Vísir - 01.03.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 01.03.1971, Blaðsíða 3
V I S I R . Mánudagur 1. marz 1971. Í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND UmsjOn: Haukur Helgason: krefjast afsagnar Bortens Sumir segja, oð oðe/ns sé eftir oð ákveða, hvenær hann hætti — Áfram borgaraleg stjórn eðo minnihlutastjórn Verkamannaflokksins? 0 Líf norsku stjórnarinn- arinnar hangir á blá- þræði. Ríkisstjórnin og for menn stjórnarflokkanna koma saman í dag til að reyna að leysa vandann. Tekur minnihlutastjórn Verka- mapnaflokksins við undir for- ystu Trygve Bratteli? Nær öll norsku blöðin segja í morgun, að aðeins sé eftir að ganga frá því, hvenær ríkisstjómin muni hiðjast lausnar. Hins vegar telja flest blöö borg- araflokkanna, að borgarateg ríkiis- stjóm verði að sitja, þótt Per Bort en verði persónulega að hætita. Því er talið, að nú sé verið að reyna að mynda nýja borgaralega rfkis- stjórn, þótt það muni reynast erfið- ieikum bundið. Mörg borgarablöðin telja, að John Lyng eða Helge Seip séu líkllegastur eftirmaður Bortens. Málið ,,lekinn“ hefur verið efst á baugi í Noregi í nokkra daga, en það var fyrst um miðnætti á laug- ardag, að menn fóru að óttast stjómarkreppu þess vegna. Þá gaf Borten forsætisráðherra óvænt þá yfirlýsingu, aö hann hefði skýrt forystumanni andstæðinga aðildar að Efnahagsbandalagi Evrópu, Ame Haugestad, frá efni leynilegrar skýrslu um gang samninga 1 Briiss- el. ■' ■■-■ is-i*. Aðeins 19% telja innrásina nauðsynlega Aðeins 19% Bandaríkjamanna telja, að innrásin í Laos muni stytta stríðið og hafi verið nauð- synleg. Gallupskoðanakönnun, sem gerð var 19. og 20. febrúar, leiðir í ljós, að almenningur er ékki sammála Nixon forseta og ríkisstjóminni. Skoðanakönnunin náði til 1500 manna, sem valdir voru eftir stæröfræðilegum útreikn- ingum, þannig að þeir gefi sem bezta hugsmynd um afstöðu heildarinnar. Af þessum 1500 kváðust 87% hafa hevrt eða les- ið um innrásina í Laos. Þessir \ 1212 vom síðan spurðir, hvort þeir teldu, aö. innrás Suður-Ví- etnama í Laos mundu stytta eða lengja styrjöldina í Víetnam. 40 af hverjum 100 töildu, að hún mundi iengja styrjöldina, en 19 af 100 töldu, að hún mundi gera styrjöldina styttri. Afgangurinn taldi annaðhvort að innrásin mundi 'iitlu skipta eöa þeir höfðu ekki ábveðna skoðun á málinu. Gallupstofnunin segir, að þessi 19%, sem telja innrásina stytta strfðið, séu vei menntaðir og telji sig repúblikana. GÓMSÆTT FARS GERT ÚR LOÐNU @ Góður árangur hefur náðst af tilraunum í Noregi til aö nýta loðnuna. Meðal annars hefur verið gert lir henni fars, sem sagt er einstaklega gómsætt, og er síðan bakað eins og kölcur. Reynt hefur veriö að glóðar- steikja loðnuna, og hefiu- gefizt vel. © Þessar tilraunir hafa verið gerðar í Harstad f veitingastað bræðr- anna Bothner. Enn hefur ekk- ert verið framieitt, sem er til- búið á markaö. Helge Seip, formælandi borgara- flokkanna á þingi, vildi lög- reglurannsókn. Yfirlýsing forsætisráöherrans kom skriðu af stað í stjómmálun- um. Nær öll dagblööin kröfðust þess í gær, að Borten bæðist lausn- ar. Það var 19 febrúar, að Dagbladet skýrði frá efni leyniskýrslu frá sendiherranum í Brtissel, Jahn Hal- vorsen. Þar var greint frá viðtali, sem Halvorsen hafði átt við hátt settan mann í EBE, Jean-Francois Deniáú. Deniau háfði meðal annárs sagt, að vandamál í norskum land- búnáðis'ýééíCr' rfiéð ' þeim' hættV“aö aðild að EBE kæmi ekki til greina. Þessi grein í Dagbladet vakti at- hyglli, og menn spurðu, hvaðan blað inu kæmu slíkar „leynilegar" upp- lýsingar. Formælandi borgaraflokk- anna á þingi Helge Seip úr „vinstri flokknum" sagði