Vísir - 01.03.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 01.03.1971, Blaðsíða 16
SIR y Ekið á fótgangandi mann í Bankastræti Ekið var á gangandj vegfaranda í Bankastræti í gærdag um kl. 15.45. Maðurinn, Þorvaldur Þórar- insson, lögmaður, var á leið eftir gangbraut yfir gatnamót Banka- strætis og Ingólfsstrætis, þegar bifreið bar að og náði ökumaöur- inn ekki að hemla í tæka tíð. Eng- in alvarleg meiðsli hlutust þó af. — GP Margir teknir ölvaðir Talsverðrar ölvunar gætti í borg- inni á laugardagskvöld og varð lögreglan oft að taka i taumana vegna ryskinga ölvaðra manna. Margir voru teknir ölvaðir á al- mannafæri og fluttir heim til sin. Alls tók lögreglan 17 ökumenn frá þvi á föstudagskvöld og þar til á sunnudagsmorgun fyTir meinta ölvun við akstur. í Keflavík bar allmikiö á ölvun á almannafæri sama kvöldið og fylltust fangageymslur lögreglunnar um miðnættið, en þar komast 7 menn fyrir ti'l geymslu. Auk þeirra hafði lögreglan flutt fjölda manna heim. GP Metmánuður: Rúmlega 16 þúsund gestir í Þjóðleðkliúsmu í febrúar • Vart þurfa leikhúsmenn í höfuðborginni að kvarta yfir að sjónvarpiö trufli eðlilega starf- semi í húsunum. Febrúarmánuður varð t.d. algjör metmánuður að oessu sinni að sögn Klemensar 'ónssonar hjá Þjóðleikhúsinu. Rösk ega 16 þúsund leikhúsgestir komu húsið á 28 dögum. Alls voru 33 sýningar á 4 leik- -itum og balletsýningum Helga Tómassonar. Sagði Klemens að betta værj langbezti febrúarmán- uður í sögu leikhússins, sem nú hefur starfað í nær 21 ár. — JBP Innbrotafaraldur / Reykjavík Mikill stuggur stendur orðið af innbrotsþjófum, sem farið hafa eins og eldur í sinu um borgina að undanförnu. — Hefur ekki runnið upp sá dag- ur nú í nolckrar vikur, að ekki hafi verið kom- ið einhvers staðar að morgni að verzlunum eða fyrirtækjum, þar sem þjófar höfðu látið greipar sópa. Þessa helgi vom nær 10 inn- brot eða þjófnaðir framdir í Reykjavík eða þá þjófnaðaríffl raunir gerðar. Og víðast eins og fyrri daginn höfðu þjófarnir spi'lllt mik'lu meiri verðmætum en þeir höfðu stolið, en sumstað ar varð varla á uimgengnmni séð, hvort verið hefðu á ferð inni menn eða aðra-r skepnur. Svo rammt hefur kveðið að þessu, að liggur vi’ð að menn hafi týnít tölunnl yfir innbrotin, sem framin hafa verið undan- farnar vikur. Gat yfirmaður ransóknarlögreglunnar engar nákvæmar upplýsingar veitt blm Vísi's, hve mörg innbrotin vær-u orðin. Skemmdarverk Hagkaupi Ljót sjón blasti við mönn- um, sem mættu til sitarfa í verzl unina Hagkaup í morgun, en þar höfðu þjófar brotizt inn um helgina, og er það í þriðja skipt iö, sem brotizt er þar inn á stuttum tíma. Varningi hafði verið rótað nið ur úr hillum, sykursekkir skorn ir í sundur og sykrinum stráð um gól'fiö og fleira gert. í rót- inu og ringulreiöinni var ógjörn ingur fyrir menn að glöggva sig á því, hverju þjófamir höfðu stol'iö. Svínarí í kaffistofu „Hér er umhorfs eins og svín hafi komizt inn“, varð mönnum að orði, sem komiu að kafíi- stafu Guðmundar í Þvottastöð B'lika í Siigtúni á sunnudagis- morgun, en þar hafði verið brot izit inn um nóttina. Þjófamir höfðu náð sér i mat væli og matreitt þau á staön- um. Notaðir diskar á einu borð inu báru þess viitni, hverja leið þýfið hafði farið. En verst þótiti mönnum viður styggðin af eggjakasti þjófanna, sem tekið höfðu eggjabirgðir kaffisitofuinnar — um 200 egg — og grýtt þeim um veggi og gólf, svo að út um alllt lak niö ur eggjarauðan og innan um flaut eggjas'kumin. Fóru í Kínverska garöinn Þjófar, sem sikáru gat á plast himininn ýfir Kínverska garð- inum í Hábæ, og komust inn í veitingahúsið, gerðu mi'k'la leit að verðmætum þar inni. Höfðu Fékk stein í augað og missti það 9 ára gömul telpa stórslasaöist á laugardag, þegar steini var kast- að í augað á henni, þar sem hún var að leik skammt frá heimili si'nu í B-götu í Blesugróf. Einhver krakki kastaðj steini í augað á stúlkunni og sprakk illa fyrir. Var teipan flutt í ofboði á slysadeild Borgarspítalans, en