Vísir - 26.03.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 26.03.1971, Blaðsíða 9
V í S I R . Föstudagur 26. marz 1971. and komið inn fyrir þrösk- uld geimaldar Sjónvarpssendingar og talsamband með gervihn'óttum innan fárra ára? — þrjár mótt'ókust'óðvar fyrir gervihnetti þegar risnar hét Margir hafa virzt vera þeirrar skoöunar, að geimferðir óg gervihnettir séu aðeins fánýt eyðsla á miklum fjármunum, gerðar til þess að skemmta tæknióðum vísindamönnum og fullnægja hégóma- girnd almennings og stjórnmálamanna, sem ákvarð anir taka um fjármögnunina. Hér á landi hefur borið á því, að almenningur telji áfanga í gervi- hnattatækni og geimferðum aðeins athyglisverða, en koma sér lítið við að öðru leyti. En gervihnettir eru ekki aðeins fánýtt dót, sem svífur um úti í him- ingeimnum og segir „bíb-bíb“ eins og sumir gagn- rýnendur hafa sagt. — Auk þess að hafa aukið stórlega á þekkingarforða mannkynsins hafa þeir þegar komið að miklum og beinum hagnýtum not- um. Einnig hér á landi. gaf út upp á eigin spýtur nýja stefnuyfirlýsingu um umbætur í efnahagsmálum og þjóöfélags- málum. Kjaminn í stefnu henn- ar lýtur sameiginlega að banka- kerfi og landbúnaðarkerfi lands- ins. Þar vírðist vera ætlun hennar að framkvæma viða- mikla innri þjóðfélagsbyltingu. Hún er í því fólgin að slíta í sundur hið gamla bandalagskerfi bændaánauðar og fjármagns. í stað þess að þankarnir hafa að- eins starfað gegnum stóru land- eigenduma á nú að stefna að því að veita bændaalþýðunni lán og leysa hana úr klóm arð- ræningjanna Þetta á að gerast gamfara hinni grænu byltingu, framförunum í kornrækt i land- inu og jafnframt á að nema úr gildi allskyns forréttindj gömlu aðalsstéttanna. Það á að afnema milljónagreiðslur til gamalla fursta og stefna að því að draga úr andstæðum öfgum auðs og fátæktar í landinu. Það er mik- ið sem Indíra hefur tekið upp i sig og þó hún hafi sigrað í kosn- ingunum er eaginn að segja að brautin sé greiðfær framundan. Kannski verður þetta ekki skap- að á einum degi fremur en gamla Röm t»g kannski kemur Indíra til með að fara sér hægar, heldur en hún hefur látið í skína. Hitt er víst, að hún mun á næstunni grípa til ýmissa rót- tækra aögerða. Þær kunna aftur að valda margvíslegri riðlun og erfiðleikum. Sjálfsagt mun koma til árekstra við þær auðstéttir, sem mestu ráða yfir fjármaani og þá sem þykjast eiga að rísa yfir vesælan almúgann 1 þekk- ingarhroka sínum. Ef til vill dreifist sandur í tannhjólin i rísandi iðjurekstri landsins, sem á að gefa fólkinu atvinnu, ef til vill bregzt monsúnvindurinn eitt vorið og vofa hungursnevðar kann aö voma að þrátt fyrir allar grænar ræktunarbyltingar. Allt er þetta hulið móðu. En hitt er víst, að Indfra litla hefur gefið þjóð sinnj nýja von. Kosningamar, sem stóðu í 10 daga báru merki þióðlegrar sókn ar, það var eins og fólkið hefði aftur fengið eitthvað til að berj- ast fyrir. Á meðan hrundi fylgi afturhaldsmannanna, sem höfðu skilið sig frá kongressflokknum. Örlög þeirra eru uggvænlegur vottur þess, hvernig farið hefði og fyrr en nokkurn hefði varað, ef þeir hefðu fengið að hjakka áfram með allt í sama gamla farinu. í stað þess fylkti aiþýðan sér um hinn nýia forin!iia sinn Indíru og veitti henn; þv’ilíkt at- kvæðamaen að fiokkur hennar hlaut % hluta þingsætai Sigur hennar er byggður upp úr til- viljunum, en kannsk; eru til- viljanir líka söguleg nauðsyn. T-jessi nýja von hefur miklu v’íðtækari áhrif. Hún snert- ir m. a. sjálft stríðið í Víetnam. Þeim hugmvndum hefur vaxið fylgi, að allar aögerðir Banda- ríkjamanna f