ti'l dæmis, að at- huga yrði, hvort ekki ætti að fela lögreglunni að rannsaka þennan leka. Mörgum dögum síðar viður- kenndi Borten, að hann væri hinn seki. Hann kvaðst hafa skýrt Hauge stad frá efni skýrslunnar, en sagt honum, að þetta væri leyndarmál. Haugastad neitar því, að forsætis- ráðherrann hafi „beðið hann fyrir“ efni skýrslunnar. Blaðið Aftenposten (óháð, íhalds- samt) segir í morgun, að óhugsandi sé, að forsætisráðherrann haldi á- frarn. Blaðið vonar, að málið hafi ekki ruglað stjórnarflokkana í rím- inu og bendir á, að borgaraflokk- arnir hafi áfram meirihluta á þingi og eigi þeir að halda áfram að stjóma, Arbeiderbladet, málgagn verka- mannaflokksins, segir í morgun, að ný stjórn verði að taka við. Stjórn- málalegur grundvöllur samstarfs borgaraflokkanna sé brostinn. Hið alvarlega við mál þetta sé ekki, að John Lyng úr hægri flokknum kemur til greina sem eftirmað- ur Bortens. Per Borten forsætisráðherra seg- ir „Iekann“ vera „smávægileg mistök“. efni leyniskýrslunnar hafi verið svo stórkostlegt, heldur hitt, að ekki sé unnt að treysta því, að varlega sé farið með slik mál. Því sé þetta ekki „smávægileg mistök“, eins og forsætisráðherrann vilji vera láta. Andrúmsloftið í samningunum við EBE hafi lengi veriö „eitrað“. Morgenbladet (óháð, íhaldssamt) segir á forsíðu, að Borten veröi að fara frá og miðflokkurinn megi ekki hafa forsætisráðherraembætt- ið lengur. Dagbladet (vinstri flokkur) segir, að hið eina, sem til greina komi, sé minnihlutastjórnVerkamanna- flokksins. Vinstri flokkurinn á að- ild að rfkisstjórn borgiaraflokkanna. Þó segir Dagbladet að landið þurfi samhenta stjörn, og því verði að fela foringjum stjórnarandstöðunn- ar, verkamannaflokksins, að taka við. Innrásarliðið tvöfaldað í bandarískum útvarps- fréttum var í morgun talið líklegt, að aukið lið yrði sent inn í Laos. Var helzt búizt við, að allt að sextán þúsund Víetnamar til við- bótar mundu fara inn í La- os til stuðnings þeim um sextán þúsundum, sem þar eru fyrir. Suður-Víetnöm- um hefur vegnað illa und- anfama daga. Mikið heriið Norður-Vfetnama hefur hafið gagnáhlaup í Laos og náð bækistöð stórskotaliðs Suður- Víetnama, sem var á hæð 15 kíló- metrum innan landamæranna. Tóku kommúnistar marga fanga. Þessi frétt er höfð eftir heimildarmönn- um í Saigon. Verði nýtt lið sent inn í Laos, er talið, að það muni sfefna til Sepone, sem er 45 kilómetrum inn- an landamæranna, en þar er álitið, að Norður-Víetnamar hafi herstjórn arstöð. Kunnir Svíar mótmæla Gyðmaaofsóknam í Sovét 55 kunnir Svíar, þar á með- al tveir Nóbelsverðlauna- hafar og leikstjórinn Ing- mar Bergman, hafa sent ríkisstjóm Sovétríkjanna mótmæli við því, sem þeir kalla nýja öldu ofsókna gegn Gyðingum í Sovét- ríkjunum. Ruben Josefsson erkibiskup, senn er í hópi þeirra, er undirrituðu, sagð í gær, að mótmælin hefðu ver- ið afhent sendiráði Sovétríkjanna í Stokkhólmi. í bréfinu segir, að fólk hafi fylgzt með því með áhvggium, að ný ailda ofsókna hafi skollið á Gyðingum í Sovétríkjunum og styðji ýmsir forystumenn þar of- sóknirnar. Þessar ofsóknir minni mjcig á fyrri Gyðingaofsóknir í Evr- ópu, segir í mótmælunum. Svíarnir 55 mótmæla sérstaklega þeim hiridrunum, sem lagöar eru í veg fyrir þá Gyðinga, sem vilja flytjast úr landi. Þess er krafizt, að ríkisstjórn Sovétríkjanna sjái til þess, að Gyðingar sæti ekki órétt- læti. Meðal þeirra, er mótmæltu, eru Arne Tiselius, sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun í efnafræði, Per Lagerkvist, Nóbelsverölaunahafi í bókmenntum, og Berti'l Oh'lin pró- fessor, kunnur hagfræðingur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.