Vísir - 01.02.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 01.02.1971, Blaðsíða 3
V 1 S I R . Mánudagur 1. febrúar 1971. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖNDh Umsjón: Haukur Helgason: Verður hætt við lendingu á tungli? — Fimm tilraunir v/ð tengingu mistókust / nótt — Tveggja stunda taugaspenna — Hætt v/ð skemmdum Gelmfaramir í Apollo 14 áttu erfiðar stundir í nótt. í tvær klukkustundir mis- tókst hver tilraunin af ann arri til að tengja stjórnfar og tunglferju. Klukkan tvö í nótt tókst þeim loks í sjöttu tilraun að tengja þessa hluta geimfarsins, sem var 40 þúsund kíló- metra úti í geimnum á leið til tungls með meira en tólf þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Verður ekki Ijóst, fyrr en eftir nákvæma rannsókn á tengingunni, hvort 'lent verður á tungli eða snú- ið við. Ferðinni var í bili haldið áfram samkvæmt áætlun, meðan geimfararnir og starfsmenn á jörðu niðri reyna að finna, hvað bilaði á fyrsta hluta ferðarinnar. Þessi fjórða tunglferð mannkyns- sögunnar hóf'st 40 mínútum eftir áætlun. Tafðist hún vegna mikillar rigningar og ótta við þrumuveður yfir Kennedyhöfða. Geimförunum er ætlað aö vinna upp þennan tíma með því að auka ferðina meö stefnubreytingu, sem á að verða seinna í dag. Ferðin hafði gengið vel, þar til vandamálið við teng- inguna kom á daginn. Vandamáíiö minnti á ferð Apol'lo 13 í fyrra, en þá byrjaði vandinn skömmu eftir aö stjómfarið hafði verið iosaö frá og því snúið 180 gráður, svo aö unnt væri að tengja það tunglfarinu á þeirri stöðu, sem vera átti á leið til tunglsins. Sams konar breyting var gerð nú. Geim- farinn Roosa tilkynnti skömmu eft- ir miðnættiö, aö tengingin hefði tek izt vel. Nokkrum sekúndum síðar leiðrétti hann þetta. Þá hófst tauga spennan. Þegar fimm tilraunir höfðu mis- tekizt var rætt um að láta geim- farana fara í geimferðabúninga sfna og fara út fvrir farið til að kanna, hvað væri í óTag.i. Þetta reyndist ónauðsynlegt. Geimfararnir til- kynntu eftir sjöttu tilraun, að hún hefði heppnazt. Varð þá miki'M fögn uður 1 geimferðastöðinni í Houst- on. í tengslunum eru tólf lásar, og nægir að þrir þeirra lokist. Geim- farinn Shepard segiist álíta, að miklu fleiri lásar hafi lokazt. Því var ferðinni snemma í morgun 'hald ið áfram, eins og ráðgert hafði ver- ið. Vandræðin hafa ekfci haft nein áhrif á tímann. Hins vegar er í vafa, hvort lent verður samkvæmt áætlun, þar ti'l endanlegri athug- un er lokið. Ti'l þess að geimfararnir Shep- ard og MitcheM geti lent á tung'li, verður fyrst að vera unnt að skilja hluta geimfarsins, stjómfarið og tunglfarið, að. Meðan þeir tveir lenda á tunglli, mun Roosa svifa um'hverfis tungl í stjómfarinu. Síð- an verður að vera unnt að tengja tunglfarið stjómfarinu aftur, þegar þeir félagar koma upp frá tungli. Sé eitthvað í ólagi með tenginguna, mun Roosa verða sá eini, sem kemst aftur ti'l jarðar. Þegar geimfaramir tilkynntu, að þeim hefði ekki tekizt tengingin, sögðu þeir frá því, að rákir væru f lásum vegna nuddsins. Engin skýr ing fékkst á þessu. Sérfræðingamir í Houston athuguðu þetta á ,,mód- elum“ og stóö sú athugun yfir í morgun. Reynist hafa orðiö tjón, sem skapi hættu við tenginguna eftir tungMendinguna, er óvíst, að lent verði