Vísir - 13.02.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 13.02.1971, Blaðsíða 2
Sterkur svipur Margrét og Tony á Barbados Snowdon lávarður skrapp Mar- grétarlaus til Barbadoseyja fyrir rdmlega hálfum mánuði, en loks- ins tók Margrét sig til og flaug í venjulegum ferðamannaklassa frá London til Barbados — hún heilsaði manni sínum á flugvellin- «im, fleygði sér um hálsinn á hon- um og lokaði augunum (hrærð? glottandi reið? Lítur nú út fyrir að allar hjónabandserjur lægi á næstunni og vel taki að viðra á þau háæruverðugu Tony og Meg. Hefur enginn tekið eftir því hvað Golda Meir og Lyndon B. Johnson eru lfk? Og þama sjáið þið það lesendur góðir, og dæm- ið nú sjálfir. Margrét og Tony á flugvelli á Barbados. ?5Eg gæti drepið Paul Temple44 Christine Rudas. Richard Harris klekktó á Crosby Lögreglumaðurinn Paul Temple og kona hans, Steve, virðast vin- sæl meðal íslenzkra Utvarpshlust- enda — eða a. m. k. íslenzkra útvarpsmanna. Sömuleiðiis eru hjú þessi vinsæl í brezka sjónvarp- inu. Á hverju sunnudagskvöldi um þessar mundir, gefst brezkum almenningi kostur að líta hin ráð- snjöllu lögregluhjón giíma við einhverja glæpagátuna. Ros Drinkwater, heitir leikkona sú. sem leikur Steve. Steve er eiginkona af fyrstu gráðu. Gasa- lega elskuleg á yfirborði og 1 framkomu slétt og felld og stund- um pínulítið fyndin. Hana getur sem sagt hver venjulegur karlmað ur þolað. Og við fyrstu sýn ku Ros Drinkwater vera af sömu gerð. Biaðamaður einn átti um daginn stutt spjall við ungfrú Drykkjar- vatn: — Hún var klædd svartri maxi-kápu og hafði við hlið sér agnarlítinn rottuhund f bandi. Sá skreiddist laumulega upp í kjöltu hennar meðan þau drukku te og spjölluðu. En þar meö er ekki lengur hægt að bera þær saman Ros og Steve. Til dæmis hefur Drinkwater þurft að puða öll sín 27 ár af öllum mætti til að ná einhverjum frama á hvíta tjaldinu. Hún er ógift og fædd í Glasgow. Langaði í sviðsljósið Allt frá barnæsku langaði hana að veröa leikkona. Byrjaði fyrst sem aðstoðarkona ljósa- meistara, þegar West Side Story var færð upp f Gla-sgow, „og þar var ég alltaf að flækjast innan um dansarana. Á endanum rak ballettmeistarinn augun í mig, horfði á mig um hríð og skipaöi mér síðan að hypja mig í bailett- skóla“. Og Ros fór að ráðum hans. „Um eitt skeið hafði ég með höndum sjö störf til þess að geta borgað ballettskólann. „Hún byrjaði á morgana klukkan 6 með því að skúra veitingastaö, og á kvöldin þvoði hún o’g bónaði bíla með kunningja sínum. Þegar ballettskólanum lauk fór hún á leiklistarskóla í Glasgow. Áður en henni tókst að krækja sér f hlutverk Steve, ha'fði hún leik- ið í 33 sjónvarpsleikritum. Leiðindamaður, Paul Temple „Ég leik langoftast sköss. Síð- asta hlutverk mitt áður en ég fékk Steve, var hlutverk nektar- dansikonu frá Glasgow. Hlutverk mjög svo ólíkt lögreglukonunni". Ungfrú Drykkjarvatni geðjast alis ekki að Steve — og gagn- rýnir hana hiklaust, enda á sú kona fátt sameiginlegt með rauð- sokku eins og Drinkwater. „Ég var sko engin kvenréttindakona, en ég varð það strax og ég byrj- aði aö leika Steve. Ég hef reyndar ekki enn gengið f kvenréttinda- hreyfinguna, en mér finnst furðu legt með þessa leikritahöfunda nú til dags, sem lausir ganga inn í allar sjónvarpsstöðvar að þeir framleiða aldrei eiginkonur, nema einhverjar steingeldar geðluðrur, gjörsamlega skotheldar. Steve er ekki mannleg vera. Hún hefur ekki áhuga á öðru en maganum í sér og hvemig hún kemur fram. Hún er hugmynd karlmanns um hvernig kona (eiginkona) skuli vera. Hún er vera, sem notalegt er að hafa einhvers staðar kring- um sig. Og j>að er þessi karl- mannshugmynd um eiginkonu, sem hefur opnað augu mfn fyrir stöðu konunnar f heiminum. Nefni eitt dæmi: Ég er að basla við að kaupa hús, og finn nú hve erfitt það er fyrir einstæðingskonu að njóta tiltrúar sem fullgildur viðskiptamaður. „Hefurðp ein- hvem karlmann til að ábyrgjast þetta?