Vísir - 06.03.1971, Side 4

Vísir - 06.03.1971, Side 4
4 V í S I R . Laugardagur 6. níarz 1971, Tvær saumakonur næstu viku. líta yfir sjónvarpsdagskrá Guðrún og Björg. „Ég var búin að búa mig undir að sjón- varpið væri eins leiðinlegt og fólk vildi vera láta. Þess vegna hef ég ekki orðið fyrir neinum tiltakanlegum vonbrigðum með það,“ sagði sú síðarnefnda. Er sjónvarpsdagskrá næstu viku barst okkur hér á Vísi í hendur, löbbuðum við okkur meö hana upp á næstu hæð fyrir ofpn ritstjórnarskrifstofur blaðs- ins. Þar er fyrirtæki, sem heit- ir Kápan og hefur við störf fjölda kvenna, sem sauma káp- ur í gríð og erg. Sú fyrsta, sem við gáfum okkur á tal við í þeim tilgangi að fá hjá hennj álit hennar á dagskránni, taldi slíkt alveg af og frá „Ég vil bara ekki heyra á það minnzt,“ sagði hún, „Það er svo hundleiðinlegt þetta sjónvarp — nema þá kannski fréttirnar," bætti hún við til út- slcýringar og þar með var máliö útrætt af hennar hálfu. Þá var það, sem við snerum okkur til tveggja saumakvenna á næsta borði Þær tóku strax vel í það að líta yfir sjónvarps- dagskrána „Ég er meira að segja mjög spennt að fá að sjá hana,“ sagði sú vngri, Björg Hraun- fjörð. Hún sagðist nefnilega vera nýbúin að fá sér sjónvarp. Það fyrsta, sem hún tilnefndi úr dagskránni, var myndin um kölska, sem sýnd verður á sunnudaainn. „Það er áb—’ri- lega mjög skemmtiieg my*nd,“ sagði hún. „Ég hef lika alla tið verið sérstaklega hrifin af hon- um. Skemmtiþáttinn „Sú var tíðin" gerði Björg hins vegar ekki ráð fyrir að leiða sér fyrir sjónir. „Ég hef gaman af að hlusta á 'lögin, og á þau hlusta ég kannski, en án þess þó að horfa á sjá'lfan þáttinn, mér þyk ir hann nefniiega svona heldur leiðinlegur.“ „Hvaða vitlevsa," sagði þá eldri saumakonan, Guð- rún Kjartansdóttir að nafni. „Þessi skemmtiþáttur er virki- lega skemmtilegur. Ég mundi ekki vilja missa af honum fyrir nokkum mun. Ekki heldur veðr- inu,“ bætti hún við og sneri sér að okkur. „Myndina um kransæðastífluna ætla ég hins vegar ekki að horfa á,“ bætti hún svo við, þegar hún hafði flett upp á mánudeginum. „Það er aftur á móti mvnd, sem ég gæti vel hugsað mér að sjá,“ greip þá Björg fram í. „Svo er ég líkri svolítið spennt að sjá, hvað nýi framhaldsmyndaflokk- urinn „Markaður hégómans" ber f skauti sínu.“ Er þær Björg og Guðrún höfðu flett upp á dagiskrá þriðiudags- ins veittu þær strax athvgli kanadísku myndinni um einn dag í lífi húsmóður. Það var mynd, sem þær ætluðu ekki að láta fram hjá sér fara. Umræðu- þáttinn um hundahald í þétt- býli, sem einnig er á dagskrá þriðjudagsins, kvað Björn sig einnig langa að sjá. Þáttinn um fljúgandi furðuhluti sagðist hún hins vegar ætla að láta sigla sinn sió. „Mér finnst sá þáttur svo óttalega leiðinlegur," út- skýrði hún. „Ég fékk alltaf mar- tröð nætumar eftir að horfa á þá fyrstu Fannst ég æða um og myrða og kvelia fólk.