Vísir - 26.03.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 26.03.1971, Blaðsíða 8
/ ) V í S I R . Föstudagur 26. marz 1971, Otgefandi: Reykjaprent M. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrói ■ Valdimar H. Jöhánnesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Slmai 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstlóm • Laugavegi 178. Slmi 11660 f5 lfnur) Áskriftargjald kr. 195.00 á mánúfli innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintakifl Prentsmiflja Vlsis — Edda hí. í Ólík landhelgishugsun ]\/[unurinn á tillögum ríkisstjórnarinnar og tillögum forustumanna stjórnarandstöðunnar í landhelgismál- inu er meiri en hann virðist vera við fljótan yfirlestur. Hugsanagangurinn að baki tillagnanna er svo ólíkur, að engan þarf að undra, að ekki skyldi nást samkomu- lag í landhelgisnefnd þeirri, sem allir stjórnmálaflokk- arnir stóðu að. Veigamesti munurinn er sá, að forustumenn stjórn- arandstöðunnar vilja 50 mílna fiskveiðilandhelgi með skjótum hætti, en ríkisstjórnin vill stefna að stærri landhelgi en 50 mílum þótt það taki dálitlu lengri tíma. í tillögu stjórnarandstæðinga er lagt til, að 50 mílna landhelgi komi til framkvæmda 1. september 1972. í tillögu ríkisstjórnarinnar er hins vegar þremur möguleikum haldið opnum. Hinn fyrsti er landhelgi, sem miði við 400 metra dýpi, en það jafngildir frá 50 og upp í 70 mílna landhelgi. Annar er að miða við möguleg hagnýtingarmörk, en það gæti svarað til enn stærri landhelgi. Þriðji kosturinn er að miða við 50 mílur eða meira. Allir þrír möguleikarnir ganga lengra en tillaga stjórnarandstæðinga. Ríkisstjórnin leggur til, að nú verði vandlega at- hugað, hvaða kostur sé beztur, og lagt verði fram frumvarp um stækkun landhelginnar á næsta alþingi. Það þýðir,' að stækkunin kemur ekki til framkvæmda fyrr en eftir 1. september 1972. Þar á móti kemur að tillaga ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir umfangsmikl- um friðunaraðgerðum utan landhelginnar, sem nú þeg ar verði undirbúnar. Tillaga stjórnarandstæðinga ger- ir hins vegar ekki ráð fyrir slíku. En tillögurnar greinir einnig á í fleiri atriðum. Stjórnarandstæðingar leggja til, að sagt verði upp landhelgissamningum við Breta og Þjóðverja. Ríkis- stjórnin gerir hins vegar ráð fyrir, að unnt sé að stækka lanákc'mna, án bess að neinum samningum sé rift. Það nægi a" -iikynna viikcniandi rfldsstjóm- um um stækkunina. Loks leggja stjórnarandstæðingar til 100 mílna mengunarlögsögu, en ríkisstjórnin vill halda fleiri möguleikum opnum á því sviði og talar um nægjan- legar aðgerðir. í því felst mengunarlögsaga eftir þörf- um og samstarf við aðrar þjóðir um hindrun á mengun sjávarins. Tillaga stjórnarandstæðiriga er stutt og ónákvæm, enda er henni ætlaður mikill þáttur í lýðskruminu fyr- ir kosningar. Tillaga ríkisstjórnarinnar er hins vegaf með ítarlegum skýringum, sem ætlað er að sýna fram á raunhæft gildi tillögunnar. Hún sýnir, að ekki er lokið undirbúningi okkar að stækkun landhelginnar og að við vitum ekki enn, hvaða stækkunarleiðir munu reynast beztar og mestar. í henni felst þraut- hugsað mat á aðstæðum og ekki flanað að neinu, sem síðar kann svo að reynast fela í sér minni og lé- legri laridheivi en annars gæti orðið. ( p’inhvern veginn hef ég það á tilfinningunni, að hinn ó- vænti