Vísir - 28.04.1971, Side 2

Vísir - 28.04.1971, Side 2
LEIKUR AFTUR — sagði játakk við hlutverki / nýrri W % 30 ár eru síðan Greta Garbo lék síðast í kvik- mynd. Var það myndin „Tvíburamir“, og nú ætl ar þessi 65 ára fyrrum mynd leikkona að skreppa aftur á hvíta tjaldinu. Hún hef- ur gefið jákvætt svar við tilboði um að leika í Marcel Proust - mynd hans. Visconti Blaðiö „Figaro“ í París skýrði frá því áð samkvæmt heimildum þess í Róm hefði Greta endan- lega gefið Visconti jákvætt svar og myndin enda bera táknrænan titil fyrir Garbó: „Á slóð fortíðar innar.“ Garbo mun ekki ieika stórt hlut verk, aðeins smávægilegt hlutverk Flestir menn nota ritvélar sín ar til að skrifa með þeim. Sumir skrifa bréf, sumir fréttir sumir bæJ’ur og aðrir eitthvað ainnað. Sennilega er ekki nema einn maður í heiminum sem not ar sfna ritvél til að „teikna" með henni myndir. Maðurinn heitir Josef Abel og á heima í Frank- furt, V-Þýzkalandi. Hann hefur dundað sér við ferðaritvélina slna sl. 30 ár og aðallega slegið á staf ina m. o og O, en þá telur hann bezt að nota tii að ná fram skugga og skimu í myndir sínar. Josef á aðdáendur víða um lönd, sem hafa pantað hjá hon um einhverjar tilteknar myndir, svo sem eins og Mónu Lísu. Greta Garbo. Myndin var tekin í Róm fyrir nokkrum árum. Sá til hægri er Lord Olivier, sem hugsanlega mun leika Baron du Charlos í Marcel Proust-mynd inni. Maríu Sophiu af Neapel, en Visc- onti er sagður í sjöunda himni yf- ir að hafa fengið Garbo í hlut- verkið. Niðurlægingin Fyrir 30 árum fór Garbo end- anlega frá Hollvwood eftir að hafa upplifaö sína mestu niður- lægingu er hún lék tvöfalt hlut- verk í gamanmyndinni „Tvíbur- arnir", en þeirri mynd leikstýrði George Cukor. Síðan Garbo hætti hafa leik- stjórar reynt að fá hana að leika í myndum hjá sér, en ætíð án ár- angurs. Undir 1950 reyndu tveir frægustu leikstjórar Hollywood, þeir Selznick og Walter Wanger að fá hana til að taka hlutverk hjá sér. Selznick vildi fá hana til að leika Söru Bernhardt. Rétt upp úr 1960 reyndi Max Ophuls í Frakklandi að fá Gretu til að leika aðalhlutverkið í mynd sinni „La Duchesse de Langeatis", mynd sem hann gerði eftir samnefndri sögu Balzacs. — Gengu viðræður þeirra svo langt að Garbo fór til Frakklands og lét taka af sér reynslumyndir í lit og var að því komið að hún skrifað; undir samning, þegar allt saman strandaði vegna fjárhags- legrar misklíðar. Dustin Hofman og Olivier Menn bíða nú spenntir mjög eftir að sjá þessa nýju mynd Viscontis. í helztu hlutverkum verða Edwige Feuillere, sem leika á frú Verdurin. Simone Signoret leikur Francoise og Visconti reiknar með að fá Brigitte Bar- dot til að leika Odettu. Silvana Mangano mun leika þá fögru her togaynju frá Guermantees og Madeleine Renaud leikur ömmu hennar. Enn er ekki ákveðið hver á að leika Marcel Proust. Verður væntanlega valið á milli Alain Delon og Dustin Hoffman. Vis- oonti hefur hugsað sér að fá Laurence Olivier til að feika de Charlus barón, þann mikla per- sónuleika, en einnig getur farið svo, að hann fáj Marlon Brando til að leika þann kynvillta barón. Herra Hulot og einkaritarinn — „Trafik" heitir nýjasta mynd Jacques Tafi Fagrar konur eru ekki ná- kvæmlega það sem maður helzt minnist úr kvikmyndum Jacques Tati, myndunum um viðburðí úr lífi herra Hulots. Nýjasta mynd Tatis er ólik J>eim fyrri, a.m.k. hvað þetta snertir. „Myndin heitir „Trafik", og hefur nýlega verið frumsýnd i París. f „Trafik“ hefur konu einni mjög svo fagurri tekizt að krækja í annað aðalhlutverkið, Tati sjálfur leikur auðvitað hitt, herra Hulot. Sú fagra kona sem svo hefur tekizt að vinna hylli Tatis er 26 ára þokkadfs, heitir Maria Kimb- erley, og leikur hún einkaritara herra Hulots. Maria þessi Kimberley hefur fram undir þetta verið ljósmynda fyrinsæta í París, en hefur haft það náðugt síðustu mánuði eftir að hún giftist forríkum listaverka sala og villidýrabana, og segir Kimberley reyndar að hún hafi svo gaman af því aö fara með mannj sínum að bana villtum dýr um f Afríku, að ekkert kvik- myndatilboð geti fengið sig til að hætta við sli'ka ferð, nema þá svo stórvægilegt tilboð og það að fá að leika í mynd Tatis og á móti honum sjálfum. 4 myndir á 24 árum Það lítur nú ekki vel út með aö Tati geri stúlkunni annað til- boð. Ekki vegna þess að hún hafi ekki leikið þolanlega í mynd inni, heldur vegna þeirrar staö- reyndar að Tati liggur ekkeit á að framleiða kvikmyndir. Hann sendj sína fyrstu mynd á mark- að 1947, „Hr. Hufot fer f fri“, og síðan sú mynd var fullgerð hefur hann aðeins látiö frá sér fara 4 myndir. En Tati þarf svo sem ekki að fjöldaframleiða myndir. Hans kvikmyndir eru jafnan sýnd ar öðrum myndum lengur í kvik myndahúsum, og hann hefur líka þá venju, að dreifa ekki eintök- um af myndum sínum út um all ar trissur í eitt skipti fyrir öll. Þannig verður „Trafik“ aðeins sýnd f einu kvikmyndahúsi í Par- ís til að byrja með — og hvergi annars staðar í hálft ár, ef und an á að skilja eina sýningu á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Kaffikvörn og rakvél í „Trafik“ dundar Tatj sér við að gera grín að bílamenningunni. Hann hæðist stórkostlega að bíl um og bíleigendum: En hann ger- ir það á sinn sérstæða hátt með því að draga fram skemmtileg dæmi úr raunveruleikanum — allt f góðu gert. Og myndin er sögð mjög „ekta“, það er t. d. sýnd ný gerð af bifreið, bíl sem aldrei hefur áður komið á götu. Sá bíll er búinn með bökun- arofni innbyggðu grilli, flautu eða homi sem einnig getur verk- að sem rakvél og sígarettukveikj- ara, sem einnig getur verkað sem kafifikvörn. \

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.