í ljós kom, að augað var of skaddað til þess að unnt væri að bjarga því. Með skurðaðgerð var augað fjarlægt. Eftir siíðustu fréttum, þá var líðan hennar sæmileg eftir atvikum. En óupplýst er hver steininum kast- aði í augað á telpunni. — GP LAXNESS undrandi á áhugaleysi Ameríkumanna Halldór Laxness lætur i við- tali við bandaríska blaðið International Herald Tribune í ljós undrun sína og óánægju vegna þess hve lítt þeklctur hann er í Bandaríkjunum og Kanada, þótt verk hans hafi mikið selzt í Evrópu. Ég hef reynt að fá bækur gefnar út á almennum mark- aði í Bandarfkjunum", segir hann, ,,en áhuginn virðist ekki vera neinn. Fyrir tveimur árum gafst ég eiginHega upp á þessu og gaf eitt verk mitt útgáfu háskólans í Wrsconsim“. Blaöið HeiraiM Tribune er í tengstom viö stórhlöðin New York Trmes og Wa.shington óánægður með blaðsins. Post og er selt utan Bandarí'kj- anng og mi'kið keypt i Evrópu. Það rekur ferii Laxness og helztu verk hans og getur um Nóbelsverðlauin hans. í grein inni segir, að Laxness sé ekki bitur vegna áhugaleysis Ame- ríkumanna. Biaðiö getur um vinsældir Laxness í Evrópu og segir að hann hafi notið mikiilia vin- sælda í Sovétríkjunum, því að hann hafi í sumum verkum sín- um fjallað um sósíalisma á ís- landi og mótmæilit dvöl banda- rísika hersins. Hins vegar segist Laxnees nú hne'^iast fi! hna- værrar íhaldssemi" að sögn - HH þeir greinilega rótað mikto tdil í leitinni, en einskis var saknað, annars en nokkurs magns af á- fengi. Innbrot í Maddakaffi 1 nótt var brotizt inn i Maddakaiffi að Háaleitisbraut 108, en ekiki virtust þjófarnir hafa borið annað úr býtum en eina ljósmyndavél, sem var þó vandaður gripur. Fyrr um helg- ina hafði verið brotizt inn í mijól'kurbúðina í sama húsL Gripnir fullir á staðnum í gærmorgun varð þess vart, að brotizit haifði húsaikynni véism. verið inn Trausta vi Skipholt, en þegar lögreglan kom á staðinn, fann hún tvo öivaða menn inni á skriifstofuin um, og voru þar fundnir inn- broteþjófemir. Unglíngar teknir við þjófnað 13 ára drengur var staðinn að því að reyna að stela pen- ingjum í verzluninni Vogue á Laugaveginum á laugardag, og var hann seldur yfirvöldiunium í hendur. — Rétt eftár miðnætti um fcvöddið voru tivedr piltar, Í5 oig 16 ára, staðnir að verki efitir innbrot í Kjötbúðina í NorðU'rtnýri, og náðust þeir báð ic. — GP míkil spjófl viða unnin á innbrofssfóðum Jafnvel jámrimlar fyrir gluggum megna ekki að bægja innbrots- þjófum frá, eins og í Maddakaffi við Háaleitisbraut. Hvarf af áreksturssfað „Það þurfti einhver að gera lögreglunni viðvart og ég ætl- aði mér það,“ sagði ökumað- ur bíls, sem lent hafði í hörð- um árekstri á veginum út að Garði norðan við Keflavík rétt undir miðnætti á laugar- dagskvöld. eftir áreksturinn, Engin meiðsli urðu hins vegar á fólki. Annar ökumaðurinn hvarf skyndi lega af árekstursstað, áður en lög- reglan kom að, en tveimur og hálfri klukkustund seinna f-undu lögreglumenn hann á heimili hans. Viðurkenndi hann að hafa ekið bílnum og féll grunur á hann um, að hafa ekið undir áhrifum áfengis. — Þegar hann var krafinn skýring- Bilarnir höfðu mætzt á veginum ar á hvarfi sínu, sagðist hann hafa og lent saman, en skemmzt svo farið til að tilkynna lögreglunni um mikið, að hvorugur var ökufær óhappið. — GP 50 dómarafulltrúar segja upp starfi undirtektir Ameríkana. Dómarafulltrúar um allt land, um 40—50 talsins, sögðu upp störfum sínum rétt fyrir þessi mánaðamót. Dómarafulltrúar eru óánægðir með réttarstöðu sína gagnvart borg ardómurum, eöa embættisdómurum yfirleitt. „Við vinnum störf sam- hliða borgardómurum og er sú rétt- arstaða okkar grundvöllur þessarar baráttu," sagði heimildarmaður Vis- is að dómaraful-ltrúar segðu ekki upp s'törfum sínum með 3ja min- aða uppsagnarfresti ti-1 þess að „fara í stríð við ríkisvaldið út af nokkrum launaflokkum, heldur er fyrst og fremst um réttarstöðu okk- ar að ræða.“ — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.