“ spyrja þeir. niig ... rétt eins og peningar konu séu ekki í fullu gildi!“ En Ros Drinkwater vildi samt ekki fyrir nokkum pening standa í sporum Steve: ,,Ég yröi brjáluð að lifa hennar lífi. Það hlýtur að vera mjög leiðinlegt, tilbreytingar laust að lifa í þessum „fyrirmynd- arheimi". En ég væri víst aíla vega næsta fyrirlitleg eiginkona. Ég gæti aldrei setið heima og fægt gólfin. Og ef ég væri gift Paui Temple, mundi ég drepa hann í fyrstu viku hjónabandsins — bara til þess að Mfga upp á hlutina". En hvað finnst ungfrú Drykkjar vatni um Francis Matthews, þann er fer með hlutverk Paul Temple f sjónvarpsþáttunum? — ,,Ég held ekki upp á manngerðir eins og hann ... sem er kannski ágætt, þar sem við þurfum að eyða svo miklum tíma saman". Enn ein „falleg ung stúlka“ hefur fallið í kjaft ljónsins. Og „ljónið“ er írski fyllirafturinn og leikarinn Richard Harris. Harris er 38 ára. Hún, sem nú ræðir um, er 24 ára og fædd í Ástralíu, heitir Christine Rudas. Fyrir viku flaug hún til Holiywood til þess að koma þar fram fyrir Richards hönd, en mynd sem hann stjórn- aðj „Bloomfield" hefur verið til nefhd, reyndar ásamt fleiri mynd um, f sambandi við „Goiden Globe verðlaunin". Richard Harris hitti Christine Rudas fyrir nokkrum dögum og áður en 2 mínútur voru liðnar var hann búinn að ræna henni frá kærasta hennar, sem er 19 ára stráklingur Duke Crosby að nafni sonarsonur Bings gamla Crosby. Ekki voru nema 3 mánuð- ir síðan skepnan Harris flengd- ist um allar jarðir með lítilli stúlku að nafni Linda Hayden, og sú sagði um hann: „Richard er „súper" náungi, hann er svo lífs- glaður og ég er ofsalega hrifin af honurn." Nú er það ungfrú Rudas sem segir: ,,Ég verð aö segja það — ég elska Richs“d. Hann gerir mig tryllta það er svo æsandi að vera með honum. Fyrst sá ég hann í afmælis- veizlu hjá vinkonu minni, Söndru Gleeson. Hún er sko trú- lofuö Dermot, bróður Richards. Richard var í veizlunnj og mér fannst hann svo hræðilega hrukk- óttur og gamall — hann er lika orðinn 38 ára. En svo hittumst við öll 4, Dermot, Sandra, Rich- ard og ég daginn eftir vfð morg- unverðarborðið, og þá fyrst kynntist ég honum eitthvað. Hann hafði æsiieg áhrif á mig. Núna fer ég fyrir hann til Hollywood og svo til Kanada, þar sem ég verð eitthvað við fyrirsætustörf, en Richard er núna á Spáni að gera kvikmynd og ég ætla svo sannarlega til hans, þegar ég verð búin í Kanada. Og ég ætla að vera hjá honum alveg þangað til í apríl. þegar vinnunni við kvik myndina verður lokiö. Ef við viljum þá ennþá vera saman, setjumst við sennilega að ein- hvers staðar“. Richard skildi nýlega við leik- konuna Elizabeth Rees-Williams, og hafði þá um hjónabandið þau orð, að hann myndi aldrei láta hlekkjast í slíkrj ólánsstofnun framar. — „Og ]>að ætla ég ekki heldur að gera“. segir hin ást- fanga Ruds. „ifiér 'fyndist és vera þá bundin í báða skó. Níl get ég gert það sem mig fýsir. Mér líkar frelsið ... og það er það sem Riohard þolir hjá mér“. Hún leikur Steve Temple í brezka sjónvarpinu. I útgáfu ís- lenzka hljóðvarpsins fara þau Gunnar Eyjólfsson og Helga Bachmann með hlutverk lögregluhjónanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.