Vísir - 26.03.1971, Page 16

Vísir - 26.03.1971, Page 16
ISIR t<vi. uiaiís x«71 Garðhreppingar herja á villiketti „Það verður eitthvað að stemma stigu við fjölgun villikatta hér um slóðir. Nú fer að hefjast okkar ár lega herferð á hendur heimilislaus-' um köttum", sagði skrifstofustjór- inn í Garðahreppi, Jón Björgvins- son, Vísi í morgun, „það er mein- dýraeyðir, sem sér um eyðingu kattanna og ég veit nú efcki hve langt „úthaldið“ er hjá honum en veiðarnar fara fram á nóttinni og hann drepur þá með svæfingu". Sagði Jón einnig að kettir hefö- ust mikið við í hrauninu, enda skjólsælt þar og ef menn vildu hafa sína heimilisketti örugga fyrir meindýraeyðinum, yrði að merkja þá með hálsbandi eða ól. Hafnarfjörður, eða hraunið kring um Hafnarfjörð og Vífilsstaði er landsþetakt bæli villikatta og smjúga þeir þar í holum og gjótum yfir sumarið en þegar harðnar í ári sækja kettir þessir í byggðina. Kuldi og hungur verður mörgum að fjörtjóni en etaki nægilega mörg um, enda er meindýraeyðir geng- inn í lið með höfuðskepnunum — sem fyrr segir, og hafi menn ekki skreytt heimilisketti sína með silki borða eða ól ennþá, þá er etaki seinna vænna að fara til þess. — GG Voru„lordarnir"ekki sam safn þjófa og ræningjai ? sagði Lord Brown og baðst undan titlinum „Það er nú ekki eins skrambi kalt hér á ís- landi og þeir sögðu mér — þetta hótel sem ég dvel á, er kynt meira en góðu hófi gegnir, og ég held að ykkar arki- tektúr sé jafnvel ómerki iegri en heima. Þetta er nú það eina sem ég get sagt um ísland, hef enda svo lítið séð af því enn þá. — Vonandi verður reynslan fjölbreyttari áð ur en ég fer á laugardag- inn“. George Brown var hress í bragði er blaðamenn hittu hann að máli í gærdag, lágvaxinn. hnellinn maður, 57 ára að aldri, ZORBA í apríllok Æfingar eru nú hafnar á söngleiknum Zorba í Þjóðleikhúsinu, en frumsýningin verður í lok apríl. Sænska söngkonan Sussanna Brenning mun syngja og leika hlutverk forsöngvarans, sem er mjög áberandi í leiknum, en hún hefur að undanförnu farið með betta hlutverk í Danmörku. Zorba er nú sýndur í Danmörku, Nor- egf og Svíþjóð, en þessi söngleikur hefur hlotið miklar vinsældir. Leikstjóri Þjóðleikhússsýningarinnar er Bandaríkjamaðurinn Rog- er Sullivan og ballettmeistari Dania Krupska, líka frá Banda- ríkjunum. Aðalhlutverkin eru leikin af Róbert Arnfinssyni, Jóni G^nnarssyni, Herdísi Þorvaldsdóttur, Margréti Helgu Jóhanns- dóttur og Garðari Cortes. og kunni vissulega að svara 6- líklegustu spurningum frétta- manna: „Þið eruð allir frá pólitísk- um blöðum, er það ekki? Getur það verið að þið getið þá skrif að út frá eigin brjósti. Sætið þið ekki einhverjum hömlum 'i ritfrelsi? Ég er voðalega hrædd- ur um að blöðin í Bretlandi séu að færast í ykkar horf. Pressan brezka er ekki frjáls lengur. öll virðingarverð blöð tapa óskap- lega. Þeir moka gífurlegu magni af peningum í The Times. Ég veit ekki hve miklu, það er helzt að þau rúlli blöðin sem hafa einhver léttmetis kvöld- blöð að styðja sig viö, eins og t. d. The Guardian." — Er skemmtilegra aö sitja í lávarðadeild en neðri deild þingsins? „Æ, verið nú ekki að kalla þetta lávarðadeild — ég- • vil bara kalla hana ,,hina deild- ina“. Þið skiljið. Lávarðadeild- in er ekki' lengur aðallega skip uö hvíthæröum gamalmennum rwimnÉ»i»M—tf—ww—1 Þingnefnd með kynferðisfræðslu • Allsherjamefnd Sameinaðs þings mælir einróma með þingsályktunartiilögu um kynferðis fræðslu í skólum. í nefndinni eru fulltrúar fjögurra flokka. Tillagan var flutt af Jónasi Árna syni (Ab) og Magnúsi Kjartanssyni (Ab). Þar segir, að Alþingi álykti að sikora á menntamálaráðherra aö gera ráðstafanir til þess, að kyn- ferðisfræðsla í skólum landsins verði skipulögð í samráði við sér- fróða lækna, kennara, forustumenn æskulýðsmála og aðra þá, sem gerst megi vita, hver þörfin sé í þessum efnum. Benda flutningsmenn á, að sér- stök fræðsla í kynferðismálum sé lítil sem engin f skólum landsins, og til þeirrar staöreyndar. virðist mega rekja orsakir margra alvar- legra vandamála í lífi ungs fólks. Allsherjarnefnd mælir með sam- þykkt