Vísir - 20.02.1971, Page 16
Þorramatur í stað bakk-
elsisins í saumaklúbbum
þaö vaari nú aö komast í tízku að
hafa þorramat á boröum í staðinn
fyrir bakkelsið, sem hefur notið
mikilia vinsælda -il þessa.
Ib Wessman í Naustinu sagði,
að safan í þorramatnum hefði auk-
izt. Hann sagði að þeir seldu ekki
þorramatinn út fyrir veggi húss-
ins, því að þeir liefðu nóg að gera
með að matreiða ofan í gesti sína.
Ib sagði, að nú hefðu selzt í
Nausti milli 3500—4500 skammtar.
Þorbjörn Jóhannesson, kaupmaö
ur í kjötbúðinni Borg sagði að hann
hefði selt um 1000 pakka af þorra
mat og væri það nokkur awkning
tiá því í fyrra.
1 gærmorgun var aftur byrjað að
kasta, en ekkert hefur frétzt um
veiði þá. Þó munu nokkur skip hafa
fengið afla, allavega var mjög mik
ið kastað, al'lt fram j'fir hádegi, þá
leitaði loðnan á meira dýpi.
Loðnan veiðist á miklu dýpra
vatni en 1 fyrra. Þá veiddist hún
stundum aðeins hálfa mflu undan
landi, en núna er hún allt upp í 25
—30 mílur undan. Loðnan þokast
samt vestur á bóginn, en mjög
hægt. Leitarskipið Ámi Friðriksson
er nú út af Gerpi að svipast um
eftir seinni hluta göngunnar. Um 30
skip eru nú komin á miðin og má
búast við að fjölgi enn eitthvað, ef
veiði reynist góð. —JH
kom aðvífandi
• Tveir drengir, fjögurra og
fimm ára, lentu undir vörubif-
reið á Laugarásvegi um Td. 3 í
gær, þegar þeir renndu sér á
snjóþotu út úr húsasundi og
beint út á götu.
Ökumaður vörubíisins sá dreng-
ina skjótast út úr sundi hjá húsi
nr. 66 og hemlaöi strax. Þrátt fyrir
a,ð nokkuð var hált á götunni hafði
honum tekizt að draga úr hraða
bflsins, þegar sleðaVm með drengina
tvo bar að fram fyrir bílinn samt
tókst ekki að stöðva bflinn fyrr
en hann hafði runnið yfir sleðann
og drengina og dregið þá eftir göt
unni eina bíllengd.
Þegar drengirnir losnuðu undan
bílnum kom í ljós, að þeir voru lítt
eða ekkert meiddir. En ekkert var
átt á hættu með, að þeir hefðu
kannski hlotið levnda áverka, og
voru þeir færðir til læknis. Þótti
þarna hafa tekizt vel tii, að ekki
skyldi hijótast af stórslys. —GP
Baráttusætið sýnt í
finnska sjónvarpinu
# Ákveðið hefur verið, að Bar-
áttusætið, leikrit Agnars Þórð
arsonar verði sýnt í finnska sjón
varpinu einhvern tímann á
næstu mánuðum. Jón Þórarins-
son dagskrárstjóri sjónvarps
sagði frá þessu í viðtali við Vísi
en hann er nýkominn heim frá
fundi með sjónvarpsmönnum I
Osló og í London.
í Osló komu þeir dagskrár-
stjórar saman sem hafa með leik
listarflutning að gera í sjónvörp
unum á Norðurlöndum. Sagði
Jón aö komið hefði í ljós tölu-
verður áhi’ofi á sjónvarpsleikrit
inu K ■ ? Hamravík, sem
ver* ^komandi sunnu
dag' nvarpinu hér. Er
nú v þýða textann á
norsku svo að hægt sé að kynna
hann á Norðurlöndum. — SB
T'izka að borða þorramat — Aldrei jafnmikið selt
sagði slökkviliðsmaður einn sem Vísir tók tali niðri á Granda
f gær, „þeir voru að Iogsjóða eitthvað, og eldurinn hrökk í dýnu’*,
Það var vélbáturinn Sæörin frá Hafnarfirði, sem allt í einu sóst
rjúka úr, en allt fór þó vel á endanum, og ekki laust við að*
drengirnir um borð í Sæörinni skömmuðust sín öjpi fyrir
slökkviliðinu í fullum skrúða. —GG
borðað meira af þorramat en
þetta árið.
