Vísir - 05.02.1971, Blaðsíða 9
VlSIR . Föstudagur 5. febrúar 1971.
sérherbergjum og vörðust hóp-
um smástelpna, sem vildu
ryðjast inn á þá, meöan fylgd-
arliðið hóf veizluglaum í lokuð-
um salarkyrinum og þangað
héldu þeir fjórmenningarnir lika
pegar hægjast tók um. Þessar
veizlur voru drykkjuskapar og
kynórasamkomur, í stil við það
sem tfðkaöist hjá hinum fornu
Rómverjum. Þar var gnægð af
visfcfi og hórum og þar tíðkaðist
margs kyns neyzla eiturlyfja.
Lennon lýsir því opinskátt,
hvemig hann hafi byrjað neyzlu
LSD f siíkum veizluglaum, efn-
inu var fyrst Iætt í vínglas
hans. Sfðan varð hann forfalil-
ittn í þessum viðtojóöi og kveðst
hafa farið aö minnsta kosti þús-
und túra. Þeir vom allir meira
og minna í þessu, einkum hann
og Harrison, en þeir vom lfka
f öðmm eiturlyfjum, hassis og
sterkari og hættulegri pillum.
Oftsinnis hegðuðu þeir sér
eins og svín í vímunni og það í
augsýn fjölda fólfcs. Stundum
tóku þeir að skríða á gólfinu ájj
fjómm fótum eins og skepnur,
eða þeir tóku sér mat frá þjón-
unum, settust á gólfið og átu'-
hann með berum höndunum. !■,
jþað álvarlegasta við þetta|
atferli er kannski, hvemigj
tókst að þagga niður margvís-1
leg s'lík hneyks’li. AðsjáendurÍ
að slífcum atburðum voru till
dæmis margir blaðamenn, og
það kom fyrir að lögreglan
komst í spilið, en allt var
þaggað niður, ýmist í hinu al-
menna sjál'fkrafa þagnarsam-
særi eða beinlínis með mútum.
Og hann var svo stór þjónustu-l
mannahópurinn f kringum þáí
sem makaði krókinn og nautj
glaumlifnaðarins, að þeir heimt-|
uðu að spilinu væri haldið á-|
fram.
„Einkarilega var blaðamanna-
hópurinn í kringum okkur á-í
hugasamur um að viðhaida álitil
ofckar sem hreinum og óspilltuml
skurðgoðum. Hver vildi Ifkal
missa allt þetta ókeypis brenni-|
vin, allar ókeypis hórumar ogS
aflan þann glaum og skemmtun,|
sem upp úr þessu var að hafa?3
Við vorum sjálfir keisaramir,|
sem allt snerist um. Hveri
myndi ljóstra upp um okkur,|
þegar hægt var að græðaj
miilljón pund á ofckur?" segirs
Lennon í þessu merkilega sam-j
tali, og hann heldur áframtf
„Þetta var al’lt einn svikavefuri
ofinn úr skftugum peningum, E
mútum, l^gregluspillingu. AllirJ
vildu komast inn í hringiðuna?
til að fá sinn hlut í gróðanum,|
og þess vegna refca nú svo|
margir upp sitt ramakvein: —|
Takið efcki frá okkur Róm,
þessa flytjan’legu Róm, með
gleðihúsum okkar og bflum,
konum og hjákonum. skrifstofu-
stúlkum og partfum, með okkar
eiturlyfjum og brennivíni. Tafctu
þaö ekki frá 'okkur, John, —e
en hinn vitlausj John Lennonjj
tekur það allt frá þeim.“
Já, kannskj er John Lennon
orðinn hálfvitlaus af öllu þessu
æði og eiturlyfjaneyzlu, kannski
ýkir hann og málar allt í o’f
svörtum litum. Samt er hætt
viö að eitthvað sé til í orðum
hans. Og kannski er víðar pottur
brotinn, fleiri þagnarsamsæri
kringum spillingu og viðbjóð í
þjóðfélaginu. En æðið og æring-
in verður víst að halda áfram.