tillögunnar í óbreyttu formi. í nefndinni eru Bragi Sigurjónsson (A) formaður, Jónas Pébursson (S), Viíhjálmur Hjálmarsson (F), Matt- hías Bjamason (S), Jónas Ámason (Ab), Friðjón Þórðarson (S) og Gísli Guðmundsson (F), en hinn síðastnefndi sfcrifar undir álitið með fyrirvara. — HH Óskaðlegt — fer ekki í sjóinn ■ Þýzka félagið Badisehe Anilin- und Sodafabrik neitaði f gærkvöldi orðrómi um, að félagið hygðist úrgangi í hafið milli íslands og Noregs. Félagið segir, að hér sé um að ræða efni, sem ekki séu eitruð, og muni þeim brennt og ekki fleygt í sjó. Norskt blað birti frétt þess efn is, að 3000 tunnum af eitruðum úrgangsefnum hefði verið staflað í bænum Mannheim og ætti að fleygja þeim ’í haf í aprílmánuði. Þýzka félagið segist hafa revnt áð fá hollenzkt fyrirtæki til að taka að sér brennslu þessara efna, en þetta fyrirtæki hafi síðan hætt starfsemi. Þess vegna hafi verið sá einn kostur að safna þess um efnum fyrir í Mannheim.-HH Saumnálarleit á Reykjanesinu með heyrnarlúðra — hvað sjálf an mig snertir, þá er ég kom- inn á þann aldur, að ég þrái ekki metorð sem fyrr. „Hin deildin" er ágæt fyrir mig nú orðið — og ég vil helzt eklci að þið kallið mið „lord“. Voru lávarðarnir áður fyrr ekki samsafn þjófa og ræningja? Lá varðstitillinn er bara annar að- göngumiði fyrir mig að þinginu, fyrst kosningarnar brugðust." — Þér settuzt við að skrifa bók er þér hurfuð úr stjóm. Sú bók vakti úlfaþyt vfða — ætlið þér að halda ritstörfum áfram? „Mig langar að skrifa aðra bók. En ég held það sé rétt hjá mér að geyma hana, þangað til ég hef færzt enn fjær stjómmál um. Ég er núna að reyna að koma mér upp frístundagamni af einhverju tagi. Þegar ég var strákur var ég fjári góður hægri || bakvörður í fótbolta — gat aldrei neitt vinstra megin. Núna er ég aftur farinn að horfa á fótbolta. Um helgar leik ég mér við bamabörnin." — Eigið þér mörg barnabörn? „Konan mín á 4. — Ég er nefnilega kvæntur ömmu — ann ar eins unglingur og ég er.“ Brown var spurður um sitt álit á heimsviðburðum, og svar aöi hann skýrt og greinilega: „Uppreisn æskunnar er mark- laus. Æskan hefur engan ákveð inn óvin að berjast við, eins og ég hafði á mínum yngri ár- um, þegar fasisminn var verð- ugur óvinur. Víetnam? Ég gagn rýni ekki Bandar'ikjamenn. Við þurftum á þeim að halda í Evrópu. Nú þarfnast þeir þeirra í SA-Asíu, vona bara að þeir standi sig eins vel þar og við Bretar gerðum áður." —GG en ekkert fannst • „Um 130—150 manns tóku þátt í leitinni í gær, þar á meðal vinnufélagar Hauks Han- sen, sem saknað er, og einnig hermenn úr varnarliðinu", sagði Garðar Sigurðsson, formaður björgunarsveitarinnar Stakks í Keflavík. • „Við kembdum svæðið ræki lega. Leitarmenn gengu f röðum og leiddust hönd í hönd, svo tryggt yrði að ekkert færi fram hjá þeim. — En allt án árangurs“, sagði Garðar. Leit verður haldið áfram í dag, en næstum tveir sólarhringar eru liðnir síðan Haukur Hansen, flug- vélstjóri og 3ja barna faðir hvarf félögum sínum tveim í Sandvík vestur á Reykjanesi. Strax og fjaraöi út’imorgun átti að ganga fjörur um Reykjanes, og einnig var ráðgert, að þyrla varn- arliðsins mundi taka þátt í leit- inni í dag. Leitað var fram yfir miðnætti í nótt að 6 ára dreng, Nirði Garð- arssyni frá Höskuldarkoti i Ytri- Njarðvík, en hans var saknað í gærmorgun. Hann hafði farið út að leika sér um kl. 8 um morgun- inn, en síðan hefur hann ekki sézt. Þegar hann fannst ekki í ná- grennj heimilis síns, var farið að óttast um hann, og lögreglunni til kynnt um hvarf hans eftir hádegi í gær. Hófst skipuleg leit að hon- um um kl. 14.30. Ekkert hefur spurzt um ferðir drengsins, sem er ljóshærður, klæddur ljósbrúnni hettuúlpu, og rauðbrúnum gallabuxum. Sporhundur skátanna, sem lát- inn var leita drengsins, leiddi leit armenn niöur að höfninni í Ytri- Njarðvík, en vitað er til þess að drengurinn hafi sótt mikið þangað til leikja. Virtist hundurinn rekja slóð drengsins niður á bryggjur, en þar fannst hjól drengsins. Froskmenn hófu köfun í höfninni í birtingu í morgun. —GP

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.