Vísir


Vísir - 06.02.1971, Qupperneq 9

Vísir - 06.02.1971, Qupperneq 9
 VISIR . Laugardagur 6. febrúar 1971. § 8 ti \7'ið erum búnar að vera þetta ' 5—7 ár í skólanum, sögSu stúlkurnar, þegar þær tylltu sér smástund til þess að rabba við Vísismenn. Skólinn er 1—1% tími á dag fimm daga í viku „setti að v*ta á Iaugardögum tfka“ sögðu þær. Auk ballettnámsins fá þær lífca tónlistarkennslu, sem Birna Guð mundsdóttir sér um. I>aer hafa ekki mörg tækifærj til þess að koma fram sem ballettdansarar. Þær dansa að vfsu allar í Fást. — En það er bara svona ,,Glaumbæjardans“ segja þær. í vor hyggja nemendur skólans hins vegar á nemendasýningu og aufc þess eru að skapast mögu leifcar með dansflofcki Félags ís- lenzkra listdansara. Þegar við spurðum hvort þær hlafckaði ekki til að sjá Helga Tómasson dansa, fengum við ekki svar í orðum heldur eins konar hallelu- já— þú getur nú rétt ímyndað þér. — Ætli íslendingar séu svona vel fallnir til að vera ballett- dansarar? — Það er ekkert fráleitt. ls- lendingar þykja víst fremur lið ugir, segir Aðalheiður Nanna. — Þó að enginn íslendingur hafi náð þangað sem Helgi hefur hælana. hafa allmargir íslend- ingar haslað sér völl áþessu sviði ytra. Alllmargt ungt fólk er úiti á skóla, aðallega f London, auk þess eru nokkrar fslenzkar baH ettkonur starfandi við ballett- flokka vfðs vegar f Svfþjóð, Þýzkalandi, Frafcklandi og hafa gétið sér góðan orðstír. — Hvaða hæfileikar eru það, sem ráða úrslitum fyrir ballett- dansara? — Hann þarf að hafa baráttu þrek til þess að vinna nógu mik ið. Hann þarf að vera vel vax- inn. hafa góða vöðva og hann þarf sfðast en ékki sfzt að hafa hæfileika tii að tjá sig, geta túlfcað tilfinningaTi sínar f því sem hann er að gere^ Og Vetrardraumurinn upp- hefst á ný, aftur og aftur unz hann loks verður tilbúinn f sviðs ljósin á föstudaginn kemur. — Kannsfci eiga þessar ungu ballett konur einhvem tíma eftir að „fylla“ Þjóðleifchúsið fjögur kvöld f röð. —JH •na getur nú rétt ímyndað þér, sögðu þær, þegar við spurðum, bvort þær hlökkuðu ekki til að sjá Helga Tómasson. Jólin — atriði úr Vetrardraumi. Ólafía, Kristín, Lína og Helga í atriðum sínum í VetrardraumL Frostrósir og norðurljós — nemendur úr Listdansskóla Þjóðleikhússins æfa atriði til jbess að dansa á sýningu Helga Tómassonar □ Þær voru að binda á sig skóna, tylltu í tá, kannski orðnar pínulítið „nervösar“ nú þegar. Þær eiga nefnilega að dansa sama kvöldið og Sá heimsfrægi kollegi þeirra Helgi Tómasson; □ Svo fór Atli Heimir Sveinsson í gang á segul bandinu og æfingin var hafin. — Músíkina samdi Atli sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Aðal- heiður Nanna Ólafsdóttir, sem nú kennir ásamt Ingibjörgu Björnsdóttur við Listdansskóla Þjóð- leikhússins samdi ballettinn. Við vildum reyna eftir mætti að sýna eitthvað fallegt af þessu tilefni — Þetta verður svona milli atriða hjá Helga. — Æfingarnar hafa staðið yf ir í mánuð, eða ég byrjaði að semja „kóreografíuna“ í byrjun janúar. . ,, '17'ið köllum þetta Vetrardraum, sagði Aðalheiöur Nanna, af skaplega rómantfskt nafn. Auk þessa atriðis verður dansað at- riði, sem sýnt var í haust atf dansflofcki féiags Iistdansara. — Það er Dauðinn og stúlkan. Odd rún Þorbjörnsdóttir dansar hlut- verk stúlkunnar. Ingibjörg Bjömsdóttir stjómar því atriöi. ■V7etrardraumurinn var byrjað- ~ ur, að vlsu efcki í fullum skrúða, því að stúlkurnar voru ekki búnar að fá búninga. — Ólafía Bjarnleifsdóttir var orðin lítið og hamingjusamt snjófcorn sem sveif um og lék sér unz það settist — sjálfsagt á græna grein. Svo hætti hann að fenna og norðurljósin fóru á stjá, blöktu mjúklega, teygðu sig og hlykkjuðust fagurlega. Það er Helga Eldon, sú hávaxna fegurð ardís, sem dansar noröurljós. — Kennarinn kallaði stöðugt leið- beiningar til stúlknanna meðan þær æföu atriðið, „passa hend umar — fylgja músikinni“ o.s.frv. Næst stukku fram frostrósir. Það voru að vlsu tvær hýrar blómarósir þær Kristín Bjama- dóttir og Lfna Þórðardóttir, sem allt í einu höfðu kristallazt og léku kvikum og fjörlegum hreyf ingum líkt og frostgrafik á glugga. Loks kom sólin upp og vesa- lings litla snjófcornið ,varð, grátt og gug|iö og bráðnaði smátt og smátt. Loks svifu svo jölin inn í þennan vetrardraum með kerta ljósj og hátíðarsvip. Þetta atriði dansaðj Oddrún Þorbjörnsdótt ir. Og þegar jólin höfðu dansaö sitt síðasta plíe var draumurinn á enda. ta n

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.