Vísir - 26.03.1971, Blaðsíða 6
6
V í S I R . Föstudagur 26. marz 1971,
I Sveitaklúbbur Lottleiða-
manna
Þessi mymd sýnir starfs-
mannaskála Loftleiða að Nes-
vík á Kjalamesi, en hann er
nú til'búinn til nofikunar. Skál-
inn er 215 fermetrar og var
teiknaður atf þeim Gísla Hall-
dórssyni t>g Ólatfi Gunnari
Jú'lfussyni.
Snjóflóð
ruddi símalínum
og girðingum með sér
Á mánudagsmorguninn féll
mikið snjóflóð úr Munaöames-
hlíð á Ströndum. Féll það nær
1500 metra út undir Munaðar-
nes yfir nýræktartún bændanna
í Munaðamesi og stöðvaðist
ein fiunga flóðsins eíkki fyrr en
við bæjarhiúsin, en hluti flóðs-
ins braut niður sfcúr, þar sem
vélar voru geymdar og dældað-
ist bíll sem þar var inni. Á
leiðinni sópaði snjóflóðið með
sér simalínum og girðingum á
talsverðum katfla. Brotnuðu a.
m. k. 8 eða 9 simastaurar. Mik-
ið hefur snjóað undantfamar vik
ur á Ströndum, varla hefur get-
að heitið að rofað hafi tij nema
sfiutta stund i senn.
Loftskeytamaðurinn
slasaðist,,,.
Loftskeytamaðurinn á Gull-
fossi varð fyrir þvi slysi meðan
skipið var við bryggju á Isa-
firði að detta illa í stiga. Varð
hann að fara á sjúkrahúsið á
ísafirði og varð eftir, en Gull-
foss fékik loftskeytamann á ísa-
firðj til að vera með á leiö-
inni til Reykjaví'kur. Skipið fór
vestur með skíðaáhugamenn,
eins og fram hetfur komið i
fréttum. Gekk sú ferð hið bezta
og létu menn sérlega vel atf við
urgjömingi öllum.
Fimm á sjúkrahús
eftir umferðarslys
Mikið umferðarslys varð á
Grindavikurvegi á sunnudaginn
var. Fór bíll út af veginum
um hádegisbilið við Seltjöm og
fór út I hraungrýtið við veginn.
Voru fimm manns I bílnum og
vom allir fluttir til meðhöndl-
unar á sjúkrahúsið í Keflavik.
Einn þeirra er enn rúmfastur
eftir slysið. Bíllinn var gjör-
ónýtur eftir slysið. Beygjan
þar sem slysið varð er alræmd
og hatfa mörg slys orðið þama,
enda hættir mönnum til að aka
fullhratt að henni.
Stálfélag stofnað
Stálfélagið hf. heitir nýtt
'hlutafélag, sem sfiofnað hefur
verið, og segir frá stofnuninni
í nýútkomnu Lögbirtingablaði.
Tilgangur félagsins er sé að at-
huga hvort eikki sé hagkvæmt
að reisa stálbræðslu hér á landi,
sem bræddi þá brotamálma sem
til leggjast, en em fluttir úr
landi eins og er. Framkvæmda-
stjóri félagsins er Hauikur Sæ-
valdsson, en stofnendur em fjöl
margir, þar á meðal margir
þekktustu menn landsins f
málmiðnaði.
f slenzkir bændur
vestra heiðraðir
Frá því er skýrt nýlega í
Lögberg-Heimskringlu að ís-
lenzk bændabýli hafi hlotið við-
urkenningu sem fyrirmyndar
bújarðir í Manitoba-rfki. Þama
hafa íslendingar búið, mann
fram af manni. Býli þessi em
að Engimýri við Islendingafljót,
þ‘ár sem Tómás Jónsson hinn
þriðji býr, en afi hans hóf
búskap þama á ofanverðri 19.
öld. og bærinn að Húsavík, þar
sem Jón Arason býr.
NL færir út kvíamar
Náttúmlækningafélagið hefur
undanfarin 15 ár starfrækt
verzlun með þá matvöm, sem
talin er hollari en margt annað,
og hefur verzlunin gengið vel,
enda margir, sem kjósa sér
hollt mataræði. Nú hefur NL-
búð verið opnuð í Sólheimum
35, enda erfitt um vik fyrir
fólk að sækja um langan veg
niður f miöbæ. Félagið rekur
jafnhliða verzluninni kommyllu,
þar sem alltaf er hægt að fá
nýmalað, ferskt kom. Einnig
hefur félagið eigið bakarí og
hefur ekki verið hægt að anna
eftirspurn af brauðum þaðan.
KðKUfORIIIID
HREinnn eidhús ireð
# Hátíðlegir frétta-
menn
Það hefur ekki verið hægt
að koma þvf við að blrta öll
þau brétf, sem lúta að umkvört-
unum um dagskrá sjénvarps
og útvarps, en margt af því
em aöfinnslur um einstaka efn-
isþætti mynda, sem em aðsend-
ar að utan og islenzku sjón-
varpsmennimir geta lítið við
gert. — Og sumt af þvi er éldd
alveg Iaust við meinfýsL
En hér er eitt, sem ber keim
af ábendingu til fréttamanna:
Rýnir skrifan
„Mikið óskaplega áttu þeir
bágt, sjónvarpsfréttamaöurinn
og Brown í viötalinu í sjónvarp-
inu á miðvikudagsikvöld. Brown
sá sitt óvænna og bremsaði
spyrilinn af — fannst nóg kom-
ið af brezkum innanríkisvand-
ræðum. Óneitanlega var spyrill-
inn með „brennandi" spuming-
ar, og furðu mikið vissi hann.
