Vísir - 26.03.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 26.03.1971, Blaðsíða 7
V í S I R . Föstudagur 26. marz 1971. 7 Halldór Haraldsson skrifar um tónlist: Kræsingar í Kópavogi Hvað er í blýhólknum? eftir Svövu Jakobsdóttur: Guðrún Ásmundsdóttir og Bríet Héðins- dóttir. Þrjá gjónvarpsdagskráin hefur feng ið orð fyrir að ganga dálítiö í bylgjum. Stundum líða svo heil ar vikur, að þar er harla fátt nýtilegt á boðstólum, en hitt kemur líka fýrir, aö dágott sjón varpsefni sé flútt’dag'eftir dag. Og að undanförnu hefur sjón- varpið átt talsvert góöa daga. Bæði sunnudagskvöld og mánu- dagskvöld reyndust prýðissjón- \jarpskvöld og viðtalasyrpa Kfagnúsar Bjarnfreðssonar á þriðjudagskvöldið var um margt fróðleg og lofar góöu frekar en hitt. V.onandi telur sjónvarpið sér ekki skylt að láta jafnlanga eða lengri lægð fylgja þessum sjfetti, en við því má auðvitað bifást, sé miðað við fyrri reynslu. 'y^eiga.mesti efnisþátturinn þessa síðustu daga er tví- mælalaust leikrit Svövu .Takobs- dóttur, Hvað er f blýhólknum? sem sýnt var á sunnudagskvöld ið. Því miður sá ég ekki leik- ritið, þegar það var sýnt á sviði á sínum fcíma, svo að ég get ekki borið sjónvarpsflutninginn sam- an við þá uppsetningu. En verk ið tók sig vel út á skerminum, og þótt það væri sneisafullt af „boðskap" virtist það vera tals- vert gott leikhúsverk, jafnframt þyí sem það var ábrifamikill malflutningur. Meðferð leikar- anna á hlutverkum sínum var einnig ágæt, og Bríet Héðins- döttir, sem mest mæddi á, stóðst Kristján Bersi Olafsson skrifar um sjónvarp: a i roo ..■.<►»)%«■»:•»■;,■■■ - >■;■.' vel þá raun, sem á hana var lögð í Ieikritinu. Svava tekur til meðferöar í þessu verlci sínu félagslegt vandamál. .sem mikið hefur ver ið á dagskrá að undanförnu. Sí- fellt fleiri eru farnir að gera sér það ijóst, að þrátt fyrir fall eg lagaákvæöi um iafnrétti karla og kvenna skortir mikið á að slíkt- jafnrétti sé komið á i reynd. Ennþá eru ríkjandi hefð- bundnar skoðanir um „eðlilega“ verkefnaskiptingu kynjanna, og þau verkefni sem í þeirri skipt- ingu flokkast undir „kvenna-, störf‘‘ eru minna metin en „störf karla“, ekki aðeins til launa, heldur einnig í almennu viðhorfi. Og þessum ríkjandi skoðunum er ekki aðeins hald- ið uppi af karlmönnum, heldur einnig af mörgum konum, trú- lega meirihluta kvenna. í leik- ritinu sýnir Svava mjög skýr. lega hvernig þessi mismunandi viðhorf og mismunandi mat koma fram á fjölmö,rgum sviö- um daglegs lí-fs, og mér þætti ekki ólíklegt að þetta leikrit hafi haft meiri áhrif í þá átt að opna augu margra fyrir sumum þeim þáttum heldur en allar ræð ur og kröfugöngur í sama skyni hafa hingaö til haft hér á landi. Þetta byggi ég á viðtölum við fjölmarga áhorfendur leikritsins í sjónvarpinu, fólk af báðum kynjum. \ mánudagskvöld voru flutt Ijóð eftir ungan höfund í sjónvarpinu. Raunar , treysti ég mér ekki til að dæma um ljóð- in af þessum kynnum einum, en þó fékk ég þá hugmynd af flutn ingnum að þar væri inn á milli allis ekki svo slakur skáldskap- ur. Um tónlistina trevsti ég mér enn síður til að dæma, en hún lét vel í eyrum og ég hafði tals verða ánægju af að sitja undir henni. Eins og raunar þættinum ölluni. Hann var frísklega gerð- ur, ljööin, tónarnir og myndin iðulega fléttuð saman á nýstár- legan og skemmtilegan hátt, ó- líkt tilþrifameiri vinnubrögð en oftast sjást við gerð sjónvarps þátta innlendra. Hafi höfundar og flytjendur, Hrafn Cninnlaugs son, Atli Heimir Sveinss., Nátt úra og Edda Þórarinsdóttir þökk fyrir þessa ágætu skemmtun. Cíöar þetta sama mánudags- kvöld var flutt dönsk mynd um menningarlíf í Fær- eyjum, fróðleg mynd og skemmtilega tekin. Og á þriðju- dagskvöld hófst nýr viðtalaþátt. ur í umsjá Magnúsar Bjarnfreðs sonar, eins konar fréttaauka- þáttur og að því leyti betri en flestir viðtala- og samta-lsþætt- ir hafa verið, aö mörg efni voru flutt í sama þættinum og viðtölin því styttri og hnitmið- aðri en oft kemur fyrir. Þessi fvrsti þáttur lofar góðu, en fram