Vísir - 26.03.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 26.03.1971, Blaðsíða 2
Hver er Ravi Tikkoo? — Niarchos, Onassis og aðrir skipakóngar vildu vist helzt, oð jbeirri spurningu væri ósvarað Ei þú værir að leika þér að því að geta gátur, og spyröir sjálf an þig: hver er mesti skipakóng- ur í heimi, eru miklar líkur á að svariö væri annaöhvort Onassis eða Niarchos — það er næsta víst um að enginn mjmdi segja: Ravi Tikkoo. Hiver er Ravi Tikkoo? Hann er maðurinn sem er í þann veginn að verða skráður eigandi að stærsta oh'udalli í heimi. Sá er nefnilega maðurinn. Hann hefur pantað sikip sem mun 'bera hvorki meira né minna en 477.000 tonn af olíu — og sá tonnafjöldi er 151.000 fram yfir burðarmagn stærsta olíu- slkipsins sem nú er á floti og oHuskipin sem þeir Onassis og Niardhos eru svo stoltir af munu líta út eins og baðkör í saman- burði við þetta stóra skip hans Ravi Tiktoo. Og það er meira um þetta að segja: Ravi Tikkoo hefur nefni- lega pantað sér tvö svona skip. Og það sem enn meira er: Ravi Tikkoo fer til Japan í næsta mán- uði til að panta hjá Japönum milljón tonna olíufleytu. Milljón toiina skip Alveg er þetta makalaust! All- ir hinir skipakóngamir í heim- inum hljóta að hafa verið í smá- stnákaleik: „Mitt olíuskip er stærra en þitt...“ Svona hafa þeir strítt hver öðrum ánum sam- an og svo kemur allt f einu 6- fyrirleitinn náungi eins og Tikkoo og platar þá alla: Pantar bara milljón tonna skip! Ekki nema það þó. Og afleiðingamar em líka eft- irtektarverðar. Þvi að þótt skipa kóngamir hinir hafi áram sam- an verið í saxnikeppni innbyrðis og stundum jaðrað við fjand- skap 'þeirra í mi'Hi, þá snúa þeir allt í einu bökum,, saman gegn þessum nýja og harða keppinaut, þessum dularfulla náunga, sem eignaðist sitt fyrsta skip fyrir að- eins tveimur og hálfu ári, en er svo bfræfinn að rísa svo upp og skora á þá í meiriháttar tonna- fjöldaleik. Ekki einu sinni Grikki Og svo er hann efeki einu sinni grískur. Ravi — nafnið er úr sanskrft og merkir „sól“ — fæddist 4. nóvember 1932. For- eldrar hans vom frá Kasmfr og bjuggu þá í Himalajaríkinu Mandi", þar sem faðir hans var fjármála- ráðherra rfkjandi prins. Ráðherra fjölskyldan var mjög fhaldssöm, enda af gamalvirðulegri Brahma- ætt. Eftir að Ravi Tikkoo hafði gengið á efristéttarskóla þar sem Hindumenn kenndu var hann sendur á „The Simla CoMege of Punjab University“, þar sem hans krækti sér í 3 gráður i stærðfræði. Undarlegur bakgrunn ur manns sem síðan snýr sér að hráskinnsleik sk'ipakónga af gamla skólanum, sem ráða yfir fjármagni og reynslu í viðskipta- Iffi, svo fáir þora að etja kappi við þá á nökkm sviði. Nú hefur Ravi Tikkoo sínar höfuðstöðvar í miðborg Lundúna, The City. Fyrirtæki hans heitir Globtik Tankers Ltd. og hefur yfir virðulegum skrifstofum að ráða. Tikkoo sjálfur starfar í feikna- stóm herbergi, búnu leðurstólum og sófum en umhverfið er samt ekki beint íburðarmikið, fremur snyrtilegt og látlaust — enda er maðurinn stærðfræðingur. Einn og óstuddur „Ég er einmana — ég starfa algerlega upp á mitt eindæmi. Enginn styður við bakið á mér. Bkkert fyrirtæki, engin samtök. Dagblað eitt sagði nýlega að ég ætti sjálfur 90% af fjármagni því er ég sýsla með. Það er ekki rétt. Ég á 99,9% og konan mín á þetta 0,1%“. — Hvar fókk maðurinn féð til að kaupa sín stórkostlegu ,,jumbo“-tankskip? Hafði hann það eins og svo margir skipaeig- endur? Skrifaði undir samning um olfuflutninga, fór síðan með samninginn í banka og fékk lán til að smíða skipið fyrir. „Þú ert 15 ámm á aftir timan- um“, svarar Tikkoo, „þegar oliu- skip kostaði kanns'ki 20 milljónir dollara. Olíuskipin mín 2, „Glob- tik Tökyo“ og „Globtik London" munu kosta kringum 41 miMjón dollara. ímyndarðu þér að nokk- ur banki vdlji lána eittihvað í likingu við þetta? E'kki einn ein- asti. Þetta er ókannað svið, sem enginn hefur lagt út í ennþá. Þetta er eins og aö fara út í geiminn. Enginn styður við mig nema ég sjálfur". — En hvemig? „Ég legg fram fullnægjandi tryggingu. — Nú vil ég ekki aö þú haldir að ég sé af mjög ríkri indverskri fjölskyldu. Það er ég ekki. Tryggingin sem ég tala um sprettur út úr viðskiptunum sjálf