“ Skrepp- ur seiðkarl hefur hins vegar ekki skotið Björgu eins mikinn skelk f bringu. Hún ætlar hiklaust að horfa á hann með litla syni sín- um á miðvikudaginn. „Þegar sá stutti er kominn í háttinn eftir kvöldmat ætla égj svo lílsa að horfa á bíómyndina,“ sagði hún. „Þú horfir auðheyrilega tölu- vert meira á sjónvarp en ég,“ sagði nú Guðrún, tók dagskrána í sínar hendur og fietti upp á föstudagsdagskránni. I>ar varð fyrst fvrir henni þátturinn „Or sögu safnsins". ..Hann langar mig að sjá,“ sagði hún. „Einn- ig jazz-þáttinn. Ég hef svo anzi gaman af jazzi.“ „Ekki ég,“ skaut Björg þá inn í. „Ég ætla heldur ekki að horfa eða hlusta á þáttinn. Mér leiðast hálfpartinn þessir músík- þættir í sjónvarpinu. Norski þátt urinn, sem sýndur var í sjón- varpi-iu í síðustu viku undir heit inu „Ný andlit", féll mér hins vegar vel í geö Það var virki- lega góður þáttur. Sennilega með þeim skástu, sem sjónvarp ið hefur sýnt af því taginu. En hvað um það, það er föstudag- urinn næsti, sem er til umræðu. Þá held ég að ég horfi lika á Erlend máiefni“. „Ég lfka,“ bætti Guðrún við. „Ég horfi alltaf á Erlend mál- efni, nema þegar þeir eru með myndir frá Víetnam og Araba- löndunum. Maður fær nóg af slíku í fréttunum." Hvort þær Guðrún og Björg ætluðu að horfa á Mannix ... ? „Nei,“ svar aði Guðrún fyrir sig. „Hann er hál'flélegur. Harðjaxlinn var miklu skemmti'Iegri." Það var það síðasta, sem Guðrún lagði til málanna, en Bjö.rg átti þá eftir að geta þriggja þátta af laug- ardagsdagskránni. Fyrst „Rétt- ur er settur“ (hún sagðist hafa svo gaman af öl'lu „lagaþrasi og veseni“), því næst söngsins hans Guðmundar Jónssonar („hann er svo skemmtilegur") og loks nýia þáttarins „Myndasafnið". „Ég geri mér góðar vonir um að þar sé skemmtilegur þáttur á ferð- inni.“ sagði Björg loks. — ÞJM ) Úrval úr dagskrá næstu viku SJÓNVARP • Sunnudagur 7. marz 18.00 Á heligum degi. Umsjón- armaður Haukur Ágústsson, cand. theol. 18.15 Stundin oikkar. 20.30 Sú var tíðin ... Brezik kvöldskemmtun eins og þær gerðust á dögum afa og ömmu. Meðal þátttakenda eru David Hughes, Rita Mornis, Doreen Hermitage, Stéíla Moray, Ken Goodwin og Linda Gloria. Þýðandi Björn Matthía'sson. 21.15 Á vegum kölska. Sjónvarpsléi'krit eftir Sivar Amér. Leikstjóri Per Ragnar Aðalhlutverk Jan-Olaf Strand berg, Ulf PaJme, Kotti Chave og Erik Hammar. , Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Iæikritið, sem látið er ger- ast sumarið 1851, er að nokkru byggt á sönnum heimildum. Mánudagur 8. marz 20.40 Markaður hégómans. — Nýr framhaldsmyndaflokkur í fimm þáttum, gérður af BBC eftir hinni frægu skáldsögu W. M. Thackérays um yfir- stéttina í Bretlandi á 19. öld. 1. þáttur: Hún Bekka lifla. Leikstjóri David Giles. Aðal- h'lutver-k Susan Hampshire, Marilyn Taylérson, Bryan Marshajl, Dyson Lovel'l, John Moffat og Roy Mardsen. Þýðandi Bríet Héðirisdóttir. 