Ef ekki Bítlarnir, þá eitthvað
annaö í staðinn, tízkufyrirbrigð-
in halda áfrarn að borga sig og
m.ijljónunum er mokað frá fá-
fengileika fólfcsins, ekki með
veniulegum sfcóflum, heldurfj
vélskóflum og skurðgröfum, |
neðan úr skftnum.
Þorsteinn Thorarensen.
bezta líknartækið"
— segir Þorsteinn Einarsson i viðtali v/ð Visi um dýraspitala
„Viðhorf almennings til dýra-
spítala og þarfarinnar fyrir þá
hefur sem betur fer verið að
breytast upp á síðkastið. Þó
rekur maður sig oftlega á það,
hve mörgum finnst lítil nauð-
syn vera fyrir slíka stofnun
hér“, sagöi Þorsteinn Einarsson
íþróttafulltrúi — í þessu tilfelli
dýravinur — í viðtali við Vísi
um dýraspítala, sem Samband
dýraverndunarfélaga á íslandi
og Dýraverndunarfélag Reykja-
víkur hafa hug á að reisa.
„Við höfum kynnt okkur
rekstur dýraspítala víða erlend-
is og m. a. oröið okkur úti um
upplýsingar og teikningar frá
spítölum í Danmörku, Noregi,
Svíþóð og V-Þýzkalandi. Mestar
og beztar upplýsingar höfum
við þó fengið frá Skotum. Það
eru í Glasgow og Gautaborg
dýraspítalar, svipaðrar stærðar
og okkur mundi henta bezt
hér,“ hélt Þorsteinn áfram máli
sínu. „Þetta eru stöðvar. sem
ekki einungis veita sjúkrahjálp,
heldur taka einnig dýr til vörzlu
á meöan eigendur dýranna þurfa
að bregða sér úr landi eða annað
og haifa ekki í nein hús aðvenda
með þau. Ótækt er að fólk
þurfi t. d. að hella guhfiskunu’m
sínum f salemisskálina, komi til
þess, að ekki sé hægt að líta
eftir þeim f lengri eða skemmri
tíma. Fleiri gæludýr mætti taka
sem dæmi, eins og t. d. ketti.
fugla, naggrísi og hunda ... nei
hunda má víst ekki nefna".
„Hvað um kaup á tækjum til
sjúkradeildar svona stofnun-
ar?“
„Ef veí ætti að vera þyrftum
við að fá röntgentæki og tæki
til myndatöku. Spítalinn í Gauta
borg, sem við tökum einna mest
mið af hefur svo einnig fullkom-
in tæki til uppskurðar.“
„En hvaða fjáröflunarleið er
í ráði að fara?“
„Við höfum sótt um að sér-
stakur tollur af innflutningi
skotfæra rynni til þessarar starf
semi. Við höfum ekki gert þar
ráð fyrir háum tolli, en að þvf
er ofckur hefur reiknazt til, ætti
upphæðin að geta orðið um 1
milljón á ári.“
„Hvaða aðstöðu hafa dýra-
læknar hérlendis?“
„Enga. Þeir verða bara áð
notast við sinn bíl og sína tösku.
Ef fólk þá á annað borð æskir
liðsinnis þeirra. A'lltof margir
hallast að því, að bezta líknar-
tækið til hjálpar sjúku dýri sé
byssan. Bónda kemur t. d. það
verkfæri of oft fyrst í hug þegar
mjólkurkýr hans verður fyrir
einhverju skakkafalli, eins og a’ð
gleypa gaddavír. Maður sem
yrði fvrir slíku yrði að sjálf-
söpðu fluttur hið bráðasta undir
læknishendur. hvað lansa ve<?a-
lengd sem um væri að ræða.
En beiiu dvtti siálfsact engum
í hug að kosta í ferðalag undir
sömu krineumstæðum. Ff dvra-
læknir getur ekkí veitt henni
í fiósbásnum þá hiáln sem á
þarf að halda, er ekkert annað
en að lóea henni. Jafnvel hestur
getur orðið dauðans matur fyrir
það eitt að verða haltur.
