Vísir - 26.03.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 26.03.1971, Blaðsíða 13
V 1 S I R . Föstudagur 26. marz 1971. n Guðmundur G. Þórarinsson, verlcfræðingur: EKKI SAMRÆMI HJÁ FRAMKV.STJÓRANUM VEGNA UMMÆLA Knúts Ott- erstedt framkvæmdastjóra Laxárvirkjunar um rangar for- sendur í útreikningum landeig- enda, er rétt að eftirfarandi komi fram. 1) Framkv.stj. telur, að stuðzt sé við of lága orkuspá. Aðdragandi þessara útreikninga var, að sátta- semjari fékk landeigendafélaginu í hendur tölur um orkuverð frá nokkrum orkuvalkostum. Stuðzt er við sömu orkuspá og lögð var til grundvailar þessum tölum, enda hef ur sú orkuspá verið notuð við áætlanir um virkjun í Laxá. Fram kvæmdastjórinn hefur hins vegar gert nýja orkuspá með tilliti til tengingar Axarfjarðar og Þistil- fjarðar við Laxársvæðið og er sú spá eðlilega hraðari og væntan- lega réttari með tilliti tii þessara forsenda. Orkuspáin hefur hins vegar ekki áhrif á samanburðargildi reikning- anna um hvort hagstæðara orku- verð fáist með virkjun eða línu. Þess er og að gæta, að spá er jú spá og felur óneitanlega í sér nokkra óriákvæmni. Þannig gæti raunveruleikinn jafnvel fylgt eldri spánni betur. 2) Útreikningamir eru gerðir fyrir mismunandj stofnkostnað beggja valkosta og þar enginn dóm ur lagður á endanlegan stofnkostn- að. Á fundinum á Húsavík reikn- aði ég hins vegar áætlanir um virkjun og linu til verðgildis í árs- lok 1972 og bar saman orkuverð frá 400 millj. kr. virkjun og 216 millj. kr. línu. 3) Framkv.stj. segir réttilega að útreikningamir gerj ráð fyrir 6,5 MW virkjun en Laxárvirkjunar- stjórn miðar við 19 MW virkjun. Útreikningamir sýna því aðeins orkuverð frá virkjuninni, ef hætt yrði eftir þann áfanga sem nú er hafinn. Við útreikninga á orkuverði fiá virkjun þarf að taka tillit til þess, að virkjunin getur aðeins selt orku í samræmi við orkuþörf. 400 millj. kr. virkjun sem fyrstu árin getur aðeins framleitt og selt hluta af þvf sem hún mest getur framleitt, framleiðir því eðlilega dýrari orku fyrstu árin en hin síðari, er hún er fullnýtt. Fyrstu árm liggur stór hluti stofnkostnaðar aðgerða laus \ virkjuninni ef svo má segja. Endanlegt orkuverð er fundið sem meðalverð yfir afskriftatímamn, 40 ár. Tölur framkvæmdastjórans sýna hins vegar orkuverðið eftir að fulinýtingu verður náð, sem væntanlega verður ekki fyrr en 1985. 4) Það er misskilningur hjá fram kvæmdastjóranum, að útreikning- arnir geri ráð fyrir að keyra afl- toppana af með dísilstöð ef orka yrði keypt frá Búrfelli. Á fundinum á Húsavik skýrði ég það, að útreikningamir sýna orku- verð á Laxársvæðinu miðað við mismunandi verð inn á linuna við Búrfel'l. 't " m Þetta var reiknað þannig vegna 'þess, að verðskrá Landsvirkjunar er í endurskoðun. Jafnframt er verðskránnj þannig háttað, að hentugra yrði fyrir Laxársvæðið að keyra afltoppana af með dísil og láta vatnið renna framhjá Búr- felli á meðan, þótt lína væri til staðar yfir hálendið sem flutt gæti alla nauðsynlega orku. Þannig getur niðurstaðan orðið þegar opintber fyrirtæki skipta sfn á mi'lli. Vera má að framkv.stj. hafi mis skilið þessar skýringar mínar. Hins vegar gera útreikningarnir ráð fyrir, að afltoppar umfram á- stimplað afl virkjana yrðu keyrðir með dísil ef virkjunin yrði valin, sem og ístruflanir. Hækkandi ollu verð gerir þv\' þann valkost óhag- stæðari. 