á tungli. Hættan verður þá enn meiri en nú, ef eitthvað mis- tekst. Þá verða þeir Shepard og MitcheM þreyttir eftir ferð sína á tungli. Þúsundir fórust í flóðunum í Mósambík Ekki var fullvíst í morgun, hversu margir höfðu farizt í flóðunum miklu í Mos- ambfk. Mörg lfk hafa fund- izt í húsum, sem hrunið hafa og í leðjunni. wwwwwwwwwvwwwwwwwwwwv Á slóð morðingja tveggja milljóna Hinn kunni „nasistaveiöari" Simon Wiesenthal sagði i gær- kvöldi. að hinn alræmdi yfir- læknir í Auschwitzfangabúðun- um, dr. Joseph Mengele, væri í felum í Suður-Ameríkuríkinu Paraguay. Wiesentha! er maðurinn, sem hafði hendur í hári Eichmanns á sínum tíma og fleiri nasistum síðar, til dæmis Stengl, sem ný- lega var dæmdur í Vestur- Þýzkalandi. Wiesentha! starfar við stofnun Gyðinga í Vínar- borg. Hann er nú í heimsókn í Tel Aviv f ísrael. Menegele hefur veriö leitað í meira en 20 ár, en hann hvarf f stríðslok. „Ég veit, að hann er í bæn- um Puerto í Paraguay á hern- aðarlegu svæði, sem óviðkom- andi fá ekki aðgang að,“ segir Wiesenthal. Mengele er 59 ára og er hon- um gefið að sök að bera ábyrgð á dauða tveggja mi'lljóna Gyð- inga f gasklefunum f Auschwitz. Meiri h'luti þessa fólks voru kon ur og börn. Fyrir hálfum mánuði hét stofnun í Haífa um fimm millj- ónum króna hverjum þeim, sem hefur hendur í hári Mengele. Segjast Gyðingar vilja ná hon- um lifandi. Þeir hafi ekki á'huga á að drepa hann, og hefðu þeir el'la getað gert það fvrir löngu. Opinberir aðilar segja, að fjöldi látinna geti verið mörg hundruö eða mörg þúsund. Óstaðfestar fregn ir herma, að mörg hundruð manna 'hafi án efa farizt f Zambesihéraði, 'sem verst varð úti, norðan 'hafnar- borgarinnar Beira. Óttazt er, að hól'f mi'Mjón manna séu einangraðir f morgun. Miklar skemmdir hafa orðið á uppskeru. Beiðni hefur borizt víða að um mat og vatn. Portúgalski ílugherinn hefur sent f'lugvélar til flutninganna. Mosam- bfk er portúgölsk nýlenda í Af- rfku. BYRJAÐI ILLA Þetta er eldflaugin, sem Apollo 14 var skotið upp með í gærkvöldi eftir 40 minútna töf. Töfin veldur því, að geimfararnir verða að flýta för sinni. Frekari óhöpp eltu þá félaga í alla nótt eftir þessa slæmu byrjun. MISTÖK í SIGLINGU OLLU STRANDINU — „Ég skil þetta ekki," segir skipstjórinn á „Margréti prinsessu" Danska ferjan „Margrét í gærmorgun strandað prinsessa“ kom til Kaup- norðan Helsingjaborgar í , „ * blíðskaparveðri. mannahafnar í nott með v „Eg ski'l ekki, hvað hefur getað tíu metra breiða dæld í valdið strandinu,“ sagði Jörgen . ~ , o*.. Kertz skip'stjóri skömmu eftir kom- stefni, eftir að skipið hafði una UJ Hafnar. ..Veðriö var gott, og útsýni yfir alla strandlengjuna.“ Fimmtíu bifreiðar, sem voru með skipinu, munu verða settar á land, og síðan fer skipið til Friðrikshafn- ar, þar sem viögerð fer fram. Talið er, að ekki verði unnt að nota skip- iö á leiðinni Osló—Kaupmanna- höfn fyrr en eftir mánuð. Sjópróf verða á miðvikudag í fyrsta. lagi. Þaö virðast hafa verið mistök í siglingu, sem ollu strandinu. 453 farþega og 125 manna áhöfn skips- ins sakaði ekki. Farþegarnir fóru f Evrarsundsferju og síðan með sér- stakri lest, og komu þeir til Kaup- mannahafnar sjö klukkustundum eftir áætlun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.