Víetnam væru til- gangslausar, einfaldiega vegna þess að það væri soguleg nauð- syrt, að kinverska fyrirmyndin breiddist út um alia Asíu. Það væri einfaldlega að berja höfð- inu við steininn að neita þessu. Þeir sem þannig hugsuðu höfðu m. a. afskrifað hina indversku aðferð. Nú vitum við bað gerla, að ef ekki hefði verið hamlað á mótj hinni kfnversku aðferö V Vfetnam með öllum hörmung- um og blóðsúthellingum hennar, bá eru jafnvel ákafiega litlar líkur til að Indíru Gandí hefði gefft.t nokkurt tóm til að halda inn á sína nýiu braut. En bað heizt jafnframt í hendur við nýja von um að aðrar þjóöir Suður-Asíu og þar á meðal Vfetnamar siálfir eigi aftur völ á nýrri „indverskri aðferð". Þorsteinn Thorarrnsen. Jfáir gera sér sennilega grein fyrir því, að hér á landi eru þegar risnar upp þrjár mót- tökustöðvar fyrir gervihnetti. — íslandi hefur veriö lætt inji fyr ir þröskuld geimaldar hávaða- laust, en í öllum þremur tilvik- um eru það erlendir aðilar, sem hafa í vísindalegum tiígangi reist móttökustöðvarnar. Fyrstu stöðina reisti Geim- visindastofnun Þýzkaiands 1967 í Gufunesi, en hún hefur alla tíð síðan með hléum tekið á móti upplýsingum um eðli geims ins frá gervihnöttum, en póst- og símamálastjómin sér um reksturinn. Varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli reisti aðra stöð ina til að taka á móti veður- myndum, sem Veðurstofa ís- lands hefur fengið aðgang aö. Ef þessar myndir hafa ekki þeg- ar oröið íslenzkum veðurfræð- ingum til ómetanlegs gagns, er lítill vafi á því, að þær verða það og þá um leið til jafnmikils gagns fyrir íslenzkt atvinnulíf, sem á svo mikið undir veörinu. riðja móttökustöðin er nú ris in á Reykjavíkurflugvelli. Bandaríska stórfyrirtækiö Gen- eral Electric hefur fengið leyfi ísienzku flugmálastjórnarinnar til að setja þar upp jarðstöð með sendi, sem verður I notkun í eitt ár meöan verið er að reyna nýtt staðsetningarkerfi fyrir flugum- feröarstjórn. Tækið, sem var sett upp um áramótin, verður í sambandi við tvo gervihnetti, sem svífa hreyfingarlausir mið- að við jörðu í 36 þús. km hæö, annars vegar yfir Brasilíu og hins vegar yfir Jólaeyjum á Kyrrahafi. „Við fáum í sjálfu sér ekkert nema „good-will“ og upplýsing ar fyrir þetta“, sagöi Leifur Magnússon, framkvæmdastjóri Flugmálastjórnar, þegar blaða- maður Vlsis skoðaði tækin. — En upplýsingarnar geta komið okkur í góðar þarfir við rekst- ur á flugumsjónarsvæði íslands í framtíðinni Ef þessi tæki reyn ast vel, gætu þau haft afar mikla þýðingu í framtíðinni i flugumferðarstjóm, svo það er gott fyrir okkur aö fylgjast vel með. Umferðin yfir Atlantshafið er nú að verða svo mikil á vissum svæöum, aö ekki er lengur unnt að beina þotunum inn á ákjósan legustu flugleiðir ákveðna tíma dagsins. Vegna öryggis flugs- ins veröur að vera viss fjarlægð milli flugvéla, þ.e. um 120 mílur til hliöanna, 2000 feta hæðamis munur og 15—20 mínútna tíma munur á sömu flugleið. Með ná- kvæmari staðsetningartækjum er nú stefnt að því, að minnka bilið ofan í 60 mílur, sem myndi þýða um 100% betri nýtingu á flugleiðunum. Þetta hefur ekki verið unnt hingað til, þar sem eingöngu hefur verið hægt að styöjast við upplýsingar frá flug vélunum sjálfum til staðsetn- ingar. Ef þetta tæki reynist vel mun það gjörbreyta aðstöðunni og verður því þá komið fyrir á flugveMinum sjálfum. Það send ir frá sér hljóðmerki til tveggja gervihnatta, sem aftur senda merkin til jarðar, sem mælir tímalengdina og staðsetur flug- vélina, þar sem fjarlægðarlengd- irnar skerast. Tækinu var komið fvrir héma til að kanna hve stöðugt þaö reynist til staðsetningar. Jafn- framt hefur verið komið fyrir sams konar. tækjum í Gander á Nýfundnalandi, Shannon á ír- landi, Buenos Aires, um borð í Boeing 747 þotu Pan Am., um borð í flugvél bandarísku flug- málastjómarinnar og um borð í bandarísku strandgæzlUskipi. Eftir árið verða allar þessar mæl ingar bornar saman og fæst þá væntanlega úr því skorið hvort þetta kerfi getur orðið lausn vandamála sívaxandi flugumferð ar yfir Atlantshafiö. 