Þá er það líka eitt ágætt
dæmi um ástandið í þessum
„Við getum tekið strax til við
stofnun dýraspítala, þegar
við höfum þrjár milljónir
upp á vasann“, segir Þor-
steinn.
málum, að er hér á Suðvestur-
landi fyrir ekki svo löngu kom
upp hundapest fannst ekkert
annaö úrræöi en að drepa alla
hunda á stóru svæði. Engin
einangrun var fyrir hendi eða
stofnun til að koma f veg fyrir
útbreiðslu pestarinnar.
Ég man ég heyrði sögu af
bónda úr Skaftafellssýslu, sem
þurfti aö bregða sér til Víkur
í Mýrdal. Hann lokaði hunda
sína inni heimafyrir, en ein-
hvern veginn tókst þeim að
komast út og elta bónda til Vík-
ur. Þar var þá ekki um neitt
annað að ræða en að lóga öllum
hundunum."
„Er ekki neinn dýraspítali hér
á landi eða hefur veriö í ein-
hverri mynd?“
„Nei, svo er ekki. Hér í eina
tíð lét Dýraverndunarfélag
^Reykjavíkur reisa sérstakt stein
hús í útjaöri bæjarins, þar sem
menn utan af landi gátu fengið
hýst hesta sína á meðan þeir
sinntu erindum sínum í höfuð-
borginni. Hunda sína settu þeir
menn oft þama í vörzlu til að
þeir væru ekki að flækjast um
bæinn. Nokkrum sinnum voru
svö hýstar þarna beljur og ann-
að búfé, sem verið var meö á
leið til slátrunar.
Þetta afdrep, sem Dýravernd-
unarfélagiö reisti er Tunga, sem
enn er á sínum stað við Lauga-
veginn. Sams konar afdrep
reistu þeir sér líka á Akureyri
á sínum tima og skirðu það
Karólna Rest. Öll starfsemi
dýraverndunarfélaganna var
lögö niöur I þessum bækistöðv-
um á árinu 1936, en þá voru
bílamir farnir aö leysa hestana
af hólmi og töldu menn þá eteíV
neina ástæðu til að halda reKstr-
inum áfram.“
„Hvaða forsendur voru fyrir
stofnun fyrstu dýraspítalanna
erlendis?“
„Fyrstu dýraspftalarnir vom
settir á fót í fyrri heimsstyrjöld-
inni á vegum hersins. Þá rétt
eins og á íslandi — sérstaklega
til að veita hestum aðhlynningu.
Hestaflið var nefnilega herjun-
um svo mikilvægt, eins og gefur
að skilja. Bæði til að dra.ga her-
gögn og reiða riddaraliðiö.
Síðar fóm þessir dýraspitalar
að verða meira fyrir gæludýr
og má heita aö svo hafj verið
síðan allt fram á þennan dag.
Því er það að fólk upp til hópa
er fariö að líta á dýraspítala
sem óþarfa stofnanir, rekna sér-
staklega fyrir fáeina sérvitr-
inga, sem ekkert aumt mega sjá.
Eins og ég gat um áðan er þetta
s.iónarmið nú sem betur fer aö
láta undan síga og fólkið farið
að gera sér grein fyrir þeim
sjálfsagða hlut, að dýr eigi kost
á læknishjálp engu síður en
við mennirnir. Þó að manneskja
sé komin að fótum fram er allt
gert til að halda í henni líf-
tórunni. Af hverju þá efcki góðri
mjólkurkú alveg eins?"
„Hafið þið dýravemdunar-
menn ákveðið hvar þið komið
til með að setja niður dýra-
spítalann ykkar?“
„Nei, nei, langt í frá. Stofnun
hans er enn á svo algjöru frum-
stigi, að við teljum okkur eiga
langt í land með að ákveða
nokkuö í þá áttina. Rannsóknum
okkar og upplýsingasöfnunum
um rekstur dýraspítala erlendis
hefur hins vegar miðað mjög
vel áfram.“
„Hvenær teljið þið ykkur j)á
vera tilbúna til að ráðast f
framkvæmdimar?“
„Strax og við höfum þrjár
milljónir upp á vasann.“