Vísir fékk þær upplýsingar hjá
Jóhannesi Jónssyni í matardeild
Sláturfélags Suðurlands að salan á
þorramat hefði aukizt talsvert. Jó-
hannes gizkr., á að um 1000 þorra
bakkar hefðu selzt hjá þeim til
þessa. Hann sagðí að mikið væri
um það að fólk sendi þorrabakka
til Islendinga sem dvelja erlendis.
Rafn Sigurðsson í Skiphóli í
Ilafriarfirði sagði, að salan hefði
aukizt rnjög mikið. Rafn sagði að
„Já, við höfum selt hér um nokkurt skeið kartöflur í 25 og 50 kg
sekkjum á aðeins 35 kr. hvem 25 kg sekk“, sögðu þeir okkur
hjá Grænmetisverzlun landbúnaðarins í gær, „þetta eru kartöflur
sem ekki öá nokkurri flokkun, þær eru svo smáar... nothæfar
til manneldis? Já, já, fólk kaupir þær til þess, og enn eigum við
taisveit eítir". —GG
„Það er að komast í tízku að
hafa þorramat í saumaklúbbum
og kemur hann í stað bakkels-
isins sem hefur verið svo vin-
sælt að bera fram til þessa“,
sagði Rafn Sigurðsson í Skiphóli
í Hafnarfiröi m.a. þegar biaðið
hringdi í hann og ýmsa aðra að-
iia sem höndla með þorramat,
og spurðist fyrir um hvað mikið
hefði selzt. Það kom í ljós i viö-
tölunum við þessa aðila, að Is-
lendingar hafa líklega aldrei
ISIR
Laugardagur 20. febrúar 1971.
Loðnan
sökkti
nótinni
30 skip komin á
loðnuslóðir
• Örfá skip fengu stór loðnu-
köst út af Stokksnesi í fyrrinótt og
lönduðu þrjú veiði sinni í gær,
Börkur 150 tonnum og Magnús 260
tonnum á Norðfirði, en Heimir
Stöðvarfirði mun hafa farið
inn til Hornaljarð?r með bilaða
nót. Skipið var mð stórt kast I
nótinni og lagöist loðnan svo þungt
í að sfðuvírinn slitnaði, það sem
eftir var í nótinni slapp þá, að sjálf
sögðu, en þá var þegar búið að háfa
120 tonn úr kastinu.
Mánaðaríegar raaasókair á
uppeldisstöðvuai þorsksins
Sjarni Sæmundsson / fyrsta leiðangrimsm.
Mun á næstunni hefja mengunarrannsóknir
# Rannsóknaskipið nýja
Bjarni Sæmundsson er nú far
ið í Ieiðangur, sem er upphaf
að víðtækri könnun á um-
hverfi íslenzka þorskstofns-
ins, eða hrygningarstöðvum
hans við Suður- og Vestur-
land. Mun skipið kanna svæð
ið frá Snæfellsnesi og suður
fyrir land austur að Eyjum.
Skipið mun gera slíkar kann
anir svo til mánaðarlega hér
eftir.
— Þetta verður ookkurs kon
ar veðurfræðirannsókn á um-
hverfi þorsksins, sagði Sven
Malmberg, sem er leiðangurs-
stjóri 1 ferðinni. Gerðar verða
hvers kyns rannsóknir. kannað
selituimagn, átusölt, súrefnii oig
þ.h. — Að lokinni þessari rann
sókn heldur skipið norður fyrir
land og gerir straummælingar
meðal annars út af NA-landi.
Verða þar skoðuð skilin milli
kald- og hlýsjáivarins. Sá hluti
teiðangursins verður einnig helg
aður loðnunni að nokkru leyti.
Loks snýr skipið norður í höf
og kannar ástand sjávar með til-
liti til hafíss.
Að sögn Jóns Jónssonar, yfir
manns Rannsóknastofnunar sifáv
arútvegsins verður skipið vænt-
anlega notað á næsiunni til að
rannsaka mengun, taka sjósýni
og þess háttar, jafnframt hin-
um almennu sjávarrannsóknum.
En engar áætlanir um þær menig
únarrannsóknir hafa hins veg-
ar veriö gerðar enn sem komið
er. —JH
Runnu á snjóþotu
undir vörubíl, sem