5) Orkukaup Reykjavikurborgar voru óhagstæðari en annarra við- skiptavina Landsvirkjunar. Nýting- artíminn aðeins um 4300 stundir. Reykjavfkurborg á hins vegar 50% í Landsvirkjun þannig að fyrir hana verða kaupin ekki eins óhagstæð og ella. Ekki verður séð, hvers vegna miða skuli fremur við Reykjavfkur- borg en aðra kaupendur. Við orkuverð frá 19 MW virkj- un miðar framkv.stj. við 6—8000 klst. nýtingartíma, en þegar kem- ur að athugun á línunni, telur hann eðlil. að miða við orkuverð sem fengist með 4300 klst. virkj- unartima. Ekki virðist mér sam- .ræmi f því. Aðalfundur Verzlunarbanka íslands hf. verður haldinn í veitingahúsinu Sigtúni, laugardaginn 3. april 1971 og hefst kl. J4.30. / Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bank- ans síðastliðið starfsár 2. Lagðir fram endurskoðaðir rdkningar bankans fyrir síðastliðið reikningsár. 3. Lögð fram tillaga um kvittun til banka- stjóra og bankaráðs fyrir reikningsskil 4. Kosning bankaráðs 5. Kosning endurskoðenda 6. Tekin ákvörðun um þóknun tfl banka- ráðs og endurskoðenda fyrir næsta kjör tímabil 7. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundar- ins verða afhentir í afgreiðslu bankans Banka stræti 5, miðvikudaginn 31. marz, fimmtu- daginn 1. apríl og föstudaginn 2. apríl kl. 9.30 — 12.30 og kl. 13.30 — 16.00. 1 bankaráði Verzlunarbanka lslands hf. Þ. Guðmundsson Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Magnús J. Brynjólfsson ÞJÓNUSTA Sé hringf fyrir kl. 16, sœkjum viS gegn vœgu gjaldí, smáauglýsingar á tfmanum 16—18. Sfaðgreiðsla. Lausar stöður Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar hjá flugmálastjóm: 1. Flugumferðarstjóri I. í flugturninum á Vestmannaeyjaflugvelli. 2. Tvær stöður aðstoðarmanna í flugum- ferðarstjóm á Reykjavíkurflugvelli. 3. Ritari við upplýsingaþjónustu flugmála. Laun em samkvæmt kjarasamningi starfs- manna ríkisins. Umsóknareyðublöð fást af- hent á skrifstofu flugmálastjómar Reykjavík- urflugvelli. Umsóknarfrestur er til 12. apríl 1971. Reykjavík, 25. marz 1971. Flugmálastjórinn Agnar Kofoed Hansen NORRÆNA HÚSIÐ er orðið of lítið ..» í LISTAS AFNI ASÍ Laugavegi 18, 3. hæð höldum við sýningu á verkum SEX DANSKRA SVARTLISTARMANNA Eftirfarandi listamenn sýna samtals 58 MYNDIR Povl Christensen Petrea Dan Sterup Hansen Henry Heerup Svend Wiig Hansen Palle Nielsen Mogens Zieler Sýningin verður opnuð laugardaginn 27. marz kl. 14 og verður opin alla daga frá kl. 14—18. Allir velkomnir. — Aögangur ókeypis. Beztu kveðjur NORRÆNA HÚSIÐ POHJOLAN TALO NORDENS HÚS NORRÆNA HÚSIÐ Rafsuðuvír BRITISH OXYGEN Þ. ÞORGRIMSSON & CO SUOURUNDSBRAUT 6 SÍMl 3864(1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.