21.30 Krar.sæðaistífla — plága tuttU'gustu aldarinnar. Myaid þessi, setn gérð er í‘ tiíéfni Hjartaviku Evrópu, fjal'I ar um •hætfu þá, sém fó'l'ki ér búin af völdum kransæðastíflu,. og greinir frá störfum þeim, sem nú eru unnin á sjúkrahús- um og rannsóknarstofum, til þess að lækna, fylgjast með, og koma í veg fyrir hjartasjúk dóma. Þessi tfu lönd tóku höndum saman um gerð myndarinnar: Belgía, Holland, Auisturriki, Frakkland, ItaMa, Iriand, Sovét rikin, Spánn, ÞýzJkaland og Sviss. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. Þriðjudagur 9. marz 20.30 Sumardagur. Kanadísk mynd um einn daig I lífi hús- móður. 21.00 Skiptar skoðanir. Hunda- hald í þéttbýli. Umsjónarmað ur Gylfi Baldursson. 21.35 FFH. Drepið Straker. 22.20 En francais. 5, þáttur (end urtekinn). Miðvikudagur 10. marz 18.00 Dýrin í skóginum. 18.10 Teiknimyndir. Hvuttar I útilegu og Á listasafninu. 18.25 S'kreppur seiðkarl. 10. þátt ur. Hús galdrakarisins. 18.50 Skójasjónvarp. Lausnir 4. þáfctur eðlisfræði fyrir 11 ára nemendur (endurtekinn). Leiö- beinandi Óskar Maríusson. 20.30 Steinaldarmennimir. Heilaþvotturinn mikli. 20.55 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaður Örnólfur Thoriacíus. 21.25 Serjozha. Sovézk bíómynd, sem lýsir lífinu frá sjónarhóli söguhetjunnar, sex ára drengs, sem elst upp hjá einhleypri móður sinni. í (rrij-.tX'/! iii'it Föstudagur 12. marz 20.30 Úr sögu safnsins. Heim- sókn á yfirlitssýningu, sem nú. stendur yfir í Listasafni Is- lands. Umsjón Rúnar Gunn- arsson. Þulur Magnús Bjam- freðsson. 20.55 Jazz. Kristján Magnússon, Gunnar Ormslev, Jón Sigurðs- son, Guðmundur Steingríms- son og Árni Sbheving leilka. 21.05 Mannix. Undir regn'bogann 21.55 Erlend máiefni. Uirisjónar- maöur Ásgeir Ingólfssoo. Laugardagur 13. marz 15.30 En franeais. Frönisku- kennsla í sjónvarpi 6. þáttur Umsjón: Vigdls Finnbóga- dóttir. I6.O0 Endurtekið eím. Réttur er settur. Þáttur í umsjá laga- nema. Áður sýnit 4. október 1970. 17.05 íslenzkir söngvarar. Guð- mundur Jónsson symgur lög eftir Sveinbjöm Sveinbjöms- son. Áður flhitt 7. des. 1970. 17.30 Enska knattspyman. Enska bikarkeppnin. Liverpool—Tott- enham. 18.20 Iþróttir. M. a. síðari hluti heimsmei staramóts í skauita- hiaupi, sem haldið var í Gauta borg í síöasta mánuði. Umsjón armaður Ómar Ragnarsson. 20.30 Dísa. Hundakúnstir. 20.55 Myndasafnið. I þætti þess- um, sem nú hleypur af stokk unum, verður framvegis flutt efni úr ýmsum áttum og kom ið víða við. Umsjónarmaður: Helgi Slkúli Kjartansson. 21.20 Ævi Mark Twain. Banda- rísk biómynd frá árinu 1944. Leifcstjóri Irving Rápper. Aðal h'lutverk Fredric March, Alexis Smitih og Donald Cri'sp. Þýðandi EMert Sigurbjömsson. Mynd þessi er byggð á sann- sögulegum at'burðum úr lífi hins fræga háðfugls og rithöf- undar. IÍTVARP • Sunnudagur 7. marz 15.35 Fyrri landsleikur lslend- iniga og Rúmena f handknatt- leik. Jón Asgeirsson lýsir hluta leiksins í LaugardajshöH. 16.10 Fréttir. — Gilbertsmá'lið, sakamá'jaleikrit eftir Francis Durbrigde. Sigrún Sigurðardótt ir þýddi. Leikstjóri: Jónas Jón- asson. 16.45 Kórsöngur: Pendyrus-karla kóripn syngur lög eftir Sohu- bert og Cheru'bini. 19.30 Veiztu svarið? Jónas Jóri- asson stjómár spúrningaþætti. 