og furðulega rnikli kosn- ingasigur Indíru Gandí sé einn þeirra viðburða, sem kunni að gera strik í veraldarsöguna. Maöur veit aldrei fyrir víst, með an slíkir atburðir eru að ske, þykist aðeins geta fundið óljóst andblæinn, sem frá þeim gust- ar. Það er eins og allt í einu hafi máttug ósýnileg hönd til- viljunar eða örlaga kippt í tauminn á trylltum fáknum, í stað þess að geysast stjórnlaust og brjálað áfram og henda skönkum í hundraö parta út í sundurrif og upplausn. er allt í einu kominn einhver nýrkraft ur festu og vilja í verkið. Það h’efur farið kaldur hrollur um mann á undanförnum árum í hvert skipti sem Indiand komst á dagskrá. Áður þóttust Ind- verjar undir forustu Nerú vera eitthvert heimsafl, forustusveit hinna hlutlausu ríkja, en allt reyndist það hjóm eitt, þar var ekki um neina forustu aðræöa fyrir neinu afli, þar var lítið unnið nema láta sig sofa og berast að feigðarósi. Eftir frá- fall Nerús kom þetta æ betur í ljós með hverju árinu sem !eið. Indland var sundurskrúfað i æ meiri þjóöfélagslegum and stæöum, þjóðflokkadeilum og héraðsríg, hvarvetna brutust út blóðugar erjur, og pólitísk morð voru daglegt brauð.' Þessu fylgdu sífellt rýrn- andi áhrif þess sameining- arafls landsins, sem lifað hafði f- hinum mikla sjálfstæðisflokk landsiris, kongressflokknum. En byltingarflokkar rauðra komm- únista efldust stööugt eins og púkinn á bitanum og vokkuðu sem gammar eftir að komast í hræið. Caman við atburði veraldarsög- ‘ unnar er jafnan blandað hinni sögulegu nauðsyn. Hún er kannski ekki allsráðandi, því þar sem mjóu munar á vatna- skilum getur tilviljunin haft sín áhrif og óvænt fall dropans ráð ið því, hvar stórfljótið rennur. En Indiand er einmitt eitt þeirra landa. sem hefur getað valtið upp hjá manni hugleiðingu og óhugnað um óstöðvandi brun sögulegrar nauðsynjar. Menn hafa getað spurt sig, — hvað er veriö að fiflast með vestrænt lýðræöiskerfi í þvísu landi, sem virðist ekkert hafa sameiginlegt með Vesturlöndum. Hvað er verið aö ræða og þvæla um vandamálin fram og aftur á kjaftaþingi í Nýju Delí og hvað vilja nefndir vera að klaka inn- antómt um ekki neitt, meðan neyðin og örbirgðin, vonleysið og bjargleysið glottir inn um gátt á hverju hreysi? Er nokkuð annað sem gagnar í þessu ve- sældarinnar volæðis landi en harkaleg einræðisstjórn, sem rekur menn áfram með svipum, hvor skrattinn sem það er ein- ræðishershöfðingjar eða ein- ræöiskommúnistar. Er nokkur önnur leið til að útdrífa illt en með illu? Svo hafa menn sett upp jöfnu, — hvort er skynsamlegri leið fyrir fátæku þjóðimar —ind- verska aðferöin eða kínverska aöferðin. Æ fleiri hafa hallazt á þá sveif, aö hin lýðræðislega aðferð Indverja væri vonlaus. Ótal sönnunargagna hefur verið að leita í næstum óteljandi ný- frjálsum Asíu og Afríku-ríkjum. Hvarvetna hafa þingræðisstjórn- ir hnigið sem skaflinn. Upp úr miskunnarlausri valdabaráttu og pólitískum morðum hafa risið upp ráðrikir stjórnmálagarpar og hershöfðingjar, og allt virtist s’iga að sama ógæfubrunni hjá Indverjunum. Margir voru komn ir á það stig, að um þetta þyrfti ekkert að ræða. lengur hvor lausnin væri haganlegri sú kín- verska eða indverska. Þar stoð- uðu engin orð til eða frá. heldur gerðist þetta bara af sjálfu sér, kommúnistunum væri óðum að aukast fylgi, byltingin að bólgna upp f eymd