Vísir - 05.02.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 05.02.1971, Blaðsíða 6
6 LAUS STAÐA ./ Starf dómarafulltrúa við bæjarfógetaembættið í Keflavík er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir skulu sendar undirrituðum fyrir 15. þ.m. Bæjarfógetinn í Keflavík Einkaritari Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar aug- lýsir laust starf einkaritara við stofnunina. Umsækjendur þurfa að hafa Verzlunarskóla- próf eða hliðstæða menntun og reynslu í skrifstofustörfum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, þurfa að hafa borizt stofnun- inni fyrir 14. febrúar, n.k. fc... éi n \ VISIR . Föstudagur 5. febrúar 1971. □ Sitthvað um Hafn- arfjarðarstrætó Hér í pistlinum birtist í vik- unni bréf frá „Hafnfirðingi“, sem gagnrýndi þjónustu Hafn- arfjarðarstrætó og gerði að til- lögu sinni, að Hafnarfjarðarbær tæki við rekstri þeirra af sérieyf ishafanum. — Þátturinn náði tali af forstjóra Landleiða hf. Ágúst Hafberg og varð hann vel við því að gera grein fyrir viðhorfum sérleyfishafans til þess, sem kom fram í bréfi „Hafnfirðingsins". „Það er meira en velkomið að veita upplýsingar um hvað- eina Hafnarfjarðarstrætó við- komandi, sem fólki leikur for- vitni á að vita“, sagði forstjór- inn. Okkur er þökk í allri gagn- rýni, en bréf Hafnfiröings fellur varla undir það, þvf að þar er fiarið með viHandi rangfærslur og alrangar tölur nefndar um fargjöldin. Maður, sem feröast daglega með Hafnarfjarðarstrætó milJi Reykjavíkur og Hafnarfjarðar kaupir sér ekki farmiða í lausa- sölu á kr 23 hverja ferð, eins og bréfritari gefur í skyn. Auð- vitað notfæra menn sér afslátt arkortin, sem viö bjóöum. Þann ig fá menn 21 ferö á kr. 345 eða hvert far á kr. 16.45. Bf menn ganga úr skugga um það, geta þeir komizt að raun um, að það eru fáar leiðir hér á landi, þar sem boðin eru jafnlág fargjöld ef tekið er tillit ti! vegalengda. 1 annan stað er kvartað undan lélegri þjónustu, eins og strjál um ferðum og fáum viðkomu- stöðum, en vagnar okkar hafa 15 mfnútna ferðatíðni frá kl. 13 til kl 20 aMa virka daga. Og hingað til hefur frekar verið deilt á okkur fyrir hitt, að við- komustaöir okkar væru of víða og of stutt miili þeirra, og vagn- arnir hefðu of margar viðkom- ur. — Og ég vil skjóta inn í hér, að mér er ekki kunnugt um, að það sé nokkurs staðar á nein- um leiðum búið eins vel að bið skýlum og einmitt leiðum Hafn- arfjarðarstrætisvagnanna. — En vagnamir ganga stóran hring í bænum og hver vagn gegnir þýð ingarmiklu hlutverki í innanbæj arsamgöngum Hafnarfjarðar. — Sérstök hrmgleið er farin, vegna íbúa ofan til f bænum. En bréfritari ber sig undan þrengslum í vögnunum, sem eru þó f miklu hærri lctassa en peng ur og gerist með sérleyfisbila og almenningsvagna. Bæði eru í þeim fleiri sæti og þægilegri. — Ýmislegt er f þá borið til þess að fólki finnist þægilegt að ferð ast með þeim. Þannig leggjum við t.d. mikiö kapp á að hafa hlýtt f þeim vegna fólks, sem kemur í þá eftir kannski bið úti í rysjóttu veðri að vetrar- lagi, og í þvf skyni höfum við t.d. tvöfalt rúðugler i gluggum, sem um leið gerir vagnana bjart ari og kemur f veg fvrir móðu- myndun á gluggum, þannig að fólk sér vel til þess, hvert það er að fara. — Svona gagnrýni stenzt ekki við athugun, en hins höfum við saknað hjá Landleiðum, að við skulum ekki heyra meira frá fölki, sem hefur raunveruleg ar óskir fram að færa, til að auðvelda okkur að vita, hverjar óskirnar eru, sem við þurfum aö leitast við að uppfylla." HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 :r .srmsn Ck>§'BminT-1® + i FAUECT VANDAB ÓDÝRT Áklæðaúrval hvergi meira. Tegund „Palma“ er fallegt og létt sófasett. Framleitt úr bezta svampi sem völ er á. Grindin er smíðuð úr brenni svo hún er örugglega sterk, þótt grönn sé, og fer ekki úr límingu. Grindina getið þér fengið gljáandi rauða — eða bláa — græna — brúna sem mahoni eða dökka sem palisander. — 2ja sæta sófar fást einnig. rwr^r— ■ • Áklæði A Áklæði B 3ja sæta sófi 16.965,— 19.440,— 2ja sæta sófi 14.340,— 16.440,— stóll 12.350,— 13.965,— Allt settið 43.655,— 49.855,— 1— I j d 1 I Sími-22900 Laugaveg 26

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.