Vísir - 05.02.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 05.02.1971, Blaðsíða 8
T V1SIR . Föstudagur 5. febrúar 1971. OtEefandi: Reykiaprent ht. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjðttsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Sfmat 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Simi 11660 f5 línur) Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands ! lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðja Vlsis — Edda hí. Samruni skyldunámsins Einn markverðari þátta hins nýja stjórnarfrumvarps um grunnskóla er, að bama- og gagnfræðaskólar eiga að renna saman í samfelldan skóla. Það hverfur stökkið, sem böm taka nú milli bama- og gagnfræða- skóla, og í staðinn koma jafnari og tíðari breytingar á öllu skyldunámsstiginu. Þótt talað sé um samfelldan skóla, þarf hann ekki að verða ein stofnun í einu húsnæði. Því má haga eftir aðstæðum á hverjum stað. Sums staðar kann að henta að hafa alian grunnskólann í sama húsinu og sömu stofnuninni. Annars staðar kann að henta að halda núverandi skiptingu og láta börnin fara milli skóla eftir sjötta bekk barnaskóla. En það verður líka heimilt að skipta grunnskólan- um á annan hátt. Það má hafa sjö—níu ára börnin í sérskóla og öll eldri börnin í öðrum skóla. Það má líka þrískipta grunnskólanum í skóla fyrir sjö—níu ára börn, tíu—tólf ára og þrettán—fimmtán ára ungl- inga. Með þessu móti ætti að vera hægt að hafa skipt- inguna að verulegu leyti í samræmi við það húsnæði, sem til er, og þar með ætti skólahúsnæðið að nýt- ast betur. Námsskrá frumvarpsins hefur ekki enn séð dags- ins Ijós. En af anda frumvarpsins má strax sjá, að nám barna á ekki að snöggþyngjast við flutning þeirra úr sjötta bekk í sjöunda bekk, eins og nú er. Meira kennslumagn verður sett á yngri árgangana, svo að viðbrigðin verða minni. Sérkennsla mun hefjast miklu fyrr en nú er og ýmsar gagnfræðaskólagreinar verða teknar upp á barnaskólastigi grunnskólans. Augljóst er, að byrjað verður að kenna tungumál og þá fyrst og fremst ensku fyrr en nú er gert, líklega í fjórða bekk grunnskólans. Hið sama gildir um ýms- ar raungreinar, svo sem eðlis- og efnafræði og líf- fræði, sem þegar er farið að kanna í efri bekkjum barnaokö’n í si.vnum skólum. Þá má einnig gera ráð fyrir, að kennsia f '. ' 1 ..f "...jsfræðum verði aukin verulega á skyidunámsstiginu. Þessi samruni í grunnskóla mun hafa veruleg áhrif á kennaramenntun. Skilin milli barnakennara og gagnfræðakennara verða ekki eins skörp. Og þau skil verða enn óljósari, ef allir kennarar verða háskóla- menntaðir, eins og nýtt stjórnarfrumvarp gerir ráð fyrir. Verður þá ekki neinn munur á lengd menntun- ar kennara. Munurinn mun þá helzt koma fram í, að kennarar efri bekkja verða yfirleitt sérgreinakenn- arar, en kennarar neðri bekkja sérfræðingar í al- mennum kennslufræðum. Með samræmingu alls skólanáms fram að stigi menntaskóla og sérskóla og breytingu þess í skyldu- nám, sem fari fram í grunnskóla, er verið að stíga verulegt framfaraspor í skólamálunum. Síðar má gera ráð fyrir. að skólaskyldan verði lengd niður á við og feli þá einnig í sér sex og jafnvel fimm ára börn. En hið gífurlega verkefni, sem felst í grunnskóla- iáumvaipinu, nægir þjóðinni í mörg næstu ár. í 'í W 8 m er svo sagt, að bítlatíma- bilinu í mannkynssögunni sé fokið. Hin fræga Bítla-hljóm- sveit þeirra fjórmenninganna Lennons MoCartneys, Harrisons og Ringo Starrs hefur nú end- anlega verið leyst upp, og ekki aðeins Mjómsveitin, heldur gerðist það nú á dögunum, að sjálfur kappinn John Lennon tók sig til og lét klippa af sér sína sfðu lokka og þykist vist aiftur ætla að verða eins og venjulegur maður. Lennon var á sínum tíma aðalstólpinn i hinni einu og sönnu Bítla-Mjóm- sveit, sem sigraðj heiminn. Hann var hugkvæmur og snjall ungur maður, sem samdi flest beztu bítlalögin og skapaði bæði þann hávaða og Mjómblæ, sem ónaauðinn, sem tókst að safna saman með auglýsingabrellum og með því bítlatízkuæði, sem sikáil eins og filóðbylgja yfir heiminn. Tjað er margt og misjafnt, sem hefur verið skrifað um Bítl- ana á undaniförnum árum. En eitt höfuðatr. virðiist jafnan hafa sjcipt mestu máli. Þeir græddu mikla peninga, og þeir öfluðu Bretlandi svo mikilla gjaldeyris- tekna, að það haifði allt að þvi heimssögulega þýðingu. Ef þeir hefðu ekki komið til, er alls 6- víst, að Bretland hefði komizt úr þeim miklu efnahags og gjaldeyriskröggum, sem það var f kringum 1960. Þeir voru eins og dágóð síldarvertfð. Ef þeirra John Lennon hefur látið klippa sig. Hér sést hann með hinni japönsku eiginkonu sinni Yoko Ono. sló í gegn og vann hjörtu unga fólksins um allan heim. Nú eftir 10 ára valdatíma