um. Hún hefur að geyma flókna stærðfræðilega útreikninga mjög ná'kvæma — mjög svo viðkvæma en nákvæma fjármagnsútreilon- inga, Þessir útreikningar eru mín list og ég held að enginn annar geti gert þetta“. Ofati úr fjöllum Ravi Tikkoo segist hafa fengið áhuga sinn á skipum er hann var um sjö ára s'keið offiseri í ind- verska flotanum, en þangaö réðst hann eftir hás'kólanám sitt: „Ég kom úr fjöllunum og ég þráði mjög að komast á s'kip og sigla um heiminn. Þegar ég fór úr sjóhemum var ég staöráðinn í að stofna mitt eigið skipafélag og fór til Hamborgar til aö kaupa lltið s'kip, en mér gekk ekki vel, svo ég réöst til skipa- félags sem fjárhagslegur ráðu- nautur". 1964 kom Tikkoo svo til Lond- on og varð brezkur ríkisborgari 1969. Honum tókst að krækja sér í sitt fyrsta skip 1968 í Nor- egi, þaö var gamalt olíuskip, 55.000 tonn að stærð. Ári seinna keypti hann annað gamalt skip 1 Noregi, það var 60.000 tonna olíuskip. Skömmu seinna keypti hann sér það þriöja, • líka notað, en 80.000 tonn að stærð og að þessu sinni í Japan. Oll þessi skip lét hann skrá á Bahama og notaði þau til að flytja olíu frá Persaflóa til Jap- an og frá Venezuela til Portland Maine. Nýju skipin hans munu sigla undir brezkum fána vera mönnuð sérstaklega þjálfuðum, brezfcum hásetum og flytja olíu víða að til Japan. Þau munu ein- göngu landa olíunni í nýrri höfn sem byggð verður fyrir þau í Kagos'hima-flóanum. Engin höfn í Bvrópu er nægilega djúp til aL geta tekið við slí'kum risaskip- um sem verið er að gera fyrir Tikkoo og þau geta heldur ekki siglt venjulegar leiöir, þar sem skurðir em of mjóir. Sfcipin munu fara um Lombak-skipaleið- ina fyrir atistan Bali. Það er Kure skipasmíðastöðin í Hiroshima, sem smíða mun þessi jumbo-skip, og tekur Ti'kkoo við því fyrsta í febrúar 1973, skipi númer 2 í marz 1974. Mi'lljón- tonna ferlíkið verður byggt á sama stað. Það verður 1600 feta langt og 325 feta breitt Stærstu skipin Stærsta skipið, sem nú öslar heimshöfin er 326.000 tonn að stærð, heitir „Universe Ireland" og er I eigu Dan Ludwig, hins 73 ára gamla Ameríkana sem byrjaði sinn viðskipta'feril 9 ára gamall, þegar hann keypti sokk- inn bátsgarm á 75 dollara, sem hann hafði þá unnið sér inn með því að bursta skó og selja popp- kom. Onassis, sem er 65 ára, keypti sitt fyrsta skip 1930, er nú að byggja 260.000 tonna skip. Ni- archos, 61 árs, stofnaði sitt skipa félag 1939, lætur um þessar mundir byggja fyrir sig 230.000 tonna fleytu. Basil Theodorac- opoulous er búinn að panta 250 þ. tonna s'kip. Norömaðurinn Hilm- ar Reksten á 3 200.000 tonna skip og er að fá í hendumar eitt sem ber 283.000 tonn. I nóvem- ber i haust fá 3 fyrirtæki í Japan Tokyo Taniker Co., Nippon Oil og Caltex afhent 372.000 tonna skip. Viljastyrkur Risaskip Tikkoos gera þessi Skip næsta hlægileg. Hann er að- eins 38 ára að aldri og er rétt að byrja sinn feril. Hinir skipaeigendumir hljóta aö vera vitlausir af öfund — spurði blaðamaður hann nýlega. „Ég nefni engin nöfn“, sagði Ti'klkoo brosandi, „en þeir eru allir ævareiðir. Þú getur ekki trú- að hvernig þeir hafa njósnað um mig. Mér er fylgt eftir hvar sem ég fer. Símtöl mín eru hleruð. Þeir gera al'lt sem þeir geta til aö eyðileggja samninga mína. Þeir leggja sig mjög fram um að koma mér út úr þessu viðskiptasviði, en ég gefst ekki upp. Þótt allur heimurinn snerist gegn mér gasf- ist ég ekki upp. Ég er ékki hrædd ur við neinn eða neitt í þessum heimi. Ég framkvæmi þá hluti, sem em risavaxnir og menn halda aö einn maður ráði ekki við. Ef fólk segir við mi'g: „Þetta er ómögulegt" þá fer ég og fram kvæmi hlutinn. Ég fæ fyrir- greiðslu og lán þar sem aðrir fá ekkert. Þeir fara hinir með tylft af fjárhagslegum ráðunaut- um og lögfræðingum að hitta bankastjómir. Ég fer alltaf einn. Og mér tekst alltaf það sem ég ætla. Ég álít nefnilega að vilja- styrkur, kraftur hugans, sé miklu áhriifameira heldur en peningar". — GG Ravi Tikkoo er enginn peningagosi. Hann á aðeins einn bfl, Rolls Royce Silver Shadow, hann leigir hús í úthverfi London. Kona hans er frá Bombay og þau eiga 2 syni, Vickram 6 ára og Neel 4 ára.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.