haldið hlýtur mikið að vera' und ir því komið, hve vel teksí ti! með val efnis og viömælenda. Kópavogsvaka Þorkell Sigurbjömsson: Intrada (1971) Sveinbjöm Sveinbjörnsson: Tríó í a-moll Fjölnir Stefánsson: Þrjú lög úr „Tíminn og vatnið" (1958) Fjölnir Stefánsson: Fimm skissur (1958) Þorkell Sigurbjömsson: Fjögur þjóðlög (1970) Þorkell Sigurbjörnsson: Sex þjóðlög (1969) jþað hefur varla farið fram hjá þeim, seni lesið hafa dagblöðin síðustu daga, að merkilega tilraun er verið aö gera í Kópavogi til að koma á fót eins konar listahátið, sem stendur yfir í um vikutíma, eins og tíðkast í mörgum borgum og bæjum nágrannalanda okkar. Setur það jafnan mjög skemmti legan blæ á bæjarlif viðkomandi staöa, gráneskju hversdagsleik- ans er kastað í bili og bæjar- búum veitt ríkulega af nægta- brunni listanna eins og framast .,t,ar kostur,. Varla. þar/ að geta þess að samtímis njóta menn skemmtunar af léttara taginu, svona til að renna niður kræsing unum. Kópavogsvaka ber öll þessi einkenni, og er ótrúlegt, hve fjölbreytta efnisskrá þeir bjöða upp á, eldíi sízt þegar haft er í huga, að nærri aTMr lista- kraftarnir eru sjálfir búsettir í Kópavogi. rJ'ónleikarnir voru ekki af verri endanum. tvö ný verk frum flutt (á Islandi), eitt eldra verk, og öll verkin reyndar svo til ný, nema a-moll Tríó Sveinbjörns Sveinbjörnss. Tríó þetta verður að teljast merkiiegt, því í fyrsta lagi erum við mjög fátæk af rómantískum verkum af þessu tagi og þá er verkiö engu lak- ara en mörg erlend verk af svipuöu tagi. Verkið býr yfir fáMegum lagHnum, sem unnið er úr á eðlilegan og sannfærandi hátt, en helzt saknaði maður ákveðnari hámarkspunkta í veigameiri þáttunum. Verkið naut sín prýðilega f ágætum og öruggum flutningi Rutar IngóTfs- dóttur, Páls Gröndal og Guðrún ar Kristinsdóttur. Þetta verk mætti gjaman heyrast oftar og veröum við vissulega að taka ofan fyrir þéim, sem eru svo vakandi að koma því í verk að dusta rykiö af verðmætum, sem Kggja hér óhreyfö svo að segja beint fvrir framan nefið á okk- A.’erk Fjölnis Stefánssonar eru bæði þegar orðnir göðkunn ingjar, sem haslað hafa sér vöil á tónleikum. Hin ágæta meöferð Elísabetar Erlingsdóttur á ljóö unum úr „Tímanum og vatn- inu“ nutu sín ekki sem sk\ddi vegna siæms hljóðburðar húss- ins eins og reyndar allur tón- listarfiutningur, en virtist þó koma verst niður á söngnum, því að endurhljóraur er mjög þurr. En hvað um það, ekfci ber að láta hendur faflast viö slæm skilyrði líðandi stundar, flygiíi- inn þarna er afbragðs hljóðfæri og komu Fimm sfcissurnar hans Fjölnis því vel til skila f mjög nákvæmri og innlifaðri meðferð Kristins Gestssonar. jpoivitnilegustu verkefni kvölds ins voru verk Þorkels Sigur björnssonar. Intrada frá 1971 reyndist lifandi verk, aðgengi legt áheymar, skýft í formi, en ’ innihaldandi frjáísán Íetk á köfl um. Útsetningar Þorkels á ts- lenzkum þjóðtögum eru ó- venju heillandi. Man ég varla eft ir eins vel heppnuðum útsetning um. Helzti kostur þeirra er sá, að einfaidleiki þjóðiaganna helzt en jafnframt lyftir hinn ferski búningur Þorkels þeim upp í mjög áheyrileg konsertv^rk. — Ég sé efcki betur en að hér séu á ferðinni verk, sem eigi eftir að skipa þráfaldiega sess á tön leikaskrám framtiðarinnar. Þeir félagar, Þorkell, Gunnar Egils- son og Ing var Jónasson eru eins og kunnugt er nýkomnir heim úr tónleikaferð utn Svfþjóð, þar sem þeir iögðu iand undir fót. I’aó var greinilegt á giæsrtegum og öruggum teik þeirra, að þeir voru enn glóðvolgir úr ferðinni. Að Iokum ska! vefcja athygli á einu dæmigerðu: ísienzku fá- sinni og deyfð, því að húsið var hálftómt! Fagnaöarlæti voru hins vegar mikM og er vonandi, að fieiri íslendingar vakni til lífsins á næstu Köpavogsvöku og sýni simwn eigin Fistamönn- um þann sóma að koma og blusta á þá. Vísir vísar á viöskiptin ROCKWOOL Steinullar einangrun 60x90 cm. 2", 3## og 4#/ Rockwool er réfta efnangranin HANNES'ÞORSTEINSSON & Co. h/f Sírni 85055

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.