Vísir - 01.03.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 01.03.1971, Blaðsíða 13
V I S I R . Mánudagur 1. marz 1971. i 7 Þreytt og svöng börn gæta sín verr fyrir siysum — dönsk rannsókn segir oð flest slys á b'órnum verbi klukkan 11 og klukkan 17 á miðvikudögum Tjaö þarif ekki að sitja lengi á biðstofunni á Slysavarð- stofunni til þess að taka eftir því að böm eru i meirihluta þeirra sem koma til aðgerða. Böm og slys eru einnig oft í fréttum, en ekki höfum við heyrt þess getið, aö doktorsrit- gerð hafi fjallað um þetta efni fyrr en nýlega er frá hennj var greint í dönsku blaði þar sem sagt var frá doktorsritgerð, sem varin var fyrir skömmu I há- skólanum í Árósum. Það er danskur yfirlæknir Foul Kolie-Jergensen, sem valdi sér þetta efn; til meðferðar. í ritgerð hans kemur það m. a. fram, að í Danmörku verða flest slys á börnum á miðvikudögum klukkan 11 og klukkan 17. Læknirinn byggir ritgerð sína á rannsóknum á slysatilfeMum barna sem höfðu verið tekin til meðferðar á slysavarðstofu við borgarsjúkrahúsið í Óðinsvéum. Á einu ári komu þangað 4.S20 slysatilfelli bama — og auðvit- að, eins og stendur í danska blaðinu — voru flest tilfellin drengir eða 3.054. Slysatilfellin eru flest innan við tveggja ára aldur, þá fækkar þeim aðeins, en síðan aukast þau aftur eftir 5 ára aldurinn og aukast mjög ört um 14 ára aldursskeiðið. 'T'ilfellm aukast stöðugt vor- mánuðina og verða flest í júní og ágúst, en þess er getið í rannsókninni, að rannsóknar- árið hefði sumarið verið heitt og þurrt en hins vegar vetrarveður mánuðina janúar—febrúar. Yfirlæknirinn getur »5r þess til f sambandi við það, að flest slysin verða klukkan 11 <og klukkan 17, að sú staðreynd geti byggzt á þreytu rétt fyrir há- degisverð og kvöldverð. Þreytt og svöng börn gæti sfn ver. Sunnudagar og helgidagar séu þeir dagar, sem fæst slysatil- felJi verða, en miövikudagamir verstir. Ritgerðin fjallar einnig um það hvernig bezt sé að varast slysin. Á verkstæðum og verk- smiðjum eigi að tryggja börn gegn vélunum, í skólunum eigi að vera gott og rúmt leikvallar- svæði og á umferðargötum þar sem 25% slysanna verða eigi börn aðeins að ferðast um, þeg- ar þau hafi lært á umhverfið. Þá er talað um, að það eigi að útvega heppileg leik- svæði nálægt heimilunum og í sjálfum heimilunum, þar sem heimingur slysanna hafj orðið af þeim, sem skráð voru eigi heimilið að vera innréttað með f sérstöku tilliti til smábama en foreldrarnir fái fræðslu um hættuauknablikin. Á fþrótta- svæðum þar sem ótrúlega lítill hiuti slysanna hafi orðið eigi TjíjFÍj >5vT||L börn að iðka fþróttir undir hand- leiðslu hæfra kennara. Slysin, sem voru flokkuð nið- ur voru margskonar. Dýr ollu 4% slysanna og þar er hunds- bit fremst í flokki og skiptust þau slysatilfelli jafnt milli drengja og sbúlkna. Hins vegar og af einhverjum ókunnum or- sökum urðu tvöfalt fleiri drengir fyrir skordýrabiti en stúlkur. í doktorsritgerðinni, sem var þýdd á ensku með tilliti til út- breiðslu, er því ennfremur haldið fram að fleiri drengir en stúlkur látist af slysförum og að þessi mismunur milij kynja aukist með aldrinum. Aðalor- sök dauðsfalla séu umferðar- slys, bruni, fall og drukknun. Umferðarslys voru talin um 25% slysatilfella. ■*«*« Fjölskyldan og tjeimilid ir.vwrnnimu VlSIR í VIKULOKIN IS 1 II Ml mwBam 1RANNA vísir í vikulok;n fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostnaðarverði. VÍSIR í VIKULOKIN frá byrjun er orðinn rúmlega 1450 króna virði, 336 síðna litprentuð bók í faSegri möppu. VÍS’R í VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjalds foá byaj«ii tíl nýrra áskrifenda. (nokkur töiublöð eru þegar uppgengro)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.