Vísir - 01.03.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 01.03.1971, Blaðsíða 8
8 VISIR Otgefandi Reykjaprent nt. Framkvæmdastióri Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri lónas Kristjánsson Fréttastióri Jón Birgit Pétursson Ritstiómarfulltrúi Valdimat H Fóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiósla Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjón Laugavegt 178 Slmi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr 195.00 ,á mánuði innanlands t lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiðia Visis - Edda ht Eitt ríkisfyrirtæki (Jm þessar mundir er töluverð þensla í málmiðnað- inum og mikill skortur á starfsfólki í greininni. Ekki er um að ræða neina einokun í málmiðnaði, því að fyrirtækin eru orðin mörg og hafa fjölbreytta fram- leiðslugetu. í þessari grein á sér stað heilbrigð verð- myndun, eins og í flestum atvinnugreinum. Eitt fyrirtæki hefur þó átt við erfiðleika og sam- drátt að stríða og það er ríkisfyrirtækið Landssmiðj- an. Vandamál Landssmiðjunnar stafa ekki af því, að óvenju illa hafi tekizt til í rekstrinum, heldur hefur hana dagað uppi sem óþarft fvrirtæki. Þær forsendur, sem upphaflega leiddu til stofnunar Landssmiðjunnar eru ekki lengur til. Ríkisfyrirtækin, sem áttu að skipta við hana, kusu heldur að koma upp eigin verkstæðum. Og svo hafa orðið miklar framfarir í málmiðnaðinum. Sjálfstæðum fyrirtækjum hefur vaxið fiskur um hrygg, og þau hafa gert Lands- smiðjuna ósamkeppnishæfa. Niðurstaða allra þeirra athugana, sem fram hafa farið á rekstri Landssmiðjunnar á undanförnum ár- um, er sú, að ekkert vit sé í að halda áfram rekstri hennar. í fyrra kom ríkisstjórnin fyrirtækinu ;ti] hjálpar og tókst að útvega því þriggja milljón króna lán til að halda því gangandi. En slíkt getur auðvitað ekki gengið til lengdar. Stjórnarflokkarnir eru ekki sammála um, hvað gera beri við Landssmiðjuna. Forsætisráðherra lýsti nýlega á alþingi þeirri skoðunni sinni, að leggja bæri Landssmiðjuna niður, en kvað ráðh. Alþýðuflokksins vera andvíga þeirri lausn. Vonandi verða kreddur ríkisrekstrarins ekki lengi enn til þess að halda við óeðlilegu ástandi á þessu sviði. Ríkisrekstrarvinir mættu átta sig á, að Landssmiðjan er engin rós í hnappagati þeirra. — og arrnað rikisfyrirtæki Ríkisútvarpið er langt frá því að vera eins umdeilt og Landssmiðjan sem ríkisfyrirtæki, enda er þar um að ræða starfsemi, sem erfitt er að reka í öðru formi en nú er gert. Menn eru sammála um, að reka beri Ríkisútvarpið áfram sem ríkisstofnun. Hitt deila menn meira um, hvort Ríkisútvarpið eigi að hafa einkarétt á útvarpi hér á landi. Útvarpstækni hefur breytzt mikið og að sumu leyti orðið ódýrari og einfaldari í meðförum. Það er ekki fráleitt, að staðar- samfélög og áhugafélög vilji fá leyfi til staðbundins og tímabundins útvarps. Skagfirðingar kunna t.d. ein- hvem tíma að vilja fá að útvarpa sæluviku sinni. Staðbundinn og tímabundinn útvarpsrekstur af slíku tagi yrði vitanlega dálítil samkeppni við Ríkis- útvarnið. Það er því eðlilegt, að þeir, sem áhuga hafa á þessu, sæki um það til stjómvalda, en ekki til sam- keppnisaðilans, Ríkisútvarpsins. Um þetta mikilvæga mál hefur nýlega verið rætt á alþingi. S V í S I R . Mánudagur 1. marz 1971. Sumir segja að hálf milljón manna hafi verið drepin í Suður-Súdan. Sjálfstæðishreyfing svertingja beiðist ásjár á Norðurlöndum ,,Arabar eru a5 fremja þjóð- armorð á svertingjum í Suöur- Súdan. Meira en hálf milljón svertingja hefur verið myrt. og milljón þeirra eru á flótta". Þetta segir fulltrúi frelsishreyf- ingar Suður-Súdana, Dominic A. Mohamed, sem undanfarna daga hefur heimsótt Norður- lönd. Biður um aðstoð við flóttafólkið Tilgangur ferðar Mohameds er að vekja athygli á örlögum iiVsveEtíflgjW.a. í Súdan og biöja um aðstoð við tlóttafóliciS. Fjöldi manna frá Súdan hefur flúið yfjr landamærin til ná- grannaríkjanna, Ðþíópíu, Keníu, Úganda, Kongó. Mið-Afríkulýð- veldi'sins og Tsad. Borgarstyrjöld hefur lengi geisað í Súdan sem er stærst Afríkuríkja að flatarmáli, en miklir hlutar landsins eru ó- byggðir. Þarna er meirihlutinn Arabar. I norðurhluta landsins eru múhameðskir Arabar og Núbíumenn, sem til samans eru tveir þriöju landsmanna. I Suð- ur-Súdan búa ýmsir flokkar svertingja, sem mæ-la 32 mis- munandi tungumál. 