Vísir - 01.02.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 01.02.1971, Blaðsíða 9
V f S I R . Mánudagur 1. febrúar 1971, Frá umræðufundi Stúdentafélags Háskólans um kvikmyndina „Táknmál ástarinnar“ í Hafnarbíó. 65. skoöanakönnun VISIS: Teljið þér að herða eigi eða létta eftirlit með efni, sem fjallar um kynl'if? „Aukna kynferðisfræðslu, minni kynlífssýnikennslu“ □ „Mér finnst það algjört svínarí að við í dreifbýl inu skulum ekki fá að sjá t.d. Táknmál ástar- innar, þegar Reykvíkingar hafa fengið að sjá hana og m.a. skólabörn. Varla erum við viðkvæmari fyrir „sexinu“. — „Það fer nú svolítið eftir hvað er átt við með spurningunni. Ég er hlynnt aukinni kyn ferðisfræðslu en minni kynlífssýnikennslu“. „Það er víst nóg, sem flæðir yfir okkur, þó að þeir fari nú ekki að létta á eftirlitinu. Hvar er annars þetta eftirlit?“ □ „Þetta er nú ósköp saklaust og hóflegt, sem komið er. Heilbrigðu fólki getuf váHa brúgðíð' f brún, þó að eitt og eitt berrassað par sjáist andar- tak á tjaldi eða mynd“. — „Það voru engar höml- ur á þessu þegar ég var að alast upp. Þá klæmdust menn löglega, ef þeir nenntu og allt gekk þetta ein- hvern veginn sjálfkrafa og átakalaust. Svo komu þessar hömlur og allir urðu vitlausir í klám“. □ „Þetta er ágætt eins og er og ástæðulaust að létta á eftirlitinu. Ég vil ekki fá klámbylgjuna yfir mig eins og þeir á Norðurlöndum, vil ekki láta nudda þessu framan í mig“. — „Það þarf að skiljá betur á milli kláms og kynferðisfræðslu. Þar á eft- irlitið að koma til. Kannski mætti þó leyfa einhverj- um að komast í klám, ef þörfin er mikil og þá eftir eins konar „resepti", — „Aukið frjálsræði, sem unga fólkið er að reyna að leiða yfir okkur, er væg- ast sagt siðspillandi“. □ „Óþarfi er að flytja klámbókmenntir inn í land ið. Við íslendingar eigum nógar bókmenntir, sem eru hollari lesning”. — „Herðum eftirlitið, en þó þannig að heilbrigt kynlíf og kynferðisfræðsla í skólum bíði ekki hnekki. Þetta má ekki verða feimnismál. Enginn getur umflúið kynlífið í ein- hverri mynd“. — Ég er satt að segja orðinn hund- leiður á öllu þessu klámsnakki og kynferðisfræðslu umræðum í það óendanlega. Það ætti helzt að herða eftirlit með öllu þessu gegndarlausa mál- æði um þessi mál“. Kynlífið hefur verið meðal vinsælasta umræðuefnis þjóðar- innar á undanfömum mánuðum, iafnvel svo mjög að mörgum pykir meira en nóg um. Enda- lausar umræður hafa verið um klám og kynferðisfræðslu og hefur þar sitt sýnzt hverjum eins og gengur. Skömmu fyrir jól kannaði Vísir afstöðu al- mennings til kynferðisfræðslu í skólum. I ljós kom, að yfirgnæf- Niöurstööur úr skoðanakönnuninni urðu pessar. Herða.... 100 eða 50% Létta.........52 eðo 26% öákveðnir • • 48 eða 24% Ef aðeins eru taldir peir, sem afstöðu tóku, lítur taflan pannig út: " rt'Tt ftríAimim'. í tftrrH Trjlvfr ‘~iUO±v iO± ( Owq uíj ,i Herða................66% Létta...........34% andi meiri hluti fólks var fylgj- andi kynferðisfræðslu f skólum eða 95%. — Vísi þótti því for- vitnilegt, hvort íslendingar eru almennt „frjálslyndir gagnvart öllu efni, sem fjallar um kyniíf og lagði því eftirfarandi spum- ingu fyrir í 65. skoðanakönnun sinni: Teljið þér, að herða eigi eða létta eftirlit með efni, sem fjallar um kynlif? Þessi spuming er nokkuð rúm og almenns eölis og því nokkuð undir hælinn