er draumurinn búinn og sjálfur Lennon lýsir því yfir í löngu samtaii, að bftl- arnir hafj aldrei verið annað en biekking, stórkostleg aug- lýsingabrella, innantómt hjóm, sem hafi lítið annað gert en æra unga fólkiö og færa Bítlunum sjálfum og fjölmennum hópi auglýsingamanna og blaðamanna sem tóku þátt í samsærinu gnægð auðs. John Lennon er nú ákaflega vonsvikinn maður í löngu sam- tali, sem birtist nýlega við hann í amerísfcu söngvatíma- riti. Hann lýsir þar með eftir- sjá og sjálfsásökun þeim aug- lýsingabrellum. sem beitt var til að stofna tii frægðar bftl- anna og greinir frá því hneyksl- anlega líferni kvnóra. drykkju- skapar os eiturlyfianeyzlu. sem beir fjórmennin-arnir lifðu, en þó sérstaklega hið fjölmenna og spiHta fylgdarlið, sem alls stað- ar var f kringum þá. Þessi hópiu liföi f ógurlegum glaumi á hverju kvöldi. En kringum þetta lífernj var þagnarmúr blað-: og blaðamanna, sem lifðu á sníki- um og mútum í kringum millj- hefði misst við, hefði kannski orðiö að fella gengi sterlings- pundsins ennþá meira en gert var og ómögulegt að segja, hvaða keðjuáhrif það hefði haft f alþjóðafjármálum, . kannski hefðj hrun doliarans fylgt á eftir Harold Wilson, sem þá var forsætisráðherra sagði það berum oröum, að Bítlamir væru leynivopn Breta f viöskiptajöfn- uöinum og lét Elísabetu drottn- ingu sæma þá heimsveldisorð- unni. Alls er talið, aö Bítla-hljóm- plötur hafi selzt fyrir hátt í hundrað milljarða króna, fyrir utan þær stórkostlegu greiðsl- ur sem gengu beint ti'l þeirra fyrir hljómleikahald, og þar við bætist einnig tízkugróðinn, sem leiddi af hárvexti þeirra og sérkennilegum klæðaburöi. Enn mætti kannskj bæta við leyndari gróða, sem stafar af eiturlyfjaneyzlu í sambandi við þessj goö, en það er að koma æ betur f ljós, að þeir áttu sinn þátt m. a. í útbreiöslu brjál- æðislyfsins LSD. Áhrifanna af þessu gætir enn víðsvegar um veröld, enn munu ungir menn haida áfram aö ganga síöhæröir og skeggjaðir, hvað sem Lennon gerir nu, peg- ar hann veltur út úr hring- ekjunni. Og eiturlyfjavandamál- ið heldur áfram að velta upp f sinn snúð. Áfram verður einnig haldið að finna ný tfzkubrögö og auglýsingabrellur til að æra fóikið og moka saman gróða á fáfengileik, heimsku og hrif- næmi ungs fólks, sem á síðari velgengnisárum hefur fullar hendur fjár. Tohn Lennon segir í samtalinu, ** að Bítlamir hafi verið hjóm og blekking og nú sé svo komið, að draumurinn sé úti, ekki aðeins draumur þeirra fjórmenninganna, heldur draum ur þeirrar kynslóðar, sem þeir ærðu. Við veröum, segir hann, einfaldlega aö horfast í augu við veruleikann. Menn ímynduðu sér að Bítlamir væm að breyta heiminum, það var talað um að unga fólkið væri að gera upp- reisn gegn eldri kynslóðinni og allt yrði svo gott og dásamlegt. — En við höfum engu breytt, öðru en því, að hópur af spillt- um borgarabörnum hleypur um með sítt hár og tízkutildur um gðtur borganna og tízkukóngar og blaðaútgefendur eins og Kenneth Tynan halda áfram að moka saman milljónum. Að öðru leyti hefur ekkert breytzt, það er haldið áfram að selja vopn til Suður-Afnku, og svertingjar eru drepnir á götunum. Fólkið held- ur áfram að lifa í sárustu eymd og rottumar hlaupa yfir það. Bkkert hefur breytzt annað en það, að ég er orðinn. þrítugur og fíflin hlaupa í kring með sítt hár. John Lennon segir það skoð- un sína, að þeir fjórmenning- arnir hafi flutt vemlega góða danshljómlist, þegar þeir léku lítt þekktir á skemmtistöðum í Liverpool og Hamburg, áður fyrr. — En með frægðinni fór list okkar slfellt hrakandi, enda skipti hún þá ekkj lengur meg- inmáli. Þá vorum við komnir I umsjá fram'kvæmdastjórariis Brians Epsteins, sem lét ofckur klæðast furðulegum föturn. Tón- list okkar dó, en við lyftumst upp til frægðar og urðum tækni- legir upptökumeistarar, og það var allt annað. TTann lýsir því, að það hafi einkum verið grein tónlist- argagnrýnanda enska blaðsins Times, sem olli þvf, að þeir slógu í gegn. Fer hann háðuleg- um orðum um þennan gagnrýn- anda, sem hafi bufflað eitthvað um eólískar tóntegundir og Ifkt þeim við sjálfan Beethoven. En þessi vitleysa hafi nægt til að gera þá Bítlana að fínum pappír í augum brezku borgarastéttar- innar. Er þessi gagnrýni dæmi um það. hvemig beita má fjöl- miðlum til að færa hvers konar vitleysu fram tiil sigurs og stjórna skoðunum heifflar þjóðar. Lennon lýsir þvl opinskátt, hvemig lífemið hafj veriö á söngleikaferðum þeirra félaga. Þeir ferðuðust um með stóran skara af blaöafulltrúum og þjón. ustuliði, sem safnaði hvarvetna um sig spil'ltu blaöamannahyski. > Svo bjó allur skarinn á hótelum. þeir fjórmenningamir bjuggu i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.