19.50 Ti'lbrigði og fúga éftir Max Reger uni stef eftir Moz art. 20.20 Lestur fomrita. HaMdór Bilöndal kennari les Reykdæla sögu og Víga-Skútu (5). 21.20 Veröldin og við. Umræðu- þáttur um utanríki'smá'l í um- sjón Gunnars G. Schram. 22.30 Bandarískir fjöibragða- gjfmumenn I Laugárdalshöll. Jón Ásgeirsson lýsir viður- eignum. Dans'lög. Mánudagur 8. marz 19.35 Um daginn og veginn. Sig hvatur Björgvinsson ritstjóri talar. 19.55 Stundarbil. Freyr Þórar- insson kynnir popptónlist. 20.25 Kirkjan að stárfi. Séra Lárus HaMdórssori og Valgeir Ástráðsson stud. theol. sjá urii þáttinn. 22.50 H'ljómplötusafnið í umsjá Gunnars Guðmundssonar. Þriðjudagur 9. marz 21.05 Síðari landsleikur íslend- inga og Rúmena í handknatt- leik. Jón Ásgeirsson lýsir hluta leiksins í Laúigardaishöll. 22.30 Iðnaðarmál. Sveinn Björns son ræðir við Þorvarð Ailfons- son framkv.stj. um fjármál iðnaðarins. 23.00 Á hljóðbergi. Söngkonan Rutih Réese rekur sögu banda- rísikra blökkumanna í orðum og söng. — Hljóðritað i Norr æna húsinu 27. f. m. Miðvikudagur 10. marz 20.00 Samjei'kur í úitvarpssa'l. , Guðný Guðmundsdóttir og Lawrence Wheeler lei'ka á fiðiu og víólu Dúó nr. 1 i G-dúr (K 423) eftir Mozart. 21.00 Föstumessa í Dómkirkj- unni. Prestur: Séra Jón Auð- uns dómprófastur. Organleik- ari: Ragnar Bjömssion. 21.45 Þáttur um uppeildismál. Margrét Margeirsdóttir ræðir við Eirík Bjarnason augnilækni um böm með sjóngal'la. Fimmtudagur 11. marz 19.30 Isólfúr Pálsson tónskáld aldarminning. Helgi Sæmunds- son ritstj. flytur stutt erindi og flutt verða lög eftir tónskáld- ið. 20.05 Leikrit: „Stú'lkan við veg- inn“ eftir Gert Weymann. Þýðandi: Ásthildur Egilson. læikstjóri: Erlingur Gíslason. 11.50 Við hvhan sanrt. Áslau" v Heygjum les úr nýrrj ljóða- bók sinni. 22.25 Lundúnapistíl'l. PáM Heiðar Jónsson segir frá. Föstudagur 12. marz 19.55 Kvöldvaika. a. íslenzk einsöngs'lög. Þuriður Pálsdóttir syngur lög eftir Björn Franzson, Jórunn Viðar leikur á píanó. b. Ættemisstapi. Þorsteinn frá Hamri tekur saman þátt og flytur ásamt Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. c. Vísnaþáttur. Sigurður Jóns- son frá Hau'kagi’li fer með ýmis legar stökur. d. Þáttur af Jóni Sigurðssyni fræðimanni í Njarðvfk. Haíl- dór Pétursson fllytur. e. ÞjóðfræðaspjaM. Ámi Bjöms son cand. mag. flytur. f. Kórsöngur. Karla'kór Reykja vikur syngur noklcur lög, Sigurður Þörðarson stj. 22.45 Kvöldhiliómileikar Frá tónleikum Sinfóníuhljómsyeitar íslands í Háskólabiói kvöldið áður. Stjómandi: Bóhdan Wodiczko. a. Les offrandes oubliees eftir Oliver Messiaen. b. Les Freszues eftir Bohuslav Martinu. Laugardagur 13. marz 20.45 Smásaga vikunnar: „Fugl- arn'r“ eftir Daphne du Maurier. Málfriður Einarsdóttir íslenzkaði. Steingerður Þor- steinsdóttir les. 21.15 Einsöngur -i- útvarpssal: Bjami Guðjón'sson syngur lög eftir Sigfús Ha'Mdórsson, sem leikur undir á píanó. 21.30 I dag. JökuHl Jakobsson sér um þáttinn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.