Vísir - 01.02.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 01.02.1971, Blaðsíða 4
4 V 1 S I R . Mánudagur 1. febrúar 1971, John Toshack, Liverpool. þverslá. Knötturinn hrökk fyrir fætur Aston, sem sendi hann í netið. Eina mark heimaliðsins skoraði Frank Worthington úr vítaspyrnu. Derek Dougan, formaður sam taka ensku knattspyrnumann- anna, skoraði bæði mörk Úlf- anna gegn Crystal Paíace — en hann hafði ekki hugmynd um, þegar hann skoraði fyrra mark- ið. Þar fylgdi honum hin írska heppni. Ken Hibbitt spymti knettinum inn í vítateig og hann lenti í Dougan og hrökk i markið. Þá var hálftími af leik. Alan Birchenall jafnaði fyrir CP tíu mínútum síðar — en Dougan skoraði sigurmarkið i síðari hálfleik. Aðstæöur voru þá orðnar mjög erfiðar og slvddustormur á vellinum. Ekki virtist Chelsea sakna Peter Osgood gegn WBA og skoraði tvívegis í fyrri hálfleik. Fyrst .Tohn Hollins og síðan Ian Hutchinson, en Jeff Astle lagaði stöðuna í 2—1 fyrir WBA rétt fyrir h!é. t síðari hálfleiknum skorað' Hollins annað mark sitt f leiknum. en Smerhurst. hinn unqi leikmaður frá Suður-Afrfku fjðrða mark liðsins. Hann lék f stað Charlie C.ooke sem nú var aðeins varamaður. þðtt hann eigi að leika í skozka landslið inu gegn Belgíu á miðvikudag. m-> bls. 5 Tveir leikir skám sig úr hvað þýðingu snerti, því efstu liðin Leeds og Arsenal, léku við mjög hættulega mótherja. Leeds hlaut bæði stigin gegn Manch. City á Maine Road í Manchester, en Arsenal tapaði báðum í Anifield í Liverpool. Leikmenn Leeds komu mót- herjum sínum mjög á óvænt með algjörum sóknarleik frá byrjun og þaö gaf fljótt upp- skeru. Þegar á 14. mín. tókst Alan Clarke að skora fyrir Leeds og tólf minútum síðar skoraði Jackie Charlton annað mark liðsins. Hann fór inn á marklínu, þegar Johnny Giles tók hornspymu, og tókst að koma knettinum í mark. En Joe Corrigan, markvörður City, sem stóð sig svo frábærlega vel gegn Chelsea í bikarleiknum fyrra laugardag, átti sök á báðum þessum mörkum — og gæfa Manch. City var ekki mikil í leiknum, því jöfnunarmark, sem Francis Lee skoraði og ekkert virtist athugavert við, var dæmt af og eins tók dómarinn ekki til greina ákafa kröfu City-leik mannanna um vítaspyrnu stuttu síöar. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, en hann var mjög harður og til lítjUar á- nægju fyrir Sir Alf Ramsey. — Fjórir af þeim leikmönnum, sem hann hafði valið til að leika gegn Möltu á miðvikudaginn i Evrópukeppni landsliða, meidd- ust og geta ekki tekið í lands- leiknum, þeir Lee og Colin Bell hjá City, og Terry Cooper og Clarke hjá Leeds — auk þess, sem Jackie Charlton nefbrotnaði í leiknum. Harka var hins vegar ekki mikil í leiknum á Anfield, en Liverpool hafði talsverða yfir- burði. Hin einhæfa leikaðferð Arsenal — langspyma fram til hinna stóru leikmanna John Radford og Ray Kennedv — var létt fyrir risana i Liverpool- vörninni, Larry Lloyd óg Ron' ’ Yeats, en þeir eru báðir rétt innan við 1.90 m, og þar með var broddurinn úr Arsenal-sókn inni. Liverpool-liðið • ]ék mjög vel með fyrirliðann Tommy Smith og John Toshaok, ásamt háskólastúdentunum Brian Hal' og Steve Heighway, sem hættu- legustu menn i sóknarleiknum. Toshack skoraði strax á fjórðu min. og þessi 21 árs piltur, sem. Liverpool keypti nýlega frá Cardiff fyrir 110 þúsund pund, sýnir framför i hverjum léik. — Fyrst í sfðari hálfleik skoraði Smith siðara mark Liverpool úr aukaspymu upp við vítateig og eftir það var sigur Liverpoo! aldrei í hættu. Þess má geta, að Ian Crllaghan komst ekki i lið Liverpoo! — í fyrsta skipti í 11 ár. En áður en lengra er haldið skulum við lita á úrslit í leikj- unum, sem voru á íslenzka get- raunaseðlinum. X Burnley — Newcastle 1—1 