 9 Eins og Vísir hefur áður skýrt frá hefur Söluiniðstöð hrað- frystihúsanna og SÍS gert samning við Japan um sölu á 2.000 tonnum af frystri loðnu, sem er um helm- ings aukning frá í fyrra. Verðið á loðnunni hefur hækkað verulega og fást nú 13—17.000 kr. I fyrir hvert tonn eða 25—35 millj- ónir fyrir magnið, sem samið hefur ! verið um. Þriðji aðilinn er nú einn- ig að gera samninga við Japani um ' sölu á frystri loðnu, en talið er að | markaðurinn í Japan fyrir frysta | loðnu sé hvergi nærri tæmdur með sölu SH og SÍS. Það má því vera Ijóst, að loðnan hafi nú sívaxandi mikilvægi að gegna í útflutnings- tekjum landsins og má í þvi sar>- j bandi einnig minnast á niðursuðu á loðnu, sem nú er mjög vaxandi hjá Norðurstjörnunni í Hafnar- jfirði. — VJ /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.