Vísir - 01.03.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 01.03.1971, Blaðsíða 9
V I S I R . Mánudagur 1. marz 1971, h 69. skoðanakönnun Visis: Viljið þér, að Kina verði tekið inn i Sameinuðu þjóðirnar eða ekki? „IKKI VITLAUST AD CffA ÞCIM TÆKIFÆRI" „Ættum við að fara að viðurkenna þá og hjálpa þeim til að leggja undir sig heiminn? Ég held nú ekki“. — „Framkoma utanríkisráðherra í þessu máli er til háborinnar skammar. Við höfum sýnt, að við erum íhaldssamasta Norðurlandaþjóð- in“. — „Ef okkar utanríkisstjórn er því andvíg, þá treysti ég mér ekki til þess að andmæla því“. „Kannski er ekki svo vitlaust að gefa þeim tækifæri á þeim vettvangi til þess að kynnast pólitík Vesturlandaþjóðanna, sem þeir halda allar vera heimsvaldasinna“. — „Ég hef ekki vit á stjóm málum og þaðan af síður utanríkispólitík“. — „Ekki hefur mér nú heyrzt þeir leggja mikið gott til málanna. Einskis góðs er von úr þeirri áttinni". „Er ekki óviðeigandi að hafa eitt mesta stór- veldi heimsins utan samtakanna? Ég spyr. Ann ars þekki ég ekkert inn á þetta og er alveg sama“. Niðurstöður úr skoðanakönnuninni urðu pessar Tekið inn • • • • 77 eðn 39% ikki inn........34 eðn 17% Ónkveðnir.... 89 eðn 44% Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstööu tóku, lítur taflan þannig út: Tekið inn.............69% ikki inn.............31 % — „Ég skil ekki að heimspólitíkin komi okkur mik- ið við hér á hjara veraldar“. — „Kínverjar em fimmti hlutinn af mannkyninu. Með því að veita þeim inngöngu í SÞ gæti kannski ýmislegt lagazt“. Kiínamálið. hefur verið í heims- fréttunum reglubundið ár eftir ár eða í hvert skipti, sem staðið hefur fyrir dyrum, að greiða at- kvæði á þingum Sameinuðu þjóðanna um spurninguna, hvort stjóm kommúnista í Peking skuli taka sæti fyrir hönd Kína, sem hin útlæga stjórn Ohiang Kai Cheks á Formósu heldur enn. Þetta mál var enn 1 fréttum nýlega, þegar greidd voru at- kvæði á allsherjarþingi SÞ um það, hvort Kína skyldi taka sæti á þinginu og þá eins og oft áður heyrðust raddir, sem telja af- stööu Islendinga til Kínamálsins óviðunandi. Vísi þótti því for- vitnilegt aö kanna hug almenn- ings til þessa máls og lagði eftirfarandi spurningu fyrir í ' 69. skoðanakönnun sinni: Viljið þér, að Kína verði tekið inn í Sameinuðu þjóðimar eða ekki? Það kom ekki á óvart, að mjög lítill áhugi reyndist á þessu máli Þetta kom í ljös í ’ þvi, aö stærsti hlutfallshópurinn var óákveðinn í afstöðu sinni, en hinir, sem afstöðu tóku, fylgdu skoðun sinni ekki etftir nema í Ár eftir ár hefur Kínamálið komizt í heimsfréítir, þegar greiða á atkvæði um rétt Peking- stjórnarinnar til aðildar að SÞ. Hér er Hannes Kjartansson ambassador í ræðustólnum á alls- herjarþinginu. örfáum tilvikum. Alls reyndust 44% vera óákveðin, 39% vildu að Kína yrði tekið inn í SÞ, en 17% voru andvíg. Töluverður afstöðumunur milli kynjanna til spumingar- innar kom fram. Karlmenn reyndust mun meiri „Kínasinn- ar“ ’en kóriur.' 54%' ’áíírá karlm. vildu láta taka _ iþna inn i SÞ. ' en aöeiris" 23% lcvenna. Éf að- eins eru taldir þeir karlmenn, sem tóku afstöðu til spurning- arinnar reyndust um 80% karl- manna vilja fá Kína inn, en að- eins rúmur helmingur kvenna tötfdu rétt að taka þá inn í ..klúlbb þjóÖanna“. Þó að konur hafj reynzt svona neikvæðar í afstöðu sinni til Mao formanns og hans manna, lenti þó meiri- hluti kvenna í hópi óákveðinna. 58% allra kvenna reyndust ekki hafa skoðun á málinu, en hlut- fall óákveðinna karlmanna reyndist 31%. Ljóst er af þessum niðurstöð- um, að abnenningur á Isilandi er mjög ófróður um Kínamálið. Þannig kynnu niðurstöðurnar að hafa orðið allt aðrar ef t.d. hefði verið spurt: Teljið þér rétt að reka Formósu- Kínverja úr S.Þ. svo að Peking-Kínverjar geti fengiö þar saeti? Tuttugu ár eru nú liðin frá því kommúnistar undir forystu Mao Tse Tungs tóku völdin á öllu meginlandi Kína með bylt- ingu. Stjóm Chiang Kai Cheks var hrakin til eyjarinnar For- mósu undan Kínaströndum. Enn hefur ekki fengizt sam- þykkt, að kommúnistar taki sæt iö. Norðurlöndin hafa öl'l, nema ísland undanfarin ár greitt at- kvæði með aðild þeirra. Tillag- an er jafnan í því formi, að fulltrúi Formósu skuli víkja af þinginu. Þetta hafa íslendingar ekki talið sér færtaösamþykkja, en fulltrúar íslands hafa aldrei lagzt gegn aðild Pekingstjórnar- innar. Það er talið hafa spiltt fyrir Pekingstjóminni að hún hefur sjálf sýnt lítinn áhuga fyrir |>e9su máli og oft lýst fyrirlitn- ingu á samtökum Sameinuðu þjóðanna. —VJ it I — Viljið þér að Kína fái aðild að Samein- uðu þjóðunum eða ekki? Hlynur Möller, verkamaður: „Tvímælalaust. Um það þarf ekkj að rökræða". Rafn Sigurðsson, veitingamaður: „Ég veit ekki — jú, af hverju ekki?“ Bergsveinn Þorkelsson, sjó- maður: „Hiklaust. Engar vanga- veltur þar um“. Magnea Kristinsdóttir, starfs- stúlka, Loftleiðahóteli: „Nei, alls ekki. Mér geðjast ekki að þeirra öfgafullu kenningum" Hjálmar Baldursson, smyrjari: „Nú veit ég ekki — jú, því ekki það, þaö held ég bara“. Haukur Sigurðsson, kaupmaður: „Ég held að enn sé ekki kominn tími til að þeir fáj aðild. Þeir eru of rauöir — býst við að þeir hljóti aö veröa hægri sijnnaðri með tímanum".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.