1 Chelsea - W.B.A. 4—1 2 Coventry — West Ham fr. 2 Derby — Nottm. For. fr. 2 Huddersf. — Man Utd. 1—2 1 Ipswich — Blackpool 2 — 1 1 Liverpool — Arsenal 2 — 0 2 Man. City — Leeds 0—2 1 Southampton — Stoke 2—1 1 Tottenham — Everton 2—1 1 Wolves — C. Palace 2—1 X . Luton — Cardiff fr. Brian Labone hjá Everton, sem var öruggur með sæti i landsliði Ramseys á miðvikudag inn, var mjög óheppinn gegn Tottenham, því eftir aðeins 10 mín. leik var hann borinn af leik velli og farið með hann beint á sjúkrahús. Langur opinn skurð ur var á öðmm fæti hans eftir viðureign við Martin Chevers. Það var lán í óláni hjá Everton, ur, en hann náði miðvarðarstöð- unni frá Labone á tímabili sl. haust. En Kenyon réð þó lítið við Chivers í leiknum og eftir 20 mín. skoraði Chivers fyrsta mark Tottenham eftir auka- spymu Martin Peters. Joe Royle tókst að jafna fyrir Everton rétt fyrir hlé, en strax f byrjun síð- ari hálfleiks skoraði Alan Gilz- ean og það reyndist sigurmark Tottenham. Chivers var áber- andi bezti rrmðurinn á vellinum -— mun fre«fe ©ia&Mullery og Peters hjá Tottenham, og Ball, Harwáy og fto$d#«hjá Everton, sem.Rámsey hafði valiö í lands líð sitt, enda fór svo, þegar landsliðseinvaldurinn frétti af hinum miklu meiðslum á Maine Road, að hann bætti Chivers og Ray McFarland hjá Derby við í landsliðshópinn. Það fór eins og við sögðum hér í Vísi. að George Best mundi leika fyrir lið sitt, en ekki sjálfan sig, þegar hann komst úr straffi Sir Ma’tt Busby. Já, Best var góður hjá Manch. Utd. og átti mikinn þátt í sigri 1 liðsins í Huddersfield. Áhorf- endur voru mjög margir — flest " ir komnir til að sjá Denis Law, en það var einmitt á Leeds Road í Huddersfield, sem hann vakti fyrst verulega athygli, — þe'gar hatin sem: 16 ára strák- polli byrjaði að leika í aðal- liði Húddérsfield. En hann var þar í örfá ár — 1960 keypti Manch. City hann fyrir 55 þús uhd pund, sem þá var metupp- hæð fyrir brezkan leikmann. - City hélt honum aðeins nokkra mánuði, o,g éftir dvöl á Ítalíu, var hann keyptur til Manch. Utd. sumarið 1962 — áftur met sipphæð, 116 þúsund pund. En það á ekki af þessum frábærn léfkmanni að ganga, Hann byri- . áði. rnjög glæsilega gegn Hudd- érsfield nc á 20. mín. lék hann ásamt Best i gesn og skoraði fyrsta markið í leiknum. Fimm mfnútum síðar var hann borinn af leikvelli - og burfti sjö spor til að sauma skurð. sem hann fékk. Johnnv Aston kom í stað hans ofr skoraðí sicurmark Unit- ed f leiknum rétt fvrir hlé, eftir að Best hafði snlnndrað vöm Huddersfield og átt hörkuskot i Ron Davies skoraöi sigurmarkið í Southampton og er al- mennt taiið bezti miðherji í enskri knattspyrnu. Hann lék hér á laugardalsvelli fyrir nokkrum árum með Norwich — og hver man ekki skallana hans þá? — Arsenal tapaði / Liverpool og er 5 stigum á eftir Leeds □ Hinar miklu og sífelldu lægðir suð-vestan úr Atlantshafi, sem herjuðu Bretlandseyjar á föstudag og laugardag, höfðu það í för með sér, að vatnselgur var víða mjög mikill á knattspyrnu- völlum og þrettán þeirra óleikhæfir af þeim sökum. Þrettán leikjum var því frestað og af þeim voru þrír á íslenzka getraunaseðlinum. Varð því að grípa til þess ráðs að draga um úrslit í þessum þremur leikjum. Ekki var mikið um óvænt úrslit í leikjun- um níu, sem háðir voru, en úrslit ekki alveg sam- kvæmt „bókinni“, þegar dregið var, svo búast má við, að einhver fái góðan vinning, þegar seðlarnir hafa verið yfirfarnir hjá getraununum. Allir þýð- ingarmestu leikirnir í 1. deild fóru fram og sigur- líkur Leeds jukust talsvert, því liðið hefur nú orð- ið fimm stiga forustu á Arsenal í deildinni — en hefur að vísu leikið einum leik meira.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.