Engu líkara en hann væri sjálf-
ur einn af fbúunum f Downing-
stræti. Og svo kom rúsínan inn
Alþýðuflokkinn ..! — En var
eikki hægt að fá ögn léttara
spjall við grallarann mikla, Ge-
orge Brown? Hvers vegna em
fslenzkir fréttamenn alltaf eins
og þeir séu með hvert maga-
sárið ofan á annaö? Og allur
hátíöleikinn ytfiir þeim!“
# Skóli í Fossvogi
Faðir í Fossvogshverfi skrifar:
„Siðan fólk fluttist hingað í
nýja fbúðahverfið í Fossvogin-
um, hefur það að vonum beðið
með nokkurri eftirvæntingu eft-
ir því, að upp risu skólar, sem
bömin gætu sótt í nágrenni
J|'ir i
vi um *
' ■. íVCt
—
#»Ss&
# Hækkun ellilífeyris
ins
Fréttin, sem birtist í Visi á
dögunum um tryggingafrum-
varpið, sem liggur núna fyrir
alþingi — þar sem gert er ráð
fyrir hækkun m. a. hækkun
ellilífeyris — vakti mikla at-
hygll, og hafa margir orðið til
þess að hringja í ieit að frekari
upplýsingum.
Einn lesandinn sagði:
„Það væri sannarlega vel, ef
ellilífeyririnn yrði hækkaöur svo
að nsegðj til þess að eldri hjón
gætu iátið eftir sér að skreppa
f sólarylinn til suðrænna landa.
— En ég gluggaði f frumvarpið
og þegar ég bar það saman
við þessa úfikomu ykkar, að
hjón mundu fá ca. 18.000 á
mánuði, gat ég ekki vel séö,
hvemig það mætti verða.
Gaman væri aö sjá. hvemig
útreikningurinn lítur út, sem
leiðir til þessarar niðurstööu".
Kr. 18.000 ellilífeyrir fyrir
hjón á mánuði var það alhæsta,
sem hugsanlegt var, að hjón
mundu fá ef frumvarpið yrði
að lögum. Það væm þá hjón,
sem ekki hefðu þegið lífeyri,
fyrr en þau höfðu náö 72 ára
aldri.
Herbergi óskast
til leigu. Ársfyrirframgreiösla. — Lftið heima. — Uppl.
og tilb. merkt „Herbergi — 1762“ sendist augl. Vícis
sem fyrst.
heimila sinna.
Þess vegna vakti það
ánægju okkar, þegar boðað var
fyrir síðustu borgarstjómarkosn
ingar, að hér í Fossvogshverf-
inu ætti að býggja bráðlega
dagheimili eða leikskóle se-r.
jatnframt munai nýttur á vet-
urna sem skóli fyrir 6—9 ára
gömul böm. Einhver dráttur
virðist hafa orðið á þvi, að af
þessu yri5i, og mig langar að
forvitnast um, hvort þessu hafi
veriö slegið á frest, eöa hvenær
gert sé ráð fyrir að skóli þessi
byrji að stanfa“.
Hjá skrifstofustjóra borgar-
verkfræöings, Ellert Schram,
fengum við þær upplýsingar, að
frantkvæmdir viö byggingu
þessa skóla muni hefjast f vor,
og gert sé ráð fyrir, að hann
verði tilbúinn fyrir haustið.
# „Minna af ódauðlegu
fólki takk!“
Gúbbi skrifar:
„Þó ég sé táningur er það
ekki erindi mitt með þvi að
skrifa í lesendadálk ykkar að
leita ráða við lagfæringar á of
litlum brjóstum eða óhreinu
hári. Það er þó týpískt fyrir
vandamál okkar táninganna,
það sem mig langar til að
kvabba á ykkur meö, nefnilega
pop-sfðurnar ykkar. Mér finnast
þær svo sem alveg prýðilegar
og gegna sínu hlutverki vel,
sem pop-sfður, en siðan ekki
söguna meir. Það er aldrei
brugðið út af vananum á þess-
um síðum og tekin viðtöl við
krakka, sem unnið hafa sér
eitthvað annað til frægðar en
það að spila pop-músfk eða
„róda“ í tækjum pop-gauranna.
Ég þorj að veðja við ykkur,
að viðtöl við einhverja krakka
úr hópnium yrðu ekki minna les-
in.
Ágætt dæmi um það sem ég
er að meina, er það sem eitt
pop-blaðanna hefur gert þríveg-
is, en það er að birta viðtöl
vfð „ungt fólk f a1íhafnalfifinu“.
Þau viðtöl finnast mér sérlega
skemmtileg. Ekki sízt fyrir það
hve manni er mikil tilbreyting
f því að lesa einu sinni viðtöl
við annað ungt fölk en pop-
fólk.
Þið megið eikki skilja orð mín
þannig, að ég sé óánægður með
pop-síðumar ykkar, þær eru
góðar og mega ekki missa sig,
þó aö farið verði út í það að
birta viðtöl af fyrmefndri teg-
und með svona öðru hverju eða
kannski í staðinn fyrir eitthvert
af þessum mörgu viðtölum ykk
ar við fólk af eldri gerðinni,
eins og fiskimenn og leiklistar-
fólk.“
Gúþbi.
# Víst tæki fyrir heym
ardaufa í kirkjum
Hér f þættinum i vikunni var
drepið á, hvort nokkur kirkja
hefði útbúnað, sem auðveldaði
heymardaufum að fylgjast með
guðsþjónustum. — Dómkirkju-
vörðurinn hefur orðið til þess
að benda okkur á, að í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík væru 20
heymartæki við fjóra bekld, —
einmitt til þess araa. Heymar-
daufum er bent á að snúa sér
til kirkiuvarðarins, sem mwn
liðsinna þeim við að stiila tæk-
in.
HRINGIÐ í
SlMA 1-16-60
KL13-15