lagt, hvaða skiln- ing fólk leggur f hana. Hins veg- ar er hún orðuð þannig, að forð- azt er að nota ,,ljótt“ orð eins og t.d. klám, sem gæti haft á- hrif á svör manna. Spumingin er orðuð eins hlutlaust og kost- ur er á. Niðurstöðumar úr þessarri könnun fara heldur betur f aðra átt, en úr könnuninni um kyn- ferðisfræðslu f skólum. Máfcti raunar búast við þvf. Ef aðeins era taldir þeir, sem haía mynd- að sár skoðun var ófcvfræður meirihlut.i því fylgjandi, að eft- irlit með efni, sem fjallar um kynlíf væri hert, eða um 66%. Aðeins 34% vildu létta eftirlit- inu. Hins vegar voru 24%, sem annað hvort töldu ástandið vera gott eins og það er eða höfðu ekki myndað sér skoðun. Þess ber þó að geta, að allmargir sem vildu láta herða eftirlitið hafa ef til vill verið ánægðir með ástandið eins og það er, en sögðust vilja herða það til að undirstrika það, að ekW mætti slaka á hömlunum, setn þegar era fyrir hendi. Ekki varð vart við neinn meiriháttar skoðanamun eftir búsetu fólks á hinum einstöku landssvæðum. Höfuðborgarbúar virtust þó heldur „frjálslyndari“ en fólk í dreifbýli. Þá virtust konur vera heldur harðari gagn- vart þessarri spurningu, þ.e. mun fleiri konur en karlar vildu láta herða eftirlit með efni, sem fjallar um kynlífið, og karlar voru í meirihluta þeirra, sem vildu létta eftirlitinu. Athyglisvert hefði verið í þessarri skoðanakönnun eins og svo mörgrnn að kanna bvort veralegur afstöðumunur er eftir aldri ekki síður en kyni. SMkt hefur þð ekki reynzt unnt, þar sem að úrtakið sem Vísir notar viö skoðanakannanir nær ekki að greina fólk nægjanlega 4 aldursstig og því tilgangslaust að reyna að gera sér grein fyrir aldursskiptingu þeirra, sem vilja létta eða herða eftirlitið. Endalaust hefur verið deilt um það, hvort aukið „frjálsræði“ 4 efni, sem fjallar um kynlíf, sé skaðlegt eða ekki. Meðan ekk- ert hefur sannazt i þvf efni, virð ist vera skynsamlegasta stefnan, að halda óbreyttu ástandi hér á landi og bíða frekar eftir reynslu annarra landa, a.m.k. áður en hömlum er létt af. Þó að Danir þykist hafa haft góða reynslu af sínu „frjálsræði" er ekki vist að svo reynist þegar til lengdar lætur. Þeir, sem hafa brennandi þörf finna hvort sem er alltaf einhverjar leiðir til að fá þörf- um sínum fullnægt, þrátt fyrir öll boð og bönn. — VJ TjSBSm: Teljið þér að létta eigi eða herða eftirlit með efni sem fjallar ua kyn- Iíf? Ólafur Hjartarson, innkaupa- stjóri: — Mér finnst að tvf- mælalaust eigi að létta þær hömlur. «-« ......MllnawiHWII'.TWB^ Valgeir Sighvatsson, bílstjóri: — Ég hugsa, að fólk eigi bara að vera frjálst með að velja og hafna á því sviöi sem öðru. Jón Eldon, llffræðinemi við Háskólann: — Mér finnst nauð- synlegt, að skilin á milli kyn- ferðisfræðslu og porno séu mörkuð skýram línum. Kyn- feröisfræðsilu finnst mér svo nauðsynlegt að auka til muna, en hins vegar herða hömlurnar á pornoframleiðslunni. Guðjón Friðbjömsson, skip- stjóri: — Ég held það mætti nú slaka aðeins á eftirlitinu að skaðlausu. Jónína Guðmundsdóttir, skrif- stofustúlka: — Það hefur það lítið reynt á eftirlitið með þeim hlutum, að erfitt er að segja til um hvers megnugt það er ef til þess kæmi, að verulega færi að hellast yfir íslendinga efni um kynlíf, sem biessunarlega hetur ekki gerzt ennþá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.