Indverjalands. Við þyrftum svo sem ekkert að bíða, hin blóðuga miskunnarlausa bylting væri þar aðeins handan við homið. Því vonlausari varð hin ind- verska aðferð sem það kom æ greinilegar í ljós, að gömul afturhaldssöm öfl voru svo til öllu ráöandi í kongress-flokkn- um, sem bókstaflega hindruöu allar þjóðfélagslegar umbætur. Ennþá nærri 25 árum eftir að Indland hlaut sjálfstæði heíur gamall höfðingjaaðall haft nær öll völd þar. Enn er óslitinn þar þráður miskunnarlausrar og viðbjóðslegrar bændaánauðar, sem gömul reynsla sýnir aö leiðir af sér sögulega nauðsyn byltingar. Enn er lítið sem ekk- ert gert í því að bæta menntun ólæsrar alþýðu landsins. Og enn viðgengst sá óþverri að gamlir fíla og demantafurstar lifa á föstum millj.launum frá ríkinu, samt'ímis því sem þeir halda áfram miskunnarlausu arðráni á alþýðu landsins. Ind- land er ekkert einsdæmi I þessu. Sömu söguna er að segja víðs- vegar í Suður-Asíu. etta gamla miðalda-kúgunar- skipulag reynir þó að aðlaga sig nýjum aðstæðum tuttugustu aldar. Það samlagast bankakerfi, atvinnurekstr; og IBM-kerfi 20. aldarinnar. Þannig er hinu blóð- sogna fjármagni varið til fyrstu uppbyggingar tæknilegs og fjár- málalegs skipulags Indlands. Það kann að vera, að stjórnvöld séu hikandj að hagga við undir- stöðu þeirrar byggingar. Það hefur gert sig svo ómissandi. Inn í bankana rennur fjármagn- ið sem er kreist úr bændalýðn- um. Því er afar vafasamt, segja sumir að hagga við landbúnað- arkerfinu. Og þannig situr allt við það sama ár eftir ár og ára- tug eftir áratug. Það er ekki svo auðvelt að útrýma miðöldinni úr nútímanum, auðveldara að láta allt hjakka í sama farinu, — þar til allt springur og hrynur. Það var varla mikil von til að slík stefna, sem var orðin allsráðandi í sjálfum kongress- flokknum gæti borið mikinn sig- ur í skauti. Hún var hrein dauða stefna. en það virtist engin leið út frá henni. Þannig „indversk aðferð" var vonlaus. Þá gerðist sú einkennilega tilviljun, að Indíra Gandí var kjörin til for- ustu flokks og stjómar. Hún var eiginlega valin út úr vand- ræðum, af því að hinir raun- verulegu ráðamenn gátu ekki komið sér saman um, hver skyldi hljóta heiðurinn. Þeir völdu hana m.a. af því, að þeir álitu hana sakleysipgja, kven- mann sem myndi láta stjórnast af sér meiri mönniun. Tj’n Indfra litla kom á óvart, Hún gerði uppsteyt, hún leyfði sér að kljúfa flokk sinn. reka ráðherra úr stjóm og aðra úr flokknum í öllu þessu rázki hefur hún stöðugt gengið eftir tæpri ómælisbrún, mjórri lfnu, þar sem allt rambað; á ótal tilviljunum. Hún tók mikilli á- hættu, spilaði djarft hasarðspil, en það er loksins nú í þessum kosningum, sem það verður ljóst, að hún er raunverulega á nýjum vegi f tilraun til að skapa nýtt Indland. kannski nýja Asíu. Og allt f einu getum við aftur fariö að spyrja okkur og velta þvl fyrir okkur, hvor er betri kfnverska aðferðin, eða sú ind- verska, en að því tilskildu, að Indíra Gandi kann nú að hafa bent á nýja indverska aðferð. Það verður sannarlega fróðlegt að sjá, hvernig sú jafna gengur upp. Tndíra Gandí kastaði tening- unum á hinni frægu Bang*- ór-ráðstefnu Kongress-flokksin.s sem haldin var V júlí 1969 Þav lét hún til skarar skríða gegn afturhaldsforustu flokksins og Indíra Gandí sigurvegari í kosningunum. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.