170 gervihnettir skapa fjölda annarra möguleika til fjar- skipta og verður ekki annað séð, en að ísland geti notfært sér þá innan fárra ára. Því hefur verið spáð, að talsamband milli landa eigi eftir að verða sáraódýrt með tilkomu gervihnattanna, símtal héðan til Japan kosti eitt- hvað áh'ka og nú til Akureyrar. Aöeins áratugur er nú liöinn frá því fyrstu tilraunir voru gerðar á notkun gervihnatta til alþjóðlegra fjarskipta (Telstar og Relay), en nú þegar virðist hægt að eygja möguleika þess, að ísland komist í slíkt fjar- skiptasamband, bæði fyrir sjón- varp og síma. í skýrslu, sem Jón Þorsteinsson, Sæmundur Óskarsson og Pétur Guðfinnsson sömdu nýlega fyrir sjónvarpið er athyglj hlutaðeigandi yfir- valda vakin á þeim áætlunum, sem nú eru uppi innan Vestur- Evrópuríkja hjá fimm samtökum um gervihnattafjarskipti. Jafn- framt er vakin athygli á því, að nú sé hægt að eygja tæknilega möguleika á því aö tengja ís- lenzka sjónvarpskerfið við dreifj kerfi Evrópubandalags útvarps- stöðva og þar með til nær alls heimsins. J skýrslunni segir, að Evrópu- bandalag útvarpsstöðva hafi sýnt mikinn áhuga á evr- ópskum fjarskiptahnetti vegna dreifingar sjónvarpsefnis, Áætl- un um sérstakan hnött, sem ekki á aðeins að þjóna meginlandi Evrópu, heldur einnig íslandi og síöar allri Afríku, hefur verið gerð. Þar sem ekki reyndist unnf af fjárhagsástæðum að koma upp og reka slíkt kerfi fyrjr siónvamsdreifingu ein- göngu. hafa áætlanir nú beinzt að þvf að koma upp fjarskipta- kerfi um gervihnetti, sem jafn- framt annaðist símasambönd. Þar með hafa áætlanir snúizt á þann veg, að líklegt er, að evr- ópska póst. og símamálasam- bandið muni eiga og reka kerfiö, en lVklegt er talið að ákvörðun um þetta verði tekin á þessu ári, en kerfið sjálft tekið í notk- un árið 1975. Jarðstöð á íslandi til móttöku og sendingar er frumskilyröi þess, að ísland geti átt rulia sö- ild að kerfinu og yrðu íslenzxir aðilar aö eiga hana og reka. Tæki stöðvarinnar fyrir síma og sjónvarp eru áætluð að kosta um 140 milljónir (fob), Ef tsekin yrðu aðeins fyrir sjónvarpið kostuöu þau um 90 milljónir en ef aðeins er gert ráð fyrir mót- töku um 60 milljónir króna. í skýrslunnj er bent á fleiri möguleika, svo sem það að leigja rásir í Intelsat-kerfinu, sem 15 lönd, en þó fyrst og fremst bandarískir aðilar, stofn- uðu 1964. 70 lönd eiga nú aðild að því kerfi og hafa verið reist- ar jarðstöðvar fyrir kerfið í 35 löndum. Þetta er þó talið of kostnaðarsamt og evrópsk sam- vinna talin mun hagstæðari, m. a. vegna þess að EBU hefur skipt dreifikostnaði sínurn eftir svonefndum Rossi-skala, sem er aö mestu byggður á íbúatölu hvers lands. Höfundar skýrsiunnar vekia á því athygli, að tilhögun evr- ópsks fjarskiptakeríis um eervi- hnetti verði seunilega ákveðin á þessu ári og að ekki sé víst, að. það næði til íslands, ncma því aöeins að ísiendingar láti V Ijós áhuga á að nota sér það. — VJ Uppi á flugturninum bendir stefnuloftnet á Jóiaeyjar í Kyrra hafi, fær sendingar frá hnetti, sem er þar í 36 þús. km hæð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.