70% lands- manna eru múhameðstrúar. Landinu var lengi stjórnað af Egyptum og Bretum í samein- ingu Súdan varð sjálfstætt ríki árið 1956. Látlaust borgarastríð Uppreisn hefur geisað í suð- urhéruðum landsins nær alla tíð frá sjálfstæði þess. Bardagar virðast hafa blossað upp með auknum ofsa að undanfömu. Bylting varð gerð í Súdan ár- ið 1969, og stóðu að henni vinir Nassers forseta Egyptalands. Nýju leiðtogarnir undir forystu Gafaar al-Nimeiry hershöfðingja stefna að þvi að treysta sam- bandið við Egyptaland og ef til viil algerri sameiningu landanna ásamt Lfbiu og hugsanlega Sýr- 'landi. Hvemig sem oltið hefur um ríkisstjóm Súdan, hefur srvarti minnihlutinn í suðurhlut- anum unað illa siínum hag og kynþáttadeilur verið harðar. Dominic A. Mohamed, sendi- maður Suður-Súdana, gerir sér vonir um að fá stjórnmálamenn á Norðurlöndum til að tala máli sínu og leggja að Aröbum að hætta stríðinu. Hann viill að Sameinuðu þjóöimar rannsaki aðstæður og Rauði krossinn sendi matvæli og lyf til fólks í Suður-Súdan og flóttafólksins þaðan i öðrum löndum. „Menn líta undan“ „Enginn tekur eftir, hvað gerist í Suður-Súden“, segir hann, „eða þá að menn líta undan“. Hann bendir á, aö það væru Bretar, sem „bjuggu til“ þetta ríki og sameinuöu þar svo óíík öfl sem múhmeðska Araba í norðri og kfístna eða heiðna svertingja í suðri. Sldkt gerðist "víðá' í 'Áffíkú', og’ „gerviríki", sem nýlenduveldin sköpuðu, eru helzta vandamálið nú, þegar þessi sundurleitu ríki eiga aö stjórna sér sjálf. Illlllllllll m flBIBIBIBIDII Dominic A. Mohamed heim- sækir Norðurlönd. Arabar vilja hafa völdim í Suður-Súdan þrátt fyrir óvilja fólksins. Fljótið Níl streymir um suðurhlutann, og þar er land vel fallið til akuryrkju gagnstætt því, sem gerist í noröunhlutan- um. Arabar vilja einnig geta haft greiða „leið inn i Afrífcu miðja“ um Suður-Súdan til áhrifa á svertingjalýöveldin. Áhrif Ar- aba standa á gömlum merg. Á tímum þrælasöfnunarinnar í Af- rfku áttu arabiskir kauphéðnar þar mi'kinn þátt og sóttu svert- ingja inn í Afriku, sem þeir síð- an seldu gjaman Evrópumönn- um. „Móðir mín var þræil“ Þess vegna bera svertingjamir í Suöur-Súdan hatur í brjósti til Arabanna, „Móðir mín var þræll,“ segir Dominic A. Mo- hamed. „Það er ekki lengra síö- an shfct gerðist". Hann segir, að arabisku ríkin notj uppreisnina í Suður-Súdan til að þjálfa her sinn til baráttu við ísraelsmenn. 35 þúsund út- lendir hermenn séu í landinu og 3 þúsund sovézkir ráðunautar stjórnvalda. Þeir hafi nýtízku- ' legustu vopn. „Víetnam hefur ek'kj veriö einj staðurinn, þar sem notað hefur verið napalm," segir hann. Suöur-Súdanar vilji fá að stofna sitt eigið ríki. Þeir vil.ii ekkert hafa með Araba að gera, vilji alls ekki verða Arabar og sætti sig ekki við aö „gervi- landamærin“ frá nýlendutímun- um skuli um aldur og ævi ráða því, hvernig rí'ki skiptist. „Við tilheyrum svörtu Afríku, en við fáum ekki að ráða málum okk- ar“ Svörtu lýðveldin í Afríku geti ekki aðstoöað svertingjana í ' Súdan. Til þess skorti þau vopn og fjármagn Þau séu svo fátæk, að þau hafi ekki nög fyrir eigið fólk. Hins vegar styðji stjórn- málaforingjar eins og til dæmis Nyerere forseti Tanzaníu og Kaunda forsetj Zambiu sjálf- stæðishreyfinguna í Suður-Súd- an. Dominic A. Mohamed segir, að önnur AfríkU'ríkj séu of „upptekin í baráttunni gegn heimsvaldastefnu hvítra manna“ til að þau hafi tima til að skipta sér af yfirdrottnun Araba. Þessi ríkj óttist einnig mest, að af- skipti af málum i Súdan muni flækja þau inn i deilur Araba og ísraelsmanna. þar sem her Araba sé þjálfaður í borgara- stríðinu í Súdan. > • 7 ’

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.